Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 16

Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinaaon. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla Sími 83033 Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakiö. Það er komið rutl á ríkisst jómina Forystumenn stjórnmálaflokkanna mættust í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum dögum. Eftirtekt vakti, að stjórnarsinnar gátu ekki lýst neinni stefnu nema þeirri að sitja áfram í stólunum, enda varð þeim fátt um svör við einföldustu spurningum Matthíasar Bjarnasonar. Einkum var það áberandi, þegar Matthías vék að málefnum sjávarútvegsins og hvort fiskverðsákvörðunar yrði að vænta innan tíðar, að þá var engu líkara en að fulltrúar ríkisstjórnarinnar, þeir sem þarna voru, hefðu ekki léð því máli þanka. Og svo er yfirleitt um þau mál, sem einhverju skipta, að ríkisstjórnin hefur ekki sinnt þeim eða veit ekki sitt rjúkandi ráð, eins og komið sé rutl á hana. Svo er t.a.m. um afskipti hennar af farmannadeilunni. Svo vikum skiptir eru einstakir ráðherrar búnir að tala um að höggva á hnútinn með lagasetningu, og það hefur einlægt legið í loftinu að það eigi að gerast eftir helgi. Jafnlengi hafa aðrir ráðherrar lýst því yfir, að engin slík lög verði sett. Höfuðnauðsyn var talin, að nýtt vísitöluþak yrði reist fyrir mánaðamótin. Þegar þau nálguðust, fóru hinir ráðherrarnir að láta meira á sér bera sem ekki vildu neitt þak, og vitaskuld varð það ofan á, því að til þess þurfti ekkert að gera. Ráðherrunum þykir ýmist æskilegt, skiljanlegt eða óhjá- kvæmilegt að launþegar á frjálsum vinnumarkaði fái 3% grunnkaupshækkun eins og opinberir starfsmenn og eru sumir þeirra meira að segja búnir að láta bóka þetta eftir sér í prótókoll ríkisstjórnarinnar. Og þar stendur það svart á hvítu, en enginn gerir neitt með það. Um miðjan maí tókst loksins að afgreiða lánsfjáráætlun, sem síðasta ríkisstjórn gerði fyrir áramót. En þó að hún sé svona seint á ferðinni, virðist hún ekki ætla að duga lengi, því að iðnaðarráðherra er þegar kominn með kröfur um að fara 2.5 milljarða fram úr áætluninni. Og vitaskuld hleypur hann með það í fjölmiðla, áður en ríkisstjórnin hefur fjallað um málið. Loks eru gífurlegar olíuverðshækkanir að dynja yfir, sem gjörbreyta á svipstundu grundvelli mikilvægustu atvinnugreina eins og sjávarútvegsins og hljóta að verka til samdráttar eða hallarekstrar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Fiskverðsákvörðun hlýtur að dragast, meðan ríkisstjórnin hefur ekki gert upp við sig til hvaða ráðstafana hún hyggst grípa, ef hún gerir þá nokkuð. Astandið í íslenzkum þjóðmálum er sannarlega uggvænlegt. Meðan einstakir ráðherrar tala um þjóðarsamstöðu, veit maðurinn á götunni, að meðan þessi ríkisstjórn situr, geta engin veðrabrigði orðið nema til hins verra, svo illa sem hún hefur farið með sín góðu tækifæri síðustu níu mánuðina. Og ríkisstjórn, sem þorrin er trausti alls almennings, gerir ekkert, sem máli skiptir, þaðan af. Þess vegna hefur ríkisstjórnin runnið sitt skeið á enda og er nú að búa sér þau örlög, sem talin hafa verið verst þeirra, sem yfir nokkurn getur komið, að lifa sjálfan sig. Forsætisráðherra brást bændum Skyndilega eru málefni bænda komin í brennidepil. Það er vegna þess, að Alþingi var slitið, áður en mál þeirra fengu nokkurn enda eða afgreiðslu. Forsætisráðherra mátti ekki til þess hugsa, að þingslitum yrði frestað um tvo eða þrjá daga þeirra