Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 2
2 f Frá upphafi kristins dóms hefur kristniboð verið að sjálf sögðu eitt æðsta og göfugasta verkefni og hlutverk krist- inna manna. Og hvað væri kristinn dómur án kristniboðs? Kristniboðar hafa því jafnan notið mikillar virðingar jafn- vel tilbeiðslu og lotningar. Og nöfn eins og þeirra postulanna Péturs og Páls eru enn á hvers manns vörum og svo er um fleiri boðendur kristindómsins t.d. Livingstone og Albert Schweítzer. En jafnvel um þetta göfuga starf eru ekki allir sammála, þótt margir fórni enn í dag lífi, heilsu og lífsþægindum á altari kristniboðsins. Auðvitað er margt af rök- um andstæðinga kristniboðsins hreinn rógur og svívirðingar, borið fram af öfund og illgimi. Ennfremur hafa stjórnmála- menn og höfðingjar heimsins eyðilagt bæði störf og heiður kristnilboðanna með því að sigla valdafleyi sínu í kjölfar þeírra og leggja undir sig ríkí, auðæfi þeirra og fólk og þannig gjöra kristniboðana að brautryðjendum hinnar nú ill ræmdu nýlendustefnu með alla hennar kúgun, áþján, misrétti og jafnvel þrælahald. Þannig hefur því oft mátt segja um kristniboð, og þar höggur sá er hlífa skyldi. En nú eru þau vandamál að verða úr sögunni. Nýlendurn- ar flestar að verða sjálfstæð lönd og ríki, sem nota sér hvert eftir sínum þroskfi frelsishug sjónir og frelsiskenningar krist insdóms til að skapa nýtt Þjóð líf, sem verða mætti gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsrikisbraut. En samt virðast ekki vanda- mál kristniboðsins úr sögunni. Það sýnir eftirfarandi samtal við gríska þjóðfræðinginn Gott gried Polykrates, sem dvalið hefur 14 ár í Danmörku. En samtal þetta birtist í danska blaðinu Informationen og er hér stuttur úrdráttur úr því. Polykrates hefur verið lang- SUNNUDAGUR 20. júní 1965 dvölum ■ meðal frumstæðra þjóða bæði í Suður-Ameríku meðal Wai-Wai-Indíána sömu- leiðis í frumskógum Brazilíu og er nú nýlega farinn til Afríku í þriðja leiðangurinn þangað. Hann hefur skrifað bók um Afríkudvöl sína. Hún kemur væntanlega út í Danmörku á komandi vetri og nefnist „Brennandi jörð.“ „Mér líkar langbezt við Indí- ána og Amazonfljótið,“ segir Polykrates. „Það er of þurrt í Afríku. Og mér hefur aldrei tekizt að komast innilega snertingu við Negrana, en hins vegar eignast trygga vini með- al Indíánanna. Afrí jgrinn er orðinn of háður hvíta manninum, lítur á hann sem nokkurs konar ófreskju, sem allt geti. Indíán- inn er einlægari, af því að þeir þekkja ekkert hinn svonefnda siðmenntaða heím. Einu sinni sat ég fastur með bílinn minn í sandauðn milli tveggja þorpa í Afríku og komst hvorki aftur á bak né áfram. Svo komu 20 Negrar á stórum vörubíl. Eg bað þá um aðstoð, með því að ýta á bíl- inn minn. Það var svo sem sjálfsagt, en þeir vildu bara fá 2500 krónur fyrir handarvikið. Þetta mundu Indiánar aldrei hafa sagt, en aðeins veitt hjálp- ina fagnandi." „Reyna Afríkubúar að líkja eftir háttum hvíta mannsins?" spyr blaðamaður. „Frumstæða fólkið, sem kemst í snertingu við siðmenn inguna verður öreigalýður. Fyrst koma kristniboðarnir og reyna að vinna traust þeirra með gjöfum og ala þá upp í betlimennsku. Þeir rugla allt þeirra forna siðamat, svipta þá stolti og sjálfsvirðingu beint eða óbeint. Það koma kaþólskir, mótmæl endur og Múhameðstrúarmenn og boða trú. Allir segja sitt á hvað. Þeir trúboðar, sem ég hef kynnzt eiga ekki mikið af hugsjónum. Starf þeirra er við- skiptalegs eðlis, hagnaður og hagnaðarvonir. „Þetta eru kaupsýslumenn á sinn hátt,“ segir Polýkrates. „Það er ekki fyrst og fremst blíð guðsmóðir, em þessir frumstæðu þjóðflokkar komast í kynni við. Ónei, mest áherzla er lögð á kenninguna um kval- ir og loga helvítis. Það eru glansmyndirnar, sem þeim eru sýndar. (Ótti þeirra, „guðsótt- inn“ þannig vakinn). Það er svo sem auðvelt að fórna lífi sínu fyrir vesalings