Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 20. júní 1965 TÍMINN HÆTTULEGIR HVEITIBRAUDSDACAR Axel Kielland 41 inn situr í gildrunni. Hvar var ég? — Þjóðverjarnir tóku ungan pilt til fanga, sagði ég. — Já, alveg rétt. Pilturinn hafði fyrirmæli um að halda kjafti þangað til hann væri hálfdauður af pyntingum og þeirri skipun hefur hann greinilega hlýtt. Þeg- ar hann leysti loks frá skjóðunni, trúðu þeir honum. Síðan höfum við orðið vör við njósnaflugvélar á þessu svæði á hverjum degi og þeir hafa einmitt séð það, sem Tito vildi að þeir sæju. Og svo rak hann endahnútinn á verkið í gær, þegar hann sendi hermanna- lestina þeirra til helvítis og lok- affl hershöfðingjann inn í svína- stíunni, þar sem hann á heima. Þjóðverjar kunna ekki slíkt að meta, svo að núna koma þeir. Þeir ráðast til atlögu við sólarupprás eins og venja þeirra er, vinna stórkostlegan sigur, streyma nið- ur í dalinn og skemmta sér dátt yfir fábjánanum Tito. Og svo líð- ur að kvöldi. Og dimmir. Hann brosti og blés reykinn út í mörgum hringjum. — Þá veit ég um hóp af pulsu- ætum, sem fá sér vænan bita, sagði hann. Oh boy. — Hvar er Tito? spurði Gösta. — Ilann getur setið þarna bak við steininn fyrir mér. Hvað veit ég. Nú byrjar það. í fjarska heyrðist dynur frá mörgum flugvélum. Buddy tók upp kiki sinn og beindi honum að ásjaðrinum Ég heyrði óskap- legan dyn, sem fór stöðugt vax- andi. Buddy saeði: — Piltarnii okkar skjóta á flug vól. í sömu andrá þutu fjörar stór- ar sprengjuflugvélar fram rétt yf- ir ásjaðrinum. Þær flugu mjög lági og um leið og þær brunuðu hjá ngndi sprengjunum niður. Hver spi'enginin af annarri kvað við og fjallshlíðin hvarf í reyk og eldi. — Þeir kunna að kasta sprengj- um, svínin að tarna, æpti Buddy. Flugvélarnar flugu þvert yfir dalinn og sprengjunum hélt áfram að rigna niður. Það var eins og fjallið nötraði undan þessum óskaplegu drunum, tré þeyttust í loft upp og reykurinn breiddist út um allt, og dalurinn var eitt haf af reyk og eldi. Mig sveið í augun, það var eins og þau þyldu ekki að horfa á þessar ægi- legu aðfarir, þau lokuðust enda þótt ég sjálf vildi sjá. Sjá allt — og allt í einu. — Liggið kyrr, æpti Buddy gegnum hávaðann. Flugvélarnar flugu rétt yfir höfðum okkar, en engin sprengja lenti á hæðinni okkar. Svo tóku þær stóra sveigju og sneru aftur yfir dalinn og enn á ný hrundu sprengjurnar niður og dalurinri' varð aftur eldhaf. Svo komu þær að ásjaðrinum. Þær létu ekki fleiri sprengjur falla, en skutu í sífellu af vélbyssum og mennirnir sem lágu í felum svöruðu hreystilega. Ein vélanna sveigði snö|glega til hægri og beindi nefinu til lofts. — Húrra, hrópaði Buddy. — Bravo. Þeir hafa hitt hana. Flugvélin reyndi enn að hækka sig, en það var vonlaust og skyndi- lega hrapaði hún á æðislegum hraða niður í dalinn. Svo virtist sem hún ætlaði að lenda á okkur. Ég starði skelfingu lostin á flug- vélina og fannst hún hlyti að lenda á okkur. En svo þeyttist vélin niður eft- ir fjallshlíðinni. Óskaplegir brest- ir kváðu við og leifarnar af flug- vélinni þeyttust í allar áttir. — Dalurinn þarna er ekki bein- línis óskastaðurinn þessa stund- ina, sagði Buddy. — En þar er heldur engin ljfandi sála. Og Þjóð verjarnir sem halda að Tito sé þar með fimm þúsúhd manna lið. Mér kom allt í