Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 19 Veður víða um heim Akureyri +2 snjóót Amsterdam 16 skýjaö AÞena 20 bjart Barcelona 13 rigning Berlín 15 sólskin Brussel 16sólskin Chicago 3 léttskýjaö Frankfurt 14 sólskín Genf 17 sólskin Helsinki 4 léttskýjaö Jerúsalem 16 skýjaó Jóhannesarb. 26 sólskin Kaupmannah. 5 sólskin Lissabon 18 rigning London 14 sólskin Los Angeles 19 léttskýjaö Madríd 18 skýjað Malaga Mallorca 18 léttskýjaó Miami * 27 skýjaö Moskva 2 skýjaó New York 5 léttskýjaó Ósló 4 skýjaó París 18 skýjað Reykjavík Rio De Janeiro 0 léttskýjaó Rómaborg 17 léttskýjaó Stokkhólmur 5 sólskin Tel Aviv 20 skýjað Tókýó 20 sólskin Vancouver 11 vantar Vínarborg 12 sólskin í stuttu máli Páfi minnisf kvöldmáltíðarinnar Vatikaninu, 10. aprfl. Reuter. JÓHANNES Páll páfi mun við hefðbundna messugjörð í Vati- kaninu og fimmtudagskvöld þvo fætur 12 manna sem eru andlega vangefnir. A hverju ári er það siður páfa að þvo fætur 12 manna við messugjörð á skírdag til að minnast hinztu kvöldmáitíðar- innar er Kristur þó fætur læri- sveina sinna. Áður hefur páfi alltaf þvegið fætur 12 presta eða annarra kirkjunnar manna, en nú verða fyrir valinu veikir menn í fyrsta sinn. Metsölubók Margrétar? Toronto, 10. aprfl, AP. BÓKSALAR víða í Kanada eru vongóðir um að sjálfsævisaga Margrétar Trudeaus, eiginkonu forsætisráðherra Kanada, verði metsölubók þar í landi. Bókin hefur verið í hillum bókaverzl- ana í tvo daga og hefur hún runnið út eins og heitar lumm- ur. í bókinni, sem nefnist Bey- ond Reason, þykir Margrét lýsa ýmsum einkamálum sfnum á mjög opinskáan hátt. Pundið sækir í sig veðrið London, 20. aprfl. Reutcr. STERLINGSPUNDIÐ brezka seldist fyrir 2,1047 Bandaríkja- dali á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í dag, og hefur pundið ekki verið dýrara frá því í sept- ember 1975. Pundið hefur styrkst verulega að undanförnu, og er talið að því valdi einkum þær vonir sem bundnar eru við að Ihaldsflokkurinn sigri í komandi þingkosningum í Bretlandi. Háir vextir eru einnig taldir koma við sögu. Laker kaupir Airbus I,ondon 10. aprfl. AP. FREDDIE Laker undirritaði í dag samninga um kaup á tíu farþegaþotum af Airbus-gerð. Athöfnin fór fram að viðstöddum fréttamönnum á Savoy-hótelinu í Lundúnum og veifaði Laker víg- reifur 250 milljón punda ávísun fyrir ljósmyndara við athöfnina. Laker sagði, að Airbusvélarnar væru beztu vélar sinnar tegundar sem hægt væri að fá. 45 skólaböm á Spání drukkna Zamora, Benavente, Spáni, 10. aprfl. AP—Reuter. FJÖRUTÍU og fimm skólabörn týndu í dag lífi þegar rúta sem þau voru í hafnaði út í vatnsmikilli á um 50 kflómetra fyrir norðan bæinn Zamora. Tíu komust af lifandi úr slysinu. í síðustu tilkynningum lögreglu segir að 45 skólabörn, fjórir kennarar og ökumaður rútunnar hafi farist. Rútan fór út af veginum í beygju og steyptist niður brekku út i vatnsmikla og straumharða á. Þeir sem komust lífs af náðu að komast út um glugga sem brotnuðu þegar rútan lenti í ánni. Svo skyndilega sökk bifreiðin hins vegar að þeir sem fórust áttu sér ekki undankomu auðið. Börnin voru á skólaferðalagi. Fyrir fjórum mánuðum fórust 30 nemendur er rúta þeirra rakst á járnbrautarlest. Það slys varð ekki fjarri þeim stað þar sem slysið