Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 17
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979
17
Fréttir um aö þingmennirnir
okkar standi í ströngu um þessar
mundir og dragi ekki af sér, komu
viö Gáruhöfund og sendu af stað
hugleiöingar. Sagt aö suma daga
séu allt aö 60 mál á dagskrá
þingsins, enda hugmyndin aö Ijúka
störfum fyrir uppstigningardag 24.
maí og margt bíöi. Þótt ekki viröist
í fljótu bragöi Ijós nauösyn þess aö
þingmenn á árskaupi rjúki heim og
hætti aö höndla, þegar bíöa verk-
efni og þjóöarsómi, þá leynast
vafalaust fyrir því haldgóö rök, úr
því aö 60 þingmenn úr öllum
flokkum eru um það sammála.
Þingiö er orðið allbústinn hug-
myndabanki. Menn keppast viö aö
varpa þar fram hugmyndum sínum.
í bland þingsályktunartillögum um
aö athuga þetta og láta fara fram
könnun á því hvort þetta og hitt sé
vænlegt eöa yfirleitt mögulegt.
Enda veitir ekki af aö fara aö láta
embættismenn og sérfræöinga
kanna hvort eitthvert vit var í
málunum, sem lofað var fyrir
kosningar. Þau er þó alltaf jaar meö
komin inn á þing. Og allt i sóman-
um. Margir röskir leggja hönd á
plóginn. Varla haföi þingið staöiö í
mánuö aö þessu sinni, þegar Al-
þýöublaöiö færöi þær fregnir aö
þingmenn „flokksins" heföu þegar
varpaö þar inn 30 málum.
Hinn nýlátni franski „faðir
Evrópu", eins og Jean Monet var
kallaöur, segir í endurminningum
sínum aö skipta megi fólki í tvo
hópa, þeim sem vilja vera eitthvaö
og þeim sem vilja gera eitthvaö.
Sjálfur kom hann miklu góöu í verk
fyrir Evrópu. Hann miðlaöi af
reynslu sinni og sagöi: „Settu þór
eitthvert verkefni og starfaöu aö
því af þolinmæði og kergju. Aðeins
meö því móti geturöu komiö ein-
hverju til leiöar."
Oftast eiga menn raunar í stjórn-
málum um tvær leiðir aö velja til aö
koma áhugamálum sínum fram.
Finna á málinu framkvæmanlegan
flöt og fjármuni, vinna því fylgi,
kannski mjaka því í áföngum — og
koma því í höfn. Eöa varpa snar-
lega fram hugmyndinni, án þess að
hafa tryggt henni framgang og
lífsmöguleika — og láta fara sem
fara vill. Sem sagt aö velja um aö
vekja athygli á málinu eöa vinna aö
því aö koma því í framkvæmd. Eöa
eins og Monet oröaði þaö, að vera
eitthvaö eða gera eitthvað.
Að vísu fylgir gjarnan sú þver-
sögn, aö menn veröa aö sækjast
eftir aö vera eitthvað, til aö fá
vinnuaöstööu til aö gera eitthvaö.
Þegar svo sú vinnuaðstaöa binzt
því að vekja athygli og hafa hátt, þá
er „freistingin stór, ó-vei", eins og
segir í kvæöinu. Hætt við að liggi á
aö varpa málinu fram, þótt botninn
sé suöur í Borgarfirði.
Gallinn viö aðferðina hans
Monets — að koma megi einhverju
til leiðar með þolinmæöi og kergju
— er sá, aö ekki lifa allir eins og
hann til níræös og geta séö
hugsjónina í framkvæmd. Gott ef
þeir eru þá ekki horfnir af vett-
vanginum og veröa að láta sér
nægja aö gleðjast einir í sálu sinni
yfir því sem áunnist hefur — og
engan varöar lengur um hver var
upphafsmaöur að. Nema ef vinirnir
grafa þaö upp í minningargreinina.
Slíkt þykir kannski léleg uppskera
og þunnur kostur. Stöku menn
viröast þó finna í því lífsfyllingu aö
hafa komið einhverju til leiðar —
þótt fáum sé um þaö kunnugt.
Finnst það ekki skipta höfuömáli.
Annaö skiptir þó a.m.k. máli.
Þegar frómar óskir veröa aö
óljósum lögum, sem teygja má sem
hrátt skinn, og fara að hafa áhrif á
líf fólksins í landinu. — Ófullburöa
af því einu aö ekki gafst tími til aö
vinna þau almennilega í flýtinum
viö að drífa þau í gegn og eyrna-
marka.
