Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 23 Óskar Kristjánsson: Hugleiðing um árekstra, sem stungið er af frá EITT af alvarlegri og fjárfrekari umferðarlagabrotum, sem framin eru á Islandi, er þegar ökumaður ekur á aðra bifreið og stingur af frá vettvangi án þess að tilkynna viðkomandi aðilum um tjónið. Algengasta ástæðan fyrir því að ökumenn stinga af, er án efa óttinn við að missa hlunnindi þau, sem þeir hafa áunnið sér hjá tryggingafélagi sínu. Án efa er hér um að ræða tjón, sem skipta hundruðum milljóna á ári, sem eigendur þeirra bifreiða, sem ekið er á, verða að greiða sjálfir í flestum tilfellum. Undantekning er þó á þessu að nokkru leyti, þ.e. þegar tjónþoli er með bifreið sína í kaskótryggingu, en engu að síður verður tjónþoli fyrir fjárútlátum, þar sem hann tapar þeim hlunnindum (bónus), sem hann hefur áunnið sér hjá sínu tryggingafélagi. Erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra árekstra, sem verða í þessu sambandi, þar sem aðeins hluti þeirra er tilkynntur viðkomandi lögregluyfirvöldum eða tryggingafélögum. Allir eru sammála um að lög landsins eigi að vernda þegna landsins, en því miður er það ekki svo í þessu máli. Sá, sem veldur tjóni á öðru ökutæki og stingur af frá því, hlýtur yfirleitt aðeins 25 til 30 þúsund króna sekt ef til hans næst, en ef hann sleppur, eins og alltof oft kemur fyrir, þá situr tjónþolinn uppi með mismunandi mikið skemmda bifreið, sem hann verður í flestum tilfellum að láta gera við á sinn kostnað. Það er augljóst, áð það kemur misjafnlega þungt við pyngju manna, að þurfa að greiða fyrir viðgerð á bifreiðum sínum, sem ókunnir ökumenn hafa valdið með óvarkárum akstri sínum. I mörg- um tilfellum hefur það orðið ökumönnum ofviða að koma öku- tæki sínu í samt lag aftur. Áhugi yfirvalda og trygginga- félaga virðist mjög takmarkaður í því að fyrirbyggja tjón sem þessi. Ég tel aðeins eitt koma til greina, ef það á að stemma stigu við jafn alvarlegum og kostnaðar- sömum umferðarlagabrotum sem þessum, og það er: Ef ökumaður ekur á aðra bifreið og stingur af frá árekstrinum, en næst eftir á, þá ættu bótaskyldur hans að breytast þannig, að tjón- valdi beri að greiða tjónþola sömu upphæð eins og tjónið hljóðar upp á, en auk þess skal tryggingafélag tjónvalda greiða viðgerð á öku- tæki tjónþola. Þetta atriði myndi hafa það í för með sér, að öku- menn, sem valdir verða að árekstrum, tækju ekki áhættuna á því að reyna að stinga af frá vettvangi, af ótta við að til þeirra hefði sést, eða að hægt yrði að sanna eftir á, að þeir hefðu verið valdir að árekstri, en stungið af frá honum. Æskilegast væri, að hver sá borgari, sem gæti veitt þær upp- lýsingar, sem leiddu til þess, að til tjónvalds næðist, fengi 25% af aukabótagreiðslum þeim, sem tjónvaldi ber að greiða tjónþola. Þetta myndi hvetja hinn almenna borgara til þess að vera betur vakandi í umferðinni og til bættr- ar umferðarmenningar. Að vísu segir í núgildandi lögum, að tjóna- bætur skuli aldrei vera hærri en sannanlegt tjón er, það myndi að sjálfsögðu standa áfram, ef tjón- valdur færi ekki af vettvangi fyrr en viðkomandi lögregluyfirvöldum eða tryggingafélögum hefur verið gert viðvart um tjónið, eða hann gerir tjónið sjálfur upp við tjón- þola. Þannig bjargar hann ser frá því að tapa bónus hjá sínu eigin tryggingafélagi. Nú getur það að vísu komið fyrir, að tjónvaldur verði ekki var við áreksturinn og ekur því grandalaus af vettvangi. Tjónið ber þess þó yfirleitt merki, hversu harður árekstur hefur átt sér stað, en þó er ástæðulaust að milda áðurnefnda aukabóta- greiðslu, þar sem mýmörg dæmi eru um það í umferðarlögunum, að enginn munur er gerður á brotum, sem gerð eru af ásetningi eða af gáleysi, t.d. ef ekið er fram hjá stöðvunarskyldumerki án þess að stöðva, ekið yfir á rauðu ljósi, eða lagt þar sem bannað er að leggja. Refsingin er alltaf sú sama, hvort sem um er að ræða ásetning eða eftirtektarleysi. Því getur það sama