Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
Siííurður Bogi Sævarosson, 8 ára, Selfossi.
Kagnheiður Aradóttir, 11 ára, Seltjarnarnesi.
Óskar Arason, 5 ára Seltjarnarnesi.
Böm, sem
gleymast
í þróunarlöndunum um heim
allan býr um milljarður
barna, sem er undir 15 ára
aldri. Þau eru á milli 40 og
50% af íbúafjöldanum.
Dæmi þau, sem hér verða
rakin, komu fram á ársfundi
Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna fyrir fáeinum
árum.
Mörg börn deyja ung
og fá komast í skóla
Ungbarnadauði er
algengur í þróunarlöndun-
um, en einungis rúmur
helmingur þeirra barna, sem
lifir af bernskuna, og kemst
á skólaaldur, fær tækifæri til
þess að setjast á skólabekk.
En af þeim, sem komast í
skóla og geta hafið nám, er
aðeins helmingur, sem lýkur
barnaskóla.
Vanrækt börn
í 13 löndum og 9 land-
svæðum Austur-Asíu eru
börn fram að skólaskyldu-
aldri vanræktustu þegnar
þjóðfélagsins.
Kíkisstjórnir og yfirvöld
hafa sýnt unglingum frá
14 — 15 ára og eldri mun
meiri áhuga, enda hafa þeir
með ýmiskonar mótmæla-
aðgerðum og róstum vakið
athygli stjórnvalda á kjörum
sínum. Helmingur íbúa þessa
heimshluta mun vera undir
tvítugu.
Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna hefur reynt að
veita vfðtæka heilbrigðis-
þjónustu á þessu svæði í
ýmsu formi.
Erfiðleikar margra
barna á Indlandi
í sunnanverðri Mið-Asíu,
þar sem íbúunum fjölgar
árlega um 2,4% eru sérstök
vandamál í Indlandi, sem
valda miklum erfiðleikum.
Þar eru viðáttumikil „hlut-
laus svæði“ með milljónum
barna sem Barnahjálpinni
hefur ekki auðnast að ná
sambandi við. Miklar fjar-
lægðir og erfiðar samgöngur
útiloka þessi börn frá því að
njóta góðs af félagslegum
framförum og velferðar-
áætlunum. Þau hljóta litla
eða enga skólamenntun og
verða því flest að horfa fram
á ævilangt atvinnuleysi.
Barnahjálpin hefur út-
vegað yfir 1000 vörubíla og
jeppa til þess að flytja starfs-
menn heilbrigðisþjónustunn-
aT á vettvang með nauðsyn-
Iegar lyfjabirgðir.
Það er því víða pottur
brotinn og ekki úr vegi að
halda áfram að spyrja, eins
og spurt var forðum:
IIVER ER NÁUNGI MINN?