Morgunblaðið - 11.04.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 11.04.1979, Síða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 21 fttagnitfrlafeifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Deilur um efnahagsstefnu , Sjálfstæðisflokksins Ihálfa öld hefur hörð barátta staðið um það, hvort efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar ætti að mótast af frjálsræði, frumkvæði og framtaki einstaklinga eða ríkisafskijjtum, höftum og þjóðnýtingu. Á ýmsu hefur gengið í þessari baráttu. I raun má segja, að á árabilinu 1930—50 hafi ríkisumsvif, þjóðnýting í atvinnurekstri og höft og bönn einkennt athafnalífið í samfélagi okkar. Upp úr 1950 örlaði á frjálsræðisstefnu en vinstri stjórnin, sem við tók 1956 stöðvaði þá þróun snarlega. Það er fyrst á árinu 1960, sem brotið er blað. Viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir víðtæku afnámi hafta og margvíslegra boða og banna stjórnvalda. Vinstri stjórnin, sem tók við 1971 stöðvaði þá frjálsræðisöldu sem hófst 1960. Á síðasta kjörtímabili tókst Sjálfstæðisflokknum ekki í nægilega ríkum mæli að taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið við Iok Viðreisnartímabils- ins, m.a. vegna andstöðu Framsóknarflokksins. Afleiðingin er sú, að við Islendingar höfum raunverulega hjakkað i sama farinu allan þennan áratug. Við höfum ekki haldið í við lífskjarabata í nálægum löndum. Þjóðartekjur á mann eru nú lægri á íslandi en í nokkru hinna Norðurlandanna. Þjóðarskútan hefur á þessum áratug steytt á skerjum óðaverðbólgu og tekið niðri og er ekki enn komin á skrið. Þetta er bakgrunnur þeirrar efnahagsstefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti fyrr á þessum vetri og vekur nú vaxandi athygli og nýjar deilur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bersýnilega komizt að þeirri niðurstöðu að fenginni reynslu síðustu fjögur árin, að ekki yrði hægt að koma þjóðarskútunni á skrið á ný nema tekið yrði duglega til hendi þar sem frá var horfið við lok Viðreisnartímabilsins og skipulega unnið að því að afnema þau höft og þá fjötra, sem enn hamla frjálsu atvinnulífi í landinu. Þetta er ekki þröngsýn hægri stefna, eins og andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins halda nú fram. Þvert á móti er þetta víðsýn og frjálslynd framtíðarstefna. Okkur tekst ekki að koma skútunni á skrið, rífa okkur upp úr þeirri deyfð, sem hefur einkennt þennan áratug nema með því að afnema höft og bönn og gefa einstaklingunum í samfélagi okkar tækifæri til að fá útrás fyrir dugnað sinn og athafnaþörf. Önnur leið er ekki fær til þess að halda í við aðrar þjóðir um lífskjarabata en gerum við það ekki, missum við fólkið úr landi til annarra landa, þar sem betri kjör eru í boði, eins og dæmin sanna. En jafnframt hefur Sjálfstæðisflokkurinn með þeirri frjálsræðisstefnu í efnahags- og atvinnumálum, sem hann nú boðar, skipað sér í fylkingarbrjóst með almenningi í landinu, gegn því Kerfi, sem situr yfir hvers manns hlut og telur sig hafa meira vit á öllum hlutum en allir aðrir. Ástæðan fyrir því, að sósíalistar bregðast svo illa við frjálsræðisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem raun ber vitni er einfaldlega sú, að þeir sjá, að verði hún framkvæmd missa þeir og embættismennirnir völdin í samfélaginu. Þau hverfa aftur til fólksins, þar sem þau eiga að vera. Með efnahagsstefnu sinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn því undirstrikað mjög rækilega hlutverk sitt, sem fjöldahreyfing fólksins