villimenn. Skilningur frumstæðs fólks á „andlegum málum“ og „guðs- orðasnakki“ er býsna grunnur. Þeir hafa engar forsendur til að byggja á. Trúboðinn segir Þeim, að það sé synd að búa í sambýlis- húsi, eins og þeir hafa gert kynslóð eftir kynslóð. Fimm til sex fjölskyldur búa þannig mjög náið saman. En það er nauðsyn vegna veiðanna. Trú- boðinn heimtar „eðlilegt fjöl- skyldulíf." Þeir hafa nú þegar komið upp snotrum einbýlishúsum í allstórum þorpum. En þá verð- ur lítið til í pottinn. Það mor- ar ekki af veiðidýrum í skógin- um, sízt umhverfis fjölmenn þorp. Það þarf að dreifa sér um veiðisvæðin, helzt með 100 km. milli bili eins og þeir hafa gert um aldaraðir. Svo vill trú- boðinn, að allir safnist naman til guðsdýrkunar milli kl. 6 og 8 á hyerjum mo^i.j.en .^að bezti veíðitíminn. ’ - Gott og vel,, þejr'yei$a h%, eigendur, heldur Polykrates áfram, en án þess að leggja nokkuð sjálfir af mörkum. Það er fólk úr borgunum sem bygg ir húsin. Indíánar eru veiði- menn og safnarar, en eiga nú að eignast „blívanlegan sama- stað.“ Trúboðinn ræktar akra og í stað þess að kenna Indíán- um að rækta sjálfum, (sem kannske er erfitt) þá fá þeir að standa í biðröð og betla mjöl og korn. Hafi þeir mætt til morgunbæna, þá fá þeir mat. Þetta gerir þá smám saman að betlisamkundu. Hvað er orðið af hinum frjálsa stolta syni skóganna. þar sem hans eigin vw' Veiðimaðurinn Betlarinn menning og andatrú var lífs- skilyrði? Hann er horfinn og betlari kominn í staðinn. Þetta er sjálfsagt erfittt verk efni fyrir trúboðann, sem er fyrst og fremst prestur en ekki frumstæður bóndi eða veiði- maður,“ skýtur blaðamaðurinn inn í. „Þeir gera þetta víst flestir í góðum tilgangi," segir Polý- krates, éins og allir, sem gefa sig að góðgerðastarfsemi og safna fötum og peníngum handa þessu „vesalings frum- stæða fólki,“ sem það kallar. En árangurinn verður stund um hörmulegri en nokkrum gæti til hugar komið. Trúboðinn kennir þeim, að það sé ósiðlegt og dónalegt að ganga um allsnaktir eða því sem næst. Þess vegna úthlutar trúboðinn einum klæðnaði til allra og fyrirskipar þeim að klæðast fötum. En þetta hefur orðið heilum ættflokkum að bana. Þegar þeir vaða eða synda yfir ár og læki verða þeir auðvitað rennvotir. En iiú hafa þeir aðeins einn klæðnað, sem þeir geta ekki samkvæmt siða- boði trúboðans afklæðast, og lagt til þerris, þar eð það er ósiðlegt. Þeir þurrka því föt- in á sjálfum sér. En þessir þjóðflokkar hafa engin mót- efni gegn ýmsum sjúkdómum menningarþjóða í blóðinu. Þeir kvefast og verða auðyeldlega berklum og lungnabólgu að bráð og geta þar enga vöm veitt sér. Að ekki sé nú rætt um þetta frá fegurðarsjónarmiði. Það er hryllilegt. Fötin passa ekki tog fara því illá. Þau verða fljótt óhrein. En þeir kunna ekkert til þvotta og hreinsunar og hafa engin þvottefni. Þeir, sem áður vora svo fallegir út- lits með fjaðraskúfana sína til skrauts og ýturvaxnir eftir úti líf skógarins eru nú líkastir aumustu ræflum stórborganna í rifnum og skítugum druslum, sem hanga utan á þeim á hörmulegan hátt. Meira seinna. Arelíus Níelsson. FLJUGID með FLUGSÝN til NORDFJARÐAR FerSir alla Yirka daga Fró Reykjavík kl. 9,30 Fró Neskaupstað kl. 12,00 AUKAFERÐIR EFTIR ÞÖRFUM Fyrir vandláta kaupendur 5 herb. íbúðarhæð í þríbýlishúsi rétt við Laugar- dalinn. FASTGIGNASALAN HÚS&EIGNKR BANKASTRÆTI6 Slmars 18828 — 16837 Heimasímar 40 8 63 og 2 2790. Fyrsta flokks RAFGEYMAR sem fullnægja ströngustu kröfum Fjölbreytt úryal 6 og 12 volta, (afnan fyrirllggj andi. SMYRILL Laugavegi 170. Sími 1-22-60. I. DEILD í DAG, sunnudag, kl. 16, leika á Akranesi Akranes — Valur Ferð með Akraborginni kl. 13.30 og til baka kl. 8.15. í DAG, sunnudag kl. 16, leika á Akureyri Akureyri Á MORGUN, mánudag, kl. 20.30 leika á Laugardalsvelii Fram — Keflavík Mótanefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.