Morgunblaðið - 11.02.1979, Qupperneq 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
Utnsjón:Séra Jón Dalbú Hróbjartsson
Sóra Karl Sinnrbjörnsson
Siyurdur Pálsson
aUdrottinsdegi
1. sunnudayur í nhiviknaföstu
Pistillinn
1. Kor. 9,2Jt-10,5: Vitið þér ekki, að þeir, sem á skeiðvellinum hlaupa,
hlaupa að sönnu allir, en einnfœr sigurlaunin? Hlaupið þannig, að
þér getið hlotið þau.
Guðspjallið
Matth. 20,1-16: Jesús sagði: Þannig munu hinir síðustu verða fyrstir
og hinir fyrstu síðastir.
Sunnudagar níuviknaföstu mynda einskonar brú milli þrettándatímans og föstunnar. Enn hafa þeir
yfirbragð gleði og birtu þrettándatímans, en sterkan undirtón föstunnar, þar sem áherzlan er lögð á
baráttu Guðs við hið illa. Við sjáum þetta greinilega í textum dagsins, þar sem guðspjallið er dœmisagan
um góðvild Guðs, sem ekki fer í manngreinarálit, en pistillinn er aðvörun um, að þótt margir séu kallaðir,
þá eru fáir útvaldir, og hvetur til aga og sjálfsafneitunar. Nœsti sunnud. er svo Biblíudagurinn, sem
teggur áherzlu á Guðs orð, sem er kraftur Guðs til hjálpræðis.
Vikuna 11.—17. febr.
Biblíu- Sunnudayur Mánudayur Þriðjudayur 11. febr. Mat.t. 20. 1—16 12. febr. Matt. 20. 17—28 13. febr. Matt. 20. 29—31
lestur Miðvikudayur U.febr. Matt. 21. 1—17
Fimmtudayur Ffístudayur 15. febr. Matt. 21. 23—32. 16. febr. Matt. 21. 33—1+6.
Lauyardayur 17. febr. Matt. 22. 1—U
Tanzania
Lifandikirkjavið miðbaug
Við bregðum okkur um stund
til Afríku, þar sem sólin kemur
upp kl. 6 að morgni og sest tólf
tímum síðar allan ársins hring.
Landið er Tanzanía, níu sinnum
stærra en Island, íbúar 15 millj-
ónir. Tæplega 800 þús. eru innan
Lútersku kirkjunnar, en rúm
40% tilheyra kristnum söfnuð-
I
L
Frásögn
sr. t>orvalds
Karls
Helgasonar
um, 25% eru múhameðstrúar,
en þriðjungur landsmanna að-
hyllist ýmis konar þjóðtrú.
Myndin sýnir Kristsstyttu og er
tekin í sjávarþorpi norðarlega í
landinu, en á þennan stað var
komið með lík Livingstones
landkönnuðs, og kristniboða, en
vinir hans höfðu borið það 900
km leið. Þetta minnir okkur á að
kirkjan í Tanzaníu er ung, enda
þótt staða hennar sé þar sterk
og gott samband ríkis og kirkju.
Júlíus Nyerere, forseti, hefur
látiðð þrennt sitja í fyrirrúmi í
landinu: 1) að allir landsmenn
eigi aðgang að drykkjarvatni, 2)
almenna menntun, þar sem
þorpsbúar byggja sjálfir skól-
ann, og 3) heilbrigðisþjónustan
nái til allra. Kirkjan í Tanzaníu
hefur frá upphafi verið með i
öllu þessi starfi og tekið beinan
þátt í því. Kirkjan á m.a. 59
sjúkraskýli, 12 sjúkrahús, auk
geðsjúkrahúss sem hún rekur og
blindraskóla sem við sjáum
mynd frá hér að ofan. Auk þess
rekur hún hjúkrunarskóla, tvo
læknaskóla, trúboðsstöðvar og
prentsmiðju. Allt fram til ársins
1969 sá kirkjan um 75% allra
grunnmenntunar í landinu, en
þá yfirtók ríkið hana og kirkjan
einbeitti sér að sunnudagaskóla-
haldi og kirkjuskólum. Það var
ógleymanlegt að sjá hlið við hlið
stofnanir kirkjunnar, barna-
heimili og blindraskóla, um leið
og maður kom úr messunni, þar
sem við hljótum blessun til
þjónustu í þessum heimi.
