Morgunblaðið - 04.05.1979, Side 19

Morgunblaðið - 04.05.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ1979 19 Valgerður Vilhjálms- dóttir — Mumingarorð Fædd 30. apríl 1944 Dáin 23. apríl 1979. í fyrnadag var til moldar borin ung kona fjarri fósturjarðarslóð- um, úti í Málmey í Svíþjóð, fallin í valinn langt um aldur fram. Und- anfarin tvö ár barðist hún hetju- legri baráttu við banvænan sjúk- dóm í von um að lifa það að sjá börnin sín tvö komast til nokkurs þroska. Það syrti að og söngur vorfugl- anna virtist ekki eins fagnaðarrík- ur og áður, er ég spurði andlát Valgerðar. Þó hafði fyrr en varði, — sú ævi sem að mati allra vina hennar varð svo alltof stutt. Þegar góður kveður gráta hjörtun. Hver harmar ekki er dýr perla hverfur af festi lífsins? Sólin missir þá ljóma sinn um stund og vordag- arnir líf og angan. Heimur tímans verður ósjálfrátt snauðari eftir. En þegar fögur sál flyst til æðri heimkynna er að huggun harmi gegn að þá gleðjast englar Guðs og eilífðin verður auðugri. Og hugl- eiða ber að Drottinn hefur sinn tilgang með öllu þótt við mann- anna börn komum ekki alltaf auga á hann og e.t.v. allra sízt er ungt fólk í blóma lífsins er frá okkur tekið. Þessi unga kona var snemma hvers manns hugljúfi, sem henni kynntust og helgaði af alhug sínum nánustu og heimili sínu alla sína krafta meðan stætt var. Ungri kynntist ég Valgerði, er hún sleit barnsskónum á æsku- heimili sínu norður á Þórshöfn á Langanesi. Þar fæddist hún 30. apríl 1944 og var því rétt um 35 ára er hún lézt. Hún var dóttir hjónanna Krist- rúnar Jóhannsdóttur frá Skálum á Langanesi og Vilhjálms Sig- tryggssonar frá YtraÁlandi í Þist- ilfirði. Valgerður ólst upp hjá foreldr- um sínum ásamt sjö systkinum og tveimur fóstursystkinum, þar sem vakað var yfir velferð barnanna allra og fór hún ekki varhluta af ástúð þeirra og umhyggju. Á heimili foreldra hennar var gott að koma. Þótt þar væri ekki húsrými stórt á nútíma mæli- kvarða, fyrir svo stóran barnahóp, þá var þar hjartarými nægt og gestrisni einstök. Þar leið öllum vel, er inn var komið. Húsmóðirin, einlæg og hlý, með brostið sitt bjarta og húsbóndinn með sitt traustvekjandi fas og geislandi festu, sem klettur úr hafinu. Vinirnir og fjölskyldan minnast ótal góðra stunda, er hann settist við hljóðfærið. Þarna rikti sönn einlægni og góður heimilisandi. í slíku umhverfi er gott að alast upp. Minningar frá góðu bernsk- uog æskuheimili eru gulli dýrri. I fasi Völlu litlu mátti snemma greina eigind foreldranna beggja. Eg minnist hennar sem nemanda í Passíukórinn í Háskólabíói Akurcyri. 3. mal. PASSÍUKÓRINN á Akureyri flutti um síðustu helgi ásamt Óliifu K. Ilarðardóttur, sópran, Jóni Þorsteinssyni, tenór, Ilall- dóri Vilhelmssyni, bassa, og kammersveit óratóríuna ÁrstíÁ irnar eftir J. Haydn undir stjórn Roars Kvam við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Fyrirhugað var að flytja Árstíð- irnar í Háteigskirkju í Reykjavík 1. maí, én vegna óveðurs og ann- arra samgönguerfiðleika gat ekki orðið af því. Nú hefur veriö ákveð- ið að Passíukórinn flytji Árstíð- irnar í Háskólabíói sunnudaginn 6. maí klukkan 14. Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar verða hinir sömu og á Akureyri fyrir viku. Þetta verður í fyrsta sinn, sem Árstíðirnar verða fluttar í heilu lagi sunnan fjalla. Aðeins þessir einu tónleikar verða að þessu sinni. Forsala aðgöngumiða verður í Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar og einnig verða miðar seldir við innganginn í Háskólabíó á sunnu- daginn. — Sverrir Veggspjald um bömin og hætturnar heima fyrir BYGGÐARLAGSNEFND J.C. Víkur lauk þriðja verkefni sínu á þessu starfsári hinn 27. aprfl s.l. Verkefnið sem hér um ræðir