í landinu gegn Kerfinu, sem er með nefið ofan í hvers manns koppi. Það var vegna þess, að Alþýðuflokknum tókst að koma því inn hjá fólki, að hann væri höfuðandstæðingur Kerfisins og fulltrúi aukins svigrúms einstaklinga í þjóðfélaginu, sem hann vann kosningasigur sinn. En annað varð uppi á teningnum eftir kosningar. En það var á frjálshyggjunni — stefnu Sjálfstæðisflokksins — sem kratar flutu. Frjálsræðisstefna Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og atvinnumálum merkir ekki, að flokkurinn hafi horfið frá stuðningi við þá umbótastefnu í félagsmálum, sem hann jafnan hefur fylgt. Þvert á móti er ljóst, að hin nýja efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins er forsenda fyrir því, að við sem þjóð, náum þeim hagvexti, sem nauðsynlegur er til þess að við getum byggt upp þá fullkomnu félagslegu þjónustu, sem hugur þjóðarinnar stendur til. Við höfum náð langt á þeirri braut en við getum náð lengra, ef við höldum rétt á stefnunni í efnahags- og atvinnumálum. Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins skýrist bezt með því að líta til kjaramálanna einmitt nú. Vinstri stjórnin hefur gefizt upp við að virða samningsrétt verkalýðsfélaganna og ákveður nú kjör fólksins í landinu með lögum á þriggja mánaða fresti. Með því eru vinstri menn að segja, að ráðherrar og þingmenn og sérfræðingar vinstri stjórnarinnar hafi meira vit á launamálum en fulltrúar verkalýðsfélaga og vinnuveitendur og séu því betur til þess fallnir að taka ákvarðanir í þessum efnum en þeir. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er þveröfug. Skv. stefnuyfirlýsingu flokksins er það skoðun hans, að stjórnmálamenn og embættismenn eigi ekki að taka ákvarðanir í kjaramálum launþega, heldur eigi forystumenn verkalýðsfélag- anna og fulltrúar vinnuveitenda að gera það við samningaborðið. Burt með miðstýringu — valdið til fólksins er því kjarninn í efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins. Það fer ekki á milli mála, að þetta er stefnumörkun, sem er í takt við tímann. Afturhaldsmenn okkar daga eru sósíalistarnir í Alþýðubandalaginu, sem ríghalda í gamlar kreddukenningar um stjórn efnahagsmála og kratar, sem hafa tekið upp á sína arma gjaldþrota efnahagspólitík, sem búið er að reyna og hefur ekki dugað. Þær deilur, sem nú eru hafnar um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins sýna, að þar er vaxtarbroddurinn. Þess vegna eiga þær að vera stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins fagnaðarefni. Morgunblaðið hefur jafnan stutt þá frjálsræðisstefnu í efnahagsmálum, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur barizt fyrir. Morgunblaðið hefur hins vegar ekki alla tíð verið sammála Sjálfstæðisflokknum um það, hvernig þeirri stefnu hefur verið fylgt fram. Það er t.d. gagnrýnisvert, að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skuli enn ekki hafa lagt efnahagsstefnu sína fram á Alþingi í formi frumvarps eða frumvarpa og þingsályktunartillagna. Þá kröfu verður að gera til stjórnarandstöðuflokks, að hann leggi valkost sinn fram á Alþingi ekki síður en í almennum umræðum. Það hlýtur að verða grundvöllur málefnabaráttu Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum að leggja efnahagsstefnu sína fram í frumvarpsformi. Hún er merkasta nýmæli, sem fram hefur komið í umræðum um efnahagsmál hér á þessum áratug. Og sú gagnrýni, sem birzt hefur á frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins, m.a. í grein hér í blaðinu, sýnir aðeins, að