einu v. Hann- ecke í hug og hrópaði: — Þýzku fangarnir, Buddy? —í öruggu skjóli inni í sjálfu fjallinu. Engin hætta. Nú kemur Jfótgönguliðið. Flugvélarnar höfðu bersýnilega gert skyldu sína, því að þær hurfu í vestur og við greindum hin ýmsu hljóð hvert frá öðru á ný. Það hljómar fávitalega, en brak- ið og brestirnir frá vélbyssunum Var eigírilega ekkert eftir þessar voðalegu sprengingar. Eg taldi tólf vélbyssur í stefnu á ásjaðar- inn og þeir skutu viðstöðulaust. Þýzkum kúlum rigndi yfir, en eftir því sem ég sá bezt, hæfði engin. — Þeir skjóta illa, sagði ég. — Vitleysa sagði Buddy. — Bíddu bara. Og hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu, þá steyptist þýzkt kúlu- regn niður í jniðjan hópinn vinstra megin. Það var viðbjóðs- leg sjón og ég var fegin að vera tiltöluíega langt í burtu. Fjar lægð hjálpar mikið þegar svona stendur á, voðalegt vaj- það auð- vitað, en ég held að ég verði að sjá andlit fólksins fyrir mér til að finna að það er manneskja. Það hvíldi einhver óraunveruleiki yfir þessu, það var eins og ég horfði á kvikmynd. Það var ekki fyrr en síðar, að ég gerði mér fullkomlega ljóst, að saklausar manneskjur voru ^drepnar fyrir augunum á mér. — Viltu fá lánaðan kíkinn? æpti Buddy. — Ekki fyrir nokkra muni. Enn ein vélbyssa var ónothæ%’ hjá skæruliðunum. Aðeins átta vélbyssur skutu núna. Ég kom ekki auga á nokkra manneskju þarna í jaðrinum, svo að þeir kunnu bersýnilega vel að skýla sér, en það var jafn augljóst að hér kenndi liðsmunar og óvinur- inn hlaut að hafa yfirhödnina. Það var hábjartur dagur núna og sólin skein. Unaðslegt fjalla- landslagið lá í tignarlegri ro fugl söng í tré skammt frá okku Náttúran varð ekki kveðin í kút- inn, þótt manneskjurnar brjáluð- ust. Eg skildí að bardaginn haf'i staðið lengi, tíminn hafði liðio in þess að ég yrði þess vör. Eg reyndi að neyða mig til að horfa í aðra átt, en augnaráð mitt hvarfl aði alltaf þangað aftur, það var engu líkara en ég væri tilneydd að horfa á þetta, þótt ég fengir velgju af viðbjóði. — Vonlaust, sagði Buddy. — Þarna fór ein til. Nú voru aðeins fjórar vélbyss- ur starfhæfar. Sprengjukúlur óvin arins féllu þétt og brotin þutu um í loftinu. Ég leit niður í dal- inn. Reykurinn var ekki lengur, það logaði enn í nokkrum kofum og í flugvélarflakinu, annars var allt eins og áður. Náttúran er ofjarl tækninnar. Skæruliðarnir i ásjaðrinum höfðu byrjað með handsprengjur núna. Þjóðverjarnir skutu ekki lengur en i stað þess ruddust fram vígvélar frá öllum hliðum. — Þeir sækja fram, sagði Buddy. — Bráðum verða þeir komnir í návígi og þá fáum við að sjá bardaga. Aftur heyrðist vélarhljóðið og óx og varð að æðislegri hljóm- kviðu. Fimm sprengjuflugvélar þutu yfir jaðarinn og sprengjurn- ar féllu allar í einni línu. — Vesalings piltamir, æpti Buddy gegnum hávaðann. — Þarna verða þeir að sitja og hafast ekki að og taka á móti sprengjunum '"''fian Þjóðverjarn- ir nálgast stöðugt. Enn ein ^piengjuromsa var send riiður. En þegar drunurnar höfðu minnkað og reykurinn barst á braut, sáum við að skæruliðarn- ir skutu af sama kappi og áður. Spren'gjuflugvélarnar hurfu aftur og Buddy sagði: — Nú eru liðin svö . nálægt hvort öðru, að þeir senda ekki fleiri sprengjuvélar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.