Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 20. júní 1965 TÍMINN Nýtt blað Nýtt blað, sem nefnist Ingólf- ur, hóf göngu sína 17. þ.m. Tak- mark blaðsins virðist fyrst og fremst að vinna að þvi, „að nú þegar verði tekin sú ákvörð- un að takmarka Keflavíkursjón varpið við herstöðina eina, jafn- skjótt sem íslenzkt sjónvarp verður sett á stofn.“ Margir menn rita 1 blaðið. Ábyrgðar- maður blaðsins er Ragnar Jóns- scrn., cn með honum í ritnefnd þeir Hannes Pétursson rithöf- undur, Sigurður Líndal hæsta- réttarritari, Sigurður A. Magn- ússon blaðamaður og Þórhallur Vilmundarson prófessor. Margar athyglisverðar grein- ar eru í þessu blaði og þykir hér ekki úr vegi að vitna í nokkrar þeirra. Áður en það er gert, skal þess getið til skýring- ar, að Framsóknarflokkurinn beitti sér eindregið gegn stækk- un sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og flutti um það tillögu á Alþingi á sínum tíma. Jafnhliða lagði hann til að þá þegar yrði hafizt handa um undirbúning að stofnun ís- lenzks sjónvarps. Ef að tillögum flokksins hefði verið farið, hefði verið fyrirbyggt • það slys, sem margir tala nú réttilega um, og jafnframt fengizt nægur tími til að undirbúa vandað íslenzkt sjónvarp. Friður rofinn Kristján Eldjám þjóðminja- vörður segir svo um sjónvarps- málið í Ingólfi: „Það hefur sannazt í þessu sjónvarpsmáli, sem Jón Helga- son kvað: „Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja.“ Það er sennilega ekki einfalt mál að losa sig alveg við Keflavíkur- sjónvarpið úr því sem komið er, en einfalt er að svara þeirri spurningu, sem hér er fyrir lögð: Þegar mistök verða, á að reyna að bæta úr þeim, þeg- ar tækifæri er til. Það er mann- legt að skjátlast, en heimsku- legt að stæla sig upp í villu síns vegar, segir gamalt spak- mæli. Augljóst er nú orðið, svo að fáum getur blandazt hugur um, að stækkun Keflavíkur- stöðvar voru mistök, og veit ég ekki betur, en að mörgum hugsandi sjónvarpseiganda þyki orðið nóg um afleiðingar þeirra mistaka. Fyrstu mistökin voru hjá Bandaríkjamönnum sjálfum. Þeir hefðu ekki átt að leggja þessa freistingu fyrir íslend- inga. Tilraunin hefur að vísu leitt margt merkilegt í ljós. Með undrun hefur maður séð sjón- varpsskóginn þéttast, og furðu- leg ummæli hefur maður heyrt, eins og þegar það er kölluð „lít- il forvitni," sem áður hefði ver- ið kölluð almenn háttvísi, og minnimáttarkennd það, sem hingað til hefur nefnzt heil- brigður metnaður. Ég ann varn- arliðinu þess friðar, sem kom- inn var á i sambúð þess við íslendinga. Bandaríkjamenn hafa komið hér vel fram, úr því þeir þurfa að vera hér á annað borð. Með sjónvarpsmálinu er nú þessi friður rofinn, og hann kemst ekki á aftur, fyrr en úr er bætt á einhvem hátt, þó að sjónvarpsstangafjöldinn kunni í fljótu bragði að virðast benda til annars.“ Skemmtiferðaskip á Reykjavíkurhöfn Það er áreiðanlega ekki of- sterkt til orða tekið hjá þjóð- minjaverði, að með stækkun Keflavíkursjónvarpsins hafi ver ið rofinn friður sem kominn var á í sambúð varnarliðsins og landsmanna, og sá friður mun ekki komast á fyrr en sjónvarp hersins verður bundið við varn- arstöðina eina. Heilbrigður metn- aður krefst þess Þjóðminjavörður bendir svo réttilega á, að hér sé ekki Banda ríkjamenn eina að sakfella. Hann segir: „En látum þetta vera. Það er ekki það, sem er til umræðu, og ekki eiga gestir vorir að hafa vit fyrir oss. Aðalmistökin em sjálfra