Morgunblaðið - 11.04.1979, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979
V(H> rtV,
MORötlN-03j£_
kaff/no u r*
'Öf
GRANI GÖSLARI
Þetta var vissulega ánægjulegt
kvöld. Ekki eyðileggja það með
því að bjóða mér aftur út að
borða!
Úr því ég er komin í umkvörtunardeildina, þá vil ég aðeins bæ*
því við, að hálsbindið yðar er með fádæmum Ijótt!
Hefurðu séð minkapelsinn
minn:
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í dag spreyta lesendur sig á
sérkennilegri spurningu. Getur
suður lagt spil sín á borðið eftir
fyrsta slaginn og sagst eiga alla
slagina nema einn?
Norður gaf, allir á hættu.
Norður
S. ÁK53
H. ÁKGIO
L. 64
L. KG9
Suður
S. 987642
H. 53
T. ÁD
L. ÁDIO
Vestur spilar út trompdrottn-
ingu í sex spöðum. Þú tekur
slaginn í borðinu en austur fylgir
ekki lit. Gefa þarf því einn slag á
tromp en hina slagina getur þú
fengið örugglega.
Þegar gerð er krafa til ákveðins
slagafjöida þarf að lýsa úr spilinu
a.m.k. gróflega. Og í þessi tilfelli
yrði nýsingin þessu lík: Tek annan
trompslag, ás og kóng í hjarta og
síðan laufslagina.
Að þvíloknu fær vestur á
trompið sitt og verður að spila
vörninni í óhag.
Eflaust mun vestur þá biðja þig
að halda áfram með spilið. Þú
tekur þá strax á spaðaháspilið í
borðinu og gætir þess að geyma
fjarkann á hendinni svo fimmið
geti síðar orðið innkoma. Og hafi
vestur vitað hvað hann var að
segja gefst hann nú upp. Gæti
hann trompað hjartaás eða kóng
mætti búa til tólfta slaginn á
hjarta í borðinu með því að pína
drotninguna af austri og þannig
allar götur færar.
En til að geta hagað sér svona
við spilaborðið verður úrspils-
áætlunin að vera í lagi. Og hver
var gildran í spilinu? Hún var að
taka ekki seinna spaðaháspilið
áður en slagirnir í hjarta og laufi
eru teknir. Þá gæti vestur trompað
rólegur og losað sig úr spilinu á
áhuggjulausan hátt með síðasta
trompi sínu. Fleiri möguleikar eru
fyrir hendi til að tapa sipli þessu
og verða lesendur látnir sjálfir um
að finna þá að þessu sinni.
COSPER
CQSPER 7978
Það faðmar mig enginn!
1 f ’ -1 \»
'i H \ • £ * fi , i /i i
Áfengi og íþróttir
Sífellt erum við minnt á sann-
indi þeirrar lýsingar, sem fyrir
nokkrum árum kom frá Heil-
brigðismálastofnun Sameinuðu
þjóðanna á áfenginu, að það væri
„versti óvinur mannsins“, en slys-
in, morð og önnur afbrot, heilsu-
brestur og dauðsföll, brostinn
fjárhagur hrunin heimili og önnur
óhamingja eru æpandi tákn um
afleiðingar áfengisneyzlu. — Samt
er keppzt við að reyna nú að opna
leiðir fyrir meira áfengisflóð með
því að lækka lögaldur til áfengis-
kaupa, fjölga sölustöðum og af-
létta hömlum á meðferð áfengis.
Og ýmsir sýna það kæruleysi
opinberlega að varpa „dýrðar-
ljóma“ á þetta háskalega eiturlyf,
sem áfengið er, og stundum á hinn
ótrúlegasta hátt.
Þannig mátti nýlega tvívegis sjá
myndir og frásagnir af því í einu
dagblaðanna, Vísi, að íþróttamenn
fögnuðu unnum afrekum með því
að skála í kampavíni á keppnis-
stað. í fyrra skiptið í lauginni í
Sundhöll Reykjavíkur og stuttu
síðar að afloknum körfuknattleik í
Laugardalshöll. Ekki myndi
ástandið batna í áfengismálum
okkar, ef þetta nýjasta fyrirbrigði
áfengisdrykkju næði að festa ræt-
ur í þjóðlífinu.
Hér ætti því íþróttaforustan að
láta til sín taka og koma í veg
fyrir, að slík háttsemi endurtaki
sig, enda er hún brot á viður-
kenndum reglum og til vansæmd-
ar fyrir íþróttahreyfinguna. Þann-
ig er bannað að sögn íþróttafull-
trúa ríkisins að neyta áfengis á
vettvangi íþróttamannvirkja. At-
hæfi hlýtur og að teljast brot á
agareglum Í.S.I. — Það er og bein
ögrun við þá fræðslu, sem leitast
er við að miðla ungu fólki um
skaðsemi áfengis. Hætt er og við,
að unglingar láti glepjast, þegar
þeir sjá fyrirmyndirnar, „fræknar
íþróttahetjur", drekka áfengi og
telji því fínt að feta í fótspor
þeirra.
