Morgunblaðið - 02.06.1979, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979
25
Annað garða-
og fréttabréf
frá Bretlandi
„Okkar maður" í Bretlandi,
Steinunn Ólafsdóttir, hefur aft-
ur sent okkur svolítinn frétta-
pistil, góða hvítasunnuhugvekju:
Slæmt er að heyra hvað vorið
hefur verið kalt hjá ykkur en
vonandi fer nú að hlýna snar-
lega.
Fyrir skömmu síðan fórum við
í fimm daga ferð til Sommerset,
Dorset, Dewon og Cornwall. Og
margt fagurt bar fyrir augu, og
ýmis áhugaverður gróður er
þarna suðurfrá, t.d. villtar alpa-
rósir. Meðfram vegaköntum
voru blómstrandi prímúlur
(Primula vulgaris), í skógunum
bláklukkulaukur og hvítar og
bláar anemónur og þegar á
suðurströndina kom mátti sjá
pálma hingað og þangað í bæj-
unum, að vísu höfðu þeir sums-
staðar látið á sjá eftir þennan
harða vetur. Allsstaðar er plant-
að hvítþyrni meðfram vegum
sumstaðar var hann svo hár að
ekkert var hægt að sjá út úr
bílnum og vorum við ekki alltof
hrifin af því. En þarna suðurfrá
eru mildir vetur og sjaldan frost,
en rigninga- og vindasamt og er
þetta gert til skjóls (lærdóms:
ríkt fyrir íslenska bændur!) í
New Forest vaxa villtar gladiól-
ur og sitthvað fleira fallegt
innan um ilex, burkna og eikitré.
Undanfarna daga hefur verið
mikill hiti 23—28 stig. Allur
gróður hefur þotið upp og nú
blómstra kirsiberjatrén
(Prunus) af ýmsum stærðum og
gerðum, sum eru japönsk.
Einnig paradísareplin (Malus)
og fleira og fleira sem of langt
yrði upp að telja.
Hin eiginlegu eplatré eru með
hvítum eða bleikum blómum,
hestakastaníutré blómstra
rauðu eða hvítum, og svo eru
sírenurnar komnar með sín il-
mandi hvítu eða fjólubláu blóm,
og ekki má gleyma rauð- og
hvítþyrni sem eru ákaflega
blómfögur tré. Magnolíutréð er
með gríðarstór hvít eða bleikleit
blóm og stjörnumagnolían
(Magn. stellata) með hvít
stjörnublóm undrafögur. Flest-
allar trjátegundir — og þær eru
margar — eru orðnar allaufgað-
ar m.a. hjartarhornstréð (Rhus
typina) skrítið og skemmtilegt
tré. Spirea arguta stendur nú
alhvít af blómum eins og snjór
hafi fallið á hana. Norðmenn
kalla hana Snerivebusk með
réttu. Ymsar klifurjurtir eru
orðnar fallegar t.d. klifurberg-
sóley (Clematis montana) sem er
bleikblómstrandi. Þá eru enn
ótaldar allar blómjurtirnar sem
útsprungnar eru en þess má geta
að steinhæðir eru nú þaktar með
uppáhaldsblómum þeirra breta:
hraunbúa, álfakraga, bergnál og
garðaljóma í ýmsum litum. Því
miður stendur þessi há-blóma-
tími stutt, einkum þegar heitt er
og nú þegar eru byrjuð að falla
blómin af ávaxtatrjánum.
í lengri tíma hef ég horft hér á
garðyrkjudagskrá í B.B.C. sem
heitir Gardeners World og er
afar góður. Þá eru heimsóttir
garðar, talað við garðyrkjufólk
og sýnikennsla í ýmiskonar
ræktun. Hvernig getur staðið á
því að íslenska sjónvarpið skuli
ekki vera komið með slíka þætti
fyrir löngu? Þetta er afar vin-
sælt efni og hefur gengið í mörg
ár.
Gott verður að koma heim í júnílok og
upplifg vorið heima á íslandi og hvergi er
blómailmurinn jafn sterkur og þar. Með bestu
kveðjum og óskum um að nú fari sól og hlýindi
að verma ykkur og gróðurinn heima.
CUmbridge 18.5.79
S.ÓI
Ragnar Lár sýn-
ir á Sauðárkróki
Ragnar Lár sýnir í Safnahúsinu á
Sauðárkróki um
hvítasunnuhelgina. Á sýningunni
eru vatnslita- og akrylmyndir.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 15—22 dagana 2.-4. júní.
V
< .. - ..
.. V
IJilKUV . Ki.ll:
\ Lf-JKUR ::r stak; f
\ IIJKURLR |
y VINNA BÁHNSINS ^
KA
V.__J
Leikfanga-
sýning
FÓSTRUFÉLAG íslands efnir
til sýningar á leikföngum fyrir
börn á aldrinum 0—7 ára og
verður sýningin opnuð í Haga-
skóia mánudaginn 4. júnf n.k.
en hún er haldin f tilefni barna-
ársins. Fjórtán aðilar hafa
lánað leikföng til
sýningarinnar.
Leikfangasýningin verður
opin almenningi til sunnudags-
kvöldsins 10. júní, frá kl. 15—22.
Síðar er fyrirhugað að fara með
sýninguna til Akureyrar og
Egilsstaða. Aðgangur að sýning-
unni er ókeypis en efnt verður til
leikfangahappdrættis á sýning-
unni í Reykjavík.
Málverkasýning
Kjarvalsstödum
26.mai-17júni
Opið alla daga kl.2-10
EFÞAÐERFRÉTT- 9) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU
10 ástædur fýrir kaupum
á PHILCO
Viðurkennt ullarþvotlakerfi.
7.
Stór þvottabelgur, sem tekur 5 kg. og
stórar dvr er auðvelda hleóslu.
8.
Fjöldi kerfa, sem henta þörfum og þoli
alls þvottar.
9.
Fullkomin viðgerðarþjónusta er vkkar
hagur. <
10.
Verðið er mun lægra en á sambærileg-
um vélum.
Tekur inn heitt og kalt vatn, sem þýðir
tíma og rafmagnsspamað.
2.
Vinduhraði sem cr allt að 850 snún/-
ntin, flvtir þurrkun ótrúlega.
3.
4 hitastig (32/45/60/90°C), sem henta
öllum þvotti.
4.
Spamaðarstilling fyrir vatn og raf-
magn.
5.
3 mismunandi hraðar i þvotti og tveir i
vindu, tryggja rétta meðferð þvottar- PHILCO og fallegur
llls‘ þvottur fara saman.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 - SÆTÚN 8 — 15655