vor. Ráðamenn vorir hugsuðu sig ekki nógu vel um og sáu ekki nógu langt fram, þegar þeir veittu hið fræga leyfi. Þeir voru að vísu til, sem strax vöruðu við því, sem fyrir- hugað var, en játa verður, að allur þorri manna gerði sér enga grein fyrir, hvert stefndi: að Keflavíkursjónvarpið yrði að eins konar ríkissjónvarpi á fs- landi á fáeinum árum. Þeim, sem ábyrgðina bera, kann því að vera vorkunn, þótt illa tækist til í upphafi. Öðru máli gegnir nú. Það er hverjum manni vork- unnarlaust að sjá og skilja nú, að Keflavíkursjónvarpið er orð- ið stórkostlegt þjóðlegt vanda- mál, hið langstærsta, sem skap- azt hefur af dvöl varnarliðsins hér á landi. Á meðan svo stend- ur sem nú er, höldum vér ekki höfði sem menningarþjóð. en vonandi þarf ekki að deila um, að það sé þó takmark vort á öllum sviðum. Það verður þeg- ar í stað að hefja undirbúning að því að leiðrétta mistökin og takmarka Keflavíkursjónvarpið við varnarliðsstöðina eina og nota til þess fyrsta tækifæri. sem býðst. Ef það tækifæri skap ast, þegar íslenzka sjónvarpið tekur til starfa, þá er að neyta þess. Heilbrigður íslenzkur þjóð armetnaður krefst þess.“ Niðurlægjandi ástand Styrmir Gunnarsson lögfræð- ingur gerir grein fyrir afstöðu sinni á þennan hátt: „Það særir stolt mitt sem ís- lendings, að þúsundir fslend- inga skuli hvert kvöld sitja frammi fyrir sjónvarpsskermin um og horfa á erlent sjónvarp með erlendu og framandi efni. Sjónvarpið er sterkasta áróð- urstæki nútímans. Ef til vill munu íslenzkir stjórnmálamenn skilja betur, hversu gífurlegt glappaskot hefur hér verið frámið, ef og þegar til þess kem- ur, að almenningur hér á landi situr fremur við sjónvarpið sitt og horfir á Lyndon Johnson flytja ræðu til bandarísku þjóð- arinnar en hlustar á íslenzka ráðamenn flytja mál sitt um ís- lenzk málefni í íslenzkt útvarp. Það ástand, sem nú ríkir í þessum efnum, er öllum til skammar, þjóðinni 1 heild og þeim, sem að því stóðu að skapa það. . Það er því réttmæt og sjálf- sögð krafa, að Keflavíkursjón- varpið verði takmarkað við Keflavíkurflugvöll, þegar er ís- lenzkt sjónvarp er tekið til starfa. Það er eina leiðin til þQss að komast út úr því skammarlega og niðurlægj- andi ástandi, sem nú ríkir í þess um efnum, og um þá lausn ættu allir að geta verið sammála, einnig þeir sem fest hafa mikið fé í kaupum á sjónvarpstækj- um.“ „Að ýfa aldrei skap verndaranna“ Hannes Pétursson skáld á skelegga grein í Ingólfi, þar sem hann ræðir einkum um af- stöðu Mbl. og Vísis. Hann segir í greinarlokin: „Það hefur hrokkið upp úr sumum ritstjórum stjórnarblað- anna, að sjónvarpsfarganið sé raunalegt slys. En þeir eru þá jafnan syo þvöglumæltir, að örðugt getur reynzt að átta sig til hlítar á orðum þeirra. Þegar þeir fjalla um svonefnd efna- hagsmál, er ræða þeirra já. já og nei nei, en þurfi þeir að reifa menningarleg deilumál, er sem tungan vöðlist öll uppi 1 þeim. Það getur tæpast átt sér nema eina skýringu. Flokkar þeirra eru stefnulausir í menn- ingarmálum, um þau er aldrei hugsað af einbeitni innan þeirra og þvi vita ritstjórarnir ekkert hvað þeir eiga að segja. Þeir fá ekki aðra fyrirskipun en þá að hvekkja sem allra fæst Át- kvæði, reyna þess í stað að gefa öllum undir fótinn. í sjónvarps- málinu hefur þetta gengið illa, því þar þvælist fyrir sú ákveðna afstaða stjórnarflokkanna að ýfa aldrei skap verndaranna, heldur láta undan síga fyrir kurteisleg- um ágangi þeirra. Mótmælum gegn þessari aðferð er vísað frá á þeim forsendum, að þau séu sprottin af þjóðernisgor- geir. Það sem hin „ábyrgu“ málgögn kalla heilbrigðan þjóð armetnað 17. júní, heitir í dálk- um þeirra þjóðarrembingur 19. júní (þau koma ekki út 18. júní).