Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 16
ítmiiMMw 135. fbl. — Sunnudagur 20. — 49. árg. SHD FLUTT NORÐUR ÞRATT Virginia Woolf á 40 stöðum GB-Reykjavík, laugardag. Leikflokkur Þjóðleikhússins leggur af stað í dag í langferð vestur, norður og austur um Iand og sýnir leikritið: „Hver er hræddur við V’irginíu Woolf?“ á nærri fjörutíu stöð- um, en undanfarið hefur það verið flutt á sjö stöðum sunn- anlands utan Reykjavíkur. Næsta sýning verður á Loga- landi í Borgarfirði í kvöld, Borgarnesi annað kvöld og í Breiðabliki í Miklaholtshreppi á mánudag. Nánar verður sagt frá fréttamannafundi um þetta ferðalag í næsta blaði. Hér birtist mynd af farandleikur- unum á tröppum Þjóðleikhúss- ins í gær. Talið frá vinstri: Baldvin Halldórsson leikstjóri, Róbert Amfinnsson, Helga Val- týsdóttir, Anna Herskind og Gísli Alfreðsson. Tímamynd — K.J. KW-Vopnafirði, laugardag. Nú eru allar síldarþrær bræðsl- unnar hér orðnar tómar, en engin sQdin berst að, þar sem sQdarflutn ingaskip frá verksmiðjurium norð- an lands liggja fyrir sfldarskipun- um á hafi úti og taka síldina áður en þau hafa landað henni hér eystra. Þykir mönnum þetfa illt, sem eðlilegt er, úr því möguleikar eru á að vinna sfldina hér, og skip- in þyrftu ekkert að bíða, þótt þau kæmu með hráefnið til löndunar. f gær kom síldarflutningaskipið Polanna, sem er í leiguflutningum fyiir Krossanesverksmiðjurnar og lá hér úti á firðinum og reyndi að fá sfld úr skipum, sem voru á leið hingað inn, en fékk þó enga síld- ina í það skiptið. í dag liggur skip- ið við Langanes og er nú búið að VILL SELJA TATTÚERAÐ HÖFUÐLEÐ- UR SITT NTB-Lundúnum, 19. júní. Jacobus van Tyne, sem eitt sinn var lífvörður hins alræmda glæpakonungs A1 Capone, reynir nú allt hvað hann getur til að selja tattúerað höfuðleður sitt til að afla sér peninga í at- vinnurekstur. Van Tyne, sem nú er 69 ára að aldri og býr í Lund- únum, er mikið tattúeraður í andliti, á hnakka og hvirfli. Vill hann selja þessi listaverk fyrir greiðslu út í hönd gegn síðari afhend- ingu „vörunnar“. Tattúer- ingasnillingurinn Jack Ringo í Lundúnum hefur lagt inn 5 punda greiðslu til tryggingar forkaupsrétti, en hefur enn ekki ákveðið nán- ar um kaupin. Van Tyne segist hafa fengið þessa bráðsnjöllu hugmynd, þegar hann heyrði að Japanir væru famir að fjarlægja tattúeraða húð af látnum mönnum, með góð- ura. árangri. „Ég sagði Jack, að mín íattúeraða húð yrði mikil auglýsing fyrir atvinnurekst ur hans og góð útstilling í gluggann hjá honum“, segir Van Tyne. Van Tyne fór til Banda- ríkjanna árið 1918 og varð fljótlega einn af Jífvörðum og sendimönnum A1 Capone. Árið 1934 var hann dæmd- ur í átta ára fangelsi fyrir vopnaða árás og fór skömmu síðar til Bretlands, þar sem hann dvelur enn. fá síld úr þremur skipum, sem annars hefðu komið hingað og land að. Finnst Vopnfirðingum þetta slæmt, því nú eru allar þrær síld- arverksmiðjunnar orðnar tómar, og síldarverksmiðjan vinnur með fullum afköstum og ætti því engin bið að þurfa að vera fyrir þau : arskip, sem hingað koma með_____ sinn. / Að sjálfsögðu er ekkert við því að segja að síldin sé flutt í burtu, þegar ekki er pláss í landi, en und ir þessum kringumstæðum er ekki ástæða