Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 27 >■' ■■ : V ' ^ fHf ’ ;> ’i Umsjóni Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Sigurbjörn Magnússon Tryggvi Gunnarsson liiiB ■ Kjartan Gunnar Kjartansson: Um aðförina að greinarmuni góðs og iUs Af og til birtast í blöðum auglýsingar um fundi, þar sem stjórnmálamenn taka sér fyrir hendur að upplýsa almenning um „stjórnmálaviðhorfið". Einhverjir kynnu að líta svo á, að í lýðræðisríkjum ætti þessu að vera öfugt farið; þar væri almennings að upplýsa stjórn- málamennina. En ef betur er að gáð, skiptir hér auðvitað engu hver upplýsir hvern, því „stjórnmálaviðhorfið", — hið eina og algilda, — er ekki til. Ekki fremur en almennings- álitið alræmda, sem allir tala um en enginn tekur undir, nema jú kannski stjórnmála- mennirnir, sem eflaust hafa fundið upp orðið. Að vísu eru til stjórnmála- viðhorf, en þau eru því miður jafnmörg þeim einstaklingum sem viðhorf hafa til stjórn- mála. Breytir hér engu um, þó stjórnmálamennirnir hafi af sínu rómaða lítillæti bætt ákveðnum greini aftan við sitt stjórnmálaviðhorf. Hitt er svo annað mál, að oft eru viðhorfin áþekk. Viðhorf flestra landsmanna til íslenskra stjórnmála hafa t.a.m. ýmiss sameiginleg ein- kenni, sem eðli sínu samkvæmt eru því óháð, hvort þeir hallast að frjálshyggju eða félags- hyggju. Einkenni af þessu tagi er t.d. sú skoðun, að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sé rökrétt afleiðing af frjáls- hyggju, en stuðningur við Alþýðuflokkinn eða Alþýðu- bandalagið í rökréttu samhengi við einhvers konar félags- hyggju eða jafnaðarsjónarmið Slík sameiginleg einkenni á stjórnmálaviðhorfum öðlasl menn hver og einn, með skyn- semi sinni, ekki tilfinningum Og þá kannski fyrst og fremst. með því að setja í rökrétt samhengi eftirtalin atriði: Hagsmuni eða stjórnmálahug- sjónir, yfirlýstan ásetning stjórnmálamanna og efndir þeirra. Þó kann að vera, að þetta eigi ekki við um Framsóknarmenn, því ég hefi heyrt þeirri kenningu fleygt, að Fram- sóknarmenn séu Framsóknar- menn í öðrum og dýpri skiln- ingi en t.a.m. Sjálfstæðismenn eru Sjálfstæðismenn eða sósíalistar sósíalistar. Hér er átt við, að Framsóknarmenn séu ekki fyrst og fremst skoðanahópur, heldur miklu fremur ákveðin og óumbreytanleg manntegund, sem fæðist í þennan heim, lifi hér og starfi eins og gengur og deyi síðan Drottni sínum þegar kallið kemur, öldungis ótrufluð, allan tímann, af hagsmunum, hugsjónum og röksemdar- færslum dauðlegra manna. Þeir sem hvað harðast halda fram þessari kenningu, telja sig greina Framsóknarmenn á fasinu einu og útlitinu. Sé nú þessi kenning rétt, að Framsóknarmenn sitji við sinn keip hvað seni á bjátar, þá leiðir af því, að spurningin um hversu margir kjósi F’ram- sóknarflokkinn á hverjum tíma er alls ekki stjórnmálalegs eðlis. Hún er annað hvort guðfræðileg í þeim skilningi að Guð almáttugur skammti okkur Framsóknarmenn eftir eigin geðþótta, eða erfðafræði- leg í þeim skilningi að fjöldi Framsóknarmanna fari eftir því hversu margir Islendingar hafi á hverjum tíma erft frá forfeðrum sínum Framsóknar- genið, sem hér skiptir sköpum. Vera má, að spurningin sé hvoru tveggja, guðfræðileg og erfðafræðileg. Eru svo Fram- sóknarmenn hér með úr þessari sögu. En þetta var útúrdúr. Eg var að fjalla um tilraunir manna til að setja í skynsamlegt sam- hengi hagsmuni eða hugsjónir, annars vegar, og orð og efndir stjórnmálamanna hins vegar. Þar er ég kominn að kjarna málsins, sem er sú skoðun, að með hverjum degi verði æ erfiðara að fá nokkurt vit í þá vitleysu, sem íslensk stjórnmál eru. Það er að vísu gömul saga og ný, að stjórnmálamenn efna sjaldnast loforð sín. Sú staðreynd hefur því löngum ruglað menn í ríminu, hvað varðar stjórnmálaviðhorf þeirra. Hitt er þó,sýnu alvar- legra, að nú er komin til sög- unnar ný tegund af ruglanda- hætti sem gerir það að verkum, að menn vita ekki Icngur hver stendur með hverjum. Ef fram heldur sem horfir, hætta menn alveg að öðlast stjórnmálavið- horf upp á eigin spýtur. Sú var tíðin að menn vissu fyrir víst hvað væru réttar skoðanir í stjórnmálum og hvað rangar. Hvaða stjórnmálamenn væru góðir, og hverjir vondir. Þá höfðu menn fast land undir Kjartan Gunnar Kjartansson fótum og himinn yfir höfði sér. I hita Kalda stríðsins varð það að vísu álitamál hversu lengi sú skipan héldist. En um greinarmun góðs og ills þurftu menn ekki að spyrja. En nú er öldin önnur; upplausn og efahyggja als- ráðandi í öllum herbúðum, hérlendis sem erlendis. Fyrir u.