Morgunblaðið - 02.06.1979, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979
+ Faöir minn ÖNUNDUR STEINDÓRSSON, Hólagötu 4, Neskaupstaö, andaöist 31. maí í Fjóröungssjúkrahúsinu Neskaupstað. F.h. systkina minna Steindór önundarson.
+ Faöir okkar og tengdafaöir - BJÖRN JÓNSSON, fyrrum bóndi 1 LaugahUó, Svarfaöardal, lést í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri þriöjudaginn 29. maí og verður jarösunginn frá Akureyrarkirkju, þriöjudaginn 5. júní kl. 13.30. Þórunn Björnsdóttir, Anna Björnsdóttir, Hallgrímur Björnsson, Jón Björnsson, Baldur Ingimarsson.
+ Útför mannsins míns og fööur okkar, PÉTURS J. DANÍELSSONAR fer fram frá Fossvogsklrkju, miövikudaginn 6. júní kl. 10.30. Guörún Pélsdóttir og böm.
+ Útför eiginkonu minnar HERDÍSAR JÓNSDÓTTUR, Hvassaleiti 24, fer fram frá Fossvogskirkju miðvlkudaglnn 6. júní kl. 1.30 e.h. Bjarni Sigurösson.
+ Útför móöur okkar HELGU HELGADÓTTUR, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövlkudaglnn 6. júní kl. 15.00. Jarðsett veröur í kirkjugaröinum viö Suöurgötu. Guöný Magnúsdóttir, Jón E. Magnússon, Valgeröur H. Magnúsdóttir, Guörún Magnúsdóttir.
+ Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi ÞÓRÐUR GEORG HJÖRLEIF8SON, skipstjóri, Bergstaóastræti 71, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaglnn 5. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þelr sem vildu mlnnast hins látna, er bent á líknarfélög. Lovfsa Halldóradóttir, Hrafnhildur Þóröardóttir, Lárus Hailbjörnsson, Hjördís Þóróardóttir, Guömundur Karlsson, Andrea Þóröardóttir, ísleifur Bergsteinsson, Hjörleífur Þóröarson, Jensína Magnúsdóttir, Ásdís Þóröardóttir, Valdimar Hrafnsson, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Hjartkær litli sonur okkar og bróöir, EINAR ANGANTÝSSON, Kleppsvegi 14, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 29. maí s.l. Jaröarförin hefur farlö fram. Hugheilar þakkir öllum sem hafa auösýnt okkur hlýhug, sent okkur kveöjur og veriö okkur hjálpleg. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki Barnaspítala Hringsins. Megi gæfan fylgja ykkur öllum. Auöur Ásgrímsdóttir, Angantýr Einarsson, Halla Angantýsdóttir, Hlynur Angantýsson, Ásgrfmur Angantýsson.
+ Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug við andlát og útför ÞÓRUNNAR BJÖRNSDÓTTUR, frá Miöhópi. Sérstakar þakklr skulu færöar læknum og starfsfólki Héraöshælis- ins Blönduósi. Börn, tengdabörn, barnabörn og fósturbörn.
Þórður Hjörleifsson
skipstjóri—Minning
Fæddur 14. september 1904.
Dáinn 27. maí 1979.
Liing þé Hjúkdómxlelðln verður,
lífiö hvergi vægir þér.
Þrautir magnaet, þrjóta kraftar.
Þungt og sirt hvert sporiö er,
honum treystu, hjílpln kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn lieknar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þór.
Sig. Kr. Pétursson.
Þessi ljóðlínur eiga svo sannar-
lega við um ástkæra minningu
elsku afa okkar. Afi sem kvaldist í
um það bil 40 ár eftir slys sem
hann varð fyrir. Margar voru þær
þjáningar sem hann þurfti að
ganga í gegnum, en aldrei minnt-
ist hann á það né kvartaði. Afi dró
sífellt úr því hversu veikur hann
var í raun og veru. Efst í huga
hans var ætíð hvort ekki hefði það
nú einhver verr en hann sjálfur og
liði meiri þjáningar. Margar sögur
hefur móðir okkar sagt okkur en
þær hafði hún heyrt hjá afa þegar
hann kom þreyttur og lúinn heim
af sjónum.
Alltaf skyldi hann hafa tíma til
þess að opna faðm sinn fyrir
börnum sínum og annarra til þess
að spjalla við þau um ýmislegt
sem hann sjálfur hafði séð og
upplifað á ferðum sínum um höf-
in.
