Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 20. júní 1965 TÍMINN ungur hafði höll sína, og Þar sem sagt er að hann sé graf inn. Á leiðinní til Jerúsalem er farið í gegnum þröngan dal, næstum að það sé gil. Þar liggja margir skriðdrekar frá frelsisstríði Gyöinga 1947— 48. Þeir liggja þarna ryðgaðir og ónýtir og visnaður blóm- sveigur hjá hverju hertæki til minningar um þá föðurlands- vini, sem þá létu líf sitt. Þeir brutust þarna í gegnum víglínu Arabanna og björguðu sínum mönniun. sem höfðu varizt lengi í Jerúsalem ofurefli liðs, vatnslítilir og matarlitlir. Eg- yptar voru komnir á Rakelar hæð, skammt utan við borgar- mörkin að sunnanverðu. ísra elsmenn brutust sem sagt í gegn og ráku Egypta aftur heim til sín. En það kostaði miklar mannfórnir. — Fóruð þið til Tyrklands frá ísrael? — Nei, við fórum fyrst til Rodos, sem Grikkir eiga núna. Tyrkir hafa sett sinn svip á hana. Maður sér það á bygg- ingunum. Þar eru moskur og arabísk borgarhverfi. Til Rodos er mikill ferðamanna- straumur og Grikkir mæla mjög með því að menn heimsæki þennan stað. — Leggja Þeir meíri áherzlu á Rodos en aðrar eyjar. — Já, já. Korfa gengur kannski næst í þessu efni, enda komum við þangað. Við vor- um þar hálfan dag. — En þið fóruð til Tyrk- lands? — Við fórum þangað frá Rodos. Sigldum til Ismir, eða Smyrnu, sem er gamla nafnið á borginni. — Þar urðu mikil átök milli Tyrkja og Grikkja eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, minnir mig. — Alveg afskaplega. Þegar friðarsamningamir voru gerð ir í Versölum fór um Tyrki eins og Þjóðverja, sem höfðu verið bandamenn í stríðinu, að þeir urðu að sæta þungum kostum. Grikkjum hafði verið lofað Vestur-Anatolíu og hóf- ust þeir handa með að heimta þetta land í kringum 1920 með þvi að taka Smymu og sækja inn í landið. Þá kom Kemal Ataturk til skjalanna. Hann hafði áður getið sér mikillar frægðar með því að eyðileggja Gallipoliáætlun Churchills, og verja Galipoli- skagann fyrir Bretum, Þannig að Bretar komust aldrei inn á Marmarahafíð, aldrei í gegnum sundin og inn í Svarta haf. Hann bjargaði Tyrklandi aftur. á mestu hættustund þess, þegar Gríkkir voru kamnir langt austur í Litlu-Asíu og nærri því til Ankara. Þá réðst hann á Grikki með sinn her, sem var nú ekki stór og ekki vel útbúinn. En hann sigraði samt. Og Grikkir misstu hvorki meira né minna en rúmlega hálfa milljón her- manna í þessari herferð og voru reknir heim. Þeir hafa varla náð sér eftir þetta fyrr en á allra síðustu árum. Það sögðu mér grískir menn, að þeir hefðu verið mjög lengi að jafna sig eftir þessa miklu blóð töku i greipum Ataturks. — Og 1 Smyrnu hafa Grikk ír orðið að lúta í lægra haldi? — Það var síðasti staður þeirra í Asíu-löndum Tyrkja. — Er Smyrna ekki stór borg? — Jú, og hafnarborg mikil. Hún er mikilvægasta hafnar- borg Vestur-Tyrklands. Ég held, að hún gangi næst Istan- bul. Og ýmsar helztu fram- leiðsluvörur Tyrkja eru aðal- lega fluttar út frá Ismir eða Smymu, eins og okkur er gjam ara að kalla borgina. Borgin stendur á fallegum stað, en það er dálítill rifrildisblær á mörg um hverfum þama, austur- lenzkt snið mætti kalla það. — Fóruð þið víðar um Tyrkland? — Aðalerindið til Tyrklands var nú í raun og vem ekki að heimsækja Smymu, heldur Efesus, sem er rústaborg líkt og Knossos. Þar er hægt að sjá mörg menningartímabil í þrepum. Það er um hundrað kílómetra leið frá Smymu til Efesus og skemmtilegt að aka þá leið. Maður sá dálítið brot af þjóðlífi Tyrkja á þeirri leið. Við ókum í gegnum nokkur bændaþorp, sem em töluvert ólík okkar