Morgunblaðið - 11.02.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.02.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 43 ffPó kemur ekkert þeim jafnoft á óvart og veðrió. Það vetdur þeim sífeíldri undrun... (Sjá: Bretinn & Veðrið) FRAKKLAND/UMFERÐARMAL Asíðustu sex árum hefur dauðaslysum á vegum í Frakklandi fækkað um þriðjung, að því er segir í skýrslu sem umferðaröryggisráð þar í landi hefur látið út ganga. Er þetta þakkað þrem ráðstöfunum, sem sé því að hámarkshraði á helztu umferðaræðum var lækkaður, öku- menn og framsætisfarþegar lög- skyldaðir til að nota bílbelti og umferðarlögregla fór að beita ölvunarprófum í langtum meira mæli en áður. Þann skugga ber reyndar á þessar ágætu fregnir, að þær eru nú til meðferðar hjá dómstóli: félag bifreiðaeigenda hefur borið brigður á þær og sakar umferðar- öryggisráð um að breiða út lognar og villandi upplýsingar og hag- ræða tölfræðilegum niðurstöðum. Ólíklegt er þó að þessi málaferli verði til þess að yfirvöld í Frakk- landi slaki á umferðarlögunum. Þrátt fyrir það að dauðsföllum í umferðinni hafi farið fækkandi eins og fyrr greindi voru þau ein 11 þúsund í fyrra (10 þúsund árið áður, ’77). Miðað við fólksfjölda er mönnum tvöfalt meiri lífshætta búin í umferðinni í Frakklandi en í Bretlandi. (þó þrisvar sinnum meiri fyrir sex árum). Mest varð mannfallið árið 1972. Þá létust 16.600 manns í umferðarslysum í Frakklandi og hafði þá dauðaslys- um fjölgað um 5% á ári þó nokkur undan farin ár. Taldist mönnum svo til að jafnaðarlega létu 8.2 menn lífið fyrir hverja 100 milljón Strangari umferðar- löggjöf: færri banaslys kílómetra sem eknir væru. Nú eru þeir 4.7 á hverja 100 milljón km, og hefur þó umferðin aukizt um 25% á þeim árum sem síðan eru liðin. Það er eftirtektarvert, að þær ráðstafanir sem taldar eru hafa orðið happadrýgstar í umferðinni eru ekki tilkomnar að almannaósk heldur eiga þær rót að rekja til olíukreppunnar 1973. Þá var há- marksökuhraði sem sé lækkaður með lögum og var eftir það 130 km á hraðbrautum en 90 á flestum vanalegum þjóðvegum. Það kom fljótlega í ljós, að dauðaslysum hafði fækkað mjög. Voru þá völd Umferðarröyggisráðs aukin að miklum mun og umferðarlög hert enn frekar. Fyrir þremur árum var leitt í lög að ökumönnum og framsætis- farþegum skyldi skylt að nota bílbelti í akstri á öllum hraðbraut- um og öðrum þjóðvegum. Mjög strangt er tekið á því ef bregður út af þessu og t.a.m. var ökumaður, sem tekinn var bílbeltislaus og honum gert að greiða sekt en neitaði, dæmdur í 10 daga fangelsi og honum stungið inn umsvifa- laust. í þéttbýli er ekki skylt að notá bílbelti á daginn, en hins vegar á ljósatíma. Fyrir hálfu ári byrjaði lögreglan svo að stöðva ökumenn af handahófi og leggja fyrir þá ölvunarpróf; þótti þá eigendum kaffi- og v.eitingahúsa og vínframleiðendum nærri sér gengið og mótmæltu hástöfum en það kom fyrir ekki. Þótti enda mörgum að kominn væri tími til að grípa til einhverra ráða við ölvun við akstur: áður höfðu að jafnaði aðeins 3—4% ökumanna ekið undir áfengisáhrifum svo varðaði við lög — en sá litli hópur hafði hins vegar átt sök á meiru en 40% dauðaslysa. Stóru bílaframleiðendurnir frönsku, Renault, sem er nú ríkis- rekinn, og Peugeot, sem er einka- fyrirtæki (og bætti við sig Citroen fyrir nokkrum árum) hafa lagzt á sveifina með yfirvöldum til þess að auka öryggi í umferðinni, og hefur framlag þeirra einkum reynzt þýðingarmikið hvað snertir bíl- belti. Undanfarin sjö ár hafa þessi fyrirtæki borið í félagi saman allar tölur um þá bíla af sömu gerð og sama aldri sem lent hafa í slíkum árekstrum. Hafa verið borin saman fleiri en 2.700 tilvik á þennan hátt. Af niðurstöðum samanburðarins virðist að í árekstrum beint af augum láti lífið 