Morgunblaðið - 02.06.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.06.1979, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 UM IIÁLFFIMMLEYTIÐ á fimmtudaKÍnn fannst 6 ára stúlka meðvitundarlaus á gang- braut við Sigtún, rétt vestan Gullteigs. Stúlkan var tafarlaust fiutt á slysadeild Borjíarspítal- ans. þar sem hún komst fljótlega til meðvitundar. Stúlkan hafði þá sögu að segja að hún hafi verið á leið norður yfir Sigtúnið á hjóli og er hún var að koma að gangstéttinni hafi borið að sendiferðabíl, sem ók á hjólið. Kastaðist stúlkan af hjólinu og •skall með höfuðið á gangstéttar- brúnina og rotaðist. Stúlkan fullyrðir að sendiferða- bifreiðin hafi verið hvít að lit og að öllum líkindum af Volks- wagen-gerð. Hins vegar var bif- reiðin á bak og burt þegar stúlkan fannst og er ökumaðurinn beðinn að gefa sig fram við lögregluna strax, svo og vitni ef einhver hafa verið. Talið er að stúlkan jafni sig fljótlega af meiðslum þeim er hún hlaut. AÐALFUNDUR Siilumiðstöðvar hraðfrystihúsanna samþykkti í ga'r að athugað verði með bygg- ingu eða leigu frystigeymslu fyrir S.II. í Englandi. Fyrir fundinum iá tillaga þess efnis að stjórn S.II. yrði veitt heimild til þess að ráðast í þær framkvæmd- ir sem hagkvæmastar reyndust til að efla samkeppnisaðstöðu S.II. á Bretlandsmarkaði. Þá var á aðalfundinum sam- þykkt tillaga þess efnis að stjórn S.H. beiti sér fyrir gerð fimm ára áætlunar um framtíðarþróun fisk- iðnaðarins með sérstakri áherslu á aukningu atvinnumöguleika í DC-10 þotan undir strangasta eftirliti „DC-10 ÞOTA Flugleiða er skráð í Bandaríkjunum. þar sem hún er keypt með kaupleigusamningi, og heyrir því undir bandarisku flugmálastjórnina. Við erum því undir ströngustu reglum hvað varðar eftirlit og öryggi, og það viljum við út af fyrir sig vera,“ sagði Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða í samtali við Mbl. í gær. Þotan kom til Keflavíkur klukk- an 13 í gær og hafði þá seinkað um 6 tíma vegna skoðunar í New York, sem m.a. snerist um hreyfil- festingar. Ekkert athugavert fannst við skoðunina. Vegna seinkunar þotunnar var fengin flugvél frá Air Bahama til að flytja farþega frá Luxemburg til Keflavíkur í gær til að DC-10 þotan gæti haldið vestur um haf á réttum áætlunartíma. þessari atvinnugrein á grundvelli aukins fiskafla í framtíðinni. Einnig var á aðalfundinum sam- þykkt að auka útbreiðslu starf- semi S.H. og kannað verði með stofnun fjárfestingafélags. I stjórn Sölumiðstöðvarinnar voru kosnir þeir Gunnar Guðjóns- son, Reykjavík, Ágúst Flygenring, Hafnarfirði, Guðfinnur Einars- son, Bolungarvík, Einar Sigur- jónsson, Vestmannaeyjum, Gísli Konráðsson, Akureyri, Ásgrímur Pálsson, Stokkseyri, Ólafur B. Ólafsson, Sandgerði, Olafur Gunnarsson, Neskaupstað og Rögnvaldur Ólafsson, Hellissandi. Sumarhátíð að Kjarvalsstöðum Landssamtökin Líí og Land efna til sumarhátíðar að Kjarvalsstöðum dagana 9. og 10. júní n.k. í Kjarvalssal verður ráðstefna um félags- líf og skipulagsmál Reykja- víkur, í hliðarsal verður samfelld sýning á stuttum kvikmyndum og teiknimynd- um fyrir börn en á Miklatúni verður útimarkaður og fjöl- breytt útihátíð, ef veður leyf- ir. Húsavík: Fyrsti rigning- ardagurinn Húsavík 1. júní. MENN eru að verða vongóðir um að hinum miklu vorharð- indum hér um slóðir sé nú að linna. Síðasta mánudag brá til betri tíðar og hefur svo haldist áfram þessa viku og í dag, sjöundu viku sumars, er fyrsti rigningardagurinn á Húsavík á þessu sumri. Er það frekar fátítt, því úrfelli hefur verið mikið, þ.e. snjókoma. Bændur eru byrjaðir að setja út sauðfé en aðeins til þess að viðra það, því enn er alveg gróðurlaust og gripir eru allir á fullri gjöf. Kartöflugarðar eru flestir undir fönn og í húsagörðum má víða sjá töluverða snjóskafla. En þetta bjargast allt ef bat- inn er nú kominn fyrir alvöru. — Fréttaritari Bílsljóra ákaft leitað:______ Óká 6 ára stiílku og slakk af Ljósm. Mbl. Kristján. SKIP Greenpeace samtakanna, Rainbow Warrior, kom á ytri höfnina í