íslenzku þorpum, og ég vil segja þorpum í Evr- ópu. Þau húsdýr, sem mest ber á, era úlfaldar og asnar og mik ill stærðarmunur á þeim. Þama sást einstaka maður þeysandi á arabískum hesti. — Bera þeir sig vel? — Þeir bera sig óhemju vel. Mér fannst eins og æðri sýn að sjá arabískan hest undir manni. Það er fögur sjón, satt að segja. Það er svo mikill létt- leiki yfir allri skepnunni og hennar hreyfingum, að það er eins og þeir komi varla við jörðina. Þeir era fótagrannir. Þeir eru hálsmjóir og þunn- fextir. Þeir fara eins og hvirfil- vindur. Þetta eru með fráustu dýi;- um jarðarinnar, og mér finnst að arabískur hestur sé fegursta dýr jarðar. Ég veit ekki hvaða dýr ég ætti að benda á, sem er fallegra. — Hvernig gang hafa þeir, samanborið við íslenzka hest- inn? Hafa þeir tölt? — Mér fannst þeir yfirleitt fara á brokki og síðan fljótlega á stökk. Mér virtist að hestur- inn væri eins konar lúxus þarna, en hinn almenni bóndi notaðist við úlfalda og ekki sízt asnakvikindi. Mér þótti sjón að sjá í Nazaret Araba fara um göturnar á asnakvik- indi svo litlu, að fætumir dróg ust mátti heita með jörðu. Hann hafði reiðingstorfu undir sér en ekki hnakk. Og hann lamdi asnann áfram eftir háum, bröttum tröppum, því að þama eru brattar götur, sem byggðar eru í tröppum, og hann fór ekki af baki og teymdi asnann, eins og ég held að við hefðum gert, hefðum við verið þama ríðandi. Nei, nei, hann fór ekki af baki. Heldur lamdi hann asnann upp allar tröpp- urnar. í Tyrklandi sáum við hjú vera að hirða hey. Þau bundu einn bagga og lögðu hann á bakið á asnanum og maðurinn settist líka á bak, en konan gekk á eftir. Búskapur- inn þarna e? vægast sagt dálít- ið sérkennilegur. Það var al- veg eins og fólkið væri gengið út úr fornöldinni. — Þið hjónin vorað lengst í Kaupmannahöfn í þessari utan- för, sem mér skilst að hafi tek- ið rúma fjóra mánuði? — Já. Við voram lengst í Höfn. — Hvernig stendur á því, að Kaupmannahöfn er slíkur uppá haldsstaður íslendinga? — Kaupmannahöfn var öld- um saman höfuðstaður okkar og lærdómssetur. Flestir náms- menn sigldu til Kaupmanna- hafnar til að nema þar við há- skólann. Ég veit enga fullnægj- andi skýringu á því hvemig stendur á að Kaupmannahöfn er og heldur áfram að vera eins konar annar höfuðstaður fsléndinga. fslendingar virðast kunna svo Ijómandi vel við sig þar í borginni. Þetta er stærsta borg á Norðurlöndum. Hún er að vissu leyti alþjóðleg. Hún hefur á sér heimsborgarlegt snið að nokkra. Og svo era Dan- ir viðfelldnir menn. Mér fell- ur því betur við Dani því meir sem ég kynnist þeim. — Hefur þá ýms andúð í garð Dana aldrei náð til Kaup- mannahafnar? Hafa það aðeins verið eins konar heimiliserjur? — Margur fslendingur, sem Iagt hefur Dönum ýmislegt til lasts hefur kunnað vel við sig í Kaupmannahöfn, virðist mér vera. Nú, Danir eru svo frjáls- lyndir, að þeir leyfa mönnum að gagnrýna sig og taka það ekki alltof illa upp. Það er óhætt að segja sína meiningu í Kaupmannahöfn. Maður á ekki neitt á hættu. Við getum rifizt við Dani og haldið áfram að vera vinir þeirra eftir sem áð- ur. — Gerðir þú samning við danska útvarpið meðan þú varst í Höfn um flutning á „Húsinu“? — Já, ég sendi þeim handrit af bókinni i danskri þýðingu og eftir eitthvað mánuð þá settu þeir sig í samband við mig og sögðust ætla að taka bókina til flutnings í útvarpið á næsta vetri. Þeir töldu líklegt að þeir byrjuðu um áramótin — Segðu mér, talaðir þú við marga danska bókmenntamenn? — Fáeina. Ég kynntist Karli Bjarnhof, rithöfundi, dá- lítið, sem er einn af beztu