Morgunblaðið - 11.02.1979, Side 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
VER#LD
Stanley Rader: svissneskir
bankareikningar, lúxusílakk
og jatnvel gullforði í
handraðanum
Forskot
á sæluna
IKaliforníu er fyrirtæki sem
heitir „Veraldarkirkjan" og
hefur verið starfsrækt í
nærfellt hálfa öld. Það hefur verið
hlutverk Veraldarkirkjunnar, m.a.
að búa menn undir heimsendi. Og
nú er hann að koma.
Að vísu er smávon fyrir
vantrúaða. Það kann sem sé að
fara svo að Veraldarkirkjan líði
undir lok áður en heimurinn gerir
það. Fylkissaksóknarinn í
Kaliforníu er búinn að höfða mál,
að beiðni óánægðra veraldar-
kirkjupresta, á hendur stofnanda
kirkjunnar og leiðtoga, Herbert
W. Armstrong (sem er reyndar
orðinn 86 ára og ætti eiginlega að
vera kominn af lögaldri) og helzta
aðstoðarmanni hans, Stanley
nokkrum Rader, fyrir að fá sér
forskot á sæluna ef svo mætti orða
það, nefnilega að hafa stungið
undan milljónum dollara áriega af
kirkjunnar fé „til einkanota“. Er
þegar búið að leggja hald á sjóði
kirkjunnar og bókhald, en það er
eitt ákæruatriðið að Armstrong og
þeir félagar hafi eyðilagt mikilvæg
bókhaldsgögn.
Kæruatriði eru annars mörg og
sundurleit. Armstrong og Rader er
gefið að sök að hafa dregið sér fé
og lagt inn á nafnlausa banka-
reikninga í Sviss, komið sér upp
gullforða, eytt geysilegum fjár-
hæðum í ferðalög og eigið
heimilishald og fært ýmsum stór-
mennum hér og hvar um heiminn
óheyrilega dýrar gjafir en kirkjan
fengið að borga brúsann allan. Er
það talið til dæmis, að eitt árið
tóku kirkjuleiðtogarnir sér 1.7
milljónir dollara í risnu; m.a.
borgaði einn 22.750 dollara fyrir
hóteldvöl í París. Nú er verið að
skoða bókhald kirkjunnar. Það
sem eftir er af því, niður í kjölinn.
En á meðan eigast kirkjunnar
menn við innbyrðis og ekki
hávaðalaust. Fyrir stuttu urðu
róstur í nýjum samkundusal kirkj-
unnar í Pasadena (hann hafði
kostað 24 milljónir dollara); þar
voru saman komin 2000 manns og
fór allt í háaloft og gekk á með
pústum og hrundingum, en
Armstrong stofnandi og kirkju-
leiðtogi rak fjóra uppreisnarmenn,
setti þá út af sakramentinu (hann
ætti áð hafa vald til þess, hann
titlar sig „sendiherra Krists á
jörðu“.)
Það er um þó nokkuð barizt.
Arstekjur kirkjunnar eru taldar
75 milljónir dollara og fasteignir
hennar, verðbréf og lausafé metið
til 80 milljóna dollara.
Fylgi Veraldarkirkjunnar er
langmest í Bandaríkjunum. Henni
hefur þó tekizt að telja mönnum
hughvarf víðar og t.a.m. eru 34
kirkjur á hennar vegum í Bret-
landi og safnaðarmeðlimir sagðir
5.200. Að vísu hefur gengið á ýmsu
í söfnuðinum þar eins og vestra.
T.d. sögðu tveir prestar af sér fyrir
fáum árum, treystust ekki lengur
til að flytja boðskap Armstrongs
sendiherra slíkan sem hann er. í
kenningum Veraldarkirkjunnar er
það með öðru að á himnum séu
menn dregnir í dilka eftir kynþátt-
um. Hefur þetta og fleira orðið til
þess að fylgi hefur reytzt af
Armstrong hin síðustu ár. Samt
eru Bretlandseyjar honum kærari
en flest lönd önnur, að hans eigin
sögn. Hann vitnar gjarna í
spádómsorð í Bibklíunni er hann
leggur út þannig að Elísabet
.drottning sitji á veldisstóli Davíðs
konungs og muni Kristur setjast í
það hásæti er hann kemur til
jarðar á nýjaleik. Armstrong
rekur og ættir sínar til „brezkra
fornkonunga". En þetta dugir sem
sé varla til lengur.