birtist í veggspjaldi með marg- víslegum upplýsingum til fullorð- inna um börnin og hætturnar heima fyrir. Það verkefni fellur undir kjörorð Junior Chamber ísland „Éflum öryggi æskunnar“. Prentuð voru 5 þúsund eintök af áðurnefndu veggspjaldi og mun dreifing á því fara fram 5. maí n.k. og verður framkvæmd af félögum í J.C. Vík. Veggspjaldinu verur m.a. dreift til heilsugæzlustöðva, slysavarð- stofa og apóteka í Reykjavík. barnaskóla, samviskusamrar, ræðinnar og glaðværrar. Ég minn- ist hennar, er hún opnum huga, hugsandi og spurul, gekkst undir heilagt heit við fermingu. Birta var þá yfir henni og fegurð. Snemma kom í ljós, að hún var bráðger og hin gjörvulegasta á allan hátt. Hjálp- fýsi hennar var við brugðið og hirti hún þá ekki um fé eða fyrirhöfn, tíma né rúm. Hún var góðum gáfum gædd og í blóð borið að hreykja sér ekki upp. Ákveðin var hún og fylgin sér og framkoma hennar einkenndist af festu og öryggi. Sagt er að eplið falli sjaldan langt frá eikinni. Að Valgerði stóðu sterkir ættstofnar, sem ekki verða raktir hér. Eftir nám í barnaskóla á Þórsh- öfn fór hún í framhaldsnám að Laugum, og síðan í húsmæðrask- ólann að Hallormsstað. Að því námi loknu báuðst henni vinna út í Svíþjóð þar sem hún kynntist eftirlifandi manni sínum Bo Lindberg. Hér heima dvöldu þau í tvö ár og sköpuðust þá mjög náin kynni með þeim hjónum og Jóni Guðmundssyni í Belgjagerðinni og konu hans, sem þau leigðu hjá, vinátta sem aldrei mun fyrnast. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið sem nú eru ellefu og tólf ára. Börnum sínum og eigin- manni vildi Valgerður heitin helga alla sína krafta. í því fólst sönnun herínar innsta eðlis þ.e. fórnfýsin sem virtust engin takm- örk sett. Ævisaga konu, sem ung að árum giftist og helgar síðan heim- ilinu alla krafta sína, er e.t.v. af sumum ekki talin mikils virði í dag. Eigi að síður er hér um að ræða sögu sannrar konu, sem alllengi barðist helsjúk við ólæknandi sjúkdóm. Vafalaust var henni orðið ljóst að hverju dró en á henni sannaðist svo sannarlega að hún „bognaði aldrei en brotnaði" síðast. Maðurinn sýnir fyrst, hvað í honum býr, þegar á móti blæs. Auðvelt er að standa uppréttur meðan allt leikur í lyndi. En fáir sleppa við einhverja bitra reynslu í lífinu þó misjafnt sé á fólkið lagt. En þá fyrst er þörf að standa sig, ef eitthvað blæs á mót. Þetta sannaðist um Valgerði Vilhjálmsdóttur. Þá var hún sterkust og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. En þess skal ekki látið ógetið að ekki stóð hún ein í sínu þungbæra stríði. Margir sam- einuðust um að létta henni byrð- arnar. Eiginmaður hennar, for- eldrar og systkini leituðust við að veita henni alla þá aðstoð og umhyggju sem þeim framast var unnt. Og nú, þá hún er öll, mun það án efa hennar heitasta ósk að börn- um hennar megi vel farnast og þar mun ekki á neinum hennar nán- ustu standa að bæta þeim móð- urmissinn. Þau undur gerast á þessu vori, sem fyrr, að lífið vaknar af dauðadvala vetrar. Sú er trú mín, að nú hafi hin unga kona sannr- eynt að undrið mikla, sigur lífsins yfir dauðanum, gerist ekki aðeins í riki náttúrunnar, meðal hinna magnlitlu moldarbarna, heldur einnig í lífi okkar manna. „Ég lifi og þér munuð lifa,“ sagði Kristur og sannaði það með upprisu sinni. Éiginmaður og ung börn Val- gerðar Vilhjálmsdóttur eiga nú þungbærar stundir. Ástkær eig- inkona og móðir hefur verið kvödd á braut í blóma lífsins. Þungur harmur er einnig kveðinn að foreldrum hennar og systkinum. Ég og fjölskylda mín flytjum ykkur, kæru vinir, djúpar samúð- arkveðjur. Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, sé með sálu hennar og ykkur öllum. Ingimar Ingimarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.