Morgunblaðið - 11.04.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 11.04.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 Þóra Jenný Valdi- marsdóttir - Minning Asdís Pétursdótt- ir - Minningarorð Fædd 14. janúar 1908. Dáin 25. mars 1979. Mánudaginn 2. apríl síðastliðinn fór fram frá Fossvogskirkju útför Þóru Jennýar Valdimarsd óttur, Sólvallagötu 37 hér í borg. Jenný var dóttir hjónanna Rósu Þórðard óttur og Valdimars Rögnvaldsson- ar sjómanns. Ég kynntist Jennýju, eins og hún var jafnan nefnd, um 1940 og hélst upp frá því órofa vinátta milli heimila okkar, en þær voru systkinadætur, Jenný og kona mín. Er við hjónin hófum búskap á stríðsárunum var erfitt að fá leigt húsnæði. Þá opnaði Jenný heimili sitt fyrir okkur og leigði okkur aðra stofuna sína og aögang að eldhúsi um sumarið 1942 og fram á haust, er úr rættist um húsnæði fyrir okkur. — Því nefni ég þetta hér, að öll kynni mín af Jennýju voru á þennan veg. Jafnan, er erfiðleikar steðjuðu að hjá þeim sem hún þekkti til, var hún reiðubúin til hjálpar og veitti aðstoð sína með þeim hætti að ljóst var að henni þótti ekkert sjálfs agðara og ekki umtalsvert þótt hún legði hönd að. Kynslóð sú sem fæddist á fyrsta áratug aldarinnar fékk það hlutsk ipti að fæstir af henni fengu að slíta skólabekkjum, heldur urðu að leggja hönd á plóginn svo snemma sem þróttur leyfði og þó frekar fyrr en síðar. Jenný var tíu ára gömul er hún hóf þátttöku sína í önn dagsins. Réðst hún þá sem barnfóstra á heimili Lúðvíks Kaaber. Það heim- ili þótti mjög skara fram úr um allan myndarskap. Jennýju var Útför Guðmundar Grímssonar, húsgagnasmíðameistara, Lauga- vegi 100, fer fram frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.30. Hann var fæddur að Gröf í Laugardalshreppi, Arnessýslu, 15. september 1905, yngstur af fjórtán börnum foreldra sinna, Guðrúnar Eyjólfsdóttur og Gríms Eiríksson- ar bónda. Guðmundur ólst upp í föðurgarði í hinum stóra hópi systkina og eru nú fjögur enn á lífi, ein systir hans, 90 ára er búsett í Kanada. Guðmunur reyndist hollt að líða ekki skort en spillast þá ekki heldur af ofgnótt, svo sem nú mun vera alltítt. Hann lærði snemma að taka höndum til verka, verða ósérhlífinn og hinn mesti fyrir- myndarmaður í öllu dagfari, áreið- anlegur, kurteis í framkomu, hlýr í viðmóti og aldrei vissi ég til, að hann legði illt orð til nokkurs manns. Hann var blessunarlega laus við alla sjálfshafningar- áráttu. í reynd var hann fremur dulur um eigin hagi og áætlanir og eyddi gjarnan tali um slíkt. Hann var óvenjulega léttur í lund og skóp þannig létt andrúmsloft. Með þetta veganesti fluttist hann til Reykjavíkur árið 1923 og hóf nám sitt í húsgagnasmíði og lauk því á tilsettum tíma með láði, enda völundarsmiður alla tíð og vand- virkur. Guðmundur stofnaði sjálfstætt verkstæði vorið 1929 við Lauga- veginn og byggði yfir starfsemi sína framtíðarhúsnæði 15 árum síðar að Laugavegi 100 og hefir því rekið þar húsgagnaverkstæði og verzlun með húsgögn og blóm um 50 ára skeið með miklum sóma. Arið 1937 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Stefaníu Runólfsdóttur. Hann var sá ham- ingjumaður að eignast góða konu, sem var honum samhent í öllu þeirra starfi. Heimili þeirra að Laugavegi 100 var hlýtt, myndar- legt og traust, eins og þau sjálf. A þannig heimili er ungu fólki gott að alast upp. Þaðan koma nýtir það sýnt að nema af því sem hún sá, heyrði og reyndi á því heimili og var það henni betra vegarnesti en löng skólaganga öðrum. Jenný kunni að meta þessa reynslu og vitnaði best um það sú tryggð og hlýhugur sem hún bar ætíð til þessa æskuheimilis síns. A heimili Lúðvíks Kaaber starfaði Jenný fram um tvítugt. A þeim árum var það helsta úrræði margra ungra stúlkna til að víkka sjóndeildar- hring sinn og auka sér þroska og reynslu að ráða sig í vist á góð heimili í Kaupmannahöfn. Árið 1929 fór Jenný utan til Kaup- mannahafnar þar sem hún hafði ráðið sig sem