Morgunblaðið - 11.04.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.04.1979, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 , Grein: Arni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson ÞAÐ VAR blússandi stemmning á miðunum þennan góðviðrisdag fyrir skömmu þegar vð Sigur- geir rásuðum á milli báta, en þar sem frá var horfið í spjall- inu síðast höfðu tæknibrögð prentverksins stokkað upp Iin- urnar þannig að þær urðu að ósamstæðu spilverki og þar sem við Siggi Jóels erum ekki vanir að láta snúa á okkur þá hölum við aðeins inn línuna og gáum að. Við vorum að fara frá Arntý og Gunnar Arnason skipstjóri hafði orðið og sagði ávallt fara um sig fiðring ef sá guli gæfi sig til. í því renndi Gunni í Svanhól á Bárunni upp að stjórnborðs- sfðu Árntýs til þess að taka okkur um borð. En eitthvað var blandan of sterk 1 maskínuna, þvf að stefni Bárunnar gaf Árn- tý bylmingshögg á síðuna. „Ætlarðu að brjóta bátinn hel- vítið þitt,“ kallaði Gunnar neta- skipstjóri. „Ef þú kemur þér ekki af trillubleyðunum, þá skal ég koma á þig miðjan næst,“ svaraði Gunni í Svanhól að bragði og glotti eins og hans var von og vísa. 1 „Ég skal krossleggja yfir allar trillubleyðurnar ef þú heldur þig ekki á mottunni, góurinn," sagði netaskipstjórinn um leið og við tókum kóssinn vestur með. Það leið ekki á löngu þar til við vorum í siglingaleið þeirra feðga, Sigga Jóels og Jóels sonar hans á skakbátnum Bensa. Þeir komu með bros á vör á þessum gullfall- ega bát, austan að, og við snöruð- um okkur um borð til þeirra. Bensi heitir eftir Benedikt Tóm- assyni frá Akranesi, gamalli sjó- mannskempu. Þeir voru í ham feðgarnir á Bensa, enda ekki vanir að dóla yfir hlutunum. Ef fiskurinn gaf sig ekki á þessari trintu var að fara á aðra og þannig fetuðu þeir sig áfram og renndu við ákveðnar bjargsyllur í djúpi hafsins, þekktu það eins og einstigið í bjarginu, þótt þeir hefðu aldrei barið þessa dranga hafsins aug- um. Eins og listmálari þekkir mynd sem hann hefur teiknað þekktu þeir lögun landslagsins í djúpinu af því hvað þeir höfðu þurft að láta færið renna á hverjum stað. Færið var þeirra blýantur og banki um leið. Vestur við Þrídranga var tog- báturinn Baldur á fullri ferð með þriðja togið yfir daginn. Þeir eru fjórir á og voru komnir með fjögur tonn eftir tvö höl. Þetta hefur gengið vel hjá þeim sagði Hannes á Baldri, fengu 140 tonn í marz og síðan ágætt, aðallega inn af Eyjum og við Þrídrangana. Við spjölluðum við þá um borð og þeir höfðu áhyggjur af því að aðkomubátum er sífellt að fjölga á svæðinu. „Það virðist vera stefnt hingað Vestfirðingum, Norðlendingum og fleirum," sögðu þeir, „og þessir bátar eru að koma hingað frá stöðum sem hafa einokun á m.a. rækjuveiðum vegna staðsetningar og hefðar eins og þeir kalla það. Okkur finnst það hlálegt að smala þessum flota hingað, því að nógu þröngt er setinn bekkurinn. Það er engin glóra í því að á sama tíma og lokað er fyrir Austfirð- inga og Suðurnes að smala þessum bátum hingað, slíkt er heimska." Þeir kváðust hafa fengið mikið af ýsu að undanförnu," ljómandi graðýsu, hún slagar upp í þorsk," sagði Hanni, „hún er svo skrokk- mikil. Það er til marks að við höfum fengið upp í 3% í smátt af ýsunni.“ Þeir voru skothressir um borð, táningar á miðjum aldri, með ungling sem skipstjóra gætu þeir hafa orðað það og Hanni skip- stjóri lét vel af selskapnum, kvaðst ald-ei þurfa að vera að elta þá út um .olar trissur á nóttinni, þeir skiluðu sér á réttum tíma og heidur betur en það. Baldur á toginu. Bensi í kippnum. Siggi Jócls með glitrandi ýsu. Það var farið að halla að degi og vestursólin silfraði veg um hafið heim til Eyja. Við sigldum slóðina og hittum gamla vini á leiðinni, eyjar og sker. Fugl í tó. Á Víkinni var Þrasi á leið í höfn, Bragi Steingríms. Þeir höfðu brugðið sér út milli vakta til þess að fást við þann gula og það slagaði í hálfa tonnið um borð. Það var auðséð að þeir voru í beinu sambandi við þetta líf, hvorki tölva né félagsfræðingur um borð. í Klettinum röflaði fýllinn enn- þá og sólsporin léku sér í berginu, frá syllu til syllu, flúð til flúðar, og við sigldum inn í matseðil kvöldsins, ilminn frá bræðslunum sem möluðu nýveitt hráefni. Á bryggjunni varð allt í einu mannmergð þegar trillurnar komu að landi, þær kalla sífellt á fólk til sín, þótt stærri skipin veki eins persónuleg tengsl. Það bregst ekki að ef það er hreyfing á trillunum, þá er líf og fjör á gömlu Bæjarbryggjunni. Rásað á Eyjamiðum í vertíðar- stemmningu Bragi, Frikki og Skari á Þrasa Siggi Giss, Dolli, Þórir og Hanni fá sér kaffisopa í lúkarnum. rsólin silfraði veg heim tilEyja Friðrik og Oskar í lönduninni við Bæjarbryggjuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.