Víöa má finna í löggjöf okkar illa
frágengnar frómar óskir. Sumar
eru svo sem meinlausar. Aörar
hafa býsna mikil áhrif á líf okkar.
Ætli ekki finnist dæmi í heilbrigðis-
löggjöf, grunnskólalögum, skatta-
lögum, svo aö ekki sé nefnt fram-
haldsskólafrumvarpið margnefnda,
þar sem nær allar lagagreinar enda
á því aö þetta skuli ákveðiö í
reglugerö síðar. Eöa eins og
Siguröur Líndal prófessor oröaöi
þetta nýlega á ráöstefnu: „Það
leiöir af því eöli laganna aö vera
valdboö, aö almennt orðaöar yfir-
lýsingar, oft teygjanlegar og óljós-
ar, eru ekki til þess fallnar að fella í
lög. Þaö er hlutverk lýöskrumarans
— í vtötækustu merkingu þess
orðs — aö bera þær að eyrum
manna, en ekki löggjafans. Lög-
gjafinn og lýöskrumarinn hafa
sjaldan átt samleið." Hlutverk lög-
gjafans kvaö hann vera aö ákvaröa
skilmerkilega leiöir aö markmiöi,
og aö lögin væru þá fyrst fallin til
aö stýra háttsemi manna, þegar
slíkt heföi tekist. Aö láta sér nægja
að lögfesta frómar óskir ýtti bara
undir geðþóttaákvaröanir.
Hratt vaxandi áhrif laga og reglu-
geröa á líf allra einstaklinga, fyrir-
tækja og félagastarfsemi hafa í för
með sér aö miklu máli skiptir
hvernig til er stofnaö. í kjölfariö
fylgir aö sjálfsögðu að framtaks-
samir reyna aö hafa þar sín áhrif.
Þá verða til svokallaöir þrýstihópar
eöa þrýstimenn, er enskumælandi
þjóöir nefna „lobbýista". Úti í heimi
tútna þeir víöa út um þessar
mundir, eins og púkinn á bitanum. I
Bandaríkjunum hefur „lobbýistum"
vaxið mjög ásmegin síöasta áriö,
síðan valdahlutföll þings og forseta
breyttust. Bitinn þeirra er í nám-
unda yið þingið í Washington.
Þetta er stétt manna, sem fyrir
borgarana gætir hagsmuna um-
bjóöenda sinna, samtaka af ýmsu
tagi, fyrirtækja og stéttarfélaga.
Taka jafnvel aö sér verkefni fyrir
einstaklinga. Þeir bera ýmsa titla,
sérlegir ráögjafar, sérfræöingar um
þjóðmál, Washingtonfulltrúar
o.s.frv. Hlutverk þeirra er aö vera
varöhundar, sem fylgjast með
störfum þingsins og hvaö þar er í
uppsiglingu, senda út aðvörun til
sinna umbjóðenda og kunna skil á
því hvaða þingmenn eöa nefnda-
menn þurfi aö hafa áhrif á og vinna.
Ef þeir beita sér sjálfir í persónu-
legum viðtölum, hafa þeir ákveðnar
siöareglur, svo sem aö láta þing-
mann aldrei standa sig aö röngum
upplýsingum. Stórir hagsmunahóp-
ar hafa margir komiö sér fyrir með
slíkt starfslið, tölvur og spjaldskrár
í nánd viö þingið, tiltæk þegar
hætta er á ferðum og senda snar-
lega út aövörun til félagasamtaka
og hópa úti um landiö. Mótmæla-
bréfum og samþykktum hópa tekur
að rigna yfir viökomandi þingmenn.
Og skv. upplýsingum úr blaöinu
Time hafa þingmenn reynst mjög
veikir fyrir mótmælum og miklum
bréfaskriftum úr kjördæmi sínu.
Einkum ef viökomandi hagsmuna-
samtök hafa látiö fylgja þangaö
greinargerð eða útreikninga um aö
það sé þeim staö sérlega óhag-
stætt. Ósjálfrátt fer þá gjarnan aö
halla á almannaheill í öllu landinu.
Nú reynist oft „manninum mínum" í
Washington léttara aö fá oröalagi
breytt eöa viöbótargrein komið inn
í lögin. Þannig getur hann á svip-
stundu unniö fyrir kaupinu sínu og
10 ára tilkostnaði þegar boð og
bönn stjórnvalda eru farin aö hafa
svo mikil áhrif á hag manna.