Margir á okkar tímum tala um
of langan vinnutíma og að ekki sé
nægur tími til þess að vera með
börnunum sínum. Þetta er að
sumu leyti rétt, en hin hliðin á
málinu er sú að sá tími sem fólk
dvelur með börnum sínum af lífi
og sál skiptir meira máli, ekki það
endilega hversu lengi.
Þetta skildi afi. Hann lagði alla
tíð ríka áherslu á að tengslin
innan fjölskyldunnar yrðu sem
nánust. Oft minntist hann á þetta
og virtist það vera honum alveg
sérlega hjartnæmt.
Þær stundir sem við áttum með
honum fundum við oft hve ríka
réttlætiskennd hann bar í brjósti.
Allir skyldu njóta sannmælis af
vörum hans, einnig lagði hann
mikið upp úr því að fólk væri
stundvíst og duglegt í vinnu.
Alltaf var hann sæll og glaður
þegar hann vissi að allir í fjöl-
skyldunni væru búnir að fá
atvinnu og þeir sem í skóla voru
hefðu náð góðum árangri.
Sælir þeir, cr sýta og gráta,
sorgin beizk þó leggist á.
Guð mun hugga, Guð mun láta
gróa sár og þorna brá.
Vald. Briem.
Minning:
PÁLL ÞORLEIFS-
SON BÓNDIENNI
Fæddur 16. október 1903.
Dáinn 17. mái 1979.
Þegar ég heyrði um lát vinar
míns, Páls Þorleifssonar bónda að
Enni við Hofsós, kom í huga minn
löngu liðinn atburður, sem reynd-
ar voru mín fyrstu kynni af þeim
hjónum Svanhvíti Jóhannesdótt-
ur, móðursystur konu minnar, og
Páls, en hjá þeim hafði hún dvalið
langtímum saman, á sínum barns-
og unglingsárum og litu þau ætíð
á hana sem eitt af sínum börnum,
og þau vináttubönd sem þá voru
bundin hafa aldrei rofnað. Síðla
dags í marzmánuði 1955 kom ég
ásamt syni mínum 6 ára til
Hofsóss, með flóabátnum Drang.
Ferðinni var heitið að Enni, en
þar var ég búinn að koma honum í
fóstur í hálft ár, en þann tíma
dvöldumst við hjónin í Noregi.
Páll beið á bryggjunni með hest og
sleða og þrátt fyrir snjó og byl var
bóndinn hress og kátur og var ekið
greitt upp að Enni. Á hlaðinu
fagnaði Svana okkur innilega og
nú var notalegt að setjast inn í
bæinn að hlöðnu matborði. Ekki
voru húsakynni í Enni þá háreist
né íbúrðarmikil, en ég gleymi
aldrei móttökum þessara sæmd-
arhjóna þetta vetrarkvöld og þeg-
ar ég sneri til skips um nóttina,
var ég öruggur um að drengurinn
var í foreldrahöndum og sex urðu
víst sumrin sem Örn dvaldist þar
og alltaf var tilhlökkunin jafn
mikil að komast í Enni.
Páll var fæddur að Hrauni í
Unudal 16. október 1903 og 25 ára
gamall kaupir hann Enni og hóf
þar búskap með konu sinni. Ekki
voru efnin mikil og munu það hafa
verið erfið ár meðan verið var að
greiða jarðarverðið og koma upp
bústofninum. Ungur að árum fékk
Páll berkla í annan fótinn og
BLÓMAKER
GARÐÞREP
MOSAIK HF. 5~ag~*
+
Þökkum auösýnda samúö viö fráfall og Jaröarför fööur okkar,
tengdafööur, afa og langafa.
MARTEINS ÓLAFSSONAR,
fré Garöabn f Höfnum.
Sérstakar þakklr til lækna og hjúkrunarfólks á Landspítalanum og
í Hátúni 10B.
Kriatján Gréfar Marteinaaon, Áata Magnúadóttir,
Katrfn Marteinadóttir, Jón Óakaraaon,
Stafán Bjarnaaon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Mikið fannst honum gaman að
setjast niður og ræða við okkur
um framtíðina og það hvað við
höfðum hugsað okkur að gera.