til þess að flytja síldina langar leiðir til vinnslu. Sviplegt slys KJ-Reykjavík, laugardag. í fyrrinótt vildi það sviplega slys til norður í Skagafirði, að Valdi- mar Þórðarson jarðsýtustjóri, til heimilis að Björk við Nýbýlaveg, Kópavogi, kafnaði í vegavinnu- skúr vegna eiturlofts frá olíuofni, og er þetta í annað sinn nú á einu ári, sem maður kafnar í vegavinnu skúr af þessum völdum. Hitt til- fellið var í Borgarnesi á fyrra ári. Valdimar heitinn mun hafa komið af þjóðhátíðarskemmtun á Siglu- firði um klukkan hálf-fjögur að faranótt 18. júní, en vegavinnu- skálarnir standa við Stráka, Skagafjarðarmegin þar sem unnið er að gerð Strákavegar. Félagi Valdimars kom í skúrinn um kl. sjö um morguninn, var þá mikill hiti í skúrnum, og lá við að kvikn- að væri í honum út frá ofninum. Jóhann Salberg sýslumaður á Sauðárkróki, hafði rannsókn þessa máls með höndum og lauk henni í gær að mestu leyti, en líkið verður sent til Reykjavíkur til krufningar. Þetta er í annað sinn á eins árs tímabili sem starfsmaður Vega- gerðarinnar ferst á þennan hátt, og virðist full ástæða að brýna fyrir mönnum varkárni í notkun ■slíkra olíuofna sem þessara. Valdimar var 45 ára og lætur eftir sig konu og börn. 100 HÚS REIST Á KEFLA- VÍKURFLUGVELLI / SUMAR JHM-Reykjavík, laugardag. f sumar verða byggð eitt hundr- að íbúðir I flekahúsum á Kefla- víkurflugvelli fyrir fjöískyldur varnarliðsmanna. Þessi flékahús voru framleidd í Bandaríkjunum, og flutt hingað til samsetningar. í hverju húsi eru fjórar til sex íbúð- ir og er þegar búið að byggja eitt þeirra. Það eru íslenzkir aðalverktakar, sem annast framkvæmdina, og er búizt við að búið verði að reisa öll húsin í haust. Flekahúsin voru flutt hingað í kössum, og eru þau SDMARFERÐIN Sumarferð Framsókarfélaganna í Reykjavík verður farin sunnu- daginn 27. júní næstkomandi. Ekið verður um Þingvelli, Kaldadal, i Borgarfjörð og Hvalfjarðarleiðina heim. Skrifstofan í Tjarnargötu 26 veitir allar upplýsingar og tek- ur á móti miðapöntunum, sími 1-60-66 og 1-55-64. Fararstjóri í ferðinni verður Kristján Benedikts son, en Þórarinn Þórarinsson, al þingismaður, mun ávarpa þátttak endur á einhverjum fögrum stað, þar sem áð verður. FRAMKVÆMDIR HAFNAR VID KÍSILGÚRVERKSMIÐJUNA FB-Reykjavík, laugardag. f gær voru fyrstu framkvæmdir við kísilgúrverksmiðjuna við Mý- vatn hafnár, en þá kom þangað jarðýta, sem byrjaði að grafa fyr- ir dæluhúsinu, sem reist verður á vatnsttakkanum. Þá er Pétur Stef- ánsson verkfræðingur frá Al- inenna byggingafélaginu einnnig kominn norður til þess að fylgjast með framkvæmdum, en einhvern næstu daga verður farið að reisa vinnuskúra fyrir vinnuflokkana, sem starfa munu við byggingar- framkvæmdirnar. Dælustöðin verður reist í Helga- vogi skammt frá Mývatni, en úti á vatninu verður dæluprammi, sem d?ela á botnleirnum í land, og er hann væntanlegur til landsins nú innan skamms. Lögð verður leiðsla frá prammanum og í dæluhúsið, og verður hún 500 metra löng, en síðan verður önnur leiðsla úr dæluhúsinu og að verksmiðjunni, sem mun verða um þrír kílómetr- ar. Næsta sumar er ráðgert að reisa verksmiðjuna, en hún á síðan að geta hafið framleiðslu á kísilgúrn- um árið 1967 og verða