sósíalistar óttast, að þeir sitji eftir sem e.k. bergmál frá Stalínismanum, eins og Jónas H. Haralz benti á í merkum greinum hér í blaðinu. Jafnframt hefur komið í ljós í umræðum um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, að miðstýringarmenn þola ekki tilhugsunina um eins frjálst markaðskerfi hér á Iandi og unnt er, kalla slíka stefnu „þrengingu" á velferðarstefnu Sjálfstæðisflokksins. En það er alrangt. Þessi stefna hefur verið leiðarljós Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og vinsældir hennar fara sívaxandi, eins og sjá má á því, að jafnvel kratar geta unnið mikinn kosningasigur með því að boða grundvallarsjónarmið frjálshyggjunnar — þótt þeir hafi ekki haldið við stefnu sína í aumri vinstri stjórn eftir kosningar(I) En auðvitað fylgir íslenzkri frjálshyggju samhjálp og aðstoð við þá, sem minna mega sín. jr ..—— Birgir Isleifur Gunnarsson: GunnarEydai Sagan um ráðningu skrif- stofustjóra borgarstjómar kommúnista á borgarskrífstoium. Á að verða póUtískur kommisar Með samþykkt meirihluta borgarstjórnar s.l. fimmtudag um ráðningu skrifstofustjóra borgar- stjórnar er lokið máli, sem valdið hefur miklum umræðum og heila- brotum meðal vinstri flokkanna og tekið ótrúlegan tíma hjá þeim. I þessari grein verður gert að umtalsefni ýmislegt af því, sem gerst hefur bak við tjöldin hjá vinstri flokkunum í þessu máli. Staða borgarlögmanns Þegar vinstri menn tóku við völdum í borgarstjórn á s.l. sumri var staða borgarlögmanns laus og fyrir lá að skipa þyrfti fljótlega í þá stöðu. Sú skoðun var mjög almenn hjá fulltrúum, að meðal starfsmanna borgarinnar væri einn maður, sem mjög væri vel að þeirri stöðu kominn, en það var Jón G. Tómasson, sem gegnt hefur starfi skrifstofustjóra borgar- stjórnar um langt árabil. Jón hefur verið aðallögfræðilegur ráðunautur borgarinnar lengi, flutt mál fyrir dómstólum á henn- ar vegum og er einstaklega hæfur og dugandi starfsmaður. Fram hjá Jóni varð því ekki gengið í .þessa stöðu, ef hann sjálfur hefði áhuga á að taka við henni. Ahugi Jóns á því mun hafa orðið meiri en áður eftir að hann var kjörinn formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga í septem- ber s.l., en staða borgarlögmanns veitir meira svigrúm til að stunda svo tímafrek aukastörf, en skrif- stofustjórastarfið, sem er æði bindandi. Samkomulag í september Svo virðist sem samkomulag hafi orðið á milli vinstri flokkanna í borgarstjórn þegar í september ólafur Jónsson og Jón G. Kristjánsson Gengið var framhjá tveimur mætum borgarstarfsmönnum. um að Jóni yrði veitt staða borgar- lögmanns og ræddu þeir það opin- skátt þá, að svo myndi verða. En þá sprakk blaðran, sem valdið hefur því að mál þetta hefur dregist mánuð eftir mánuð og varð fyrst útkljáð nú fyrir skemmstu. Eins og allir vita, sem fylgst hafa með störfum Alþýðubanda- lagsins, er það ein meginregla þess, að nota þann tíma, sem flokkurinn er við völd, hvort sem er í ríkisstjórn eða sveitastjórnum, til að ráða flokksmenn í sem flestar lykilstöður til að geta síðan stjórnað í gegnum þá starfsmenn, þegar flokkurinn sjálfur hverfur úr valdastólunum. Þetta hafa Alþýðubandalagsmenn stundum látið uppiskátt og er skemmst að minnast deilunnar i Kópavogi, sem leiddi til afsagnar forseta borgar- stjórnar, en það var eitt aðaldeilu- efnið, að stór hluti Alþýðubanda- lagsmanna vildu láta hreinsa út í helztu embættum Kópavogskaup- staðar og setja Alþýðubandalags- menn þar í staðinn. Þetta náði þó ekki fram að ganga þar. Hvað sprengdi blöðruna? Stuttu