Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 8
TEMENM_____________ SUNNUDAGTJR 20. Jáni »65 MBMnHÍMnDWMMMMnnWMMMHMMMÍMWMNI Guðmundur Daníelsson, rit- höfundur, og kona hans Sigríð ur Arin'bjamardóttir fóru í janúar síðastliðnum í ferðalag allt suður til ísrael með við komu í Danmörku, Ítalíu, Grikk landi og Tyrklandi, svo eítt hvað sé talið. Undirritaður hitti Guðmund af tilviljun um það leyti, sem þau hjónin voru að hefja ferðina. Hér var þá blautur vetur og við spjölluð- um eitthvað um það, að hann ætti nú sólarmeíri daga fram undan, það sem af lifði vetri sn við sem yrðum eftir bér uppi á landinu. Okkur var þó ýmis- legt annað meira í huga á þess um tíma og skildum með góð- um kveðjum. Svo var það núna í byrjun júiíí að hingað inn á Tímann til mín snarast útitek inn og hraustlegur maður, ei- lítið dimmraddaður eins og ævinlega og er þar kominn Guð mundur Daníelsson, til að bera mér kveðju ágæts vinar okkar í Kaupmannahöfn, búinn að fara um Miðjarðarhafið á lystískipi, standa á Akropolis, ganga á land á tveimur sögufrægum eyj um og sjá þá staði í ísrael, sem höfðu staðið honum fyrir hugskotssjónum allt frá Þeim tíma, að hann var að læra bibl íusögur i skóla. Það samdist svo um á milli okkar Guðmundar, að hann svaraði nokkrum spurningum mínum upp á þetta ferðalag þeírra hjóna, þótt hann mót- mælti því I fyrstu, og ég yrði að viðurkenna að hefði hann ekki verið fieðinn fyrir kveðj una frá Kaupmannahöfn hefði hann bara farið austur á Eyr arbakka, án þess að láta sjá sig hér í Skuggasundinu. — Það var um miðjan janú- ar, sem þið fóruð utan? — Ja, mig minnir að við höfum fárið héðan 22. janúar með Gullfossi, sem af einhverj um sérstökum ástæðum tók fyrst land í Gautaborg, en annars er skipið vant að fara til Hamborgar á þessum tíma, svo að fólk geti heimsótt merka staði, eins og St. Pauli og búð ir þar í borg. En í þetta sinn var það Gautaborg. Eftir tvo daga þar hélt skípið áfram til Kaupmannahafnar. — Þú hefur stanzað lengst í Hö^fn? — Já, lengst Þar. — Þú hefur ekki farið það an fyrr en í vor? — Eg fór frá Kaupmanna- höfn 8. apríl og suðureftir og kom þangað aftur 8, maí, svo það tók réttan mánuð þetta aukaferðalag mitt. — Hvernig var Þessu auka- ferðalagi hagað? — Því var þannig hagað í stórum dráttum. að ég fór til Bennett-ferðaskrifstofunnar í Kaupmannahöfn, sem er í hópi þekktari ferðaskrifstofa heims, jafnvel ámóta og Cook, og sagði að míg langaði að ferðast ásamt konu minni um lönd in fyrir austanverðu Miðjarðar hafi. — Það er Grikkland . . . — Já, og ýmsar eyjar, Tyrk- land og ísrael. En það er hægt að velja Araba-löndin líka. En ef maður velur þau, þá er spurning hvort maður getur komizt til ísrael, því að Þar er múr á milli; ég vil segja að 'hann sé ekki lægri en milli austur og vesturhluta Berlínar. — Einskonar sandtjald? — Eitthvert tjald. Ætli það sé ekki úr úlfaldahári, eins og skikkja Jóhannesar slcírara. — Þið hafið farið landveg suður Evrópu. — Nei, hópurinn frá Skandi navíu fór frá Kastrup fljúg- andi i,il Feneyja í Ítalíu. Það voru eitthvað 27 manns frá Norðurlöndum. Við hjónin vor um einu íslendingarnar. Svo voru hinir frá Finnlandí, Sví þjóð og Danmörku, en enginn frá Noregi. Og þegar við komum til Feneyja, 8. apríl, þá var þar liggjandi við hafnar- garð grískt skip, fjórtán þús- und lestir að stærð, eign Ty- paldos-bræðra í Aþenu, en það hefur fimmtán daga áætlunar ferðír um austanvert Miðjarð arhaf og skilar farþegum aftur til Feneyja. Það var siglt suð- ur eftir Adríahafinu; átti að koma við í Split í Júgóslavíu, en vegna þess að við fengum bæði Þoku, rigningu og rok, fyrstu nóttina og fram á næsta dag, þá seinkaði skip- inu og varð a’ð hætta við að stanza í Split. Var því haldið áfram og ekki komið að landi fyrr en í Pireus í Grikklandi, sem er hafnarborg Aþenu. Þar á bryggjunni stóðu stórir far- þegabílar, reiðubúnir til að flytja farþegana til Aþenu. Við komum þarna að morgni og vorum allan þennan dag í Aþenu að skoða rústir já, og mannlíf. Náttúrleg' 'i-ðum við að standa á A — Eins og aðrii. — Eins og aðrir. — Mér fannst þetta sérstaklega skemmtilegur dagur. Eg var hrifinn af því að standa á Akropolís, eins og margur annar. Eg varð ekki fyrir von- brigðhm af Því. Eg held að út sýnin frá Akropolis sé einhver sú fallegasta sem fyrirfinnst, þótt maður ferðist víða. Nú, seint um kvöldið lagði skipið úr höfn og hélt til Herakleon á Krít. Við komum þangað snemma morguninn eftir. Þá var sólskín og blíðveður og afar fallegt að sjá til landsins. Þar er mjög hátt fjall á miðri eyjunni, sem blasir við. þegar maður siglir að landi. Það hafðí snjó á toppi, og ég held að ekki þiðni af því fannir allt sumarið, þótt þarna sé heitt loftslag. — Hvað höfðuð þið fyrir stafni á Krít? — Meðal annars skoðuðum við merkilegt fornminjasafn. sem er í Herakleon. en síðan fórum við til rústa borgarinn- ar Knossos, þar sem hin svo nefnda Mínos-menning eða Knossos-menning átti sér höf uðból, áður en hún fluttist til Grikklands. Krítarmenningin er eldri en það menningarskeið, sem kennt er við Aþenu. Knoss os var alveg hulin jörð, Þegar uppgröftur hófst þar. Bændur í nágrenninu höfðu verið að finna margt einkennilegra muna í torfunni yfir borgar rústunum, en þegar fornminja fræðingar sáu þetta, fóru þeír að grafa þarna og fundu þessa borg Mínosar konungs og grófu hana upp. Hún hefur geymzt afar vel þarna undir moldinni, svo að nú er hægt að ganga um þessar sér- kennilegu rústir, en þarna hafa fengizt sannanir fyrir ýmsu, sem grískar þjóðsögur cg grísk goðafræði hefur mni að halda. Þarna er völundar húsið. þar sem Minotárus, ó- vætturin, átti að eiga heima, hálfur naut og hálfur maður og krafðist mannfórna. Krít verjar undirokuðu Grikki og heimtuðu sjö stúlkur og sjö pilta i skatt af AÞenu ár hvert. Síðan var þessu fólki fórnað. sem átti hverju sinui að vera blóminn úr æsku Grikk lands, þangað tU Þeseifur kon- ungssonur bauðst tíl að verða einn í fórnarhópnum. Það end aði með því að hann drap Minotárus. En þar voru brögð í tafli. Adríana konungsdóttir spann þráð og fékk Þeseifi hnoðann, svo hann gat rakið sig eftir þræðinum til baka. Við fengum að sjá herbergið, þar sem talið er að Adríana hafi spunníð þennan þráð. — Er þetta stórt svæði? — Þetta er all stórt svæði Þarna hafa búið margir tugir þúsunda. Vafalaust er margt jörðu hulið Þar, en kjarni borg arinnar hefur verið grafinn upp. — Fóruð þið víðar um Eyja hafið? — Já. Frá Krít fórum við til Kýpur. Við stönzuðum í Limassol, en ekki lengi. Og þaðan var