Hvatti hann okkur ætíð áfram og
skýrði fyrir okkur ýmislegt sem
betur mætti fara.
Minnisstæðastar eru okkur þær
stundir sem við sátum með honum
úti í garði í glaðasólskini næstum
öll barnabörnin, við hlupum upp í
fangið á honum og hann kyssti
okkur á kinnina, klappaði létt á
öxlina og hló með. Sorglegt er til
þess að hugsa að hann fengi ekki
notið sólpallsins sem nýlolið var
við að smíða, einungis fyrir hann.
Stuttu fyrir andlát sitt sagði
hann: „Á morgun kem ég heim til
að sitja á nýja sólpallinum." Trú
okkar er sú að hann sitji þar
löngum stundum á sólríkum dög-
um og brosi til okkar þótt horfinn
sé sjónum.
Margir mættu taka afa sér til
fyrirmyndar og hafa í huga per-
sónuleika hans og drengskap í
garð allra sem hann umgekkst,
unga sem aldna. Fá orð eigum við
yfir þá gleði og ánægju sem það
hefur veitt okkur að hafa fengið
tækifæri til þess að alast upp og
njóta samvista við þennan trausta
og dásamlega mann. Ætið munum
við minnast hans með ást og
hlýhug. Megi hann hvíla í friði og
blessuð sé ætíð minning hans.
Við vottum elsku ömmu okkar
Lovísu dýpstu og innilegustu sam-
úð. Hún getur ávallt verið minnug
þess að sá sem deyr er ekki dáinn
að eilífu, minningin lifir í hjörtum
okkar sem þekktum afa Þórð. Guð
styrki ömmu og ástvini. Megi
verndarhendi hans vera yfir þeim
öllum.
Þórunn Lovísa ísleifsdóttir
Guðrún ísleifsdóttir
Gunnar örn ísleifsson.
dvaldist um tíma á sjúkrahúsi hér
syðra og fékk bata en fóturinn
varð aldrei samur og háði það
honum mjög, sérstaklega hin síð-
ari ár.
En ekki var gefist upp. Uppúr
fátæktinni var risið, þó hægt færi,
og varð Enni í höndum Páls og
Svönu að myndarjörð vel hýstri og
með sléttuð tún.
Börnin urðu fimm, allt dugnað-
ar- og sómafólk, en þau heita
Hugljúf, Jóhannes, Þráinn, Ingi
Þormar og Auðbjörg, öll gift og
flutt að heiman, nema Hugljúf
sem býr á hluta af jörðinni ásamt
manni sínum.
Páll var kominn á miðjan aldur
er ég sá hann fyrst. Hann var
hávaxinn maður, samsvaraði sér
vel, dökkur á brún og brá og
kvikur í hreyfingum. Dulur var
hann, en kunni vel að gleðjast með
kunningjum, hafði yndi af tónlist
og spilaði á hljóðfæri, átti gamalt
orgel og settist oft við það og lék
fyrir heimilisfólkið. Hann var
mikill dýravinur og var unun á að
horfa hve natinn hann var við
skepnur sínar og á það reyndar við
um alla fjölskylduna, þessi vænt-
umþykja náði langt út fyrir búst-
ofninn. í bæjarlæknum við Enni
urðu krakkarnir eitt sinn vör við
silungslontu, hann var ekki veidd-
ur, nei þau gáfu honum nafn,
Snorri var hann kallaður. Snorri
kom undan bakkanum þegar kall-
að var á hann og borðaði mat úr
lófa þeirra um leið og þau klóruðu
honum og tóku hann í lófa sinn.
Oft naut ég ásamt fjölskyldu
minni greiðasemi Páls og gest-
risni, sem ég nú þakka með
þessum fátæklegum orðum, og oft
stóðum við í túninu heima hjá
honum og nutum • einhverrar
þeirrar fegurstu sjónar sem ég hef
augum litið, en það er Skagafjörð-
urinn, með eyjunum frægu baðað-
ur í miðnætursólinni. í sumar
verður Páll ekki með, en hans mun
verða minnst og á slíkum stundum
þarf ekki orð, þá talar náttúran
sitt töframál, mál sem hann skildi
svo vel.
Við hjónin og börn okkar send-
um Svönu og öllu hennar fólki
samúðarkveðjur og þakkir fyrir
einlæga vináttu frá fyrstu kynn-
um.
Jóhann Indriðason.