Ganga upp krókóttan stíg í
30° hita upp í „Ölpum" Tanzaníu
á ieið til messu, framhjá mark-
aðstorgum, yfir trébrú í miðju
þorpinu. Rauður jarðvegur und-
ir fótum, en á sitt hvora hliðina
voru þeldökkir lágvaxnir þorps-
búar, sem fyrir 100 árum höfðu
ekki heyrt fagnaðarerindið um
Hann
tók sig
upp
Dadi Gaston Pierre, Kamerun
Fæddur 1930 í Sassa Mbersi. Gekk í prestaskólann í Meiganga
1961—1966. Kennari við Biblíuskólann í Meng 1966—1972. Fram-
haldsnám við prestaskólann í Ndounge 1972—1974. Kennari við
prestaskólann í Meiganga. Varaforseti Evangelísk-lúthersku
kirkjunnar í Kamerun.
Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í
burtu sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um
háls honum og kyssti hann. (Lúk. 15,20)
Hann tók sig upp og fór til föður síns. í þessari stuttu setningu
birtist viska týnda sonarins. Með ákvörðun sinni um að snúa aftur
heim til föðurhúsanna sneri hann baki við sínu fyrra lífi. Honum var
um megn að halda áfram á sömu braut, hann varð að snúa aftur.
Þennan möguleika hefur allt hið fallna og uppreisnargjarna
mannkyn.
Ég var einnig á meðal þeirra sem voru á flótta undan Guði til þess
að geta lifað frjálsu og hamingjuríku lífi. En eftir að hafa lifað slíku
lífi árum saman er reynsla mín sú að engin hamingja er til og ekkert
raunverulegt líf nema það eitt sem okkur er af Guði gefið gefið í Jesú
Kristi.
Leiðin aftur til Guðs, fyrir Jesúm Krist er aldrei of löng. Það er
Jesús Kristur sjálfur, sem er vegurinn: „Ég er vegurinn, sánnleikur-
inn og lífið. Enginn kemur til föðursins nema fyrir mig.“ Þegar
Jeremía sá, að Israelsmenn stefndu í ógæfu hrópaði hann: „Snúið
yður aftur til Drottins, og þér munuð frelsaðir verða."
En við getum ekki snúið aftur til Guðs án aðstoðar. Hjörtu okkar
eru dauð, eyru okkar dauf og augun blind. Ef okkur á að takast að
snúa aftur, verður andi Guðs að komast að okkur. Það er Guðs andi,
sem sannfærir um synd.
Stattu upp og snúðu aftur til Guðs, föður þíns. Hann tekur við þér,
án tillits til hver fjöldi synda þinna er.
Messað við einfaldar aðstæður
Jesú frá Nazaret. Nú var einsog
þetta elskulega fólk, sem veifaði
trjágreinum og söng sálma,
gerði þá sögu ljóslifandi, því það
minnti á fagnandi lýðinn við
innreiðina í Jerúsalem, og gleð-
ina í samfélaginu við Krist.
Margar síður í Gamla testa-
mentinu lukust upp. Svona er
það þá að lofa Guð með söng og
lúðurhljómi, með bumbum og
gleðidansi. „Allt sem andardrátt
hefur, lofi Drottin". Við sjáum
mynd af lúðrasveit í broddi
fylkingar á leið til messunar.
Ótrúlegt, ólýsanlegt. Hér var
grænn gróður til að undirstrika
að samfélagið er við lifandi Guð
og það líf sem hann gefur í
Kristi hefur skotið rótum í
þessu hitabeltislandi og borið
mikinn ávöxt. Því hvernig er
unnt að segja annað, þegar
maður er staddur á þeim akri,
sem sáð var í fyrir nokkrum
áratugum og sér árangurinn
ljóslifandi. Þetta hafði allt þau
áhrif á mann að það jók á
gleðina að halda göngunni
áfram upp fjallshlíðina og til-
hlökkunina að fá að taka þátt í
messu í söfnuði Krists á mið-
baug.