haldið til Haifa i ísrael. — Hvernig var að koma þangað? — Lapdssýnin þar er alveg ógleymanleg. Borgin stendur ut an í Karmelfjalli og borgar- stæðið er talið með þeim falleg ustu í heimi. Haifa er byggð um norðurendann á fjallinu Fjallið deyr út í odda til norð urs en innan hans liggur höfn in. í hlíðum fjallsins og alveg upp á topp eru fallegar bygg ingar, t d. Konungshótelið svo nefnda. Það er nú ekki kennt við Davíð konung. heldur ein hvern brezkan kóng, minnir mig. Eg held Játvarð. — Hann hefur víða komið við sögu. — Já. Annars er Haifa með fallegustu borgum, sem ég hef séð, sérstaklega borgarstæð ið. Eg legg hana að minnsta kosti að jöfnu við Napolí. — Nú er alltaf verið að tala og syngja um hið bláa Miðjarðanhaf. Segðu mér, var það blátt í þessari ferð? — Ekki nema þegar heið- skírt var. En satt að segja Þá var stundum dálítið skýjað loft. En voríð var komið á þessar slóðir og hitinn var t. d. þrjá tíu stig, Þegar við vorum við Genesaretvatnið. — Já, þið hafið náttúrlega farið inn í land þarna frá Haifa? — Það var strax ekið af stað í áttina tíl Jerúsalem og ýmsir frægir biblíustaðir skoð aðir á leiðinni, og ekki síður ýmislegt sem gert hefur verið síðan Gyðingar stofnuðu þarna sérstakt ríki. Eg hef hvergl komið í land, þar sem andstæð -umar eru eins miklar og þarna. Gamalt og nýtt er alls staðar hlið við hlið. Þarna er alls staðar verið að byggja upp af feiknarlegri bjartsýni og dugnaði. — Nú hefur þú farið á margra biblíustaði í ísra- el og margir hafa farið til ísrael af tómum biblíuáhuga. Ert þú biblíuáhugamaður? — Eg er það. vegna þess að ég læijði þetta utan að Þegar ég var krakki. Eg las nú alla biblíuna, þegar ég var um fermingu og innan við ferm- ingu, og hef varla lesið bók síðan, sem mér hefur þótt skemmtilegri. Og þar að auki las ég, þegar ég var krakki. biblíuljóðin eftir Valdimar Briem. Svo voru biblíusögurn ae vitanlega skyldunámsgrein og ég lærði það allt saman og þótti mjög gaman að því sögu lega. fyrst og fremst. Og nöfn margra staða grópuðust í mína meðvitund, svo að þeir urðu m^r jafn nákomnír og sögu- staðir í mínu eigin landi. — Svo þú hefur þannig séð haft full not áningar í ísrael? — Það er áhrifameira finnst mér, að koma á biblíustaðina heldur en skoða nývirkin í landinu. Þótt þau séu merkíleg og ég hafi ekki lokað augunum fyrir þeim, fyrst og fremst sagnfræga staði Gamla testa mentisins. Mér fannst t. d. merkilegt að standa á hæðinni, þar sem Rakel, kona Jakobs, er grafin. og þar sem Jakob syrgði hana og Gísli Brynjólfs son orti um frægt ljóð á ís- lenzku, og varð einhver vinsæl asti slagari íslendinga um nokk urt skeið. „Enn ertu . . hvernig er þetta nú. ,,Enn ertu farin mín fagra og góða“. Eg man r>ij ekki iengur sjálft kvæðið ibókar — En petta var tilefnið. — Já, og þaðan getur mað- ur horft til Betlehem, sem er örskammt i burtu. en þangað var ekki hægt að fara, af því Betlehem er í Jórdaníu og það er alveg lokað land þeim megin frá. sem við vorum. Þar kemur úlfaldatjaldið til sög- unnar. Nú, við stóðum líka á Zion-fjalli, þar sem Davíð kon Guðmundur og kona hans stödd í Knossos á Krít Rætt við Guðmund Daníeisson, rithöfund, heimkominn úr ferð um austanvert Miðjarðarhaf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.