Morgunblaðið - 11.02.1979, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.02.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 35 Zkið suður til Kverkíjalla. var engu líkara, en að um smit- sjúkdóm væri að ræða. Nú komu vegastikurnar áðurnefndu að góð- um notum en þær voru settar í gorma stað. Riðu sumir röftum þessum það sem eftir var ferðar- innar. Um fjögurleytið héldum við úr Lindunum og tókum stefnu vestur um Krepputunguna norðan Löngu- hlíðar og komum að Jökulsá, þar sem farið hafði verið yfir hana fyrsta dáginn. Snjórinn á ánni hafði nú blotnað mikið upp, enda hlýnað í veðri. Yfir komust við þó, en líklega hefur þetta ekki mátt tæpara standa. í Drekagili var tekið bensín en síðan haldið norður vestan Herðu- breiðartagla og austur um skarðið sunnan Herðubreiðar. Héðan að sjá virtust hraunin í átt til Herðu- breiðalinda vera snjólaus yfir að líta en snjólænur leyndust þó í lautum og náðum við í Þorsteins- skálá um áttaleytið um kvöldið. Á föstudagsmorgni 14. apríl var komin hríð. Lagt var af stað úr Lindum um ellefuleytið og stefnt norðan Herðubreiðar. Var hér seinfarið vegna snjóleysis. Við rætur Herðubreiðar vestanverðrar var vitlaust veður, svo að vart sá út úr augum. Vörðuna við upp- gönguna fundum við þó, var nú stefnt með hjálp áttavita áleiðis að Bræðrafelli og fór veður heldur batnandi er nær því dró. Komið var við í gönguskála Ferðafélags Akureyrar, en síðan haidið í stefnu á vestanverð Dyngjufjöll. Veður versnaði nú á ný, hvessti og hríðaði, og skyggni varð afleitt. Færið versnaði einnig, snjóinn skóf ískafla og vildu sleðarnir æði oft sitja fastir. Stöðugt þurfti að sveigja fyrir hraunkamba og reyndist því mjög erfitt að halda réttri stefnu. Dyngjufjöllum náð- um við samt, en ekki var það stysta og beinasta leiðin sem farin var frá Bræðrafelli. Er vestur með fjöllunum kom batnaði veðrið og orðið var frost- laust. Stefnt var nú norðan Suður- árbotna, greiðfæra leið og náðum við Svartárkoti um áttaleytið um kvöldið og höfðum þá lagt að baki 450 kílómetra á sleðunum þessa fjóra daga. Eftir að hafa þegið góðgjörðir í Koti og spjallað við heimilisfólkið þar héldum við sem leið liggur til Akureyrar og var ferð sú tíðinda- laus.“ Hinn nýi gönguskáli Ferðaíélags Akureyrar við Bræðraíell. Rennt var í hlað hjá skálanum í Herðubreiðarlindum. Œhtfeázi 100.. LJÓSRITUnflRUÉLin pnontaná: uenjulegan pappin iidön bnéfsef nl einnig glcenun SKRIFSTOFUVELAR H.F. V/ Sími 20560 DRIFBÚNAÐUR ER SÉRGREIN OKKAR Eigum jafnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir af drif- og flutningskeðjum ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta (variatora) fyrir kílreimadrif. E N OL O (^mílnimeniillaiL fekking feynsla Þjonust Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.