Reykjavík í gær. Talsmenn samtakanna segjast nú betur til þess búnir en í fyrra að trufla hvalveiðar íslendinga hér í sumar. Á myndinni má sjá hraðbát um borð í Rainbow Warrior, sem nota á til þess að sigla fyrir framan hvalbátana og trufla veiðar þeirra. Aðalfundur S.H.: Koma sér upp frysti- geymslum í Englandi Trillu bjargað til hafnar VÉLARBILUN varð í trillu út af Kjalarnesi í gærkvöldi. Bátsmenn kveiktu þegar á handblysi sem sást strax frá landi. Slysavarnafélagi íslands var gert viðvart og hafði það samband við Flugturninn í Reykjavík, sem beindi flugvél- um á æfingaflugi yfir staðinn. Kveiktu bátsverjar þá á öðru handblysi og fannst báturinn strax. Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen fór síðan út og dró bátinn til hafnar. „Þannig á að bregðast við,“ sagði Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarnarfé- lags íslands í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Þegar handblysin eru notuð rétt, berst hjálpin fljótt, því þau eru bezta merkjagjöfin." Grófu niður á skíðalyftuna Siglufirði, 1. júní. HÉR hefur verið gott veður undanfarna daga og hefur snjó að mestu tekið upp í bænum en til fjalla eru enn stórir skaflar. í gær fór flokkur manna upp að Hól til þess að grafa niður á skíðalyftuna sem þar er, en hún hefur verið á kafi í snjó í lengri tíma. Sumir staurarnir eru allt að fjórir metrar á hæð og geta menn því séð hve snjórinn er mikill þarna. - m.j. Langkaldasti maí í hálfa öld: Hitastig undir frostmarki allan mánuðinn fyrir norðan ÞESSI maímánuður var óvenju kaldur um land allt og sá langkaldasti síðan mælingar hófust hér á landi fyrir u.þ.b. 100 árum. Munurinn á þessum mafmánuði og þeim kaldasta hingað til er milli 1 og 2 gráður á þeim stöðum, sem reiknaðir hafa verið út núna, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Þórir Sigurðsson, deildarstjóri á Veðurstofunni veitti Mbl. Meðalhitinn í Reykjavík var núna 2,3 gráður og er það rúm- lega 4,5 gráðum kaldara en í meðalári. Kaldasti máimánuður til þessa var 1888 en þá var meðalhitinn 3,3 gráður og 1914 og 1949 fylgja svo á eftir, en í þeim báðum var hitinn 3,6 gráð- í Stykkishólmi hófust mæling- ar 1845 og köldustu maímánuðir hingað til voru 1866 og 1906, en þá var meðalhitinn 1,4 gráður. Núna mældist hitinn í maí 0,9 gráður er það rúmri 4,5 gráðu kaldari en venjulega. Á Akureyri var hitinn mínus 0,3 gráður, á Raufarhöfn var hitastigið mínus 1,9 gráður og á Teigarhorni við Berufjörð var hitastigið í maí mínus 0,5 gráða og er þetta 6—6,5 gráðum kald- ara en í meðalári. Kaldasti maímánuður á Akur- eyri var 1906 en þá var meðalhit- inn 1,5 gráða eða tæpum 2 gráðum hlýrra en í ár. Á Raufar- höfn og Teigarhorni voru maí- mánuðirnir 1888 og 1892 kald- astir en þá var um mínus 1 gráða á Raufarhöfn og plús 1,7 gráða á Tei^arhorni. A Höfn í Hornafirði var með- alhitinn núna 1,5 gráða og er það 4.7 gráðum kaldara en venjulega. Vorið í heild, þ.e. apríl og maí, er með þeim köldustu sem komið hafa. í Reykjavík var vorið 1949 þó kaldara, þá var meðalhitinn 1.8 gráður en 2,2 gráður núna. Urkoman í Reykjavík mældist 10 millimetrar, sem er fjórðungur meðalúrkomu en á Akureyri mældust 23 millimetrar, sem er 52% umfram meðallag. í Reykjavík mældust sólskins- stundir 277 eða 92 stundum umfram meðallag og á Akureyri 192 stundir, sem er 20 stundum meira en í meðal maímánuði. Tvö skip seldu íHull TVÖ ÍSLENZK fiskiskip seldu afla í Bretlandi í gærmorgun. Ýmir HF seldi 102,3 tonn í Fleetwood fyrir 26,4 milljónir króna, meðalverð 258 krónur, og Ársæll Sigurðsson HF seldi 67 tonn í Hull fyrir 24,5 milljónir króna, meðalverð 366 krónur. Söluaukning HEILDARSALA Iceland Seafood Corporation árið 1978 varð 72 2 milljónir dollara á móti 61,7 mill’j. dollara árið 1977 og hefur því veltan aukist um 17%. Fyrstu fjóra mánuði ársins 1979 var salan 27,2 millj. dollara samanborið við 21,4 millj. dollara á sama tíma árið 1978 og er það aukning um 27%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.