1% ökumanna sem nota bílbelti en 7% hinna sem ekki nota belti. Þegar öll slys voru tekin saman þótti sýnt að lífshætta í bílaum- ferð minnkaði um 50—60% ef bílbelti væru notuð. Áður voru nefndar tölur viðvíkj- andi takmörkun hraða á hrað- brautum og öðrum þjóðvegum. En þess má geta að auki, sem frönsk yfirvöld hafa eftir Þjóðverjum öryggisráðstöfunum sínum til stuðnings, að það kom á daginn í tilraun sem fram fór á hraðbraut í Þýzkalandi er hámarkshraði var ákveðinn 130 km á klst um skeið en hámarkinu síðan aflétt að hættan á alvarlegu slysi jókst um 11% ... - PAUL WEBSTER Olíukreppan hafði í för með sér lækkun leyfilegs hámarkshraða — og þar með minnkandi slysatíðni. embættismanna. Það var því heppilegt, að verjandi Sabata mætti ekki; óvíst að það hefði verið pláss fyrir hann. En hann hafði reyndar verið sviptur mála- flutningsréttindum nokkrum dög- um áður. Þeir sem rituðu nöfn sín undir Mannréttindaskrá 77 eiga erfitt uppdráttar þessa dagana og hafa átt um nokkurt skeið. Þeir hafa raunar búið við ónáð yfirvalda allt frá því að þeir skrifuðu undir. En undan farið hefur staðið yfir hálfgerð herferð á hendur þeim. Sabata var handtekinn 1. októ- ber í fyrrahaust. Hann hafði verið á leið á fund. Hann var ekki einn á ferð, og segja þeir sem með honum voru að hann hafi verið barinn illa er hann var tekinn og aftur þegar kom á lögreglustöðina. Hann var svo dæmdur fyrir það að hafa reynt að bera hönd fyrir höfuð sér, eins og séra Jan Simsa sem fang- elsaður var í fyrra af því hann reyndi að koma konu sinni til hjálpar er lögreglan var að leita hús þeirra og misþyrmdi henni. Sabata hafði áður hlotið sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir „niðurrifsstarfsemi". Honum var sleppt úr haldi eftir fimm ár en nú verður hann trúlega að afplána afganginn af dómnum. Eins og áðan sagði stendur nú yfir nokkurs konar herferð gegn þeim sem rituðu undir Mannrétt- indaskrá 77. Fjölmargir þeirra eru búnir að missa þau störf sem þeir hlutu menntun til og höfðu unnið lengi og hafa orðið að taka hvað sem bauðst til þess að verða ekki dæmdir fyrir leti og iðjuleysi. Sími hefur verið tekinn af hundruðum þeirra, fjölmargir hafa misst bíla sína. Þeir sem enn búa að kjarki til þess að hafa uppi mótmæli eru undir sífelldu eftirliti öryggislög- reglunnar. Þeim er fylgt eftir á götu, íbúðir þeirra fullar með hlerunartæki, myndir teknar af öllum gestum og stöðugur vörður fyrir utan hjá þeim. Oft víkja öryggislögreglumenn sér að aðvíf- andi gestum og hóta þeim illu ef þeir verði ekki á brott. Sumum hafa undirskriftirnar orði enn dýrari — þeir hafa verið teknir til bæna hjá lögreglunni og barðir. Og sagt er að félagar þessir forðist að leggja leið sína nálægt bökkum árinnar sem rennur gegnum Prag því ekki alls fyrir löngu var ráðizt á tvo þeirra þar og hótað að drekkja þeim - SUE MASTERMAN og ANTON KOENE Petta gerdist llka ...» Hœgan nú, félagar! Enginn skyldi »tla að Það pyki ennpó sjáltsagöur hlutur í Kína aö almúginn beri skoöanir sínar á torg, og Þó síst ef Þ»r eru pólítísks eðlis. Til dæmis hermir Kyodo fréttastofan japanska aö 32 ára gömul kona í Peking, sem hefur staðið framarlega í hópi peirra sem berjast fyrir lýöræðislegri stjórnarháttum, hafi nú verið fangelsuð. Félagar hennar komu upplýsingum um petta á framfæri á veggspjöldum sem peir hengdu upp í næstliðinni viku og létu fljóta með Þá athugasemd af skiljanlegum ástæðum að peir óttuðust mjög að stjórnvöld v»ru pegar byrjuð aö hefta Þau öfl sem krefjast aukins lýöræðis. Efég vœri ríkur... Hópur óánægöra hluthafa í Ford bifvélaverksmiöjunum hefur höföað mál á hendur stjórnarformanninum, Henry Ford II og nokkrum meöstjórn- endum hans og krafið pá um 50 milljón dollara skaðabætur fyrir