þjónustustúlka á heimili Sveins Björnssonar, sendi- herra, og síðar fyrsta forseta Islands, og þar dvaldi hún næstu árin. Árið 1932 giftist Jenný Guðbirni S. Bjarnasyni, dugmiklum atork umanni, sem lengi var stýrimaður og skipstjóri á varðskipunum, en vann síðast, er heilsan þvarr, á skrifstofu Skipaútgerðar ríkisins. Guðbjörn lést fyrir aldur fram í ársbyrjun 1953. Börn þeirra eru Hjálmar bifreiðarstjóri, Bjarni vélstjóri, Aðalsteinn rafmagnst æknifræðingur og Rósa húsmóðir. Barnabörn þeirra eru orðin átta og barnabarnabarn eitt. Á fyrstu búskaparárum sínum á kreppuárunum, er fáa fýsti til stórframkvæmda, réðust þau hjónin í að reisa þriggja hæða hús að Sólvallagötu 37, við hliðina á æskuheimili Guðbjörns. Þar bjuggu þau allan sinn búskap og Jenný síðan áfram með börnum sínum eftir lát Guðbjörns. Þar þjóðfélagsþegnar, sem eru heimili sínu og foreldrum til sóma hvar sem þeir fara. Þeim Stefaníu og Guðmundi yarð tveggja barna auðið: Séra Úlfars prests á Ólafs- firði, sem kvæntur er Freyju Jóhannsdóttur, og Guðrúnar hjá Flugleiðum, sem gift er Erni Sigurðssyni húsgagnasmið. Barnabörnin eru nú fimm og hafa verið sólageislar afa síns og ömmu frá fæðingu og marga gleði- stund áttu þau saman í sumarhúsi fjölskyldunnar ofan við Reyki í Mosfellssveit, unaðsreit, þar sem ræktaðir höfðu verið upp melar, holt og hæðir með grasi og fögrum trjám svo undrun sætir. Þegar vinir kveðjast sækja minningarnar á. Nú þegar við kveðjum Guðmund, er okkur sökn- uður í huga, en ljúfar eru minning- arnar af kynnum okkar við hann, og þær munu ekki gleymast. Eiginkonu Guðmundar, börnum, barnabörnum svo og öðrum að- standendum vottum við innilega samúð. Þorsteinn Sigurðsson. Margt er hægt að læra af því að hafa þekkt jafn góðan og traustan mann sem afi var. Lítil börn þrá ást og umhyggju, hófu eldri synirnir sinn búskap og þar búa yngri systkinin enn. Heimili þeirra Guðbjörns bar í hvívetna vitni um hagleik og myndarbrag húsmóðurinnar og samheldni og ráðdeild þeirra hjóna. Þó fór ekki hjá því að skugga bæri á, er heilsa heimilisf öður og vandamanna fór að bila. Þá sýndi Jenný hvað best þann styrk sem hún átti svo ríkulegan til og brást engum að allt var gert til hjálpar sem fært var, með festu, jafnvægi og hlýju sem henni var eiginleg. Það var hennar nán- ustu oft mikill léttir að vita þar hjálpar von er vandi steðjaði að. Þegar Jenný lést átti hún að baki langan starfsdag sem hafði hafist snemma, hvergi verið slak- að á og verk aldrei látið úr hendi falla. Þegar heimilisföðurins naut ekki lengur við voru aðeins axlaðar byrðir beggja og sömu reisn haldið á heimilinu sem fyrr. Ég vil þakka samfylgd sterks persónuleika, sem Jenný var, og votta börnum hennar og barnab örnunum, sem misst hafa ástríka ömmu, samúð mína. — Guð blessi ykkur öll. Jónas Jónasson. það voru ófá kvöldin þegar við vorum litlar að afi kæmi ekki að rúmi okkar, klappaði á kinn með þykku höndinni sinni og læsi yfir okkur eða við sætum hvor á sínu hné hans og hann las. Margs er að minnast, margra ánægjulegra stunda. Á hverju sumri í 12 ár höfum við dvalist með þeim afa og ömmu í sumar- bústaðnum sem hann flýtti sér að fullgera til þess að við gætum notið þess að vera þar á sumrin. Margar ferðirnar höfum við geng- ið saman um lóðina með afa og hlustað á lóuna sem honum þótti svo vænt um og rætt um fuglana, blómin og trén, hvað yndislegt væri á vorin þegar allur gróður lifnaði við eftir veturinn. Margar voru líka ánægjustundir með afa þegar við fórum á æsku- stöðvar hans austur í Laugardal. Þar ríkti oft mikil spenna þegar verið var að draga silung á land og þá sagði hann okkur frá því þegar hann var ungur, og sat yfir ánum og var þá gjarnan að veiða í ánum með snærisspotta. Hann var alltaf léttur í lund og oft höfum við hlegið saman þegar hann sagði okkur frá æskubrekum sínum. Alltaf var jafn gott að koma til afa, leita til hans, hann hafði alltaf tíma til að hlusta, alltaf ráðhollur. Við