Morgunblaðið - 02.06.1979, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979
Björn Emilsson skrifar:
í fyrstu spyrnunni reis hann algjörlega upp á afturhjólin, svo sá í iljar Benedikts.
(Teikn. greinarhöf.).
Blöðrurnar stóðu stg með ágætum, en hetðu eflaust getað betur.
áðurnefnds Benedikts fékk það á
peruna að aka yfir fótósellu
peruna við enda brautarinnar.
Varð af því nokkur bið, sem þó
var ekki svo mjög leiðinleg, því í
stað kvartmíluaksturs fengu
áhorfendur kvartmíluhlaup
Jóhanns Kristjánssonar, varafor-
manns klúbbsins, fram og til baka
á brautinni. Virtist hann í góðu
formi sem endranær, enda einn
duglegasti stjórnarmeðlimur
Samkomulag var gert við
Bifreiðaeftirlit ríkisins um að það
skoðaði alla bílana áður en keppn-
in hæfist. Þar fundust nokkur
skemmd epli, sem ekki fengu að
koma í körfuna. Því urðu Jbílar
þeir, sem skráðir voru til keppni,
heldur færri en búist hafði verið
við. Fyrir vikið varð keppnin ekki
eins lítrík og menn höfðu vonað.
Auk þess vantaði nokkra orku-
mestu bíla okkar á svæðið. Hvað
S.L. LAUGARDAG var hér á þessari
síðu fjallað um þá þremmenninga
Birgi Jónsson, Kristin Kristinsson
og Sigurð Jakobsson. Þeir höfðu
unnið sér það til frægðar, að
sameinast um endurbyggingu
Chevrolet Monzu Birgis, til kvart-
mílukeppna. Við reynsluakstur bíls-
ins létu ýmsir áhorfendur í ljós
óánægju með tilþrif hans. Sögðu
hann virka lítið og ekki til stórræð-
anna. Þeir félagar létu þessi orð sem
vind um eyru þjóta, enda fór svo að
lokum, að þeir komu, sáu og sigruðu
með nýju brautarmeti.
Um 6000 áhorfendur urðu vitni að
fyrstu keppni klúbbsins í blfðskapar-
veðri. Margir skemmtilegir og
sprækir bílar voru mættir til leiks,
en hefðu mátt vera fleiri. Menn eru
greinilega smeykir við að koma með
bíla sína, svona í fyrstu bunu. En
bunurnar eiga eftir að verða fleiri og
þá verður kátt í höllinni. Fleiri
keppnir eru framundan hjá klúbbn-
um. Kvartmílingar eru ekki seztir í
helgan stein, ekki aldeilis. Þeir
syngja:
„Þú sefur betur Svavar,
í vasa okkar kafar.
Olían góða hækkar
og kvartmílutíminn lækkar“.
(Snngið vift lagið „Afl mlnn fár á honum Rauð“.)
„ISS, hann virkar ekkert", var það
síðasta sem klingdi í eyrum
þremenninganna Birgis, Kristins
og Sigurðar, er þeir yfirgáfu
Kapelluhraun fimmtudagsinn 24.
maí eftir æfingaspyrnur á Monzu
Birgis. Þeir höfðu þá vakað í tvo
sólarhringa við að útbúa trompið.
Það breyttist því heldur hljóðið í
„issurum" s.I. laugardag þegar
ásinn var lagður á borðið. Hér
voru engin brögð í tafli, engin
merkt spil. Monsan var greinilega
bíll dagsins. Hún fór kvartmíluna
á 12.07 sekúndum, sem er nýtt
brautarmet. Birgir bakari bakaði
alla mótherja sína, sumir þeirra
fóru jafnvel viðbrenndir frá
spyrnunum. Þó voru á svæðinu
margir kraftmiklir bílar. Gallinn
var bara sá, að fáir þeirra virtust
fara spyrnurnar hnökralaust.
