Morgunblaðið - 13.05.1979, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979
12 Islendingar í
atvinnuknattspymu
Jóhannes fer frá Celtic en Arnór líklega áfram hjá Lokaren
TÓLF íslenzkir knattspyrnumenn leika nú með liðum í 1. og 2. deild erlendis eða nánar tiltekið í 6
löndum. Af þessum 12 knattspyrnumönnum eru 7 atvinnumenn en 5 hálfatvinnumenn. Samningar
tveggja atvinnumannanna renna út núna í vor, Jóhannesar Eðvaldssonar, sem leikur með Celtic í
Skotlandi og Arnórs Guðjohnsen, sem leikur með Lokaren í Belgiu. Jóhannes er ákveðinn í þvf að
hætta hjá Celtic og leita á önnur mið en Arnór mun væntanlega endurnýja samning sinn við Lokaren.
Eftirtaldir knattspyrnumenn aldrei sPilað betur en nu 1 vetur- því að hætta hlá liðinu °8 ætla
leika með erlendum liðum:
Belgía: Ásgeir Sigurvinsson,
Standard Liege, Arnór Guðjohn-
sen, Lokaren, Karl Þórðarson,
La Louviere, Þorsteinn Bjarna-
son, La Louviere. Holland: Pétur
Pétursson, Feyenoord. Skotland:
Jóhannes Eðvaldsson, Celtic.
Kanada: Guðgeir Leifsson, Ed-
monton Drillers. Svíþjóð: Teitur
Þórðarson, Öster, Árni Stefáns-
son, Jönköping, Jón Pétursson,
Jönköping, Eiríkur Þorsteinsson,
Grimsás. Danmörk: Atli Þór
Héðinsson, Herfölge.
Sjö fyrst nefndu leikmennirn-
ir eru atvinnumenn, hinir hálf-
atvinnumenn.
Hafa áhuga á Jóhannesi
— Ég er ákveðinn í því að
hætta hjá Celtic í vor, sagði
Jóhannes Eðvaldsson, þegar
Mbl. sló á þráðinn til hans á
laugardagsmorguninn. Ég er bú-
inn að vera hérna í 4 ár og vil
breyta til. Celtic vill hins vegar
ekki sleppa mér, því að ég hef
Nokkur lið í Hollandi og Belgíu
og eins í Englandi hafa spurst
fyrir um mig en Celtic heldur
mér í svo háu verði að ekkert
hefur orðið úr sölu. Helst vildi ég
flytja mig yfir á meginlandið og Skoraði gegn belgíska
með málið í hart ef þeir neita
mér um sölu. Ég hef unnið til
allra helztu verðlauna hér í
Skotlandi og vil breyta til.
leika þar.
Mbl. hefur fregnað að Celtic
setji 200 þúsund sterlingspund
upp fyrir Jóhannes, eða um 150
miiljónir, en hann er nú 28 ára
gamall. Jóhannes hefur verið
einn albezti maður Celtic í vetur
og nýlega var hann valinn „leik-
maður apríl" af viský-firma og
fékk gallon af viskýi í verðlaun.
Þá kom Jóhannes til greina í
kjöri Knattspyrnumanns Skot-
lands á dögunum. Celtic á mikla
möguleika á því að verða skozk-
ur meistari. Liðið leikur til
úrslita við Rangers næsta
miðvikudag og verður Jóhannes
með í þeim leik, en hann hefur
átt við meiðsli að stríða undan-
farið og ekki leikið með Celtic. —
Það væri gaman að kveðja Celtic
sem meistari, en ég er ákveðinn í
landsliðinu
Hinn kornungi knattspyrnu-
maður Arnór Guðjohnsen, 17
ára hefur staðið sig mjög vel
með belgíska liðinu Lokaren í
vetur. Allar líkur eru á því að
hann endurnýi samning sinn við
félagið, en samningaviðræður
hafa staðið yfir. í vikunni lék
Lokaren við belgíska landsliðið
og vann það 6:4. Þetta var
ágóðaleikur fyrir ungan knatt-
spyrnumann, sem lamaðist. Með
Lokaren léku sem lánsmenn Rob
Rensenbrink og Ari Haan og
skoraði Arnór eitt mark eftir
sendingu frá Haan.
Bæði Jóhannes og Arnór leika
með íslenzka landsliðinu gegn
Sviss 22. maí og þann leik munu
einnig leika þeir Ásgeir Sigur-
vinsson og Pétur Pétursson.
MORGUNBLAÐIÐ spurði Ingólf Ingólfsson, forseta Farmanna- og
fiskimannasambands íslands, að þvf í dag, hvort unnt yrði að leysa
farmannadeiluna með þeim hugmyndum um 3%, sem verið hafa að gerjast
innan ríkisstjórnarinnar. Ingólfur svaraði: „Þessu hefur að sjálfsögðu
verið hreyft innan samninganefndar og af öilum viðbrögðum þar þá tei ég
að það sé afar ólfklegt, að það nægði til að Ijúka því."
En er hugsanlegt, að fresta far-
mannadeilunni á einhvern hátt?
„Það þori ég auðvitað ekki um að
segja á þessu stigi,“ sagði Ingólfur
Ingólfsson, „en þegar leitað var eftir
frestun á verkfallinu hjá sáttasemj-
ara, þá var því eindregið hafnað og
ég dreg mjög í efa að breyting hafi
orðið á viðhorfum manna til þess.“
Alþýðuflokksmenn hafa í viðræð-
um viðrað hugmyndir um lögbirt-
ingu kaupgjalds, framsóknarmenn
hafa rætt jafnhliða lögbindingu um
frestun verkfalla, en alþýðubanda-
lagsmenn hafa algjörlega hafnað
lögbindingu kaupgjalds.
Morgunblaðið spurði Ingólf, hver
væru viðhorf hans til þessara breyti-
legu hugmynda og hver væri í raun
staða málsins. Ingólfur sagði: „Hún
er afskaplega óljós, það er greinilegt
að innan ríkisstjórnarinnar er ekki
eining um aðgerðir í þessum málum.
Það er augljóst að því sem fram
hefur komið í fréttum og á því sem
haft er eftir einstökum ráðherrum.
Gæti meira að segja verið um að
ræða ólík og andstæð sjónarmið
innan hvers stjórnmálaflokks. Það
virðist allt benda til þess. Mitt mat á
því er að það eykur ekki tiltrú
launþega, og horfi ég þá til minna
félaga, á neinum aðgerðum ríkis-
stjórnar eða stjórnvalda. Það gerir
miklu fremur að draga úr vilja
manna til að hlusta á raddir stjórn-
valda, þegar þær ganga svona á alla
vegu.“
Ingólfur minntist á viðtal við Ólaf
Jóhannesson forsætisráðherra í
sjónvarpi í gær, þar sem hann hafði
sagt að vel sé á veg komið að
ríkisstjórnin hafi uppfyllt þann
félagsmálapakka, sem lofað hafi
verið í stað vísitöluhækkunar frá því
í vetur. Ingólfur sagði: „Við, sem
erum talsmenn sjómanna, lögðum
fram ákveðnar óskir alllöngu fyrir
áramöt til forsætisráðherra og hinn
2. janúar lýsti hann því yfir i
sjónvarpi og útvarpi, og fleiri ráð-
herrar, að þeir myndu verða við
öllum okkar óskum, nema einni.
Ekki eitt einasta atriði hefur fram
komið enn. Því hefur hann annað
hvort gleymt því, sem hann sagði, og
það er hægt að rifja upp orð fyrir
orð — en ekki eitt einasta af því, sem
við fórum fram á og lofað var, hefur
verið efnt. Eflir það nú ekki trú,
hvorki mína né minna félaga, á vilja
stjórnarinnar til að efna þau heit,
sem hún gaf um samráð. Eigum við
því inni, það sem þar var látið á
móti.“
I þessum félagsmálapakka sjó-
manna voru fyrst og fremst umbæt-
ur í öryggismálum. „Það sýnast vera
hjá þessum herrum mjög veigalítil
mál og enda þótt þeir gefi loforð um
umbætur, þá þykir þeim jafnsjálf-
sagt að svíkja þau og hafi þeir
skömm fyrir,“ sagði Ingólfur
Ingólfsson.
Elísabet Traustadóttir var sl. föstudagskvöld kjörin ljósmyndafyrir-
sæta Útsýnar 1979 á síðasta Útsýnarkvöldinu að þessu sinni sem haldið
var að Hótel Sögu. Dómnefnd valdi hana úr hópi 14 stúlkna. Á
Útsýnarkvöldinu var einnig tilkynnt um úrslit í ferðagetraun Útsýnar
og ýmis skemmtiatriði voru á dagskrá svo sem tízkusýning og söngur
Pólýfónkórsins.
Eldur í tveimur
bílum á Akureyri
Akureyri, 12. maí.
ÍKVIKNUN varð í tveimur bflum
í nótt og í morgun og urðu mjög
miklar skemmdir á þeim báðum,
áður en eldurinn var slökktur. I
öðrum þeirra kviknaði um kl. 2 í
Ólíklegtað3% leysi
farmannadeiluna
Sýna á
Akureyri
Akureyri. 12.5.
LJÓSMYNDASÝNING Sam-
taka fréttaljósmyndara var
opnuð í Möðruvallakjallara
(M.A.) í gærkvöldi og verður
opin til miðvikudagskvölds 16
maí í dag og á morgun kl
13—22, en eftir helgina kl
20—22. Það var Félag áhuga
ljósmyndara í Menntaskólan
um á Akureyri sem útvegaði
sýninguna hingað til Akureyr-
ar og gengst fyrir því að hún er
haldin hér. Sýningin var afar
vel sótt meðan hún var í
Reykjavík og vakti mikla at-
hygli. — Sv.P.
nótt á torginu framan við Nýja
bíó, en í hinum kviknaði um kl.