í dag varð. Nicaragua: 41 hefur fallið í götubardögum Managua. Nicaragua, 10. aprfl. AP. HERMENN reistu í dag virki á götum úti f bænum Esteli í norður- hiuta Nicaragua í dag, en þar hafa bardagar geisað í tvo sólarhringa. Talið er að 41 hafi týnt lífi í þessum átökum. Anastasio Somoza forseti sagði í dag, að herinn hefði nú bælt átökin að mestu niður. Talið er að um 300 skæruliðar hafi tekið þátt í átökun- um við um 100 manna lið hermanna. Meðal þeirra sem hafa fallið í átökunum eru óbreyttir bbrgarar, skæruliðar og hermenn. Margir óbreyttir hafa flúið borgina vegna átakanna. Pol Pot enn í Kambódíu ^ Bangkok, 10. aprfl. Reuter. AP. ÚTVARPSSTÖÐ Rauðu khmer- anna skýrði frá því í dag, að Pol Pot væri enn í Kambódíu og stjórnaði hann aðgerðum skæru- liða sem ættu í útistöðum við innrásarheri Víetnama. Áður höfðu núverandi ráðamenn Kambódíu tilkynnt, að Pol Pot hefði flúið land og farið til Thai- lands eftir að höfuðstöðvar hans í Battambang hefðu verið eyðilagð- ar. Stjórnvöld í Thailandi sögðu að ekkert væri haft í þeim fréttum að Pol Pot væri þar niðurkominn. Skæruliðar hliðhollir Pol Pot skýrðu frá því í dag, að innrásar- herirnir hefðu gert harða sókn gegn skæruliðunum við landa- mæraborgina Poipet í dag. Notuðu innrásarherirnir skriðdreka og stórskotavopn í aðgerðum sínum. Skæruliðarnir eru nú að hreiðra um sig í fjalllendi við Poipet. Þetta gerðist j 1978 — ísralsmenn hörfa frá hluta Suður-Líbanons. 1975 — Bandarískir sendiráðs- menn fluttir frá Phnom Penh og kommúnistar taka borgina. 1972 — Þúsundir farast í jarð- skjálfta í Suður-íran. 1953 — Fangaskipti í Kóreu. 1951 — Truman forseti leysir MacArthur hershöfðingja frá störfum. 1894 — Uganda verður brezkt verndarríki. 1814 — Napoleon leggur niður völd og rekinn til Elbu sam- kvæmt Fontainebleau-samn- ingnum — Loðvík XVIII verður konungur. 1805 — Bretar og Rússar stofna bandalag með St. Pétursborgarsamningnum. 1689 — Vilhjálmur og Maria krýnd konungur og drottning Englands. 1677 — Ósigur Vilhjálms af Óraníu við Kassel fyrir hertog- anum af Orleans. 1564 — Stríði Englendinga og Frakka lýkur með Troyes-friðinum. Afmæli. George Canning, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1770-1827) - Manuel Quintana, spænskt skáld (1772-1857) - Ethel Kennedy, ekkja Roberts Kennedys (1928—). Andlát. Sir Gerald Du Maurier, leikari, 1934. Innlent. Kóngsbænadagur 1702 — Þingforsetar koma af kon- ungsfundi 1909 — Hannes Hafstein í minnihluta í kosning- um 1911 — „Valtýr" talinn af með 30 mönnum 1920 — Ríkis- stjórn falið konungsvald 1940 — Stórhveli festist í kafhátagirð- ingu í Seyðisfirði 1948 — Frumvarp um kjördæmabreyt- ingu lagt fram 1959 — Ishkov, sjávarútvegsráðherra Rússa, í heimsókn 1967 — d. Hallgrímur Bachman læknir 1834 — Sæmundur pr." fjörður 1395 — Bjarni Sívertsen gerður riddari af Dannebrog 1812. Orð dag.sins. Heiðarlegur mað- ur er göfugasta verk guðs — Alexander Pope, enskt skáld (1688-1744). Óskarsverðlaun afhent Í51.sinn: John Wayne þótti eldhress og við góða heilsu við at- höfnina. Símamynd AP. Athöfnin hefði orðið lágkúra án Wayne og Sir Laurence HoIIywood, 10. marz. AP — Reuter. ÓSKÁRSVERÐLAUN voru veitt í 51. skipti við hátíðlega athöfn í kvikmyndaborginni miklu