Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
123. tbl. 66. árg.
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mikill kross hefur verift reistur á Sigurtorgi í Varsjá, en þar mun páfi
messa.
Trúarleiðtogi Araba
ííran hótar að fara
Póllandsheimsókn Jóhannesar Páls páfa:
HEIÐURSDOKTOR VIÐ MANITOBA-HÁSKÓLA. Ólafur Jóhannes-
son forsætisráftherra var í gær sæmdur heiðursdoktorsnafnbót vift
háskólann í Manitoba í Kanada, og var myndin tekin vift hátfðlega
athöfn af því tilefni. Forsætisráðherra er væntanlegur heim úr
Kanadaför sinni á hvítasunnudag. Sfmamynd ap.
Teheran, 1. júní. AP. Reuter.
ANDLEGUR leiðtogi arabíska
minnihlutans í íran sakafti í dag
stjórnina í Teheran um að reyna
að refsa Aröbum og svipta þá
þjóðlegum réttindum sínum. Jafn-
framt skutu byltingarverðir á hóp
Araba sem æddu um götur aðal-
hafnarborgar írans og mótmæltu
því aft hafa verið beittir ofbeldi
siðustu daga.
Trúarleiðtoginn, Sheik Mohamm-
ed Taher A1 Shobeir Khaghani,
hótaði að fara úr landi ef staða
allra þjóðarbrota í íran yrði ekki
bætt og sakaði liðsmenn stjórnar-
innar um að ofsækja Araba í
hafnarborginni Khorrasam shahr
og í nágrenni hennar.
Hundruð Araba æddu um götur
hafnarborgarinnar og hrópuðu:
„Hættið að drepa Araba" og „Dauði
yfir Madani", sem er landstjórinn í
héraðinu Khuzesta og yfirmaður
íranska sjóhersins. Arabarnir vildu
mótmæla því að stjórnin neitaði aö
afhenda lík Araba sem hafa fallið í
götubardögum. Arabar segja að
þeir séu 200 en stjórnin 23.
Liðsauki var sendur á vettvang
til að verja mikilvæga staði. Land-
gönguliðar og byltingarverðir her-
tóku einu brúna yfir Karunána
milli hafnarborgarinnar og stærstu
olíuhreinsunarstöðvar heimsins í
Abadan.
Trúarleiðtoginn sagði frétta-
mönnum að herþotur og þyrlur
hefðu ráðizt á fimm þorp skammt
frá -borginni, sem er nálægt landa-
mærum íraks. í Bagdad er því
neitað að írakskur liðsauki háfi
verið sendur að landamærunum.
Þrír liðsforingjar voru líflátnir í
morgun í Tabriz í norðvesturhluta
írans.
mannát
Estevan, Saskatchewan,
Kanada, 1. júní. AP.
ANNAR tveggja sem komust lífs
af úr flugslysi í Idaho, Brent
Dyer, viðurkenndi í dag að hann
og mágkona hans hefðu lagt sér
til munns hluta jarðneskra leifa
föður hennar þegar þau biðu
eftir hjálp á snævi þöktu f jalli.
Hann sagði að þau hefðu verið
„lengi matarlaus, beðið til guðs
lengi áður en þau tóku ákvörðun
og vitað að þau yrðu að borða
hann
Muzorewa tek-
inn við embætti
Salisbury, 1. júní. AP, Reuter.
ABEL Muzorewa tók við forsætis-
ráðherraembætti f Zimbabwe
Rhódesíu í dag. Þar með er mciri-
hlutastjórn blökkumanna formlega
komin á eftir 88 ára stjórn hvíta
minnihlutans f landinu.
Ráðherrar Muzorewa sóru
embættiseiöa sína í dag. Þjóðfrelsis-
hreyfingar hafa lýst því yfir, að þær
muni berjast áfram gegn hinni nýju
stjórn rétt eins og gegn stjórn Ian
Smith, fyrrum forsætisráðherra.
Vildi ekki vera farþegi
um borð í DC-10 þotum
Wa.shinjfton, 1. júní. AP. Reuter.
„NEI, NEI. ég vildi ekki vera farþcgi um borð í DC-10 þotu,“ sagði Philip
Ilogue. einn af fimm meðlimum rannsóknarncfndar bandarísku
flugmálastjórnarinnar við blaðamenn í Washington í dag. Og hann bætti
við að mætti hann ráða þá myndi hann kyrrsetja allar DC-10 þotur þar
til niðurstöður lægju fyrir um flugslysið í Chicago í sfðustu viku er 273
manns fórust.
