Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 29

Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 29 Á annað þúsund svör bárust í spurningakeppni Varðbergs ÚRSLIT í spurningakeppni sem Varðberg, íélag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, gekkst fyrir í dagblöðum nýlega, voru kunngerð s.l. miðvikudag. Voru spurningarnar tengdar þátttöku íslands í Atlantshafs- bandalaginu. í boði voru tvenn peningaverðlaun, en auk þeirra tíu bókaverðlaun. I hófi, sem haldið var að Hótel Loftleiðum, kynnti Alfreð Þor- steinsson, formaður Varðbergs, úrslit í keppninni, en þátttaka í henni var góð og bárust hátt á annað þúsund úrlausnir. Dregið var úr réttum lausnum og hlaut Dóra G. Jónsdóttir, gullsmiður, 1. verðlaun, sem voru 150 þúsund krónur. Önnur verðlaun hlaut Guðmundur Rúnar Ólafsson, há- skólanemi, en þau námu 100 þús- und krónum. Þá hlutu eftirtaldir aðilar bóka- verðlaun: Þórdís Kristinsdóttir, Hafnarfirði, Ragnar Hauksson, Reykjavík, Óli S. Pétursson, Hofs- ósi, Vilhjálmur Guðbjörnsson, Kópavogi, Vilhelmía Hauksdóttir, Reykjavík, María Ingvarsson, Reykjavík, Guðlaugur Leósson, Kópavogi, Diðrik Jóhannsson, Borgarnesi, Birgir Ólafsson, Vest- mannaeyjum og Lárus Baldurs- son, Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson íormaður Varðbergs, afhendir Dóru G. Jónsdótt- ur 1. verðlaun í spurningakeppni félagsins. Þessi mynd er frá verðlaunaafhendingunni á Loftleiðahóteli. M.a. sjást á myndinni verðlaunahafarnir Dóra G. Jónsdóttir og Guðmund- ur Rúnar Ólafsson er sitja við hlið formanns, Aifreðs Þorsteinssonar. Einnig sjást nokkrir stjórnarmenn Varðbergs, þ. á m. Róbert T. Árnason, Björn Hermannsson og Björn Björnsson. Þá sjást og gestir í hófinu, Mik Magnússon blaðafulltrúi og Hermann Bridde bakara- meistari, auk starfsfólks upplýsingaskrifstofu Atlantshafsbandalags- ins á íslandi. Vestmannaeyjar: Skólaslit Stýrimannaskólans STÝRIMANNASKÓLANUM í Vestmannaeyjum var slitið fyrir nokkru. Flutti skólastjórinn, Friðrik Ásmundsson, skólaslita- ræðu og afhenti nemendum próf- skírteini og verðlaun. Guðjón Guðjónsson frá Vopna- firði var hæstur á fyrsta stigi með meðaleinkunn 9,44, annar Sigurður Sveinn Másson Reykjavík með meðaleinkunn 7,88 og þriðji Birgir Þór Sverrisson Vestmannaeyjum með 7,81. Hæstur í öðru stigi verða Róbert Guðfinnssson Siglufirði með meðaleinkunn 9,07, annar Magnús Kristinn Sigurðsson Vestmanna- eyjum með 7,88. Róbert Guðfinnsson fékk í verð- laun veggskjöld frá Sigurði Einarssyni útgerðarmanni og verður honum veitt svonefnt Verðandaúr frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi á sjómannadaginn. Magnús Kristinn Sigurðssón fékk verðlaun úr Verð- launasjóði Ástu og Friðfinns Finnssonar frá Oddgeirshólum. Hannes Tómasson skipstjóri frá Höfn færði skólanum að gjöf oktant og Kristján Laxfoss morslampa, Tryggingamiðstöðin gaf skólanum siglinga- og fiskileitartæki, sem voru um borð í skuttogaranum Breka, fyrir brunann. Báta- ábyrgðarfélagið Vestmannaeyja gaf kr. 200 þúsund í Styrktarsjóð nemenda. Kúpangskaiiistaður G! Sýning á Miðbæjarskipulagi aö Hamraborg 1 veröur framlengd til fimmtu- dags 7. júní (lokaö hvítasunnudag). Framhald borgarafundar um Miöbæjarskipu- lagið veröur í Víghólaskóla þriöjudag 5. júní kl. 20.30. Bæjarstjóri. Viö erum fluttir frá Nýbýiavegi 2 aö Skemmuvegi 6 Söluaöili fyrir Tifesfonc • Alhliða hjólbarðaÞjónusta. • Hjólbarðasala. Nýir og sólaðir hjólbarðar. • Jafnvægisstilling. • Öll Þjónusta ínnanhúss. Hjólbarðaviðgerð Kópavogs Skemmuvegi 6, sími 75135. Veislumatur skemmtiatriöi Verið velkomin Þaö er ódýrt aö boröa hjá okkur Við bjóðum stórsteikur sem smárétti Allt aföllu i mat og drykk. MuniÖ ókeypis sérrétt fyrir börn 10 ára og yngri. The Bulgarian Brothers“ skemmta matargestum '.sjubergs sem her segir: í dag frá kl. 6—9, á morgun vítasunnudag frá kl. 12—2 og 6—9. Hvítasunnudag frá kl. 12—2 og 6—9.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.