Armstrong stofnaði kirkju sína
árið 1933, og kallaði hana þá
„Útvarpskirkjuna". Var það einn
fyrsti söfnuður í Bandaríkjunum
til að nota útvarp sér til fram-
dráttar. En boðskapurinn sem
útvarpað var og hefur verið upp
frá því er sá í þremur höfuðgrein-
um, að 1) heimsendir sé á næstu
grösum og fái þá allir makleg
málagjöld nema þeir sem flýti sér
að ganga í Veraldarkirkjuna, 2) að
Bretar (og þá Bandaríkjamenn af
engilsaxneskum ættum) séu hinir
einu, sönnu Israelsmenn, afkom-
endur hinna tíu týndu ættkvísla
sem Assýríumenn (sem nú eru
Þjóðverjar) hafi herleitt norður í
Evrópu og 3) að allir sannir
ísraelsmenn verði skilyrðislaust
Lyflækníngar|
Það er alvarlegt vandamál í
vanþróuðum ríkjum, að þar
hafa menn víða ekki efni á
þeim lyfjum sem þyrfti; sjúk-
dómar gera hvergi meiri usla en í
þessum ríkjum, jafnframt er efna-
hagur hvergi jafnbágborinn en lyf
verður að kaupa frá iðnríkjum og
þar eru þau víðast fokdýr jafnvel á
mælikvarða heimamanna.
Nú er það svo um mörg lyf að
mikla kunnáttu og flókinn tækja-
búnað þarf til framleiðslu þeirra
og skortir þetta hvort tveggja í
velflestum þróunarlöndum. En
hitt er líka vitað, að til eru ýmis
mikilvæg lyf sem vinna má með
tiltölulega litlum kostnaði og
fyrirhöfn úr ýmiss konar jurtum.
Og nú hefur Alþjóða-heilbrigðis-
stofnunin efnt til áætlunar um það
að taka sama lyfjaskrá fyrir
þróunarlöndin, þ.e. skrá um örugg
grasalyf, sem hvort tveggja eru
Heilsubótin í
gróðurríkinu
ódýr og fyrirhafnarlítil í vinnslu,
og jurtirnar í þau algengar.
Margir sérfræðingar eru á einu
máli um það, að ýmis lyf megi
vinna úr jurtum með tiltölulega
litlum búnaði og tilkostnaði og það
er reyndar gert í nokkrum mæli.
T.d. er slíkum grasalyfjum beitt
við vægum háþrýstingi og ákveðn-
um tegundum sykursýki.
Þess má geta að lokum að
fyrrnefnda áætlun Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar um víðtæka
leit að lyfjagrösum ber upp á sama
tíma og vestrænir lyfjaframleið-
endur eru að efna til sams konar
leitar — einmitt í því skyni að
draga úr kostnaði, og fara þegar
um þessar mundir fram víðtækar
tilraunir um jurtalyf í Sviss,
Vesturþýzkalandi, Bretlandi,
Frakklandi, Japan og Banda-
ríkjunum.
- THOMAS LAND
Almáttugur,
ensú
mæda...
Það er ekki einleikið um
Breta hve óviðbúnir
þeir eru; það er alltaf
verið að koma þeim að óvör-
um.
írar hafa komið þeim að
óvörum á svo sem kynslóðar
fresti ailt frá því á 11. öld.
Stríð koma þeim á óvart,
ókyrrð á vinnumarkaðnum,
það kom þeim á óvart þegar
g()ðir landsmenn bentu á það
að sumir landsmenn væru
fátækari en aðrir, og enn kom
það þeim á óvart þegar þeir
uppgötvuðu að göturæsin sem
þeir höfðu lagt á öldinni sem
leið stóðust ekki lengur kröf-
ur tímans. Þó kemur ekkert
þeim jafnoft á óvart og veðr-
ið. Það veldur þeim sifelldri
undrun.
Þetta er svolítið einkenni-
legt vegna þess m.a. að Bret-
ar eiga sér langa og rika
veðursamræðuhefð og veður
er þeim hugstæðara en flest-
um öðrum þjóðum eða öllum.
Sums staðar tfðkast það er
kunningjar hittast á förnum
vegi að þeir óski hvor öðrum
guðsblessunar, annars staðar
þess að úlfaldar hvors um sig
megi margfaldast og uppfylla
jörðina o.s.frv. í Bretlandi
kasta menn veðurlýsingum
hver á annan: „Skítaveður;
finnst þér það ekki?“ eða
„Meiri blessuð bliðan í dag“,
þótt það sé nú sjaldnar. Og
þessi siður er að sínu leyti
einkennilegur vegna þess að
veðrið í Bretlandi er ósköp
skaplegt allajafna, sjaldan
vitlaust veður og sjaldan sér-
staklega gott.
En nú undanfarnar vikur
hefur snjóað dálítið, hálka
myndazt á vegum, jafnvel
orðið ófært sums staðar
norður í landi, rafkerfi bíla
gert verkfall og frosið í mið-
stöðvarleiðslum húsa. Þetta
kom Bretum að sjálfsögðu
mjög á óvart. Að vísu endur-
taka veðurguðirnir þennan
hrekk á u.þ.b. 12 ára fresti.
En ævinlega verða Bretar
jafnhissa.
