Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979
3
Birgðageymsla SH í Bretlandi:
Möguleikar
miklir á Bret-
landsmarkaði
— segir Ólafur Guðmundsson
framkvæmdastjóri SH í London
„HUGSANLEGA gœti þróunin orðið sú, að byggð yrði verksmiðja
í framhaldi af birgðageymslunni, hliðstætt þvf sem varð hjá
Coldwater í Bandarfkjunum á sfnum tfma. En slfk verksmiðja er
enn aðeins hugmynd sem engin ákvörðun hefur verið tekin um“,
sagði ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri söluskrifstofu
Sölumiöstöðvar hraðfrystihúsanna f Bretlandi, þegar Morgun-
blaðið innti hann nánar eftir fyrirhugaðri stóreflingu sölu og
markaðskerfis SH f Bretlandi. En tillaga um það efni var
samþykkt á aðalfundi S.H. f gær.
ölafur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri söluskrifstofu
S.II. í London.
Ólafur sagði að til skamms
tíma hafi verið erfitt um vik
varðandi sölu á íslenskum fisk-
afurðum á Bretlandsmarkaði
vegna þorskastríðsins m.a., en
það ástand hafi breyst mjög til
batnaðar á síðustu tveimur ár-
um. Til dæmis hafi útflutningur
SH til Bretlands numið 2.577
smálestum árið 1976, en á síð-
asta ári nam útflutningurinn
11.468 smálestum.
Bretland er orðinn nærst
stærsti markaðurinn fyrir fryst-
ar sjávarafurðir S.H. Banda-
ríkjamarkaður er stærstur með
56.458 smálestir og í þriðja sæti
eru Sovétríkin með 7.067 smá-
lestir.
Ólafur sagði að verðlag færi
hækkandi á fiski í Bretlandi og
með sterkari stöðu pundsins
miðað við Bandaríkjadollar á
siðustu misserum hafi möguleik-
inn á sambærilegum eða jafnvel
betri markaði fyrir ákveðnar
fisktegundir, en Bandaríkja-
markaður er, aukist. „Þar á ég
við fisktegundir sem Bretar hafa
vanist m.a. vegna veiða sinna
hér við land og við eigum af
þeim sökum greiðan aðgang að,
því markaðurinn þekkir okkar
vöru“, sagði Ólafur.
Varðandi framtíðarmöguleika
á breska markaðnum hefur það
og þýðingu að Bretar eru aðilar
að Efnahagsbandalagi Evrópu
og þegar hin svonefnda „bókun
6“ tók gildi sköpuðust möguleik-
ar á tollfrjálsum innflutningi til
annarra Efnahagsbandalags-
ríkja frá Bretlandi á frystum
flökum, en megnið af þeirri
framleiðslu sem SH kemur til
með að selja þar eru einmitt
fryst flök að sögn Ólafs.
Hann sagði einnig, varðandi
framtíðarhorfurnar á Bret-
landsmarkaði, að veiðar Breta
sjálfra hafi dregist verulega
saman að undanförnu, til dæmis
hafi þorskveiðar þeirra minnkað
um allt að 30% á ári síðstu tvö
árin. Á sama tíma hafa þeir
misst síldarmið sín í Norðursjó
vegna friðunaraðgerða og einnig
má nefna veiðitakmarkanir á
Skotlandsmiðum. Allar þessar
takmörkunar- og friðunarað-
gerðir stuðla að auknum mark-
aðsmöguleikum fyrir okkur sem
einu aðal innflutningslandinu í
Bretlandi á frystum fiski," sagði
Ólafur.
„Það eru fyrst og fremst
þessar forsendur sem liggja að
baki hugmyndinni um birgða-
aðstöðu fyrir S.H. í Bretlandi,
því það hefur í för með sér miklu
öruggari og betri stöðu S.H. á
markaðnum að geta selt af
birgðum í Bretlandi", sagði Ólaf-
ur. „Slík birgðaaðstaða yrði þá
að vera á stað sem hentaði vel
fyrir dreifingar- og markaðs-
kerfi okkar þar ytra. Aðallega er
um Bretland sjálft að ræða, en
góðar samgöngur eru þaðan til
Frakklands, Belgíu og Hollands
og tilkoma birgðastöðvar í Bret-
landi gæti orðið til þess að
styðja eða efla markaðsaðstöðu
okkar á því svæði einnig“, sagði
Ólafur Guðmundsson að lokum.