þ.b. tiu árurp, sagði mér augnlæknir hér í bæ, og hafði það eftir gömlum manni sem nú er líklega látinn, að úrkynjun íslendinga hæfist með hafragrautnum. Dagblaðið er hins vegar sá bafragrautur er hleypti af stokkunum þeim ruglanda, sem hér um ræðir. A bænum þeim er ekki farið í manngreinarálit. Þar fá allir inni, illir jafnt sem góðir. Þat ægir saman í einum graut súrum vínum og sætum, allt eftir kjallarameistara hverju sinni. Þegar hér er komið sögu, eltir hver vitleysan aðra. Vísir sigldi í kjölfar Dagblaðsins, og „allt þetta stjórnleysi í (slenskum stjórnmálum er auðvitað stjórnmálamönnunum að kenn$.“ Ljósm. G.V.A. hafði þá m.a. viðtal við annan ritstjóra Morgunblaðsins, Matthías að nafni, sem ekki lét sitt eftir liggja og gerðist Maoisti. Hvort sem nú Magnús Torfi, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, er Maoisti eða ekki, þá tóku þeir Morgunblaðs- menn ástfóstri við manninn og reyndu að gera úr honum pólitíska poppstjörnu sem ekki má rugla saman við Popperíska Pólstjörnu sama blaðs, Hannes Gissurarson. Hannes sem er holdtekja skynseminnar, vill viðhalda gömlu skiptingunni í góða menn og vonda. Því er illt til þess að vita, að honum hefur ekki tekist að telja Sjálfstæðis- mönnum trú um að þeir séu allir frjálshyggjumenn en hinir allir kommúnistar. í þessari viðleitni hefur Hannes sett met í blaðaskrifum í Morgunblaðið, sem ekki verður hnekkt í bráð, nema ef vera kynni af öðrum ágætismanni ekki síður rit- færum; Magnúsi nokkrum Kjartanssyni, sem er eins og nafni hans Torfi Ólafsson, einnig fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans. Morgunblaðið er nú þessa dagana einhver skel- eggasti málsvari mannúðar- sjónarmiða og róttækrar verka- lýðsbaráttu og ætlar að takast hið ómögulega; að sameina alla vinstrimenn gegn Vinstri- stjórninni, enda er Vinstri- stjórnin hin versta hægri stjórn eins og fram kemur í baráttu hennar við verkalýðinn og skólakerfið. Hér á árunum þegar allt lék í l.vndi, stóðu þeir stjórnmálaflokkar með ríkis- stjórn sem stóðu að ríkisstjórn. En hinir sem ekki stóðu að sljórninni, voru í stjórnarand- stöðu. Nú er þessu öðruvísi farið. Nú eru stjórnarflokkarn- ir ekki aðeins í stjórn, heldur einnig í stjórnarandstöðu. Það er að vísu rökfræðileg mótsögn, en slíkt er víst ekki svo nauið núorðið. Sjálfstæðismenn, sem samkvæmt gamla kerfinu ættu að vera í stjórnarandstöðu, cru einnig bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. En þar er reyndar ekki um að ræða stjórn ríkisins, heldur flokksins sjálfs. Þessa dagana hafa Sjálfstæðis- menn ekki áhuga á öðrum stjórnmálum. Margt fleira mætti tína til, máli mínu til stuðnings, en ég læt það bíða betri tíma. Kannski einhver góður maður taki upp þráðinn þar sem hér sleppir. Að síðustu vil ég svo geta þess að allt þetta stjórnleysi í íslénskum stjórnmálum er auð- vitað stjórnmálamönnunum að kenna. Og það sem meira er, þetta hafa þeir áreiðanlega gert að yfirlögðu ráði, til þess að geta einir setið að „stjórnmála- viðhorfinu" sem enginn heilvita maður fær nú lengur botn í. Kjartan Gunnar Kjartansson ■ ' 1 Lína langsokkur í Stapa í kvöld Leikfélag Keflavíkur hefur að undanförnu sýnt Línu langsokk í Stapa undir stjórn Eddu Þórarinsdóttur. Þetta er annað við- fangsefni Leikfélags Keflavíkur á þess i ári. Næsta sýning í kvöld, miðvikudags- kvöld, í Stapa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.