margskonar bruöl með eigur fyrir- tækisins. Stefnendur bera Ford meðal annars peim sökum, að hann hafi fyrir tveimur árum látið Ford-smiðjurnar borga brúsann Þegar móöir hans bauð 32 fylkisstjórum til veislu á heimili sínu í Detroit pegar ráðstefna fylkisstjóra var haldin par í borg. Sá höfðingsskapur kostaði að sögn stefnenda litla 300,000 dollara. Þá finnst Þeim alveg nóg um íburðinn í hinum nýju „skrifstofum“ stjórnarformannsins og tína Þar til atriði eins og 2,7 milljón dollara hringstigabákn, sem tengir einkaborðsal hans við „íbúð sem hann hefur til umráða til síödegishvíldar sinnar“. Ford er líka víttur fyrir „gufubaöstofu“ Þarna í byggingunni sem kostar fyrirtækið 250.000 dollara á ári, item leikfimisal til eínkanota með fastráðnum nuddara; og reksturs- kostnaður borösalarins sem fyrr er nefndur fullyröa hinir hneyksl- uðu hluthafar að nemi ekki minna en 200 dollurum á gest pr. máltíö. Þá er stjórnarformaðurinn talinn misnota bíla- og flugvélaflota fyrirtækisins að ekki sé meira sagt. í stefnunni er vikið aö Því hvernig Þotur séu notaöar í ótrúlegasta snatt fyrir vini og vandamenn bílakóngsins, svosem eins og hina gestrisnu móöur hans sem víli ekki fyrir sér að kveðja til Þotu Þegar hún Þurfi að koma hundunum sínum bæjarleið. Loks er tilfært dálítið hrikalegt dæmi ef satt er um kaup á einum sígarettupakka, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma kostaöi Ford-smiöjurnar sem svarar tæpum tveimur milljónum íslenskra krónal Stefnendur standa semsagt á Því fastar en fótunum að á einum af flugferðum sínum hafi Henry Ford skipað flugstjóranum að lenda flugvélinni svo fljótt sem auðið yrði, svo aö hægt yrði að kaupa ákveönasígarettutegund handa einum af gestunum um borð, meö pví að tegund Þessi var ekki til Þarna uppi í háloftunum. Og sá greiðinn, segja stefnendur nú, kostaði Ford-fyrirtækið 6.000 dali. / einkaþotu í steininn Tveir stórtækir svindlarar, sem ætluöu að hafa nær níu milljónir dala af kúbönskum stjórnvöldum, sitja nú bakvið lás og slá í Havana. Kúbanskur lögreglumaður hafði upp á Þeim á Jamaica, beindi að Þeim byssu sinni og neyddi Þá til að fljúga einkaÞotunni, sem Þeir höfðu til umráða, beinustu leiö til Kúbu. Talsmaður alríkislögreglunnar bandarísku upplýsir í pessu sambandi að tvímenningarnir hafi átt hlutdeild í samsæri sem miðaði að pví að selja Kúbustjórn 3.000 tonn af kaffi sem síðan stóð alls ekki til að afhenda. Sitt lítið afhverju Tyrknesk stjórnvöld hafa bannað innflutning á hljómplötum með sígildri tónlist, og er Það rétt eitt örÞrifaráöið í baráttu Tyrkjans við óhagstæðan viðskiptajöfnuö. Meðal annarrar bannvöru: píanó, gítarar, veggspjöld og „príhjóluð ökutæki“__Eigendur Burgerbrau bjórkjallarans í MUnchen, par sem Hitler (myndin) efndi til fyrstu tilraun- ar sinnar til Þess að fremja valdarán, hafa ákveöið að jafna bygginguna við jörðu og reisa í staðinn stórhýsi Þarna á svæðinu með íbúðum, verslunum og kaffistofum ... Volkswagensmiðjurn- ar Þýsku ráögera að reisa verksmiðju í Egyptalandi sem á að geta skilað allt að 20.000 „bjöllum“ á markaðinn á ári.. Samkvæmt opinberum tölum var fjöldi barnsfæöinga í Kína í fyrra sá minnsti í átta ár og fæddust Þá átta milljónir færri barna en áriö 1971. Bandarísk stofnun sem einkum fæst viö mannfjöldarannsóknir, áætlaði í apríl í fyrra að íbúatalan í Kína næmi 930 milljónum... Leiðtogar grísk-kaÞólsku kirkjunnar í AÞenu hafa hafnaö tilraunum stjórn- valda til Þess aö veita Þeim hjónum lögskilnað sem skilin hafa verið að borði og sæng í aö minnsta kosti sex ár. Klerkar Þarna viðurkenna Því aöeins skilnað aö báðir aðilar hafi veitt samÞykki sitt og annar eða báðir helst orðið sannir að hordómi...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.