vegna. Forsaga þessa máls er stutt, en skýr. Ríkisstjórnin hafði enga stefnu í málefnum bænda, heldur kom þar til harðra átaka þeirra vegna. Landbúnaðarráðherra hafði það í hendi sér að leita samráðs og samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um lausn málsins, en hann sinnti því ekki, enda hafði hann ekki upp á neitt að bjóða, sem markaði stefnuna til frambúðar. Forsætisráðherra hafði á hinn bóginn ákveðið að slíta þingi eigi síðar en miðvikudaginn 23. maí. Hann fylgdist með því, að hvorki gekk né rak í málefnum bænda, en þótti það ekki nægileg ástæða til þess að fresta þingslitum. Vitaskuld ber Steingrímur Hermannsson höfuðábyrgð á því, hvernig komið er fyrir landbúnaðinum. En forsætisráðherra getur heldur ekki skotið sér undan sínum hluta af ábyrgðinni. Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 3. Þáttur „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn“, segir postulinn Páll. Oft verður mér hugsað til þess hvernig ég skynjaði eða skildi orð í ýmsu, sem ég heyrði sungið, sagt og lesið, áður en ég gerðist bóklærður. Mörgum sinnum sungu menn Vorvísu eftir Jón Thoroddsen, og þar kom brátt að ég heyrði: Hæðirnar brosa ok hlíðarnar dala. hóar þar Hmalinn og rekur á bói. Ég held ég hafi snemma áttað mig á líkingamálinu hæðirnar brosa, en hvað gerðu hlíðarnar? Hlíðarnar döluðu. Hvernig gátu hlíðar farið að því að dala? Ég var enn að velta þessari þungu spurningu fyrir mér, þegar mér varð loksins ljóst af lærdómi að orðið dalur er dala í eignarfalli fleirtölu. Eða þá annar sumarsöng- ur, og nú var það Steingrímur: Nú er Humar. Kleújixt ttumar. Kaman er f daií. IlroHÍr vertíld vfða. veðurlaKHÍnH blfða (nunKÍð: veður laKHÍnn o.H.frv.) eykur yndinhaK. Einhvern veginn vissi ég af eðlisávísun hvað gumar voru. Og ég gat skilið að veröldin brosti víða, sbr. brosandi hæðirnar hans Jóns Thoroddsens. Löngu seinna rann það reyndar upp fyrir mér að veröldin væri víð, þegar á allt væri litið. En sjálfsagðast af öllu var þó, af söng fólksins og tilfinninga- semi, að blíða lagsins kom vaðandi í söng fólksins. Ég held ég hafi verið orðinn tvítugur, þegar mér skildist að blítt veðurlag Steingríms gerði mönnum glaðara í geði. En önnur veður áttu eftir að valda mér ósmáum heila- brotum. Mér er í barnsminni að allt í einu er kornin upp á borð bók með undarlegu nafni: Veður öll válynd eftir Guðmund G. Hagalín. Bókin er víst jafngömul mér. En ég var orðinn læs, þegar fund- um mínum og þessarar jafn- öldru minnar bar saman, og ég horfði í forundran á þetta bókarheiti. Hver var þessi Válynd? Hún kom öll vaðandi. Smátt og smátt rofaði til í almyrkva skilningsleysisins og hug- sjónir barnsins tóku að búa til myndir. Ég sá fyrir mér ógurlega tröllkonu. Hún var móðursystir Grýlu. Hún kom vaðandi í öllu veldi sínu eins og Grýla frænka hennar í Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Og ég var svolítið hræddur við þessa bók, reyndar meira en svolítið. Ég hef aldrei árætt að lesa hana. Aftur á móti las ég Völvusjfá í sjötta bekk í menntaskólanum. Kemur þá ekki Válynd kerling endur: borin. En bíðum nú við. í Völuspá er verið að lýsa vondu tíðarfari. Öll veðrin voru válynd, hættuleg i lund, skaðvæn skömmunarverk- inu. Þar fór móðursystir Grýlu fyrir lítið. Einn mÍK fýnir alltaf þó, aftur að fara f KtínKur. kvað Jónas. Er eitthvað hægt að misskilja hér? Getur íslenzkur sveitastrákur verið svo fávís? Ég skynjaði lengi fram eftir ævi að eins hlyti að merkja hér á sama hátt, eða þangað til Halldór Blöndal benti mér á að þetta væri hvorugkyn af eitt, en ekki atviksorð: Mig langar þó alltaf til eins, þess að fara í göngurnar. Auðvitað, ekkert sjálfsagðara, þrátt fyrir allan fuglasönginn í fyrri hlutanum. Og skyldi nú kannski skipta máli hvort komma væri sett á eftir þó? Það er ekki ofsögum sagt af því að orð geti verið margræð. Hlymrekur handan kvað: í Botni var Borðvyrar-Stjanu ok bjó vlA HÍn hænnni aö vana. Þaö var oftantnær frí, hana undradi á þvf hverHU örfáa lanKaði í hana. Aftur á móti mun það bera órækt vitni um sókn svo- kallaðs harðmælis, og það á ólíklegustu stöðum, þegar sjálfur landbúnaðarráðherra talar um lampakjöt i umræðuþætti í sjónvarpinu. P.s% Ilcimilisfang þáttarinf er Ásvegi 23, Akureyri. Sími 96-23352. Birgir ísL Gunnarsson: Atvinnumál skólafólksins verður að taka föstum tökum Eitt af sérkennum íslenzks þjóð- lífs er hið langa sumarfrí, sem skólar taka og þátttaka skólafólks í atvinnulífinu um sumartímann. Oft heyrast þær raddir að lengja ætti skólaárið og þar með skerða mögu- leika skólafólks til atvinnu. Vonandi kemst það ekki í framkvæmd, því að fátt er þroskavænlegra fyrir ungt fólk en að kynnast atvinnulífinu af eigin raun og læra að þekkja það fólk, sem hörðum höndum vinnur til sjávar og sveita. Því er ekki að neita, að eftir því sem árin hafa liðið hefur orðið æ erfiðara að útvega skólafólki at- vinnu. Þó hefur það nokkurn veginn tekizt til þessa. Brýnt verkefni fyrir borgina Reykjavíkurborg hefur ávallt litið á það sem brýnt verkefni að útvega skólafólki atvinnu og hafa oft verið ákveðnar aukafjárveitingar til sér- stakra verkefna, sem mikinn mann- afla þarf við og á þann hátt hefur tekizt að leysa þetta vandamál. Þannig hafa ýmis þörf ræktunar- verkefni verið unnin, eins og t.d. ræktun Hólmsheiðar, trjáplöntur á Ártúnshöfðasvæðinu o.s.frv. Illa horfir með atvinnu nú Á þessu ári horfir mjög illa með sumaratvinnu fyrir skólafólk. Ber þar einkum tvennt til. Óvenjulega mikil deyfð er í byggingariðnaðinum og lítið ráðið af skólafólki þangað. Þá er mikill samdráttur í fram- kvæmdum borgarinnar og því mun minna ráðið af skólafólki til al- mennrar vinnu hjá borginni. Undan- farin ár hefur borgin ráðið u.þ.b. 800 manns til sumarstarfa, en sú tala fer nú niður í 600. Því er heldur ekki að neita að hið erfiða tíðarfar og verkföllin hafa og haft áhrif í þessu efni. 500 unglingar á atvinnuleysisskrá í gær voru á skrá hjá Ráðningar- stofu Reykjavíkur tæplega 500 ung- lingar, sem eru að leita eftir vinnu. Er það um helmingi hærri tala en var á sama tíma fyrir ári. Enn hefur borgarráð ekki tekið neinar ákvarðanir um aukafjárveit- ingar eða sérstök verkefni til að leysa þennan vanda. Um þetta hefur verið rætt fram og aftur í atvinnu- málanefnd borgarinnar, en lengra hefur málið ekki komizt ennþá. Seinagangurinn í þessu máli er hins vegar í stíl við annað hjá vinstri meirihlutanum. Aðgerða er þörf Ljóst er að við svo búið má ekki Iengur standa. Borgarráð og borgar- stjórn verður að taka þetta mál föstum tökum strax og setja í gang sérstök verkefni til að útvega fleiri unglingum atvinnu. Skólum er nú lokið og því hægt að fá nú st.rax glöggt yfirlit yfir vandamálið og umfang þess. Meðan borgaryfirvöld velta vöng- um, ganga hundruð unglinga um atvinnulausir og allir vita, að það leiðir ekki gott af sér. Þetta mikil- væga mál þarfnast skjótrar lausnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.