Morgunblaðið - 13.05.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979
13
Tryggd Alþingis við
fíiliímdi krónu söm \ió sig
Ég þekki engan mann á íslandi,
sem ber virðingu fyrir krónunni.
Úr því sem komið er treysta menn
engum gjaldmiðli sem ber hennar
nafn. Ekki út af því að hún minnir
okkur á danska konunga, heldur
vegna hins að það er ekkert á
henni byggjandi.
Seðlabanki Islands hefur óskað
eftir því við Alþingi, að „nýr
gjaldmiðill" verði tekinn upp.
Myndir af þessum peningum og
seðlum hafa birzt í blöðum. Fljótt
á litið virðist mér að eina breyt-
ingin frá því sem verið hefur sé sú,
að aurarnir verði teknir upp að
nýju. Annars minnir þetta mig á
það, að Seðlabankinn tók því mjög
fjandsamlega fyrir einu eða tveim
árum, þegar Lárus Jónsson
alþingismaður gerði tillögu um
Ásgeir H. Steingrímsson tromp-
ettieikari.
Þrennir
burtfarar-
prófstón-
leikar
ÞRENNIR tónleikar verða haldn-
ir í vikunni á vegum Tónlistar-
skólans í Reykjavík. Þeir fyrstu
eru burtfararprófstónleikar Sal-
bjargar Sveinsdóttur sunnudag-
inn 13. maí kl. 2.30 í sal Tónlist-
arskólans Skipholti 33.
Mánudaginn 14. maí kl. 21 held-
ur Ásgeir H. Steingrímsson
trompetttónleika á Kjarvals-
stöðum og er það síðari hluti
einleikaraprófs hans frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík. Steinunn
B. Ragnarsdóttir leikur með á
píanó en auk þess koma fram
Birna Bragadóttir, Kolbeinn
Bjarnason og Þórunn H.
Guðmundsdóttir. Á efnisskránni
eru verk eftir Giuseppe Torelli,
Eugene Bozza, A.P. Doppler og
Paul Hindemith.
Fimmtudaginn 17. maí kl. 20.30
heldur Anna Guðný Guðmunds-
dóttir burtfararprófstónleika í sal
Tónlistarskólans. Aðgangur að
öllum tónleikunum er ókeypis og
öllum heimill.
Fjáröflunardagur
Hraunprýði á morgun
HINN árlegi fjáröflunardagur
SVDK Hraunprýði verður mánu-
daginn 14. maí (á morgun). Kaffi-
sala verður í Snekkjunni og í húsi
félagsins, Hjallahrauni 9 frá kl.
3-10 e.h.
Merkjasala verður á götum bæj-
arins að venju og eru sölubörn
beðin að taka merki í Bæjarbíói kl.
9 f.h.
Velunnarar deildarinnar eru vin-
samlegast beðnir að gefa kökur og
koma þeim á kaffisölustaðina. Þeir
vinnuflokkar, er vilja panta kaffi,
vinsamlegast geri það fyrir hádegi.
Fjáröflunardagur Hraunprýði
hefir alla tíð notið mikils velvilja
Hafnfirðinga og svo er að vænta að
þessu sinni. Um leið og notið er
góðra veitinga, styrkja bæjarbúar
slysavarnastarfsemina í landi voru.
Hraunprýðiskonur færa Hafnfirð-
ingum þakkir fyrir þeirra skilning
og stuðning á störfum þeirra um
árabil. (fréttatilkynning).
það á Alþingi, að ein tvö núll yrðu
skorin aftan af krónunni.
En nú á sem sé að búa til
gjáldmiðil, sem við íslendingar
treystum. Eyjólfur K. Jónsson
hefur ásamt tveim krötum lagt
það til í efri deild, aö þessi
gjaldmiðill heiti mörk en ekki
króna. Vitaskuld var það fellt. Á
þessu síðustu og verstu tímum
kemur afskaplega fátt frá Alþingi,
sem er traustvekjandi. Og tryggð-
in við fallandi krónu er eins og við
mátti búast.