Undirnefndir að störf-
um í farmannadeilunni
UNDIRNEFNDIR í íar-
mannadcilunni voru að störf-
um í gær og verða að störfum
í dag.
Samkvæmt upplýsingum
Torfa Hjartarsonar ríkis-
sáttasemjara munu sátta-
nefndarmenn eitthvað huga að
málum um helgina en hann
kvað málin lítt hafa skýrzt
enn. Farið hefur verið yfir þau
uppköst að rammasamning-
um, sem komið hafa frá aðil-
um um kerfisbreytingu.
Þá hafði Morgunblaðið
spurnir af því í gær að sátta-
nefndin hafi krafizt ákveðinna
upplýsinga af vinnuveitendum
og afhentu þeir launadæmi og
útreikninga í sambandi við
deiluna.
Sumarleyflsstaöur islendlnga No. 1 — vinsœlaslur í melra en áratugX'
Beztu glstlstaöirnir — menntandl kynnlsferðlr — golt — frábærir
alþjóölegir matsölustaölr — fjölbreytt skemmtanalíl. Utsýnarþjónusta.
Verð Irá kr. 13«.200 ( 2 vikur
Brottfarardagar:
Júní: 8.. 22.. 29. Júlí: 6.. 13.. 20.. 27. Ágúst: 3., 10., 17., 24.. 31.
Sept: 7.. 14., 21. Okt: 5.
Töfrar ítalíu eru engu líklr — Ugnano Sabbiadoro — baöstaöurlnn
sem upplyllir öll skilyröi leröamannslns um énægjulegt sumarleyti —
takiö börnln meö — barnagæzla undlr stjórn (slenzkrar fóstru.
Varð Irá kr. 147.400 ( 2 vikur
Brotttarardagar:
Júní: 17. Júlí: 1., 8.. 15., 22., 29. Ágúst: 5.. 12.. 19.. 26. Sept: 2 . 9.
Náttúrufegurö Júgóslavíu er rómuö — aöbúnaöur á gistlstööum
Útsýnar Irábær — stór og björt herbergi — mjög góöur matur —
íþróttaiökendur linna hér beztu fáanlega aöstööu — hellsuræktarmiö-
stöð í Portoroz.
Portoroz: Varð trá 189.500 ( 2 vikur mað tæði
Brotttarardagar:
Júní: 24. Júlí: 1.. 8., 15.. 22.. 29. Ágúst: 5.. 12.. 19., 26. Sept: 2., 9.
Porec: Varð frá kr. 210.100 f 3 vikur mað tæði
Brottlarardagar:
Júní: 24. Júlí: 15. Ágúst: 5.. 26.
Hér linnum vlö Vesturlandabúar .Rætur" okkar í frumsögu menningar
og lista — heimspeki og lýöræölsskipulagi. — Vouliagmeni — bezti
baöstaöur Grikklands í nágrennl Aþenu Slguröur A. Magnússon,
aöalfararstjóri Útsýnar í Grlkklandl er fróöastur Islendlnga um sögu og
menningu Grikkja.
Varð Irá kr. 209.000 ( 2 vikur
Brotttarardagar:
Júní: 6., 27. Júlí: 18. Ágúst: 8., 29. Sept: 12.
Á Costa Brava fáiö þiö mest fyrlr feröasjóölnn — Einn ódýrasti og
glaöværasti baöstaöur Spánar — góö baöströnd — beztu gististaöirn-
ir — Útsýnarþjónusta.
Varð frá kr. 153.200 I 2 vikur
Brottfarardagar.
Júní: 19. Júlí: 10.. 31. Ágúst: 21. Sept: 4.
Austurstræti 17,
símar 26611 — 20100.
Með Útsýn vandað en ódýrt og
öruggt.