Morgunblaðið - 04.05.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1979
31
Fara fyrstu leikirnir
frai n á mölim ni?
Astand grasvalla aldrei
jafn slæmt og nú
— VELLIRNIR í Laugardalnum
komu þokkalega undan snjó, en
kuldakastið að undanförnu gerir
það að verkum að varla verður
hægt að leika knattspyrnu á
grasi í maímánuði hér í Reykja-
vík, sagði Baldur Jónsson vallar-
stjóri er Mbl. ræddi við hann í
gær um ástand knattspyrnuvall-
anna í Reykjavík.
— Þetta er alveg voðalegt
ástand, hélt Baldur áfram. Þetta
hefur ekki gerst í þau 20 ár sem
Laugardalsvöllurinn hefur verið
í notkun. Við urðum að fresta
vormóti ÍR vegna þess að sandur-
inn í stökkgryfjunum var hálf-
frosinn og útilokað er að vera að
kasta áhöldum á grassvörðinn í
þessu ásigkomulagi. Rubtan-
brautin kemur vel frá vetrinum.
þannig að hún er tilbúinn til
notkunar.
— Við megum vera lánsamir ef
okkur tekst að leika landsleikinn
við Vestur-Þjóðverja 26. maí á
Laugardalsvellinum, sagði Baldur.
— Enn einu sinni verður það
gamli góði Melavöllurinn sem
verður að leika á fyrstu leikina.
Hann er í mjög góðu ásigkomulagi
og ekkert til fyrirstöðu með að
hefja íslandsmótið þar, sagði
Baldur.
Fyrstu leikirnir í íslandsmótinu
eiga að fara fram 11. og 12. maí, og
allt útlit er fyrir að allan maímán-
uð verði leikið á möl. Á Akureyri
er ástandið mjög slæmt, hefur
reyndar aldrei verið verra, og
mikil hlýindi verða að koma áður
en grasvöllurinn þar fer að taka
við sér.
Jónas Traustason vallarstjóri
hins fullkomna grasvallar í Kópa-
vogi sagði að leikið yrði á gras-
vellinum þar 11. maí, þá leika
UBK og Selfoss í 2. deild. — Við
hófum að kynda völlinn fyrir
páska. Það er að segja að við
hleyptum heitu vatni í pípurnar
undir vellinum og vorum við búnir
að ná öllu frosti úr vellinum um
páskaleytið. Nú í þessu kuldahreti
höfum við hlífðarteppi á vellinum,
og það verndar hann vel fyrir
kuldanum, jafnframt því sem hit-
ínn er stöðugt á. Þannig á ekkert
að vera að vanbúnaði þegar Is-
landsmótið hefst, sagði Jónas að
lokum.
- þr.
KA vann
BIKARKEPPNI Knattspyrnu
ráðs Akureyrar er nýlega lokið.
Úrslit urðu þau að KA bar
sigur úr býtum, vann Þór 4:2 og
Magna frá Grenivík 7:1 en í
keppni um 2. sætið vann Magni
Þór óvænt 2:0.
Ársþing
HSÍ
ÁRSÞING Ilandknattleikssam-
bands íslands verður haidið í
Reykjavfk dagana 8. og 9. júní
1979. Fundarstaður verður aug-
lýstur síðar. HSÍ.
Áhugamenn(I)
sigruöu
ÍTALIR unnu stórsigur á
Grikkjum f undankeppni
Ólympíukeppninnar í knatt-
spyrnu. Ítalía vann 4—0, eftir
að staðan f hálfleik hafði verið
2-0.
Pietro Fanna skoraði fyrst á
6. mfnútu og Bruno Giordanno
bætti öðru við á 21. mfnútu.
Salvatore Bagni skoraði sfðan á
83. mfnútu og Giordanno sitt
annað mark mfnútu sfðar. Eitt-
hvað virðist vera að gefa sig
áhugamannareglan varðandi
ólympfuleikana, en aliir eru
markaskorarar ftalska liðsins
kunnir ieikmenn með 1. deildar
liðum á ítalfu og eru það sann-
ariega engir áhugamenn f
fþrdttinni.
Tap hjá
Feyenoord
Portúgalska knattspyrnu-
landsliðið lék f fyrrakvöld sinn
annan leik á skömmum tfma
gegn hollenska félaginu Feye-
noord. Síðast var leikið í Rotter
dam, en nú f Lissabon.
Fyrri leiknum lauk með 1—0
sigri Portúgaia og sömu tölurn
ar lltu dagsins ljós í síðari
leiknum í fyrrakvöld. Portúgal-
irnir eru með þessu að búa sig
undir komandi landsleik gegn
Norðmönnum 9. maí næstkom-
andi. Alves skoraði eina mark
leiksins úr vitaspyrnu á 57
mínútu.
Thelma Björnsdóttir og Ágúst Ásgeirsson með verðlaun sín iyrir
Eyrarbakkahlaupið.
Thelma og Ágúst
fyrst í Eyrar-
bakkahlaupinu
Ágúst Ásgeirsson ÍR og Thelma Björnsdóttir UBK sigruðu í
flokkum karla og kvenna í Eyrarbakkahlaupinu sem háð var á
Eyrarbakka fyrsta dag maf-mánaðar. Fór hlaupið fram við lítt
ákjósanlegar aðstæður, hávaðarok og lágt hitasig. Keppendur létu þó
aðstæður lítt á sig íá, enda hefð að hlaupið fari fram þennan dag.
Athygli vakti Birgitta Guðjónsdóttir, ung stúlka frá Eyrarbakka.
en hún fylgdi Thelmu lengi vel eftir og var ekki svo ýkja langt á eftir í
mark þegar haft er í huga að Thelma hefur verið yfirburðamanneskja
i víðavangshlaupunum í vetur.