gilt um þetta mál. Þá má einnig benda á, að það er spurning hvort sá aðili, sem valdur er að árekstri en segist ekki hafa orðið hans var, eigi yfir höfuð að hafa ökuskírteini. Stað- reyndin er sú, að árekstrarhljóð er eitt af þeim hljóðum, sem öku- menn vilja ekki heyra og því telja þeir sér trú um að áreksturinn hafi verið svo lítilfjörlegur, að það taki því ekki að athuga málið nánar. Eða þá að þeim finnst nóg að þurfa að bera sitt eigið tjón og hirða því ekkert um tjón tjónþol- ans. Ég tel að tryggingafélögin þurfi ekki að örvænta um mjög aukin útgjöld í þessu sambandi, vegna þess að tjónvaldar myndu í auknum mæli gera sjálfir upp tjón sín við tjónþola. Hér er á ferðinni svo alvarlegt mál, að úr því verður að bæta hið fyrsta, — og því ekki að reyna framangreind atriði þessu til úr- bóta? Þau yrðu áreiðanlega til bóta. Ökumenn yrðu tillitssamari og varkárari í umferðinni. óskar Kristjánsson. 6934-9862 Aldraðir á Suðumesjum til Mallorca STYRKTARFÉLAG aldraðra á Suðurnesjum hefur á undanförnum árum efnt til sólarlandaforða fyrir aldrað fólk frá öllum Suðurnesjum. Nú hefur félagið ákveðið að efna til orlofsferðar til Mallorca 11. maí n.k. í samvinnu við Ferðaskrifstof- una Sunnu. Kynningarfundur verður haldinn n.k. laugardag kl. 17 í Kirkjulundi í Keflavík og eru allir lífeyrisþegar velkomnir á fund þennan þar sem tekið verður á móti pöntunum í ferðina og starfsmaður frá Ferða- skrifstofunni Sunnu mun væntan- lega sýna litskuggamyndir frá Mall- orca. Páskamáltíð Gyðinga í Bú- staðakirkju í kvöld í KVÖLD verður í Bústaðakirkju helgimáltíð páskanna, en það er rabbíi frá Bandarikjunum sem kominn er til landsins til að gefa þeim Gyðingafjölskyldum, er hér- lendis eru, kost á að neyta páska- máltíðar. Athöfnin hefst kl. 19.45 og að sögn sr. ólafs Skúlasonar, sem lánað hefur kirkjuna til þessar- ar máltfðar, mun það vera í fyrsta sinn, sem slfk athöfn fer fram f kirkju hér. Prófessor Þórir Kr. Þórðarson sagði í samtali við Mbl. að rabbíi þessi starfaði í Bandaríkjunum, en kæmi hingað öðru hverju til að hafa samband við þær Gyðingafjölskyld- ur sem dveldust á Keflavíkurflug- velli svo og aðrar Gyðingafjölskyld- ur hérlendis. Þórir sagði að páska Gyðinga bæri að þessu sinni upp á skírdag og kvað hann máltíð þessa vera aðalpáskamáltíð þeirra, en hún er með sama sniði og var á dögum Krists. Sém fyrr segir er athöfn þessi einkum ætluð Gyðingafjöl- skyldum hérlendis, en nokkrum prestum og guðfræðinemum hefur verið boðið að vera viðstaddir. Óskar Magnús- son med 150 lest- ir til Akraness Akranesi, 9. aprfl. TOGARINN óskar Magnússon AK kom til hafnar hér í gær með 150 lesta afla af blönduðum fiski. Afli netabáta hefur verið 10—14 lestir að undanförnu eftir tveggja daga legu. Þeir eru allir á miðunum í dag, en leggja upp afla og netin öll f land á morgun eins og boðorð gera ráð fyrir. Karlakórinn Heimir úr Skagafirði hélt söngskemmtun hér á föstudag- inn var við afar góðar undirtektir áheyrenda, einsöngvari var Þórunn Ólafsdóttir við undirleik Einars Schwaiger, en söngstjóri er Ingimar Pálsson. júiíus. Frædslufundur Skógræktarfélag Hafnarfjarð- ar heldur fræðslufund í Góð- templarahúsinu miðvikudaginn 11. þ.m. kl. 20.30. Tekið verður fyrir hin líffræði- lega uppbygging hinnar grænu plöntu (trésins). Mun Jón H. Björnsson landslagsarkitekt taka fundarmenn í kennslustund og að henni lokinni svarar hann spurn- ingum fundarmanna. Ollum heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. RAFRITVELIN MONICA Þetta er nýja rafdrifna ritvélin frá Olympia sem sökum nýrrar tækni er nú fáanleg ótrúlega fyrirferðalítil, ódýr og í þremur mismunandi litum. « Hálft stafabil, 44 lyklar, 3 blek- bandsstillingar o.fl. sem aðeins er á stærri gerðum ritvéla. Fullkomin viðgeróa- - ' og varahlutaþjónusta. o Olympia Intemational KJARAINI HF skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8. sími 24140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.