í gærkvöldi. Það er mál manna að athöfnina hafi að þcssu sinni vantað þá stemmningu glaðværðar sem einkennt hefur hana undanfarið. Hápunktur athafnarinnar var afhending sérstakra heiðursverðlauna til leikarans fræga, Sir Laurence Olivier, svo og þegar John Wayne afhenti verðlaun fyrir beztu kvikmyndina. Verðlaun fyrir beztan lcik að þessu sinni fengu þau Jane Fonda og John Voight fyrir leik sinn í kvikmyndinni Coming Home. Sú mynd hlaut einnig Óskar fyrir bezta handritið, en viðfangsefnið er tengt stríðinu í Víetnam. Kvikmyndin The Deer Hunter var valin bezta mynd ársins 1978, en myndin fjallar um örlög þriggja stáliðnaðarmanna sem kvaddir voru til þjónustu í Víetnam-strið- inu. Myndin var tilefnd til níu Óskars-verðlauna, en hlaut fimm. Hlaut Christopher Walken verð- iaun fyrir bezta leik í aukahlut- verki, Michael Cimino hlaut Óskar fyrir leikstjórn sína á myndinni, og ennfremur halut myndin verðlaun fyrir klippingu og hljóð- upptöku. Hópur manna efndi til mót- mælastöðu fyrir utan tónlistar- höllina sem Óskarsverðlaunaat- höfnin fór fram í, vegna myndar- innar The Deer Hunter. Sögðu mótmælendur myndina fulla af kynþáttafordómum og draga upp ranga mynd af íbúum Víetnams. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda og voru fjölmargir teknir fastir og ásakaðir m.a. fyrir tilræði við lögreglumann. Auk þeirra verðlauna sem að framan hafa verið nefnd halut leikkonan Maggie Smith Óskars-verðlaun sem bezta leik- kona í aukahlutverki fyrir leik sinn í „California Suite“. Lagið Last Dance sem Donna Summer söng í myndinni Thank God its Friday, sem senn verður tekin til sýninga í Stjörnubíói, hlaut Óskars-verðlaun sem bezta lag í kvikmynd 1978. Þá var franska kvikmyndin „Upp með vasaklút- ana“ valin bezta erlenda myndin. Alls eru vertt ríflega 20 Óskars- verðlaun við hverja athöfn fyrir ýmsa þætti er snerta kvikmynda- gerð. Athyglisvert þótti að kvik- myndin Superman hlaut aðeins ein verðlaun, en það voru sérstök verðlaun sem veitt voru fyrir tæknibrellur. Myndin Death on the Nile sem sýnd var í Regn- boganum fyrir skemmstu, hlaut Óskars-verðlaun fyrir búninga. John Wayne, sem er 71 árs, var hinn hressasti við verðlaunaat- höfnina, og var að sjá sem hann væri talsvert grennri en fyrr. Þegar Wayne sem hefur átt við slæmt heilsufar að stríða tók til við að afhenda verðlaun við at- höfnina sagði hann: „Þetta er bezta lyf sem maður getur hugsað sér.“ Wayne sagði ennfremur að Óskars-verðlaunin hefðu hafið göngu sína á sama ári og hann kom sjálfur til Hollywood, þ.e. árið 1928. „Við erum báðir nokkuð veðurbarðir, en ætlum að láta að okkur kveða talsvert lengur, bætti Wayne við, við mikinn fögnuð viðstaddra. Ein stærsta stund verðlaunaat- hafnarinnar var þegar Sir Laurence Olivier tók við sérstakri heiðursviðurkenningu úr hendi Gary Grant fyrir framlag sitt til kvikmynda á siðustu áratugum. Sir Laurence var tilnefndur til verðlauna að þessu sinni fyrir leik sinn í myndinni The Boys from Brazil. Margir samtimamenn Sir Laurence telja að allur kvik myndaleikur í dag sé veginn og metinn út frá leik hans, slíkir séu leikhæfileikar Sir Laurence. Jon Voight og Jane Fonda í myndinni Coming Home.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.