Morgunblaðið - 11.04.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1979
37
Ekki ætlunin að
efna til ófriðar
löngum verið: „Heilbrigð sál í
hraustum líkama." Samleið með
áfenginu á þar engan rétt á sér.
Forsætisráðherra hvatti til her-.
ferðar gegn áfengisneyzlunni í
skrifum sínum um síðustu áramót.
Það væri verðugt verkefni fyrir
íþróttafélög að hafa forgöngu í
þeirri herferð og hið þarfasta
framlag á barnaári.
Er ekki kominn tími til að láta
af því að líta á áfengið sem
einhverja heilaga kú? „Áfengið
gerir ekkert nema illt“sagði
Tolstoy á sínum tíma. Hver treyst-
ir sér til að hrekja sannleiksgildi
þeirra orða?
Hafnarfirði, 7.4. 1979
Árni Gunnlaugsson.
• Skólalíf
Þegar ég í dag las ágæta og
vel skrifaða grein í Morgunblaðinu
eftir sveitunga minn og æskusyst-
ur Rögnu Aðalsteinsdóttur bónda í
Laugabóli í Ögursveit þá kom í
hug minn samverkandi atvik á
skólaárum mínum við Bændaskól-
ann að Hvanneyri. Þetta atvik var
svona:
Við þrír nemendur, allir vest-
firðingar ættaðir frá ísafjarðar-
sýslu, Kjartan Halldórsson frá
Bæjum, Hjalti Sigurjónsson frá
Kálfavík og ég undirritaður*
bjuggum saman á herbergi nr. 21.
Það skal tekið fram að nemendur
máttu ekki loka að sér um nætur.
Þetta herbergi var lengra á aðra
hlið svo að staðsetning rúma var
þannig: Kjartan er fremst, næst
dyrum, þá mitt rúm og þvert fyrir
var rúm Hjalta.
Svo kemur gamanið. Fjórir
bekkjarbræður ættaðir að austan
og norðan gera það að leik að
rjúka inn á okkur um miðja nótt
og hvolfa rúmunum svo við áttum
að verða undir öllu saman af
skiljanlegum ástæðum. Varð
Kjartan undir öllu saman í tvö
skipti en ég svaf aldrei fast og
stökk þvert fyrir gafl í rúm Hjalta
og þá voru piltarnir allir á burt.
Þetta gekk svona í heilan mánuð
að við Kjartan gátum ekki hand-
samað piltana þar til ég gerðist
það fílfdjarfur, því að mér var
hefnd í huga. Við Kjartan finnum
gott ráð. Hann tekur smápinna,
slær hausinn af og neglir þá þétt
upp undir fremri rúmstokk hjá
okkur báðum.
Nóttin kom og að venju kunnu
piltarnir sömu handtökin en nú
söng í sárum því að mátulega
mikið stóð niður úr pinnunum hjá
Kjartani. Hann varð ekki undir
öllu saman núna, handsamaði tvo
og lék þá illa en án meiðsla. Ég
náði einum og hélt honum án
átaka að mestu. Svo kom sprengj-
an. Einn kennari stóð óvænt yfir
okkur og sagði stopp og boðaði
skólastjóradóm strax morgunin
eftir. Það var gott að eiga fjögurra
stunda svefn eftir. Tíu mínútum
yfir 8 hljómar flautan hjá skóla-
stjóra. „Ræs Kjartan, Drottins-
dómur dynur,“ sagði ég. Ég klæddi
mig betur en vanalega. Skólastjóri
býður okkur öllum góðan dag. Ég
var með þeim seinustu að mæta í
þetta sinn. Ég gekk fasmikill og
snúðugt að sæti mínu. Þá ávarpar
skólastjórinn mig og segir:
„Benedikt minn, ég sé að þú ert vel
hraustur og heldur öllu þínu.“ Ég
samþykkti það en lét hann vita að
austfirskt ónæði ætti sér stað á
herbergi okkar nr. 21. Hann sagð-
ist vera búinn að kanna þetta mál.
Svo hélt hann þrumandi ræðu yfir
okkur og gaf okkur harða skipun
um að halda skólareglurnar og
góða umgengni og hegðun í skólan-
um. Ég vil geta þess að við Kjartan
tókum I. ágætiseinkunn við
fullnaðarpróf í hegðun og líka
ástundun og stundvísi.