eftir að vinstri menn höfðu náð samkomulagi um Jón G. Tómasson í stöðu borgarlögmanns var stofnað nýtt embætti á borgarskrifstofunum, þ.e. for- stöðumaður fjármáladeildar. Ráðið var í það embætti með miklum hraða og var einróma samstaða í borgarráði um að ráða Björn Friðfinnsson í starfið. Björn var áður fjármálafulltrúi Rafmagnsveitu Reykjavíkur og stóð sig vel í því starfi og því voru allir sammála um að fela honum ábyrgðarmeira starf. Björn hefur verið flokksbundinn Alþýðuflokks- maður, en notið trausts allra flokka í störfum sinum hjá borg- inni. Ráðning Björns var til að sprengja blöðruna. Stór hópur Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Stóð lengst gegn ráðningunni, en var ofuríiði borin í borgarmála- ráði Alþýðuflokksins. Sigurjón Pétursson Hlaut mikla gagnrýni innan flokksins og málið hetur valdið honum mikiili armæðu og tekið ótrúlegan tíma. Kristján Benediktsson og Björgvin Guðmundsson Neituðu Inga R. Helgasyni sem borgarlögmanni, en gáfu Alþýðu- bandalaginu eftir embætti skrifstofustjórans vegna hótunar um samstarfsslit. manna í Alþýðubandalaginu varð alveg æfur út af ráðningu Björns og hlaut Sigurjón Pétursson mikla gagnrýni innan flokksins fyrir meðferðina á þessu máli. Var það skoðun þeirra, sem ófriðlegast létu í Alþýðubandalaginu, að í þetta lykilstarf hefði átt að ráða tryggan flokksmann og jafnframt kæmi ekki til greina annað en að þess yrði gætt við ráðningu borgarlögmanns. Miklar sviptingar og hrossakaup Þar með var málið komið í sjálfheldu og upphófust nú miklar sviptingar og hrossakaup, sem staðið hafa með litlum hvíldum fram að þessu. Margir voru tilnefndir, en sá sem rætt var um af mikilli alvöru af hálfu Alþýðu- bandalagsmanna var Ingi R. Helgason, sem sjálfur mun hafa haft áhuga á borgarlögmanns- starfinu. Þá gerðist það sem kom Alþýðu- bandalagsmönnum nokkuð á óvart, en það var að þeir Björgvin Guðmundsson og Kristján Bene- diktsson sýndu sjálfstæðan vilja í þessu máli og harðneituðu þessum tillögum Alþýðubandalagsins. Vildu þeir að staðið yrði við fyrra samkomulag um Jón G. Tómasson sem borgarlögmann. Varð Alþýðu- bandalagið að hlíta því, en gerðu þá eindregnu kröfu í staðinn, að tryggur Alþýðubandalagsmaður yrði ráðinn í starf skrifstofustjóra borgarstjórnar. Létu þeir Björgvin og Kristján undan því. Auglýsingin til málamynda Fóru þá Alþýðubandalagsmenn- irnir að leita að tryggum flokks- manni og komust að niðurstöðu um Gunnar Eydal, ungan lögfræðing og tryggan flokks- mann, sem hefur orð fyrir að vera æði pólitískur í störfum sínum. Báðu þeir Gunnar um að sækja um stöðuna. Þá fyrst var málið talið komið í heila höfn. Tillaga um ráðningu Jóns G. Tómassonar í borgarlögmanns- starfið var lögð fram í borgarráði og samþykkt þar einróma. Jafn- framt var samþykkt að auglýsa stöðu skrifstofustjóra, þótt aug- lýsingin hafi að sjálfsögðu verið eingöngu til málan.ynda, þar sem þegar hafði verið ákveðið hver fengi stöðuna. Gengið fram hjá borgar- starfsmönnum Meðal umsækjenda voru tveir borgarstarfsmenn, Ólafur Jóns- son, lögfræðingur, sem verið hefur fulltrúi á borgarskrifstofum í nokkur ár og m.a. gegnt umræddu skrifstofustjórastarfi í forföllum, og Jón G. Kristjánsson, skrifstofu- stjóri borgarverkfræðings, en hann hefur gegnt því annasama starfi með mikilli prýði í allmörg ár. Hann hefur lengri starfsaldur hjá borginni og töldum við sjálf- stæðismenn í borgarstjórn rétt að hann fengi hina auglýstu stöðu og greiddum atkvæði í samræmi við það í borgarstjórn. Sjöfn mótmælir