byrjunaraf- köstin um 12 þúsund lestir fyrst í stað, en verksmiðjan verður byggð þannig, að bæta megi við vélasam- stæðum til þess að auka afköstin. sams konar hús og bandaríski her- inn notar nú í mörgum af her- stöðvum sínum. Þessi íbúðarhús eru byggð í fyrsta lagi til þess að reyna að ná sem flestum amerískum fjölskyld- um inn á völlinn, sem hingað til hafa lifað í Keflavík, Njarðvíkum og fleiri stöðum. Einnig eru þessi hús byggð til þess að fleiri varnar liðsmenn geti haft fjölskyldur sín ar hjá sér þessi tvö ár, sem þeir dveljast hér, en það er nokkuð sem ekki er hægt að neita neinum manni um. Gott er til þess að vita að nú losna einhverjar íbúðir á þessu svæði, þar sem mikill skort- ur hefur verið fyrir íslendinga á húsnæði þar. Þetta setur aftur á móti strik í reikninginn hjá þeim HALDA MARÍU MARKAN AF- MÆLISHÓF FB-Reykjavík, laugardag. í tilefni af sextugs afmæli Maríu Markan óperusöngkonu hafa nem- endur hennar og vinir ákveðið að halda henni hóf í Tjarnarbúð (niðri) og verður það á afmælis- dagínn, föstudaginn 25. júní næst komandi, og hefst klukkan 20,30. Áskriftarlistar liggja frammi í Bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri og í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. Hafa náð upp 2 daga lokuninni KJ-Reykjavík, laugardag. Ölkærir menn voru ekki lengi að skella sér „í það“ í gær, er vínbúðir voru opnaðar aftur eftir að hafa verið lokaðar í tvo daga. Voru það nokkuð margir, sem ekki kunnu sér magamál og þurfti lögreglan að hafa mikil afskipti af drukknum mönnum í gær og fyllt- ust allar fangageymslur bæði inni í Síðumúla og „kjallarinn" í lög- reglustöðinni. sem hafa notfært sér húsnæðis- skortinn á vellinum til að leigja íbúðir á háu verði og stundum fyr ir gjaldeyri. Einnig er verið að byggja nýjan barnaskóla á flugvellinum, sem á að vera tilbúinn þegar skólinn hefst aftur að loknu sumarfríi barn anná. Þá er og verið að byggja nýja slökkvistöð á vellinum, en hún er að mestu skipuð íslenzkum slökkviliðsmönnum og yfirmaður- inn er íslendingur, en tækin eru í eigu Bandaríkjamanna. 11U TUNNUR SALTAÐAR Á RAUFARHÖFN HH-Raufarhöfn, laugardag. Fyrsta sfld sumarsins Var söltuð hér á Raufarhöfn í nótt. Akra- borg EA kom í gær með fullfeijmi af miðunum nær 200 mflum aúst- ur af Langanesi, og fóru 110 tunnur í salt. Skip'ið sigldi með afganginn til bræðslu á Norður- landshöfnum, enda gat sfldar- bræðslan á Raufarhöfin ekki tekið á móti meiri bræðslusíld. Þessi fyrsta saltsíld kom til Norðursíldar á Raufarhöfn, og eru nú þrjú skip væntanleg í dag með fullfermi, og verður eitthvað salt- að af þeim hjá Norðursíld og einn- ig hjá söltunarstöðinni Síldinni, en aðrar stöðvar eru enn ekki til- búnar til þess að hefja söltun hér. Hafa flestar stöðvarnar staðið í miklurn breytingum að undan- förnu, verið að fá sér flokkunar- vélar og stækkað bryggjur og því um líkt, en allir aðflutningar hafa gengið svo illa í vor, að fram- kvæmdir eru seinni en ella af þeim sökum . Síldin, sem söltuð var af Akra- borginni var 17% feit en heldur léleg, enda var ekki hægt að salta nema þessar 110 tunnur af full- Framhald á l4. síðu. FYRIR ÞRÓARRÝMIEYSTRA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.