nú- lifandi rithöfundum Dana, og auk þess mjög framarlega í fé- lagsskap listamanna þar í landi. — Hvemig lá honum orð til íslenzkra bókmennta? — Alveg sérstaklega vel. Ég hef ekki heyrt útlending fara meiri lofsorðum um íslenzkar bókmenntir, ekki bara fornbók- menntir heldur líka nútímabók menntir. Bjarnhof er að mín- um dómi harðgáfaður bók- menntamaður, velviljaður og víðsýnn. Hann er ekki haldinn neinum fordómum, hvorki gagn vart nýjum bókmenntum né eldri. Hann virðist eiga jafn auðvelt með að njóta skáldskap- ar í hvaða formi sem er, bara að það sé skáldskapur. Hann er enginn módernisti, en sumir módemistar era afbragð í hans augum, því þeir eru meira en módemistar að forminu til. Þeir hafa andann með. Ég spurði hann eiiimitt um þetta: hvort nútímaskáld ættu að vera módernistar. Hann sagðist nú líta svo á, að módernisminn væri frekar spursmál um við- horf heldur en form. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta eins og hann lagði það fyrir mig, en hann er ekki haldinn •neinum fordómum varðandi bókmenntir Hann elskar bók- menntir og virðist njóta þeirra í hvaða formi sem þær eru, ef þær eru að hans dómi list. ' — Hittirðu fleiri framá- menn í bókmenntum en Bjarn- hof? — Já, ég hitti ýmsa rithöf- unda og útgefendur og aðra áhugamenn um bókmenntir. — Þið hafið náttúrlega hitt marga íslendinga meðan þið vorað í Höfn? — Við hittum nokkra þeirra. Við fórum m. a. á kvöldvöku hjá Stúdentafélaginu íslenzka, þar sem lesið var upp og flutt- ar ræður og bjór á eftir. — Hvað var nú bezt af þessu? — Ég held að ekkert hafi mátt missa sig og það hafi ver- ið bezt hvað með öðru. — Þú ert ekkert gefinn fyr- ir bjór. — Nei, ég er ekki bjórþamb- ari satt að segja. — Svo þú ferð ekki til Hafn- ar . .. ? — ... ekki til að drekka bjór. Öðru nær. Það líða marg- ir dagar svo að ég finn ekki einu sinni lyktina af bjór, hvað þá meira. Ég saknaði aldrei bjórsins í verkfallinu þeirra, en ég er ansi hræddur um að ýmsir Danir hafi beðið eftir því með óþreyju að aftur yrði skrúf að frá. Sannleikurinn er sá, að bjórinn er sumum hreinlega mikilvægari en maturinn. Hann er svona eins og benzínið er vélinni. — Danir drekka bjór svona eins og við drekkum mjólk. — Já, það gera þeir eða kaffi. Nei, ég efast um að ís- lendingar almennt drekki mik- inn bjór. Ég veit ekki til þess. En að öllu bjórgamni slepptu, þá verð ég að segja þér frá því, að ég hitti Geir Aðils fréttarit- ara Tímans í Kaupmannahöfn og átti með honum skemmtileg- ar stundir. Ég fylgdist nokkuð með störfum hans á meðan verið var að afgreiða handrita- málið á þjóðþingi Dana, og ég verð að segja það, að Tíminn naut mikillar sérstöðu að hafa hann sem fréttaritara í Höfn þá dagana. Geir er mjög víðles- inmmaður og vel heima í því bezta í heimsbókmenntunum og fylgist vel með á því sviði. Hann er auk þess gamall heima gangur í listalífi Kaupmanhna- hafnar, — Þú hefur víða farið, Guð- mundur? — Já, ég hef ferðazt tölu- vert. Hins vegar hafði ég ekki fyrr komið til Grikklands eða Tyrklands. — Og þú ert búinn að eiga lengi heima á Eyrarbakka? — Ég hef verið þar síðast liðin tuttugu og tvö ár. — Þú ert kannski að bæta þér upp vistina þar með því að ferðast vitt um heiminn? — Nei, ég þarf út af fyrir sig ekki að bæta mér neitt upp. Hins vegar er gott að hreyfa sig, þegar maður hefur setið lengi um kyrrt. Um heiminn er það að segja, að hann er líka á Eyrarbakka. IGÞ. □ J Þarna hefur Guðmundur tyllt sér á veggbrot frá tfmum Mínosar í rústum Knossos á Krít. n»i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.