Aö sjálfsögöu eru afskipti þeirra,
sem lögin eiga eftir að hitta, ekki af
hinu illa einu. Enda hafa kjörnir
fulltrúar hag af því að heyra hljóöið
í umbjóðendum sínum. Upplýs-
ingaflæöi til löggjafans er nauösyn í
lýðræöisríki. En þaö flæöi veröur
helst aö vera frá öllu samfélaginu,
ekki bara einstöku dugnaöarfork-
um, um hag sinn. Lýsingin hér aö
ofan, sem ég hefi frá blaðamönnum
Time, er úr þeirri sveit. En hvaö um
ísland? Er ekki svolítiö fariö aö örla
á „fagmönnum", sem fara á milli
funda meö tilbúnar samþykktir á
réttum augnablikum? Beita skipu-
lega þrýstingi með pinlegum viðtöl-
um viö alla, sem aö ákveönu máli
koma, eða gegn um aðra. Höfum
a.m.k. auga meö þróuninni í fram-
tíöinni.
Líklega á sá, sem aö er sótt
stundum svolítið erfitt, eins og
lungnabólgusjúklingurinn, sem
hann ísleifur Gíslason á Sauöár-
króki kvað um:
Sóttu tveir um sálina
sjúklingsins meö takiö.
Fjandinn þreif í fæturna
en „faöirinn" hélt um bakiö.
Og alls óvíst aö hann sleppi eins
vel og lungnabólgusjúklingurinn.
Leikurinn þannig lengi stóö
litlar gáfust náöir.
Hvorugum sýndist sálin góö
— svo þeir slepptu báðir.
Tímann sl. miðvikudag segir
Tómas Árnason, fjármálaráð-
herra, um ástæður þess að BSRB
felldi samkomulag stjórnar
BSRB og ríkisstjórnarinnar: „Ég
held þó að höfuðástæðan sé sú, að
í borgarstjórn Reykjavíkur var
það knúið fram, að lyfta þakinu á
hærri laun, sem sett var á með
efnahagsráðstöfunum fyrrver-
andi ríkisstjórnar frá því í febrú-
ar- og maímánuði 1978. Vísitölu-
þakið snerti sárafáa launþega
innan ASÍ, hins vegar náði það til
fjölmargra opinberra starfs-
manna og ýmissa hálaunahópa,
svo sem flugmanna. Þegar ljóst
var orðið, að vísitöluþakinu yrði
aflétt alveg hjá starfsmönnum
Reykjavíkurborgar frá 1. janúar
1979 höfðaði Bandalag háskóla-
manna mál gegn ríkinu og krafð-
ist þess, að vísitöluþakinu yrði
einnig aflétt af ríkisstarfsmönn-
um. Og eins og kunnugt er varð
niðurstaða Kjaradóms sú að lyfta
launaþakinu hjá Bandalagi há-
skólamanna frá og með 1. janúar
1979. Þegar svo var komið var
ekki um annað að ræða en að þeir
starfsmenn ríkisins innan BSRB,
sem voru undir launaþakinu
fengju því aflétt og sú varð einnig
raunin á með bankastarfsmenn.
Það mætti orða það svo, að
síðasta sperran í vísitöluþakinu
hafi fallið í byrjun apríl sl., þegar
flugmenn sömdu um afnám vísi-
töluþaksins og hæstu flugstjórar
fengu við það upp í 270 þúsund
króna launahækkun á mánuði."
Allt er þetta satt og rétt hjá
fjármálaráðherra þótt hann að
vísu láti undir höfuð leggjast að
geta þess að samkomulag það,
sem flugmenn og Flugleiðir gerðu
var í samræmi við síðasta sátta-
tilboð sáttanefndar þeirrar, sem
ríkisstjórnin setti á fót í flug-
mannadeilunni. Utilokað er, að
sáttatilboð það hafi verið lagt
fram án samráðs við félagsmála-
ráðherra og samgönguráðherra
og er því ljóst, að ríkisstjórnin
sjálf og alveg sérstaklega Al-
þýðufiokkur og Alþýðubandalag
eru ábyrgir fyrir samningunum,
sem gerðir voru við flugmenn.
Þeir samningar eru í samræmi
við hugmyndir ríkisstjórnarinnar
sjálfrar og hún getur því ekki
skotið sér undan ábyrgð á þeim.
Laga-
setning um
kaup og kjör
Ríkisstjórnin stendur nú
frammi fyrir miklum vanda í
launamálum og allt bendir til að
hún muni finna þá lausn eina að
setja nýja löggjöf um kaup og
kjör í landinu. Hugmyndir eru
uppi um það í stjórnarherbúðum
að setja nýtt vísitöluþak á með
lögum, ákveða 3% grunnkaups-
hækkun yfir línuna, setja á verð-
stöðvun o.sv.frv. Væntanlega
mun samkomulag takast milli
stjórnarflokkanna um slíka lög-
gjöf. Það verða þá fjórðu lögin,
sem núverandi ríkisstjórn setur á
8 mánuðum um kaup og kjör í
landinu. Að meðaltali hefur hún
því sett lög annan hvern mánuð
til þess að ákveða hver kjör
launþega skuli vera.