Sumir ökuþóranna kenndu
lélegum skiptingum eða illa stillt-
um vélum ófarirnar sínar. Eflaust
var nokkuð til í því. Sumir bílarn-
ir bókstaflega hóstuðu 400
metrana með viðeigandi við-
rekstri og fnyk. Einn bílstjór-
anna, hinn margfrægi Benedikt
Eyjólfsson, fór brautina eins og
hann sæti á golfkúlu. Hann réð
ekki við hestana í vagni sínum,
slíkur fídonsandi var í iðrum
bílsins. í fyrstu spyrnunni reis
hann algjörlega upp á afturhjólin
og var nærri farinn yfirum, svo sá
í iljar Benedikts. Undirritaður
hefur aldrei orðið vitni að öðru
eins „weel-stand-i“ (afsakaðu
orðbragðið). Hvaða stóðhestur
sem er væri vel sæmdur að öðru
eins prjóni. Enda varð Eyjólfur að
orði eftir himnaförina: „Það er
eins gott að ég sleppti ekki kúpl-
ingunni á 5000 snúningum, þá
hengi ég nú í öryggisbeltinu á
hvolfi eins og kanarífugl í búri“.
Mönnum til glöggvunar lyfti
Benedikt vinstri fæti við 4000
snúningana og er því enn hér á
meðal vor og án vængja.
Stolt kvart-Gaflara, hin
vinsæla Volvo-kryppa mætti til
leiks, bálreið að vanda. Það mátti
sjá á áhorfendum, er kryppan
skreið upp á brautarendann, að
hér færi skrímsli nokkuð, sem éta
mundi andstæðinga sína.
Kryppan var jú vön að sigra í
gamla daga. Það fór þvi kliður um
aðdáendur hennar, en henni var
ekið að jólatrénu. Ljósin tendruð-
ust og tyggigúmmídekkin
klístruðust við malbikið í átökun-
um, en allt kom fyrir ekki. Um
miðja brautina hægði bílinn á sér.
Viftureimin hafði fokið af og auk
þess var kúplingin ekki með
sjálfri sér.
Kvartmíluhátíðin á laugardag-
inn var fór í alla staði vel fram,
þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðug-
leika. Svo sem þá, að ótemja
klúbbsins. Tíma hans á brautinni
fengum við ekki uppgefinn, til
þess var hann of uppgefinn.
Mikil áherzla var lögð á öryggi
keppenda á keppnisdegi.
olli því, skal ósagt látið, en gaman
væri að sjá þá á næstu keppni
klúbbsins.
Þeir sem sigruðu í keppninni
voru: Anna María Pétursdóttir, á
BMW 2002 í Standard-flokki. Hún
mun vera fyrsta konan, sem vinn-
ur til verðlauna í íslenzkum
kvartmíluakstri. Við strákarnir
óskuðum henni til hamingju og
gætum okkar framvegis. í öðrum
flokki, Modified-Standard, sigraði
Einar Egilsson á Chevrolet
Camaro Super Sport 390 CID. í
þriðja flokki sigraði Birgir
Jónsson á Chevy Monzu. Hann
keppti í Street-Altered-flokki og
ók k-míluna á 12.07 sekúndum,
sem er nýtt brautarmet. Til
gamans má geta þess, að vélin í
bíl Birgis var minnsta 8-strokka
vélin í keppninni, en blönd-
ungarnir tveir, ásamt ýmsum
leynibrögðum, gerðu gæfumun-
inn. I mótorhjólaflokki sigraði
Hilmar Harðarson á Kawazaki
1000 KZ hjóli.
Monza Birgis Jónssonar fór kvartmflnna á 12,07 sekúndum, sem er nýtt
brautarmet.
Finnbjörn situr hér undir stýri í stoltl kvart-Gaflara, tilbúinn til „burn-out“
Kryppan stóð sig ekki sem skyldi, en lyfti oft framhjólunum.
Formaður Bifreiðaklúbbs Akureyrar mœtti til leiks i einum fallegasta
bflnum. Af myndinni að dæma mætti halda að hann hafi komið með
Austf jarðaþokuna í skottinu.
Benedikt Eyjólfsson t.h. réð ekkl við hestana í vagni sfnum og íékk því ekki
eins góðan brautartfma og búizt var við. Bfll hans er útbúinn með 455
Pontiac-vél. Til gamans mé geta þess, að þegar þessi bfll kom til landsins
fyrir um 10 árum síðan, var í honum 6 strokka Buick-vél með
overdriveútbúnaði. Hann mun hafa verið einn af fyrstu 6 strokka jeppunum.
Eigandi bílsins á þeim tíma var Helgi Sveinbjörnsson og gekk bíllinn undir
nafninu Skuggi.