Á þessum langa vegi var enn eitt ljón þó eftir. Einn af borgarfull- trúum meirihlutans, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, var ekkert hrifin af því að ráða kommúnista í þetta mikilvæga lykilembætti hjá borg- inni. Lét hún það óspart í ljós og jafnframt að það væri alls óvíst að hún myndi greiða Gunnari Eydal atkvæði sitt. Björgvin Guðmunds- son beitti hana miklum þrýstingi og svo fór að kalla varð saman sérstakan fund í borgarmálaráði Alþýðuflokksins um málið. Fundur í borgarmála- ráði Alþýðu- flokksins Sá fundur var haldinn á mánu- dag í síðustu viku. Þar lagði Björgvin Guðmundsson þunga áherzlu á ráðningu Gunnars Eydal. Hélt hann því fram, að Alþýðubandalagið gerði þetta að úrslitaatriði í samvinnunni og að vinstra samstarfið myndi rofna, ef ekki yrði látið undan Alþýðu- bandalaginu. Jafnframt væri þetta liður í heildarsamkomulagi flokk- anna um embættaveitingar, þ.e. náðst hefði samkomulag um eins- konar „pakka" um embætti á vegum borgarinnar. Svo fóru leikar á þessum fundi að samþykkt var með öllum atkvæðum gegn atkvæði Sjafnar að ráða Gunnar Eydal. Þar með taldi Sjöfn sig bundna og greiddi hún Gunnari atkvæði á borgar- stjórnarfundinum með sýnilegri ólund, en Alþýðubandalagsmenn vörpuðu öndinni léttar, því að þar með var lokið máli, sem hafði reynst erfitt og tekið ótrúlega mikið af tíma þeirra. Pólitískt siðleysi Þessi saga er dæmigerð um vinnubrögð vinstri stjórna. Hún varpar ljósi á allt það baktjalda- makk og öll þau hrossakaup, sem einkennir vinstri stjórnina í Reykjavík. í slík mál fer mikill tími og mikil orka og víst er, að ekki er gert annað á meðan að á þessu karpi stendur. Við Sjálfstæðismenn töldum í bókun að þessi ráðning bæri vott um pólitískt siðleysi. Gengið var fram hjá mætum borgarstarfs- mönnum við ráðninguna. Aug- lýsingin var einungis til mála- mynda því að allt var fyrirfram ráðið og hæfni umsækjenda í einu athuguð. Um það var eitt hugsað að sá sem starfið fengi gæti oðið einskonar pólitískur kommissar kommúnista á borgarskrifstofun- um. Þess vegna fordæmum við Sjálfstæðismenn þessa ráðningu. Með henni hafa vinstri flokkarnir farið langt út fyrir þau siðgæðis- mörk, sem pólitískir valdhafar verða að halda sig innan við. Mondale kunnugur mörgu hér á landi WALTER Mondale varaforseti sem hingað kemur í heimsókn í dag var áður öldungadeildarmaður frá Minne- sotaríki þar sem hann þekkir marga íslendinga og er vel kunngur íslandi. Ilann var talinn einna frjálslyndastur þeirra manna sem komu til greina í embætti varaforseta og Jimmy Carter hafði augastað á. Þar sem hann var bæði frjálsiyndur og frá Norður- ríkjunum var hann talinn heppileg- asta mótvægið sem Carter gat fundið í starfið. Mondale keppti sjálfur að því að vera í forsetaframboði fyrir demókrata fyrir síðustu kosningar en ákvað að hætta baráttunni eftir um það bil eitt ár í nóvember 1974 þar sem hann hefði ekki nógu mikinn áhuga á starfinu. Hann mun hafa komizt að þeirri niðurstöðu að barátta hans hefði ekki borið nógu mikinn árangur og að hann væri ekki nógu mikið þekktur meðal almennings í Bandaríkjunum þótt hann ferðaðist um þrjátíu ríki. Þessi afstaða hans olli nokkrum efasemdum um hvort hann væri nógu dugandi og áhugasamur stjórnmála- maður, en Mondale hefur þó orð fyrir að vera ágætur baráttumaður í kosningum og hafa gaman af því að tala við fólk og flytja ræður þótt hann hafi á hinn bóginn óbeit á ýmsum öðrum þáttum bandarískrar stjórn- málabaráttu eins og fjársöfnun í kosningasjóði. Mondale hefur