Sumir segja, að þessi ríkis-
stjórn sé búin að vera og að hún
hljóti að fara frá á næstu vikum.
Aðrir segja sem svo: Hún á
að sitja. Hún á að halda áfram
að glíma við sinn eigin draug.
Hún á að halda áfram að rótast í
launamálum landsmanna með
lagasetningu vegna þess að ein-
ungis með því að fólk sannfær-
ist endanlega um það að vinstri
stjórnir duga ekki, geta ekki
stjórnað og grípa alltaf til marg-
fallt harðneskjulegri ráðstafana
gagnvart launþegum en þær rík-
isstjórnir, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn á aðild að, er von til þess að
jarðvegur skapist fyrir skynsam-
legum stjórnarháttum í þessu
landi, Að þeim púnkti er ekki
komið enn í lífi þessarar ríkis-
stjórnar. Þess vegna er það nauð-
synlegur þáttur í því að hreinsa
andrúmsloftið í samfélagi okkar
að vinstri stjórnin fái enn um
sinn að glíma við sinn eigin
draug.
Vera má, að einhverjir í hópi
atvinnurekenda telji að önnur
leið sé ekki fær en sú að leysa
launamálin nú með lagasetningu.
Það er afstaða, sem byggist á
afar skammsýnum sjónarmiðum.
Jafnvel þótt núverandi öngþveiti
í launamálum verði leyst með
lagasetningu, mun sú lausn ekki
duga nema skamma stund. Raun-
ar veit enginn -hvort hún muni
leysa nokkurn vanda. Sigla far-
menn úr höfn með 3% grunn-
kaupshækkun? Fljúga flugmenn
ef launahækkunin verður af þeim
tekin eins og nú er boðað? Þetta
kemur allt í ljós. En þeir menn
hafa ekkert lært, sem láta sér til
hugar koma, að lagasetning nú
mun leysa einhvern vanda. Það
verður einungis frestun á lausn
vandans. Auðvitað er alveg ljóst,
að það er engin forsenda fyrir
grunnkaupshækkunum í þessu
landi. Um það þarf ekki að deila.
En fengin reynsla ætti að hafa
sýnt atvinnurekendum fram á að
löggjöf ríkisstjórnar dugar
skammt til að sannfæra launþega
um það, að ekki sé grundvöllur
fyrir launahækkunum.
Frjálsir
samningar
Afskipti ríkisstjórna af launa-
málum hafa gefizt illa. Það á
jafnt við um svokallaðar hægri
stjórnir, sem vinstri stjórnir. Það
er alveg sarrra hvað núverandi
ríkisstjórn setur mikið af lögum
til þess að leysa vanda í launa-
málum. Hann verður bara ennþá
meiri. Ut úr þeirri sjálfheldu,
sem þjóðin er komin í vegna
óðaverðbólgu og öngþveitis í
kjaramálum verður ekki komizt
nema með gerbreyttri efnahags-
stefnu frá þeirri pólitík, sem hér
hefur verið rekin meira og minna
allan þennan áratug.
Þau öfl, sem eru til staðar á
vinnumarkaðnum verða að fá að
takast á um kaup og kjör í
frjálsum samningum. Kosti það
verkföll og verkbönn verður svo
að vera. Það er einungis hluti af
því uppgjöri, sem hlýtur að fara
fram um kaup og kjör og stefn-
una í efnahagsmálum í heild
sinni. Einhver kann að segja að
fengin reynsla sýni að frjálsir
kjarasamningar dugi ekki heldur
og vísa til samninganna 1977 í
þeim efnum. Það er út af fyrir sig
rétt að það voru vondir samning-
ar. En hinn valkosturinn, afskipti
ríkisstjórna af launamálum er
ekki betri. Það hefur reynslan
líka sýnt okkur.
Þess vegna er enginn annar
kostur fyrir hendi í dag en sá að
frjálsir kjarasamningar leysi af-
skipti ríkisstjórna af hólmi í
launamálum. Þá kemur í ljós,
hvort forráðamenn verkalýðs-
samtaka og vinnuveitenda hafa
eitthvað lært. Þá kemur í ljós,
hvort við kunnum fótum okkar
forráð.