„Ég á ekki von á að aðrir meðlimir
rannsóknarnefndarinnar séu mér
sammála. En ég á að baki 30 ár sem
flugmaður," bætti hann við. Rann-
sókn slyssins í Chicago er í fullum
gangi og ljóst þykir nú að boltinn,
sem fannst á flugbrautinni hafi ekki
valdið því að hreyfill þotunnar datt
af. Hann hafi brotnað vegna gífur-
legs álags. Athyglin beinist nú að
hreyflunum sjálfum og tengingum
við vængi. „Tveir flugvirkjar í Chic-
ago voru að rannsaka DC-10 þotu og
þeir gátu með handaflinu einu ýtt
hreyfli fram og aftur,“ sagði Hogue.
DC-10 þota með 224 farþega inn-
anborðs á leið frá New York til
Amsterdam snéri við vegna þess að
hre.vfill á vinstri væng þotunnar,
drap á sér. Vélin snéri við til
Kennedyflugvallar og lenti heilu og
höldnu, með tvo hreyfla í gangi.
Þotan var ekki talin í bráðri hættu.
Caledonian flugfélagið brezka
gagnrýndi mjög „ýmsa aðila“ sem
gefið hafa út ábyrgðarlausar yfirlýs-
ingar, sem hafa ekki veriö á rökum
reistar. Eélagið gagnrýndi mjög þá
ákvörðun bandarískra flugmála.vfir-
valda að ætla að kyrrsetja allar
A-300 Airbus þoturnar evrópsku.
Síðan var sú ákvörðun dregin til
baka. „Við berum fullt traust til
DC-10 þotna okkar,“ sagði í yfirlýs-
ingu Caledonian flugfélagsins.
Niðurstöður rannsókna á flugslys-
um sýna að DC-10 þotur eru meö
öruggustu þotum. Miðað við 100.000
flugtíma þá hafa færri farist með
DC-10 þotum en til að mynda Júmbó
þotum og Boeing 707, og DC-8
þotum.
Milljónir fagna
páfavið komuna
Varsjá. 1. júní. AP
BÚIST er við að milljónir Pólvcrja muni fagna Jóhannesi Páli 2. þegar hann kemur til Varsjár á morgun (í
dag). Yíirvöld hafa gífurlegan viðbúnað í Varsjá til að taka á móti þeim mikla mannfjölda, sem nú
streymir til Varsjár víða að úr Póllandi til að fagna páfa.
Jóhannes Páll 2. er pólskur, áður
erkibiskup í Kraká. Nú eru sjö
mánuðir síðan hann yfirgaf Pólland
og var kjörinn páfi í Róm. Búist er
við að 2 milljónir manna muni fagna
páfa í Varsjá á fyrsta degi heim-
sóknar hans en alls verður hann níu
daga í opinberri heimsókn í Póllandi.
Hann mun messa á Sigurtorginu í
Varsjá. Áætlað er, að um milljón
manns muni hlýða á messu hans þar.
Pólsk yfirvöld hafa gífurlegan
viðbúnað. Þau hafa hvatt til að
ferðamenn á leið til Varsjár ferðist
með lestum og langferðabifreiðum.
Geysistórum bifreiðastæðum hefur
verið komið upp i útjaðri Varsjár til
að koma í veg fyrir algjört öngþveiti
í borginni vegna fjölda bifreiða. Þá
hefur vakið athygli að öll áfengis-
sala í Varsjá er bönnuð á morgun.
Hin opinbera fréttastofa ríkisins
tengdi heimsókn páfa við 35 ára
afmæli alþýðulýðveldisins. „Heim-
sókn páfa hefur sérstaka þýðingu.
Hann kemur til heimalands síns á 35
ára afmæli lýðveldisins. Og innan
skamms eru 40 ár síðan herir Hitlers
réðust inn í Póliand," segir í tilkynn-
ingu fréttastofunnar.
Jóhannes Páll 2. mun aka í
gegnum Varsjá í opnum bíl. Hann
mun síðan halda til Belvedare hallar
í Varsjá og þar mun Edward Gierek,
formaður pólska kommúnistaflokks-
ins taka á móti honum. I heimaborg
páfa, Kraká, ræddi fréttamaður AP
við Halinu Kwiatkowska, leikkonu
en páfi er sagður hafa staðið í
ástarsambandi við hana þegar hann
var námsmaður. „Við hittumst í
menntaskóla. Þá var ég b.vrjuð á
leiklistarnámi og hann var atkvæða-
mikill í leikfélagi skólans. Þetta
varði stutt. Innrás nazista batt endi
á það,“ sagði Ilelina.