Morgunblaðið - 13.05.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979
5
Sjónvarp í kvöld kl. 21.50:
Svarti-Björn fer aftur á flæking
Á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 21.50 er þriðji þáttur
myndaflokksins „Svarti-Björn“.
Að sögn Dóru Hafsteinsdóttur, þýðanda myndarinnar gerist
þetta helst í þessum æætti: Álands-Kalli slasast í sprengingunni,
sem varð í lok annars þáttar. Þessi atburður verður til þess að
sprengingunum er hætt að sinni og flokkurinn leysist upp.
Svarti-Björn býr ásamt tveimur öðrum áfram í kofanum og þau
bíða eftir að Álands-Kalli jafni sig. Kalli segist aldrei ætla að
vinna við þetta meira og ásakar sjálfan sig fyrir hvað gerst hefur.
Annar af mönnúnum, sem býr í kofanum, veikist af berklum og
deyr og það endar með því að Svarti-Björn verður að fara aftur á
flæking og í atvinnuleit.
Myndlistarþáttur mánudagskvöld kl. 22.50:
40 ára afmæli
Myndlistar- og
handíðaskólans
Á dagskrá útvarps mánu-
dagskvöld kl. 22.50 er
„Myndlistarþáttur“ í umsjón
Hrafnhildar Schram.
I þættinum verður fjallað
um 40 ára afmæli Myndlistar-
og handíðaskóla íslands. Þessa
dagana stendur yfir afmælis-
sýning á verkum nemenda
skólans að Kjarvalsstöðum,
einnig er í anddyri sýning á
verkum fyrrv. skólastjóra
skólans, Kurt Zier.
Ljósm. Mbl. Kristinn.
Mikið var um að vera á Kjarvalsstöðum sl. fimmtudag þar sem unnið var við að ganga frá
afmæiissýningunni. Hér má sjá einn nemandann leggja síðustu hönd á listaverk sitt.
Ný barnasaga í út-
varpi mánudag
kl. 17.20:
„Mikael
mjög-
siglandi”
Á dagskrá útvarps á mánu-
daginn kl. 17.20 hefst lestur
nýrrar barnasögu. Guðni
Kolbeinsson hefur lestur sög-
unnar „Mikael mjögsiglandi"
eftir Olle Mattson.
Árið 1977 las Guðni í útvarp
söguna „Briggskipið Blálilju",
sem gerðist laust fyrir síðustu
aldamót og fjallar um drenginn
Mikael Pétursson og bernsku
hans. Faðir Mikaels hafði verið
háseti á briggskipinu Blálilju
sem hafði farist fyrir átta árum.
Allir héldu vitanlega að hann
hefði drukknað — nema Mikael.
Hann lifði stöðugt í voninni um
að faðir hans kæmi heim aftur
einn góðan veðurdag. Drengur-
inn bjó í gömlu uppgjafa gisti-
húsi ásamt Matthildi ömmu
sinni og var mjög einmana. En
einn vetrardag auðnaðist honum
að bjarga lífi Teu, dóttur
kennarans í þorpinu, og upp frá
því voru þau óaðskiljanlegir
vinir. Að lyktum kom síðan faðir
Mikaels heim.
'SunnuferÖir 79ÉI
Hvergi hagstæðari kjör
FLUG MEÐ DC 8 ÞOTUM, LÆKKAR FERÐAKOSTNAÐINN.
Mallorca
Paradís á jöröu. í meira en hundraö ár
hefur Mallorca veriö eftirsóttasta sól-
skinsparadís Evrópu, og er enn. Sjórinn,
strendurnar, sólskiniö, skemmtanalífiö,
allt eins og þú vilt hafa þaö. Vinsæl og
eftirsótt hótel og íbúöir á baðströndunum
Magaluf og Palma Nova.
íslensk skrifstofa Sunnu er að sjálfsögðu
á staönum og hópur íslensks starfsfólks
sem veitir farþegum öryggi og góöa
þjónustu.
Brottför:
1. og 22. júní, 13. og 27. júlí, 3., 17., 24.
og 31. ágúst, 7., 14. og 28. sept., 5. okt.
Grikkland
Góðar baðstrendur í fögru umhverfi í
baðstrandarbaenum Glyfada 12 km frá
Aþenu. Fjölbreytt skemmtanalíf. Ný
glæsileg hótel og íbúöir. Einnig er hægt
aö dvelja á grísku eyjunum, s.s. Rhodes,
Krít, Korfu, Mykonos o.s.frv.
Grikklandsferð er heillandi ævintýri, sem
enginn gleymir. Siglingar milli grísku
eyjanna og óteljandi skemmti- og skoö-
unarferöir um undurfagurt landslag heill-
andi borga og sögufrægra staöa s.s.
Akorpolis, Delfi, Olympia, Spörtu og
Maraþonsvalla. Grikkland sameinar á
snilldarlegan hátt heillandi náttúrufegurö,
sögulega staöi og möguleika til sólbaös
og sunds í heitum sjó, hvíldarlíf við
sundlaugar og baöstrendur.
Bruttför:
17. maí, 6. og 26. júní, 18. júlí, 8. og 29.
ágúst, 12. sept.
Kanaríeyjar
í tilefni baranárs, fá tvö börn 10 ára og
yngri í fylgd meö foreldrum sínum frítt til
Kanaríeyja í sumar. Sólskinsparadís allan
ársins hring. Aldrei of kalt og aldrei of
heitt, þar er sjórinn, sólskinið og skemmt-
analífiö eins og fólk vill hafa þaö í 365
daga á ári. Góðar baðstrendur.
Kanaríeyjar eru fríhöfn með tollfrjálsa
verslun. Hægt er aö velja um dvöl á
vinsælustu og bestu hótelum og íbúðum
á Playa del Ingles, s.s. Koka, Corona
Roja, Corona Blanca og Roca Verde.
íslensk skrifstofa Sunnu, meö íslensku
starfsfólki á staðnum.
Brottför:
5. og 26. júní, 17. júlí, 7. og 28. ágúst, 18.
sept., 9. okt.
Costa del Sol
Sólarströnd Suöur Spánar býr yfir
sérstæöum töfrum, og þaöan er stutt yfir
til margra fagurra og eftirsóknarveröra
staöa s.s. Granada, Sevllla og Tangler í
Afríku. Flogiö er beint til Malaga með DC
8 þotum Flugleiða. í Torremolinos hefur
Sunna úrval af eftirsóttum hótelum og
íbúðum. Þar er einnig skrifstofa Sunnu
með íslenskt starfsfólk, sem auk þess
heimsækir gestina reglulega á hótel þess
og íbúöir.
Brottför:
1., 8., 22. og 29. júní,
6., 13., 20. og 27. júlí.
3., 10., 17., 24. og 31. ágúst.
7., 14. og 22. sept.
Einstakt tækifæri
Ísrael/Aþena 6/6, 3 vikur, verö kr.
248.000-
SUNNA
BANKASTRÆTI 10. SÍMI 29:122.