10 í morgun norðarlega í
Norðurgötu.
Þá var vönduðum Range Rover
bíl stolið kl. 6 í morgun og hann
fannst um þremur stundum
seinna í malarnámum í Glerárdal
tiltölulega lítið skemmdur.
Eigandinn var að fara til vinnu
um miðjan morgun og hafði hund
með sér en þegar þeir voru komnir
upp í bílinn stökk hundurinn út
aftur og eigandinn varð að elta
hann bak við hús. Á meðan sá sá
hinn fingralangi sér leik á borði
og ók af stað og var brátt úr
augsýn. Hann hefur ekki fundizt
enn. Sv.P.
Lögreglan eltir
ölvaðan ökumann
LÖGREGLAN í Árbæ eltist í gær-
morgun við ölvaðan og réttindalaus-
an ökumann. Barst eltingaleikurinn
frá Árbæjarhverfinu upp í Mosfells-
sveit og síðan til Reykjavíkur aftur
og var ökumaðurinn gómaður við
Skeiðarvog. Höfðu þá fleiri lögreglu-
bílar skorizt í leikinn, en hraðinn var
allt upp í 140 km.
Nýtt símanúmer
afgreiðslunnar
NÆSTKOMANDI mánudag,
14. maí, breytist símanúmer
afgreiðslu Morgunblaðsins.
Verður það ekki 10100 eins og
verið hefur heldur 83033 og eru
því kaupendur blaðsins í
Reykjavík, Seltjarnarnesi,
Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði beðnir að snúa sér í
síma 83033 þurfi þeir að ná
sambandi við afgreiðslu Mbl.
Um 600 búningar í Paradísarheimt:
99
Vantar gamlan fatnað”
UNDIRBÚNINGUR fyrir kvikmyndun Paradísarheimtar er nú hafinn af fullum krafti og m.a. er unnið
á stóru verkstæði og upptökusal í Ármúlanum. Ulla-Britt Söderlund frá Danmörku sér um búningana í
kvikmyndinni og við hittum hana í gær í Ármúlanum á verkstæði Paradísarheimtar til þess að forvitnast
um þá hlið málsims. Ulla-Britt er víða kunn vegna búningagerðar sinnar, m.a. sá hún um þá hlið málsins
í Vesturförunum, Rauðu skikkjunni, Sulti Hamsuns og síðasta verkefni hennar áður en hún kom hingað
var Showboat-söngleikurinn. Ulla-Britt sagðist reikna með
að alls yrðu notaðir um 600
búningar í kvikmyndun Para-
dísarheimtar og þar af væru um
200 búningar í kvikmyndun
atriðisins á Þingvallahátíðinni
1874 þegar Steinar í Steinahlíð-
um gefur Kristjáni konungi hest
sinn. Ulla-Britt kvaðst vera búin
að afla sér viðamikilla heimilda
um klæði fólks á íslandi á þessum
tíma og reyndar víðar því Para-
dísarheimt verður einnig kvik-
mynduð í Kiel og í Utah í Banda-
ríkjunum.
Ulla-Britt kvaðst myndu reyna
eins og mögulegt væri að fá
annað hvort keyptan eða leigðan
gamlan fatnað sem fólk ætti ef til
vill í fórum sínum. „Ég veit að
margir eiga sitthvað í sínum
fórum sem þeir telja ef til vill
ekki mikilsvert, en við getum
Ulla-Britt Söderlund.
Ljósm. Mbl. Kristjin.
notað smæstu hluti og bezt er að
hafa þá notaða, því þá náum við
beztum svip. Við getum notað
hvað sem er úr klæðum fólks frá
því fyrir og eftir aldamót og
margt í klæðaburði íslendinga
ber svo augíjósan stíl íslenzkan
að þetta geta verið föt frá nokkuð
löngu tímabili. Ég vona að fólk
gefi okkur kost á að sjá fatnað
sem það vill ef til vill selja eða
leigja okkur og síminn hjá okkur
er 31560. Einnig fáum við
búninga hjá Leikfélagi Reykja-
víkur, Þjóðleikhúsinu og Sjón-
varpinu en allir þessir aðilar hafa
sýnt mikla lipurð."
Ulla-Britt er á stöðugum þeys-
ingi milli heimshorna vegna
starfs síns og nefndi sem dæmi
hve andstæðurnar væru miklar
að eitt sinn var hún að vinna í
búningagerð í gömlu fangelsi í
Stokkhólmi, sem leigt var fyrir
ákveðna kvikmynd, en þár sem
hún sat þarna í vinnuskála sínum
hringdi síminn, Hollywood vildi
fá sinn skammt af hæfileikum
hennar.