verið tengdur verka- lýðshreyfingunni og barizt fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hann var talinn einn frjálslyndasti þing- maður öldungadeildarinnar á sínum tíma og þar starfaði hann mikið í fjármálanefnd. Hann átti mikinn þátt í því að laða verkalýðshreyfinguna og frjálslynda Norðanmenn til fylgis við Carter í baráttunni fyrir síðustu kosningar. Helzti ókostur hans þá var talinn sá að hann væri of lítið þekktur og gárungarnir sögðu að flestir kjósendur héldu að Mondale væri ein af útborgum Los Angeles. Mondale sagði að hann héldi að mikið væri til í því. En síðan hann varð varaforseti hefur hann ferðazt víða til þess að kynna viðhorf Bandaríkjastjórnar og ekki sízt reyna að treysta samband Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra. Hann hefur sýnt sérstakan áhuga á sambandi Bandaríkjanna og Norðurlanda enda er hann af norskum ættum og héðan fer hann til Noregs þar sem hann mun fyrst heimsækja bæinn Mundal í Vestur-Noregi sem hann er ættaður frá. Nokkuð bar á skoðanamun Mondales og Carters fyrir síðustu kosningar, en Mondale vildi sjálfur gera lítið úr þeim mun og sagði: „Ég er framfarasinnaður demókrati og raunsær demókrati." Mondale er rúmlega fimmtugur að aldri og hóf afskipti sín af stjórn- málum á 3kólaárum sínum í St. Paul, Minnesota. Hann var skjólstæðingur Hubert Humphreys, fyrirrennara hans í varaforsetaembættinu, og átti mikinn þátt í að tryggja sigur hans í kosningum til öldungadeildarinnar Mondale og Geir Hallgrimsson á Keflavíkurflugvelli í janúar 1977. TOMS IMM!6RATI0,H Mondale og Carter og konur þeirra á flokksþingi demókrata í júlí 1976 þegar þeir voru tilnefndir. 1948. Mondale varð dómsmálaráðherra Minnesota 32 ára gamall 1960 og var yngsti maðurinn sem hafði gegnt því starfi. Hann var kosinn öldungadeildar- maður 1966 og tveimur árum síðar tók hann þátt í skipulagningu misheppnaðrar baráttu Humphreys fyrir því að verða forseti. Hann var endurkosinn til öldungadeildarinnar 1972 með miklum atkvæðamun. í lok janúar 1977 kom Mondale til íslands á leið frá París til Tokyo, en þá hafði hann íerðazt um helztu banda- lagslönd Bandaríkjanna og gert leiðtogum þeirra grein fyrir stefnu Carters forseta. Hann sagði þá meðal annars í samtali við Morgunblaðið að loknum viðræðum við Geir Hallgríms- son þáverandi forsætisráðherra: „Eg færði Geir Hallgrímssyni og íslenzku þjóðinni persónulegar kveðjur Carters Bandaríkjaforseta, en síðan tóku samræðurnar að snúast um alla Islendingana sem búa í Minnesota. Þeir eru margir og má nefna Valdimar Björnsson sem ég þekki vel og marga aðra. Margir íslendingar hafa verið þekktir í Minnesota fyrir afskipti þeirra af opinberum málum og Minne- sotabúar minnast framlags Vestur-ís- lendinga til fylkisins." Jafnframt gat Mondale þess að góður vinur sinn, sem hefði útnefnt sig til Öldungadeildarinnar, Karl Rolvaag, hefði verið sendiherra á íslandi og lét í ljós áhuga á að heimsækja bæ Snorra Sturlusonar. Geir Hallgrímsson sagði m.a.: „Hann (Mondale) er mjög vel kunnugur ýmsu hér á landi og þekkir ýmsa landa okkar vestanhafs og ég kom hvergi að tómum kofunum hjá honum. Ég tel það mjög mikilvægt og mikils virði að hafa átt þess kost að ræða ítarlega við varaforseta Banda- ríkjanna, gera honum ljós okkar vandamál og áhugamál og heyra beint frá honum um mál sem við að vísú höfum lesið um í fréttum... Auk þess er ávallt mikilvægt að ná persónu- legum tengslum við forvígismenn ann- arra þjóða.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.