Mér skilst, að meginröksemdin
hafi verið sú, að Islendingar kunni
ekki lengur að beygja: Hér er
mörk, um mörk, frá mörk, til
markar eða merkur. Hér eru
merkur, um merkur frá mörkum
til marka. Þetta á að vera óþjált
orð í munni og sýnu óþjálla en
króna. Þegar ég spurði Eykon út í
þetta gerði hann það sér til
gamans að segja, að menn gætu þá
leikið sér að því í partýjum að gá
að því, hvort menn vissu, hvernig
þetta orð væri í eignarfalli. Og í
orðaleikjum gæfi gjaldmiðillinn
mörk ótæmandi möguleika. Dæmi:
Dýr merkurinnar sama sem verð-
bólgubraskari. Verðbólgan yrði að
markarflj óti, fjármálaráðherrann
kallaður Marka-Leyfi og eyði-
merkurganga sláttumennska í
bönkum.
Annars þykir mér alltaf
skemmtilegast við íslenzka mörk,
að nafnið gefur fyrirheit vegna
líkingarinnar við þýzka markið.
Halldór Blöndal.
Áhugafólk
ef nir til mál-
verkasýningar
ÁHUGAFÓLK um myndlist í
Mosfellssveit opnar málverkasýn-
ingu í Hlégarði, í kvöld klukkan
20. Verður þar sýndur fjöldi mál-
verka eftir 18 málara, sem málað
hafa undir leiðsögn Guðmundar
Karls og Gunnlaugs Stefáns
Gíslasonar. Nokkrar myndanna
eru til sölu.
Sýningin verður opin daglega
fram eftir vikunni frá klukkan 20
til 22.
Kalmar
Kalmar innrettingar nf.
bjöða eitt fjölbreyttasta
úrval innréttinga, sem völ
er ð.
★
Kalmar einingareldhús
em samsett úr stöðluðum
einingum, sem eni fáai>
legar i 30 mismunandi
gerðum og í 15 verðflokk-
um.
★
Fagmenn mæla, skipu-
leggja og teikna ykkur að
kostnaðarlausu og án
allra skuldbindinga af
ykkar hálfu.
in
Kalmar
s
kalmar
innréttingar hf.
m iiiwn htimiii
* TÁIB H6M5EMN 6ÍW.INÍ
SKEIFUNNI8, SIMI82645
blaumboð
á íslandi
Viö höfum nú hafið inn-
fjutning á bílum frá Rúmen-
íu. ARO jeppinn sem hefur
fariö sigurför um Evrópu,
Kanada og Afríku er kominn
til landsins.
Ein reynslubifreið er í landinu
og segir eigandi hennar:
„ARO 244 jeppinn hefur reynst mér
mjög vel í vetur, ég er búinn að aka
honum nálega í eitt ár og er bíllinn mjög
þýður, mjög góður í torfærum,
skemmtilegur í akstri og sparneytinn og
er ég í alla staði mjög ánægður með
ARO 244 jeppann".
TV-Mini BNS með drifi á
öllum hjólum 12—14 manna
bensín eða diesel.
ARO 242 Pick Up, burðar-
magn 800 kg.
Skúffa með bogum og
tjaldi.
ARO 243 er meö langsum
sætum að aftan fyrir 3 hvoru-
megin og fyrir 2 fram í eða
alls fyrir 8 manns.
ARO 244 5 manna klæddur
að innan; 4ra dyra +
afturhurðir, aftara sæti má
velta fram.
Allar gerðir
Sterk grind, 4 hjóla drif, vél 86 h. gírkassi 4ra
gíra millikassi hátt og lágt drif.
4.500.000
Verö frá kr.
Nokkrum bílum
óráðstafað.
Leitið upplýsinga.
umboðið, sf.
Bílasölu Alla Rúts
Hyrjarhöfða 2 — sími 81666 Reykjavík
Akureyri Páil Halldórsson Skipagötu 1. Sími
22697.