Kjörorð íþróttamanna hefir
Hverfi skelfingarinnar
20
— Gætilega. Það er einhver
þarna inni. Þeir læddust á
tánum að rúðunni og þrýstu
andlitunum að henni. Þeir
töldu sig greina veru sem var
að drekka af stút fyrir innan.
Ekki var von að þeir vissu að
þar færi kaupmaðurinn sjálfur
sem hefði nú farið leiðangurinn
sinn inn til Caju og væri að
hressa sig á portvíni á eftir.
— Þú verður kyrr hér, sagði
Jörgensen — ég tek bakdyrn-
ar, bætti hann við hetjulega og
læddist á braut.
Sem betur fer dró ekki til
stórtfðinda vegna þessa. Málið
upplýstist og lögreglumönnun-
um tveimur var hleypt inn í
kjörbúðina og þaðan leiddi
Petersen þá að herbergi dóttur
sinnar.
Hún glaðvaknaði á sömu
stundu og faðir hennar snerti
hana.
— Caja, sagði hann hljóðlega
— rannsóknarlögreglan er hér
og vill tala við þig.
Hún leit ringluð í áttina að
dyrunum þar sem Jörgensen
var og fór hálf hjá sér. — Þú
verður að koma á fætur og fara
í slopp, sagði Petersen.
Andlit stúlkunnar var rjótt,
og undrun og kvíði skiptust á í
andliti hennar.
Samtalið var ekki langt.
Unga stúlkan hafði hvorki séð
neitt né heyrt. Hún hafði verið
á heimili Rugaards í tvo klukk-
utíma og setið allan tímann við
sjónvarpið, og hafði ekki einu
sinni tckið eftir því að byrjað
var að snjóa.
Kiukkan hálffimm um morg-
uninn höfðu allir íbúarnir.-ver-
ið yfirheyrðir. Rösklcgá tvö
hundruð manns höfðu verið
dregnir fram úr hlýjum rúm-
um sínum og ekki fengið meiri
svefn þá nótt. En hinir ötulu
rannsóknarlögreglumenn voru
ekki neinu nær. Erfiði þeirra
alla nóttina hafði ekki minnsta
árangur boriö.
Á morðstaðnum var hver
blettur gaumgæfilega rannsak-
aður. Lfkið sem var hræðilega
útlftandi var flutt á brott og
læknirinn hafði gefið bráða-
birgðayfirlýsingu um að hún
hefði látizt um nfuleytið og að
dánarorsök væri að hún hefði
verið skorin á háls og einnig
stungin hnífi í brjóst og móður-
Iff.
Morðið líktist óhugnanlega
hinu fyrra. Og meira að segja
vantaði ekki blóðflekkina f
gluggatjöldin.
Þegar Mortensen ræddi við
blaðamenn árla morguns á
skrifstofu sinni gat hann að-
eins sagt að hér væri augsýnil-
ega um að ræða vitfirrtan
morðingja og allt sem í mannl-
egu valdi stæði yrði gert til
þess að hafa hendur f hári hans
hið snarasta. Aukalið hafði
verið sent á vettvang og myndi
lögreglan ekki una sér hvfldar
Eftir Ellen og Bent Hendel
Jóhanna Kristjónsdóttir
snéri á íslenzku.
fyrr cn hinn seki væri kominn
bak við lás og slá.
Margir heimilisfeður f
Bakkabæjarhverfi voru heima
hjá sér daginn eftir og fóru
hvergi til vinnu. Hópur þeirra
hittist heima hjá Steen Torp
þar sem þeir ræddu yfir bjór
hvað þeir gætu tekið til bragðs.
Þegar leið að kvöldi hafði
verið stofnað hálfgildings
heimavarnarlið Bakkabæjar.
Torp sem var þekktur fyrir
atorkusemi og dugnað var
sjálfsagður leiðtogi hópsins.
Hann átti að skipuleggja sveit-
ina, sjá um að búa hana vopn-
um, skipta vöktunum niður
þannig að jafnan væru ein-
hverjir á verði á kvöldin og á
nóttunni.
Fyrsta æfing var sama kvöld.
Þegar fyrstu mennirnir lögðu
af stað með skipunina „sláðu
fyrst og spurðu svo“ frá Bakka-
bæjarvegi 48 hóf Torp sömu-
leiðis áróður í hverju einasta
húsi f hverfinu til þess að fá
sem allra flesta karlmenn til að