Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 20. Jfiní 1065 3 TÍMINN | k 53 \&3W ' , l ' 5il||ͧ|||g|l | ^ í SPEGLI TlMANS Þetta er Phyllis McGairie, sem er ein af hinum lieimsfrægu bandarísku McGurie-systram, en Þær hafa sungið sig inn í hug og hjörtu milljóna manna á s. 1. 15 árum, enda eru þær almennt taldar eitt bezta söngtríó kvenna í heiminum. Phyllis hefur nú um skeið verið mikið með einum alræmdasta glæpaforingja Chicago- borgar; en hann heitir Momo Salvatore Giancana, og er hann sagður vera Mafíumeðlimur. Giancana hefur átt f erfiðleikum við ríkislögregluna á síðustu mánuðum og getur farið svo að þeir stingi honum í steininn. Þessi mynd er tekin af Phyllis þegar hún er að koma frá yfirheyrslu í sambandi vlð rannsóknina á glæpastörfum Giancana. Hinn 42 ára Sikileyingur Aldo Donati, sem er ákærður fyrir fjölkvæni, reynir nú að fá sig sýknaðan, þar sem hann sé piparsveinn. \ Lögreglan ,sem kom að Don- ati, þar sem hann var að leiða 24 ára gamla kennslukonu upp að altarinu í október síðast- liðnum þykist geta sannað, að hann hafi kvænzt 12 konum í síðastliðnum 16 árum. Verj- endur hans spyrja hins vegar: Hvemig getur maður verið f jöl- kvænismaður, ef hann hefur aldrei verið löglega kvæntur? Þessi lögfræðilega undankoma er þó möguleg, þar sem kaþólska kirkjan ógilti fyrsta hjónaband hans ,og samkvæmt fullyrðingum lögfræðingana er ekkert hinna hjónabanda Don atis löglegt, þar sem hann gekk í þau undir fölsku nafni. Á- rangurinn er sá, að Donati tel- ur sig saklausan af fjölkvæni, þar sem hann hafi aldrei verið löglega kvæntur. ★ Daliah Lavi, hin 24 ára gamla ísraelska kynbomba, hef ur nú ákveðið að ganga í hjóna band. Hinn væntanlegi eigin- maður lieitir John Sullivan, og er leikstjóri. Kynntust þau í Kambodia, þar sem þau voru bæði við kvikmyndatöku. Dal iah segir, að dag nokkurn hafi þau horfzt lengi í augu, og allt í einu hafi hún uppgötvað, að þetta væri einmitt maður handa henni. Sybil Burton, hin 36 ára fyrr- verandi eiginkona Richards Burton, hefur nú gifzt 24 ára gömlum dægurlagasöngvara Jordan Christopher að nafnl. Svo nú heitir hún ekki lengur Mrs. Burton, heldur Mrs. Jord án EIi Zankoff. Eiginmaður hennar skipti nefnilega um náfh, þegar hann varð dægur lagasöngvari, og kallaði slg Christopher. Alexandra prinsessa af Kent var nýlega í heimsókn í París ásamt manni sínum, skozka kaupsýslumanninum Angus Og ilvy. Þar heimsótti hún frænda sinn hinn 70 ára hertoga af Windsor, en hann býr i stór- fenglegri villu rétt utan við París, ásamt eiginkonu sinni, Wallis Simpson. Hetjan hér á myndinni er enginn annar en vöðvafjallið Mickey Hagitay, sem einu sinni vann titiJ í alþjóðafegurðarsamkeppni karla, enda þótti hann hafa stórfenglegustu vöðvana af þeim er til sýnis voru. Mickey er fyrrverandi maður sexbombunnar Jayne Mansfield, og er ekki síður frægur fyrir það afrek. Um daginn réðst einhver óþokkinn inn í svefnherbergið hans Mickey í Róm, og stakk hann með hníf. Flytja þurfti hctjuna á spítala og binda um sárið. Ekki fylgir sögunni hver hafi viljað hann feigan. Eins og kunnugt er hefur Elísabet Englandsdrottning nýlega sæmt bítlana orðu. Hafa þeir nú hlotið titilinn Member of the British Empire, skammstafað M.B.E. og er orða þessi veitt árlega í tilefni afmælis drottningar. Þessl orðuveiting hefur vakið mikla athygli um allan heim, en ekki alls staðar mikla hrifningu, og nokkrir menn, sem höfðu fengið Þessar orður, liafa nú skilað þeim aftur í mótmælaskyni. Þar reið fyrstur á vaðið fyrrverandi kanadískur þingmaður, Hector Dupuis. Hann lét þau orð fulla, að þegar hann hafði verið sæmdur þessari orðu hafi hann verið sannfærður um að hann væri hennar verður, því hann hefði álitið að hún væri eingöngu veitt stjómmálamönnum og mönnum, sem höfðu unnið einhverja hetjudáð, en nú óskaði hann ekki eftir að bera orðu, sem veitt væri í viðurkenningarskyni við heimsku og móðursýki. Hann hefur því sent orðuna til drottning- ar. Á Bretlandi er það hins vegar sagt að það breyti engu, þó hann sendi orðuna til baka, hann hafi eftir sem áður titilinn Member of the British Empi^e. Hér á myndinni sjást svo bítlarnir með orðurnar sínar. ★ í skóla nokkrum í Englandi spurði kennarinn einhvern tíma bekkinn sinn: — Hvenær beið England mesta ósigur sinn? Það var löng þögn, en að lokum rétti einn ncmandinn upp höndina og sagði: — Afsakið, kcnnari, en þér sögðuð ekki, hvort þér meint- uð í fótbolta eða tennis? Danski skipaeigandinn A. P. Möller, sem er talinn einn af 10 auðugustu mönnum heims, er nýlátinn i Kaupmannahöfn, 88 ára að aldri. Þrátt fyrir allar milljónirnar sínar lét hann það aldrei niður falla að sækja elli- styrkinn sinn. ★ Soffía Grikkjaprinsessa, sem gift er Juan Carlos de Bourbon y Bourbon prinsi á Spáni, eign aðist dóttur 13. júní. Er þetta önnur dóttir þeirra. Bæði Frið rika, fyrrverandi Grikkjadrottn ing og Irene prinsessa komu til Spánar nokkru áður en barnið fæddist. Jacqueline Kennedy hefur nú enn einu sinni verið boð- ið til Hvíta hússins, en þangað hefur hún ekki komið síðan hún flutti þaðan. í þetta sinn buðu núverandi forsetahjón henni á listahátíð, sem þau héldu í Hvita húsinu. Talsmað- ur Hvíta hússins sagði, að því miður hefði Jacqueline ekki getað komið, og er ekki til- greind nein ástæða fyrir því. Hefur það vakið talsverða furðu, að hún þáði ekki boðið, þar sem hún hefur mikinn á. huga á öllu, sem viðkom list, þegar hún var forsetafrú. Franski leikarinn og söngvar inn Maurice Chevaller virðist vera algjörlega óþreytandi, og ritarinn hans segir með stolti, að Chevaller vinni minnst 10 tíma á dag. Einhverjum varð það að orði, að það gæti ekki verið, hann væri jú orðinn 77 ára gamall. — Að vísu, sagði ritarinn, en hann veit það bara ekki sjálf ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.