Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN SUNNUDAGUR 20. júni 1965 Veiðileyfi Ferðaskrifstofa vor getur útvegað og selt veiði- leyfi í: Langavatn: Vatnið er á gullfallegum stað í Borgarfirði. Bílvegur liggur af þjóðveginum ca. 13 km. akstur. Bátar á vatninu. Silungur á- gætur og stór. Auk þess er hægt að veiða í Langá ofanverðri og Gljúfurá ofanverðr! og svokölluðum fljótum, Verð sanngjarnt. Hægt að gista í Borgar nesi, Varmalandi eða Bifröst. Vötn á Melrakkasléttu: Skerjalón, Vellankötlu- vatn, Örfaralon, Suðurvatn og Langatjörn nyrst á Melrakkasléttu. Ágæt stangarveiði. Hægt að fljúga á Kópasker og gista þar. Örstutt frá Kópaskeri. Óviðjafnanlegt umhverfi Miðnætursól f júní. Þeir sem hafa hug á að fá veiðileyfi geta snúið sér til ferðaskrifstofu okkar og munum vér þá sjá fyrir allri fyrirgreiðslu. L J\ N D S H N ^ FERÐASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. haeð SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK Reykjavík — Geysir Reykjavík — Gullfoss Hagstæðustu hringferðir iánctsins. — Vinnið mðti styttingu vinnudagsins með því að ferðast með síðustu kvöldferðum úr Suðurlandskjördæmi. — Hef til leigu hagstæða hóp- ferðabíla. Mun vera kunn- ugasti ökumaður til til- sagnar og örnefnafróðleiks í Suðurlands'kjördæmi. B.S.Í., sími 1 89 11 Ólafur Ketilsson. Bjarni Beinteinsson lögfræðingur AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI Oí VALOI) SlMI 13536 SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Framhald af 7. síðu. skapar síðan hreint uppboðs- og upplausnarástand í öllu fjár- málakerfmu. Þetta magnar dýr- tíðina, ásamt ofsköttunarstefnu rfkisstjámarinnar, og neyðir vimrustéttimar til að reyna að bjarga sér sem bezt þær geta. Hvemig, sem þessi mál leys- ast nú, mun upplausnarástand- ið halda áfram að magnast að óbreyttri stjómarstefnu. Stjóm- in er þreytt og uppgefin og hef- ur ekki áhuga á öðra en ráð- herrastólunum og þjónkun við peningavaldið. Ef hér á nokkur bót að fást, þarf nýja stefnu, nýja forastu og öfluga samstöðu um það, sem gert verð ur. Síldin Framh. ai bls- 16. fermi. í dag eru svo væntanleg Arnarnesið, Einar Hálfdáns og Fagriklettur með fullfermi. Síldarfréttir, laugardaginn 10. júní 1965. Ágætt veður var komið á síldar- miðin í gærkvöldi og voru skipin dreifð á veiðisvæðið. Veiði var einkum 80—90 mílur suður af Jan Mayen og 90—100 mílur austur af suðri frá Langanesi. Samtals tilkynntu 21 skip um afla alls 11.250 mál og tunnur. Raufarhöfn: Þorleifur OF 600 mál, Fákur GK 700, Sæúlfur BA 400, Harald- ur AK 600, Björgúlfur EA 600, Hólmanes SXJ 600, Ól. Magnússon EA 1200, Óskar Halldórsson RE 600, Baldur EA 450, Arnarnes GK 550 tn„. Guðbjörg GK 10Q -tn. Ein- |r Hárfdáris" TS' '80CT TiT »TC Dalatangi: Hamravík ICE 850 mál, Runólf- ur SH 400 ,Rifsnes RE 600, Björn Jónsson RE 250, Guðrún Guð- leifsd. IS 800, Bára SU 300, Gunn- ar SU 450, Pétur Jónsson ÞH 250 Sveinbj. Jakobsson SH 150 tn. Willys jeppi Gamall Willy’s-jeppi ósk- ast, helzt her-jeppi. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir mánaðamót, merkt: „Öruggar greiðsl- ur“. AGLEGAR FERÐIR TIL GLASG0W og þaðan er steinsnar til Edinborgar, hinnar fornfrægu höfuðborgar Skotlands, sem nú er nafntoguð fyrir listahátíðina mjklu ár hvert. Leiðin liggur um skozku hálöndin, þar sofa sólfáin vötn í blómlegum dölum, og hjarðir reika um lynggróin heiðalönd. -- Flugfólagið flytur yður til Glasgow. YA ly/yf’ /Crx/\VÍ)A/H er flugfélaK íslands ? j \ J BEN BELLA Framhald af 1. síðn Bella sakaður um einræði og að hafa misnotað opinberar stofnanir til að styrkja einræðisstöðu sína. Stefnan var algert einræði og þess vegna hefur byltingarráðið tekið völdin í sínar hendur til að fram- kvæma stefnu byltingarinnar og koma á sósíalisma í landinu, segir í tilkynningu ráðsins. Þá er Ben Bella sakaður um föðurlandssvik og sagt að hans bíði sömu örlög og allra annarra harðstjóra sögunnar. Hins vegar hafa enn ekki borizt neinar fréttir af persónulegum högum Ben Bella og ekki hefur verið tilkynnt um handtöku hans. Frá París berast þær fregnir, að Bouteflika, utanríkisráðherra Al- sír, hafi heitið franska sendiráð- inu, að öryggi franskra borgara yrði áfram tryggt í landinu. Ekki hefur formleg tilkynning verið gefin út um eftirmann Ben Bella, en talið er víst, að hann verði Houari Boumedienne, sem er enn róttækari en fyrirrennari hans var. i FYLKIR in voru er skipið var keypt til landsins. Hafa viðkom- andi yfirvöld sölubeiðnina nú í atfaugun, og er þess að vænta að úrskurður þeirra berist Innan tíðar. Framkvæmdastjóri NATO á fundi hér Manlio Brosio, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, er kemur hingað I kvöld, mun á morg un, mánudag, mæta á fundi áhuga manna um vestræna samvinnu og m. a. svara þar fyrirspurnum um starfsemi NATO og skyld mál- efni. Verður fundurinn haldinn í Sigtúni við Austurvöll kl. 5— 7 síðdegis — og mun Broslo dvelj ast þar frá kl. 5.30 til um 6.15. Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg halda fundinn. Er þetta ákjósanlegt tækifæri fyrir áhugamenn um vestræna sam- vinnu til þess að hitta fram- kvæmdastjórann. Höfum opnað verzlun ásamt RAFLAGNA- og RAFVÉLAVERKSTÆÐI á Vesturgötu 11, undir nafn'inu RAFIÐJAN h.f. Símí 1 92 94. * BILLINN Rent an Ioeoar 3 Þakka innilega auðsýnda samúð, vináttu og kveðjur við andlát og útför föðursystur minnar, Katrínar Ólafsdóttur frá Stóru-Mörk. Sigurbjörg Guðjónsdóttir. I—————B—■gmtl.”-IIUIWBBBBB—aH—W á Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg BreiðfjörS Guðmundsdóttir, andaðist að Sólvangi, föstudnginn 18. júní. Jarðarförin auglýst síðar. — 'Fyrir hönd aðstandenda, Karl Magnússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.