Eyrarbakkahlaupið hófst á bátabryggjunni á Eyrarbakka og eftir á
hlaupinn hafði verið hringur um bæinn, en m.a. var farið fram hjá
Litla Hrauni, lauk hlaupinu við kirkju Eyrbekkinga. Ekki er
ósennilegt að Eyrarbakkahlaupið sé eina frjálsfþróttakeppnin á
landinu sem hefst á fiskiskipabryggju, og bendir það til þess að óvíða
séu tengsl fþrótta og brauðstritsins nánari.
Úrslitin í hlaupinu urðu annars:
Karlar: mín.
1. Ágúst Ágeirsson, ÍR 13.39
2. Steindór Tryggvason, KA 14.34
3. Þórarinn Sveinsson, HSK 15.40
4. Ingvar Garðarsson, HSK 15.50
5. Sigurjón Andrésson, ÍR 16.25
Konur: mín.
1. Th'elma Björnsdóttir.UBK 9.05
2. Birgitta Guðjónsdóttir, HSK 9.25
3. Agnes Sigurðard., HSK 10.52
Piltar: mfn.
1. Ari Thorarensen, HSK 9.24
2. Brynjar Birgisson, HSK 9.28
3. Ævar Österby, HSK 10.09
• Þessi mynd Sigurgeirs Jónassonar í Vestmannaeyjum er úr íyrri
leik Þórs og IIK. Einn Þórara svíiur inn í vítateig IIK og skorar. Það
dugði ekki til og Þór tapaði 15—18.
HK - Þór
í kvöld
IIK OG ÞÓR úr Vestmannaeyjum leika síðari leik sinn um lausa sætið
í 1. deild að Varmá í Mosfellssveit í kvöld og hefst leikurinn klukkan
20.00. Fyrri leik liðanna. sem fram fór í Eyjum fyrir fáum dögum.
lauk með sigri IIK. 18—15. Kópavogsliðið á því alla möguleika á að
trvggja sér sætið örugglega ef rétt er á spilunum haldið. Allt getur þó
að sjálfsögðu gerzt.
Sýnikennsla
Frakkanna
FRAKKAR unnu algeran yfirburðasigur á Bandarfkjamönnum í
vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór vestra í fyrrakvöld.
Skoruðu Frakkar 6 mörk gegn engu. staðan var 4—0 í hálfleik og var
sigurinn síst of stór miðað við gang leiksins. Frakkar settu 5
varamenn inn á f sfðari hálfleik og tóku þá Iffinu frekar með ró.
St. Etienne-leikmaðurinn Bernard Lacombe var á skotskónum í
fyrri hálfleik. skoraði þá þrjú af 4 mörkum liðsins. Fjórða markið var
sjálfsmark Don Droege.
Loic Amisse bætti 5. markinu við á 60. mínútu og Didier Six rak
smiðshiiggið á ágætt dagsverk með því að skora fallegasta mark
leiksins á 72. mfnútu.
Aukaleikur UMFA
og Stjörnunnar
Við vorum allir sammála um að eðlilegt væri að Stjarnan og
Afturelding lékju annan leik. sagði IlSÍ-maðurinn ólafur Aðalsteinn
Jónsson í spjalli við Mbl. í gær, er hann var inntur eftir útkomu
fundar IISÍ um hvað gera skyldi í máli UMFA og Stjörnunnar.
Scm kunnugt er varð Stjarnan í næstneðsta sæti. 2. deildar og
Afturelding varð næstefst í 3. deild. Þá voru leiknir tveir aukaleikir.
Stjarnan vann á sfnum heimavelli 25 — 23, en sfðari leikinn vann
UMFA 15 — 13. Þar sem markatala var jöfn. álitu Mosfellingarnir að
þeir hefðu sigrað á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Af sömu
ástæðu. þ.e. að markatalan var jöfn. töldu Stjörnumrnn að leika yrði
þriðja lcikinn og HSÍ reyndist því sammála. Þriðji leikur liðanna fer
fram f Laugardalshöllinni á morgun og hefst hann klukkan 14.00.
— Kg.
Afrekaskrá UIA
merkileg heimild
UNGMENNA- og Iþróttasamband Austurlands hefur sent frá sér í riti
einu afrekaskrá í frjálsíþróttum. handbolta. glímu. fótbolta.
körfubolta. sundi og skfðum. Auk afrekaskránna eru í ritinu greinar
um afreksfólk sambandsins. um sögu sundíþróttarinnar sem
keppnisíþróttar á Austurlandi. metaskrár. mótaskrár. meistaraskrár.
o.s.frv. Ritið. sem er merkilegt heimildarit. vann Guðmundur Gíslason
nemandi við íþróttaskólann að Laugarvatni, en Stefán Þorleifsson sá
um gagnasöfnun í sambandi við sundið og Hafsteinn Danfelsson
skólabróðir Guðmundar myndskreytti frjálsíþrótta- og sundskrána.
Ilermann Níelsson formaður UÍA fylgir afrekaskránni úr hlaði með
nokkrum orðum. Þar segir hann m.a.: „Afrekaskrá sú sem nú lítur
dagsins Ijós ber merki ákveðinnar þróunar sem átt hcfur sér stað
innan ungmenna- og íþróttasambands Austurlands síðustu árin í
áttina að því hlutverki sem UÍA var ætlað í öndverðu og stendur enn.
Austfirðingar hafa löngum átt keppnisfólk í fremstu röð í ýmsum
íþróttagreinum og er þessu riti ætlað að gefa gleggri mynd af því
hverjir hafa skarað framúr í íþróttum hverju sinni." — ágás.
W