Svo vil ég snúa mér aftur að
þessari ágætu grein eftir Rögnu
um barna- og unglingaskólann í
Reykjavesi. Mistökin í skólamál-
um eru svo óskapleg og jafnvel
vítaverð að úrbóta er þörf. Mér
verður hugsað til vinar míns,
stórbóndans á Laugabóli, Sigurðar
Þórðarsonar, og nú sé ég að stórt
skarð er fyrir skildi. Sigurður var
mesti áhrifamaður í stjórn
Reykjanesskóla og mistök slík sem
Ragna minntist á hefðu ekki átt
sér stað ef hans hefði notið við.
Mistök sem þessi að láta óhæfa og
óþroskaða unglinga kenna í skóla
sem hefur það að markmiði að
fegra og þroska huga, sál og líferni
æskufólksins.
Ég höfða þessu ástandi ekki til
sálfræðinga, heldur til kirkju-
valdsins og kennarastéttarinnar í
heild. Reisið við brákaðan reyr en
brjótið hann ekki í sundur. Sál-
fræðingar eru aumkunarverð stétt
manna eins og þeir eru núna á
liðandi tíma og þetta sá enginn
betur en Sigurður á Laugabóli.
Brottrekstur úr skóla eins og
Ragna getur um, er andlegur
sjúkdómur hjá ráðandi mönnum
skólans. Svo er það handleggs-
brotni drengurinn. Mistökin með
hann sýna best að læknaþjónustan
er orðin öfugsnúin. í þessu tilfelli
átti að senda lækni flugleiðis í
Reykjanes og hann síðan að fljúga
til Isafjarðar með drenginn, allt
annað var óhæfa. Það kostar átök í
anda að lagfæra spillt mannlíf.
Benedikt Guðmundsson
• Leiðrétting
Kona sú, sem veitti í Velvak-
anda á þriðjudag, ráð við of-
drykkju, benti á villu í ráðlegging-
um hennar.
Upphaf síðustu málsgreinar átti
að vera: Eitt kíló af hunangi hafði
gert þennan mann, sem var í
drykkjudái klukkan sjö að kvöldi
að allsgáðum manni á sólarhring.
HÖGNI HREKKVÍSI
Heyrðu Stjáni — er ekki einhver að urra?
SIG&A V/ÖGA £ Á/LVERAW
Stykkishólmi. 9. aprfl.
í sambandi við frétt af dansleik
í Stykkishólmi, sem ég birti í
föstudagsblaði Mbl. sl. hefur
fréttaritari Morgunblaðsins í
Ólafsvík vakið athygli mína á því
að fréttin kæmi þannig út að
skilja mætti að einungis aðkomu-
menn úr Ólafsvík og Grundarfirði
kæmu ekki vel fram á dansleikj-
um og settu miður góðan svip á
dansleikjahald hér um slóðir. En
sú var ekki meining þessarar
fréttar, né að efna til ófriðar milli
staða þótt þessi nöfn væru bundin
við þetta skipti. í þessu sambandi
skal á það bent að því miður á
þetta við um öll kauptúnin hér á
Snæfellsnesinu, og sveitirnar ekki
undanteknar, enda eykst stöðugt
vandi þeirra sem að skemmtunar-
haldi standa við að halda dans-
leikjunum í góðu lagi, þótt undan-
tekningar séu til sem betur fer.
Hrýs mönnum hugur við er slíkt
fer enn í aukana og er leitt til þess
að vita hversu á seinni árum hefur
aukizt ölvun á dansleikjum og er
það áhyggjuefni allra hugsandi
manna.
Það skal tekið fram að fréttin
var birt og samin með það í huga
að fá fólk til að hugsa rækilega
um þessa hluti og - irneinast um
heilbrigt og eðlileg: -ikemmtana-
hald svo að hvork; þurfi að óttast
slys né skemmdir á húsbúnaði eða
félagsheimilum. Væri gaman að
geta komið í veg fyrir slíkt.
Fréttaritari.
Leiðrétting
I frétt frá blaðamannafundi
Ferðamálaráðs læddist inn sá
misskilningur, að næsta Alþjóð-
lega ferðamálasýningin yrði hald-
in í Rússlandi. Það rétta er, að
sýningin verður haldin í Þýzka-
landi.
Einnig má geta þess, að á mynd-
inni með Ludvig Hjálmtýssyni
ferðamálastjóra eru aðilar frá
þeim ferðaskrifstofum, er þátt
tóku í sýningunni í marz s.l., þ.e.
Ferðaskrifstofu ríkisins, Ferða-
skrifstofunni Atlantic og Úrval, en
þar að auki tóku Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar og Sam-
vinnuferðir þátt í sýningunni.
/ j Opiö
/i í hádeginu
Lækjarveri, Laugalæk 2, si'm/ 3 50 20
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU