Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 r "P' » mmrmi Rannveig Tryggvadóttir: Björgum Landakotstúninu Það er svo sannarlega á elleftu stundu sem ég sting niður penna ef það mætti verða Landakotstún- inu til bjargar. Rúmt ár er liðið síðan undirritaður var samningur um að kaþólskir mættu gjörbreyta yfirbragði Landakotshæðar með því að reisa fyrirferðarmiklar byggingar á túninu suðvestan- verðu. Tveim þessara húsa er ætlaður staður við Hávallagötuna. Verða þau tengd með tengibygg- ingu og líta út eins og dulbúið hótel. En eru þessar framkvæmdir í raun og veru í þágu íslenska safnaðarins? Kæmi kaþólsku fólki, sem býr dreift um Reykjavík og nærliggjandi byggðir, ekki betur að þjónustustofnanir þeirra væru staðsettar annarsstaðar en í gamla vesturbænum í Reykjavík? Árið 1934, 26. aprfl, gerði M. Meulenberg biskup, f.h. kirkjuyf- irvalda í Róm, og Guðmundur Ásbjörnsson, settur borgarstjóri í Reykjavík, f.h. borgarsjóðs Reykjavíkur, með sér samning um lóðaskipti og segir þar í 9. tölulið: „Eigendum Landakotseignarinnar skal óheimilt að byggja á svæðinu vestan hinnar fyrirhuguðu götu milli Túngötu og Hávallagötu." (í samningnum er gert ráð fyrir að Blómvallagata verði framlengd að Rannveig Tryggvadóttir Túngötu, fyrirætlun sem síðar var horfið frá). Þessi samningur er mjög merki- legur og hann sýnir að Meulen- berg biskupi var ljóst hver prýði er að samfelldum grasfleti um- hverfis kirkjuna og að hún nýtur sín fullkomlega sé hvergi þrengt að henni með byggingum. Á þessum samningi átti að vera hægt að standa en það var bara ekki gert. Liggja eflaust til þess margar ástæður, sú veigamesta kannski sú að kaþólskir gerðu þá skyssu að selja nær allar lóðir sem þeir áttu óbyggðar eftir að samn- ingurinn var gerður. Hinn 19. mars 1935 kaupir Reykjavíkurborg 10744.6m2 af Landakotseign, þ.e. við Túngötu nr.: 31, 33, 35 og 37. Við Hávalla- götu nr.: 19, 21, 23, 25, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33 og 34. Við Sólvalla- götu nr.: 22, 24 og 26. Árin 1941—56 er veitt bygging- arleyfi fyrir húsunum Hávalla- gata 18, 20, 22 og 24 á lóðum keyptum af kaþólsku kirkjunni. Standa hús þessi norðan götunnar og j næsta nágrenni skólans. 1 apríl 1944 fer Jóhannes Gunnarsson biskup fram á að gert verði ráð fyrir tveimur byggingar- lóöum enn úr eigninni, þ.e. Há- vallagötu (nr. 16, gegnt Blómvalla- götu, aldrei byggt) og Hofsvalla- götu (nr. 1). Féllst skipulagsnefnd á þetta en tekur eftirfarandi fram m.a.: „Nefndin vill leggja áherslu á að jafnframt verði eiganda Landakots sett það skilyrði að ekki verði úthlutað frekari lóðum úr túni Landakots og telja skuli það fyrirkomulag sem hér er samþykkt endanlegt skipulag Landakotseignar og byggingarlóð- ir nái ekki lengra en að stíg þeim sem sýndur er vestan kirkjunnar." (Er þarna átt við girtan göngustíg sem lá frá Túngötu yfir á Hávalla- götu gegnt Blómvallagötu). Umsögn skipulagsnefndar var send biskupi með bréfi borgar- stjóra 24.6.’44 og þar segir: Bæjarráð telur ekki rétt að óbyggða svæðið á Landakotshæð- inni verði minnkað." í maí 1964 var í skipulagsnefnd og borgarráði fallist á að kirkjan fengi að byggja skólabyggingu og biskupssetur á túninu suðvestan- verðu. Engar framkvæmdir urðu. í júní 1971 féllst skipulags- nefnd á að kaþólska kirkjan fengi að byggja íbúðarhús fyrir presta svo og samkomuhús og íþróttahús svipað að stærð og Í.R.-húsið og á sama stað. Engar framkvæmdir urðu. í mars 1977 samþykkir skipu- lagsnefnd að hvorki meira né minna en fjórar nýbyggingar kaþólskra skuli staðsettar á tún- inu sunnanverðu við Hávallagöt- una. Þótti nú mörgum skörin vera heldur betur farin að færast upp í bekkinn og hófust blaðaskrif um málið og haidinn var fundur um það. 20. febrúar 1978 er í skipulags- nefnd samþykktur endurskoðaður uppdráttur af túninu þar sem fjarlægðir eru reitir fyrir dag- heimili og gestaheimili á suðaust- urhluta túnsins svo og minni háttar færsla og lenging fyrir nýjar kennslustofur og álma fyrir safnaðarheimili við Túngötu. 21. febr. '78 samþykkir borgar- ráð þennan endurskoðaða skipu- lagsuppdrátt og 2. mars sama ár fer samþykkt borgarráðs gegnum fund borgarstjórnar án umræðu og telst þar með samþykkt. „Endurskoðaður skipulagsupp- dráttur" sýnir ekki neinar smá- vegis byggingarframkvæmdir á suðvesturhluta Landakotstúns. Grunnflötur bygginga verður hvorki meira né minna en 565 fermetrar: tvö presthús, biskups- hús og þrír bílskúrar. Auk þess verða þarna fimm bílastæði. 14 bílastæði verða ennfremur tekin úr túninu við Túngötu. Undirskriftasöfnun er hafin til að andmæla því að byggt verði á Landakotstúninu. Það er eini auði bletturinn í borginni fyrir vestan læk og má ekki minnka. Vil ég hvetja alla sem annt er um að höfuðborgin okkar sé sem falleg- ust til að skrifa nöfn sín og heimilisföng á áskorunarlista. Auglýst verður næstu daga hvar þeir liggja frammi til undirskrift- ar. 1. júní 1978, Rannveig Tryggvadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.