gátum rætt fram og aftur um íþróttir, veiðiskap, tón- list og allt milli himins og jarðar. Oft var glatt á hjalla og kátína þegar við þrjú spiluðum manna, en það var ekki ósjaldan. Um jólaleytið var oft glatt á hjalla. Var þá unnið fram eftir kvöldi við að skreyta skálar og laumaði hann oft að manni hress- ingu og þá fuku gamanyrði. Nú þegar kvatt er reikar hugur- inn víða en eitt er víst að afi skildi eftir sig of djúp tök í okkur til þess að hægt sé að hugsa sér að hann sé farinn, þess vegna verður afi elskulegur alltaf með okkur. Far þú í friði Friður guðs þig blessi haf þú þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. (VB) Ásta og Ilarpa. Hún andaðist 22. janúar s.l. á Borgarspítalanum eftir níunda skurðinn. Amma var fædd 11. apríl árið 1907 á Þaravöllum í Innri-Akraneshreppi, var yngst af fjórum börnum þeirra hjóna Maríu Magnúsdóttur og Péturs Gestssonar. Pétur drukknaði suður á Miðnesi 14. marz 1908, og varð María þá að tvístra börnunum og fara í vinnumennsku, var hún með tvö yngstu börnin með sér fyrst, en svo kom hún ömmu til Sigríðar Eiríksdóttur sem var uppeldis- systir Maríu. Þar var amma nokkur ár eða þar til Sigríður veiktist og dó. Þar leið ömmu vel enda taldi hún þar hafa verið sitt æskuheimili. Eftir það varð amma að fara vinna fyrir sér, t.d. vetur- inn áður en hún fermdist var hún í vist með skólanum hér í Reykja- vík. Amma fluttist ung til Reykja- víkur og giftist Magnúsi Gríms- syni þann 27. nóvember 1926. Þau eignuðust tvo syni, Grím og Ingólf, sem báðir eru á lífi. Eftir áramótin 1926—27 veiktist amma fyrst og varð að fara á spítala, eftir það var hún aldrei heilbrigð nema stuttan tíma, 1—2 ár, sérstaklega síðari árin. Þrátt fyrir sífelld veikindi var amma lífsglöð, lét hverjum degi nægja sín þjáningu. Hennar sælustu stundir núna seinni árin voru þegar hún gat farið með afa á sumrin með veiðistöngina sína upp að Elliða- vatni eða austur að Þingvallavatni og rennt fyrir fisk, þó svo hún gæti varla gengið úr bílnum að vatninu, en það var ekki til fiskur ef ekki beit á hjá henni. Amma átti margar ánægju- stundir þar. Við þökkum ömmu fyrir öll árin sem við fengum að njóta návistar hennar. Við minnumst þess hvað hún var dugleg að drífa sig heim um jólin síðustu, eins og hún var veik og vissi að hverju dró, en nú er hún komin yfir móðuna miklu og laus við allar þjáningar. Það slær birtu á minningu ömmu í hugum okkar, gott var að eiga samfylgd hennar, hverjum sem hana átti. Maddý og Didda. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. SVAR M/TT EFTIR BILLY GRAHAM Ég skil ekki, hvernig Biblían getur átt erindi til okkar tíma. Hún er bæði gömul og oft fornleg í framsetningu. Eg sting upp á, að þér gerið tilraun. Lesið alla Orðskviðina í Gamla testamentinu. Ef til vill var sú bók samin sjö öldum fyrir Krists burð. Samt sjáið þér í henni syndir, freistingar, vandamál og svör, sem eiga nákvæmlega við okkar daga. Ef foreldrar og börn læsu þessa bók og færu eftir henni, mundi vandamál foreldra og unglinga leysast. Þetta er vísbending um, að Biblían er hvorki fornleg né fjarlæg tuttugustu öldinni. í Biblíunni er saga, bundið mál, spámæli og guðlegur sannleikur, sem höfundunum hefur birzt fyrir heilagan anda og á erindi til sérhverrar kynslóðar. Biblían er nútímalegri en morgunblaðið, sem þér fáið í fyrramálið, því að hún segir ekki aðeins frá liðinni tíð og skyldum okkar við Guð í dag, heldur greinir hún líka frá atburðum, sem eiga eftir að gerast, og hinztu endalokum heimsins og alls, sem í honum er. En þegar öllu er á botninn hvolft, er bezta svarið við spurningu yðar, að þér gefið Biblíunni tækifæri til að tala til yðar. Opnið huga yðar og hjarta fyrir boðskap hennar. Ef þér viljið trúa Kristi og hlýða honum, þeim Kristi, sem þér finnið á blöðum hennar, eignist þér þá öruggu vissu, að þetta sé bókin yðar, hér og nú. Guðmundur Gríms- son — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.