“ Flokksvélin mikla Alþýðublaðið birti nýlega lýs- ingu á lr.ndsfundi Sjálfstæðis- flokksins, sem haldinn var á síðastliðnu vori. Blaðið lýsir því nákvæmlega hverv >g ailt hafi verið undirbúið og ákveðið fyr- irfram, og það tryggt, að hvergi kæmi fram neinn sk^'-namun- ur. Það er skiljanlegt, að Mbl. skuli stundum vera hneyksla* yfir því, að Framsóknarmenn eru ekki alltaf á einu máli: Inn- an Framsóknarflokksins ríkir fullt skoðanafrelsi og þessvegna geta menn verið ósammála um ýmis dægurniál, þótt samstaða sé um meginstefnuna. Slíkt þekkist ekki í Sjálfstæðisflokkn um. Þar er haldið uppi slíkum flokksaga, að menn eiga refsi- vöndinn yfir höfði sér, ef þeir eru eitthvað smá óþægir við flokksforustuna. Gott dæmi um þetta er al- úmínmálið. Margir óbreyttir liðs menn Sjálfstæðisflokksins, m.a. ýmsir atvinnurekendur, eru mjög andvígir hinni ógætilegu stefnu. flokksforustunnar í því njáR.' Aðrir vilja að stórum fast- ára sé haldið á samningum við hinn erlenda aðila. Það er hins vegar kappkostað að halda allri slíkri gagnrýni niðri. Það hefur líka tekizt til þessa. Fátt sýnir betur, hvernig hin mikla vél Sjálfstæðisflokksins vinnur og hversu háttað er skoðanafrelsi innan vébanda hans. Heildarsamningar Ríkisstjórnin hefur látið eins I og hún vildi stefna að því að ná heildarsamningum um kaup gjaldsmálin. Sé það rétt, þá gild ir það um þetta eins og fleira hjá ríkisstjórninni, að vinnuað- ferðirnar eru öfugar við tilgang- inn. Ef ríkisstjórnin hefði ætlað að vinna að því að koma á heild- arsamningum, hefði hún ekki beitt sér fyrir því að fyrst yrðu gerðir sérsamningar við verka- lýðsfélög í þeim landshluta, sem höllustum fæti stendur, heldur yrðu samningar gerðir samtímis þar og annars staðar. Með því að semja þannig eftir landshlut- um, voru heildarsamningar úti- lokaðir. Von ríkisstjórnarinnar hefur sennilega verið sú, að hún gæti með þessum hætti skapað fordæmi, sem hægt yrði að þvinga önnur verkalýðsfélög til að fallast á. Útkoman varð vit- anlega allt önnur. Þetta ýtti að- eins undir samkeppni og kergju og skapaði þá samningaflækju, sem ekki er gott að sjá fyrir endann á. Með þessu þarf það þó enn ekki að vera útilokað, að hægt sé að ná heildarsamningum. En til þess þarf vissulega önnur vinnubrögð af hálfu ríkisstjórn- arinnar-en hún hefur ástundað til þessa. r.lundroðastefnan Með þeim vinnubrögðum, sem .hafa verið á þessum mál- um, er stefnt að fullum glund- roða. Sums staðar verða samn- ingar, annars staðar taxtar, og mjög víða verður hvorugt, held- ur verða eftirspum og yfirboð látin ráða. Þetta er hið ótrygg- asta og versta ástand, er hugs- azt getur. Við öðru er hinsvegar ertitt að búast, eins og stjórnarstefn an er. Hún er hrein glundroða- stefna. Aðaltakmarkið er, að þeir, sem ráða yfir fjármagn- inu, hafi sem frjálsastar hend- ur. Þessir menn keppast við að komá fjármunum sínum sem bezt fyrir áður en ný skatta- hækkun eða gengisfelling kem- ur til sögunnar, en flestir ótt- ast annað hvort að óbreyttri stjómarstefnu. Af þessu leiðir svo hreint skipulagsleysi og kapphlaup í fjármálum, er Framhald á 1Á sfðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.