Morgunblaðið - 11.04.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1979
13
INGI HRAFN HAUKSSON,
sem margir munu kannast við
fyrir athafnasemi á sviði skúlp-
túr- og „relieflistar", hefur opn-
að sýningu á 23 nýstárlegum
relief-myndum á vinnustofu
sinni sem hann nefnir Stúdíó
nr. 5. Er þá höfðað til þess, að
þetta er vinnustídíó hans og er
staðsett að Skólastraeti nr. 5. Er
undirritaður reit síðast um sýn-
ingu frá hans hendi fann hann
helst að myndunum, að þær
væru ekki gerðar úr nægilega
varanlegu efni. Ekki þarf ég að
endurtaka þær aðfinnslur hér,
því að Ingi vinnur nú í einu
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
sterkasta efni sem þekkist við
gerð myndlistarverka eða Epoxy
Kvarts.
Ingi hefur mjög einfaldað
myndstíl sinn frá því að hann
sýndi síðast og gengur nú út frá
ákveðnu þema, sem hefur yfir
sér súrrealistískt yfirbragð.
Form hlykkjast á ýmsa vegu um
myndflötinn en hafa yfir sér
ákveðinn skyldleika í hrynjandi.
Einhvers staðar í hinu upp-
hleypta formi staðsetur hann
jafnan eggjalaga einingu, sem
getur orsakað ýmsar vangavelt-
ur hjá áhorfandanum. Þetta er
líkast auga sem starir, en getur
um leið táknað kviku mynd-
heildarinnar hjarta hennar og
hreyfiás eða jafnvel jóðið í
verund formsins.
Gerandinn málar formin með
olíulit en þekur svo með glæru
„polyester," með því nær hann
áferð sem virkar glansandi og
næsta óraunhæf, hefði .ég t.d.
viljað sjá fleiri tegundir áferðar
sem hefði aukið á fjölbreytnina
og blæbrigðaríkdóminn. Eins og
er virkar sýningin full einhæf
við fyrstu skoðun og getur það
bæði talist styrkur hennar og
galli eftir því frá hvaða sjónar-
horni er litið á málið.
Hinn slétta bakgrunn tónar
Ingi á þá veru að hann reynir að
ná fram áferð vefnaðar en þá
vandast málið því að voðin er að
jafnaði mött og vinnur því hin
gljáandi áferð á móti þeirri
viðleitni.
I heild sannfæra vinnubrögð
Inga Hrafns meira en áður sakir
.traustleika verkanna þótt það
atriði sé víðs fjarri að skipta
meginmáli í listinni. Hin gljá-
andi áferð sem er það helsta er
ég finn að í myndgerð hans,
ásamt einhæfum og dálítið vafa-
sömum litaskala, kann að mild-
ast með árunum eins og víst er,
að öll áferð myndlistarverka
breytist með árunum, en mis-
jafnlega mikið þó.
Það er mikill þokki yfir
húsnæðinu og minnir um margt
á „Loftið" á Skólavörðustígnum,
en er stærra og gefur meiri
möguleika, — ekki er þó mein-
ingin, að þetta verði sýningar-
húsnæði til frambúðar, heldur
býður Ingi Hrafn gestum og
gangandi að líta inn á vinnu-
stofu sína næstu tvær vikur.
Framtakið er lofsvert og ber
að þakka, og eins og ég hef
margoft bent á þá hafa vinnu-
stofusýningar yfir sér visst and-
rúm, sem ekki er að finna í
venjulegum sýningarsölum. Er
óhætt að mæla með innliti til
Inga Hrafns og ekki sakar, að
húsnæðið er staðsett í hjarta
borgarinnar bakvið hina frægu
húsaröð Bernhöftstorfu.
Frá sýningu Inga Hrafns í Stúdíói nr. 5.
Sýning
í Stúdíói nr. 5
Flutt kirkju-
tónlist frá
5. og 9. öld
LAUGARDAGINN 14. aprfl kl.
17.00 heldur franski tónlistar-
maðurinn Jean Belliard tónleika
í Bústaðakirkju á vegum Alliance
Francaise.
Jean Belliard stofnaði L’en-
samble Guillaume de Machaut de
Paris ásamt þeim Bernard
Huneau, Guy Robert og Julien
Skowron. Þeir félagar hafa allir
langa reynslu í flutningi eldri
tónlistar sem söngvarar og hljóð-
færaleikarar.
Ensemble Guillaume de
Machaut hefur sérstaklega fengist
við flutning kirkjulegrar og ver-
aldlegrar miðaldatónlistar og
leggja þeir í flutningi sínum
áherslu á samruna texta og tón-
listar. Hópurinn hefur þegar gefið
út nokkrar breiðskífur og haldið
fjölda tónleika í Evrópu og Ame-
ríku.
Jean Belliárd mun flytja kirkju-
tónlist tengda páskum frá 5. og 9.
öld með söng (alt rödd) og undir-
leik á miðaldalútu.
Aðgangur er öllum heimill og
ókeypis.
Franski tónlistarmaðurinn Jean
Belliard.
Tófuskinnid á
annan í páskum
BALLETTINN Tófuskinnið var
frumfluttur í Þjóðleikhúsinu fyrir
nokkru. Bailettinn samdi Marjo
Kuusela sérstaklega fyrir íslenska
dansflokkinn en verkið er byggt á
smásögu eftir Guðmund G.
Ilagalín.
Sendiherra Sviss
á íslandi látinn
TILKYNNING hefur borist frá
svissneska utanríkisráðuneytinu
þess efnis, að Hans-Conrad Cram-
er, sendiherra Sviss á íslandi, hafi
látis 2. þessa mánaðar.
Frá Utanríkisráðuneytinu.
Ekki var unnt að hafa nema
tvær sýningar á Tófuskinninu á
dögunum vegna annarra sýninga
leikhússins en nú hefur verið
ákveðið að hafa sýningu á annan í
páskum kl. 16. Á undan leikdansin-
um mun Baldvin Halldórsson leik-
ari flytja útdrátt úr sögu Hagalíns.
Með stærstu hlutverk í Tófuskinn-
inu fara Ásdís Magnúsdóttir sem
dansar tófuna, Örn Guðmundsson
sem fer með hlutverk bóndans og
Helga Bernhard sem dansar bónda-
konuna. Nanna Ólafsdóttir var
danshöfundi og stjórnanda til
aðstoðar á æfingum og hefur
stjórnað æfingum á Tófuskinninu
eftir brottför höfundar.
elkomin í
örumarkaóinn
©
Vörumarkaðuripn hf.
Armúla 1a