í alvöru talað þætti mér
gaman að vita hvenær Bret-
um ætlar að verða það ljóst,
að til eru ýmis ráð við snjó og
ís og hafa lengi verið notuð
með góðum árangri í sið-
Sankti Bernards hundurinn
„Marcus“ leggur leitarmanni lið,
sem kannar hvort nokkur sé í
einum hinna fjölmörgu bíla sem
gáfust upp í snjókomunni í
janúar síðastliðinum. Þessi sat
fastur í grennd við Exeter í
suð-vestur Englandi.
menntuðum löndum. Ár eftir
ár verða þúsundir Breta
furðu lostnar þegar vatns-
leiðslurnar heima hjá þeim
springa í frosthörkum. Það
eru fáein ár frá því það var
sett í byggingareglugerðir að
vatnsleiðslur skyldu einangr-
aðar. Ilins vegar nær reglu-
gerðin ekki aftur f timann og
þeir sem búa í eldri húsum
munu halda áfram að verða
hissa yfir sprungnum vatns-
leiðslum á reglulegum fresti
þar til yfir lýkur.
Það stendur gamalt og fall-
egt timburhús hérna utan í
götunni þar sem ég bý. í
vetur snjóaði inn um gafl-
glugga uppi og loftið fylltist.
Húsráðendur urðu furðu
lostnir. Og þeir voru að sýna
gestum þetta furðulega fyrir-
bæri, og gestirnir ekki síður
hissa, allt þar til fór að hlýna
og skaflinn á loftinu kom
niður í stofuna. Húsráðendur
könnuðust við rigningu og
þoldu því loftlekann eins og
hverja vætutíð meðan hann
stóð. Það höfðu þeir þó lært
af reynslunni að yfirleitt
styttir upp fyrr eða síðar.
Það kom mér satt á segja á
óvart. _ PATRICK
O'DONOVAN
að halda lögmálið, halda hvíldar-
daginn heilagan, neyta ekki ann-
arrar fæðu en leyfð er í ritning-
unni og þar fram eftir götunum,
einkum og sér í lagi megi þeir ekki
láta undir höfuð leggjast að gjalda
kirkjunni tíund ...
Kirjan hefur nefnilega tekjur
sínar mestan part af tíundinni.
Þannig víkur því við að Veraldar-
kirkjan er orðin einhver bezt stæð
kirkjustofnun í Bandaríkjunum
enda þótt virkir félagar séu ekki
nema tæp 100 þúsund. Óbreyttir
greiða reglulega 10% brúttótekna
sinna í kirkjusjóð en sumir auðug-
ir menn allt að 30%. Ýmsir nafn-
kenndir menn eru í söfnuðinum,
t.d. Bobby Fischer; það er vitað að
Fischer hefur gefið allt að 100
þúsund dollara í kirkjusjóð og
hann er enn á vegum kirkjunnar
enda þótt honum og Armstrong
leiðtoga og sendiherra hafi lent
saman þó nokkrum sinaum á
undanförnum árum. En að tíund
frátalinni hafði Veraldarkirkjan
m.a. talsverðar tekjur af útvarps-
og sjónvarpspredikunum; þeir
þættir voru að sögn kirkjunnar
manna fluttir í einum 500 stöðvum
um heim allan og áheyrendur 130
milljónir.
Það er heldur dökkt útlitið hjá
Veraldarkirkjunni um þessar
mundir. Stanley Rader er þó hinn
brattasti og segir hana mun rétta
við von bráðar. Asakanirnar á
hendur sér og Armstrong um
fjárdrátt séu „brjálæðislegar",
enginn fótur fyrir þeim. Aðal-
verjandi kirkjunnar upplýsti það
aftur á móti fyrir rétti nýlega að
hún væri komin að gjaldþroti, m.a.
vegna þess að safnaðarmenn væru
tregir að gjalda tíund eftir að
hneysklið kom upp.
Veraldarkirkjan er búin að
, stefna yfirvöldum í Bandaríkjun-
um fyrir stjórnarskrárbrot, þ.e. að
hafa sett skorður við trúfrelsi, en
heldur þykir ólíklegt að mark
verði tekið á því. Yfirleitt virðast
öll sund lokuð kirkjunni: um dag-
inn voru sendar út í pósti 60
þúsund áskoranir um fjárframlög
til bjargar fyrirtækinu — en yfir-
völd gerðu alla betlibréfasúpuna
upptæka.
- WILLIAM SCOBIE.
HNEFARÉTTURI
Enn er Þjarm
að að tékkn-
eskum and
ófsmönnum
Þeir eru viðkvæmir í tékkn-
esku öryggislögreglunni: á
dögunum var Jaroslav Sabata,
einn þeirra sem undirrituðu þann
fræga lista Mannréttindaskrá 77,
dæmdur í níu mánaða fangelsi
fyrir þá sök að „móðga" öryggis-
lögreglumann ...
Þegar kom að réttarhöldunum
yfir Sabata voru mættir út fyrir
dómssalnum fréttamenn, vinir og
kunningjar ákærða og aðrir komn-
ir fyrir forvitni sakir eða samúðar
— en öllum vísað frá nema syni
ákærða og dóttur. Réttarsalurinn
var svo lítill að sögn viðkomandi