Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 30

Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 ííslandsmótinu verða leiknir 1050 \e\kir NU EU knötturinn farinn að rúlia um land allt. cins og .sagt cr á knattspyrnumáli. scm aú sjálfsiÍKðu þýðir að landsmótin cru hafin. Að vísu cr nokkuð síðan. að knattspyrnumenn hófu að leika hin ýmsu vormót. eins Rcykjavíkurmótið. litlu bikarkcppnina og íleiri mót. En fslandsmótið hófst 11. maí ok það mun vcrða lcikið í því stanslaust allt þar til um miðjan scptcmbcr. l)cj;ar daKurinn í dax. lausardaRurinn 2. júní. er að kvcldi kominn hafa vcrið lciknir 12 lcikir í 1. dcild. 20 lcikir hjá konum. 15 leikir í 2. flokki. 27 lcikir í 3. flokki. 5. lcikir í 4. flokki. 3 lcikir í 5 flokki, 14 lcikir í bikarkeppni KSÍ. auk 2ja landslcikja. Mcr tclst því til. að búið sá að lcika í 3510 mín. í dcildunum þrcm ok í um 2000 mín. í öðrum flokkum. cða alls í liðlcga 5500 mín cða tæpar 02 klst. Ég veit að fyrir marga eru þessar tölur ekki nein skemmtilesning, en þær og margar fleiri komu í huga minn, þegar ég var aö fletta Mótabók KSÍ á dögunum og satt aö segja geröi ég mér ekki Ijóst í fyrstu hversu mikiö „fyrirtæki" ef svo má aö orði komast, íslandsmótiö er oröiö. Það er liðin sú ntíö, aö t.d. íslandsmótinu í mfl var hespað af á tveim til þrem vikum. Mér hetur talist svo til, aö þeir leikir sem Mótanefnd KSI skipulegg- ur og sér beint og óbeint um framkvæmd á, séu í ár um 1050 og fara þeir fram vítt og breitt um landiö. Þeir mótanefndarmenn, Árni Þ. Þorgrímsson og Bergþór Jónsson, hafa því vissulega ekki setið auöum höndum í vetur viö niöurrööun leikj- anna og vert er aö hafa það í huga, aö þeir vinna þessi störf án nokkurr- ar greiöslu. Það eru um 60 félög, knattspyrnu- ráð og bandalög, sem senda flokka til keppni í landsmótum í ár. Alls eru leikirnir í 1. og 2. deild 180 talsins, en í 3. deild sem leikin er í riölum eftir landssvæöum eru leikirnir 193 og er þaö lang umsvifamesta mótiö. Konur leika 20 leiki, en í yngri flokkunum eru leikirnir um 600. Þá eru leikir í bikarkeppnunum þremur alls um 60. Auk þess leikum við a.m.k. 6 lands- leiki auk nokkurra landsleikja drengja og unglinga. Eftir þessa upptalningu sjá menn hversu gífurlega mikið fyrirtæki landsmótin eru oröin. Ég veit ekki hve háar fjárhæðir hin ýmsu félög greiða í feröakostnaö vegna leikj- anna, enda mun þ.að nokkuö mis- jafnt. Þó veit ég um eitt félag, sem telur sig þurfa aö greiða um 8 millj. króna í ár. Margir greiöa að vísu minna, en ég gæti trúað aö þessi eini kostnaðarliöur hjá félögum í lands- mótum í ár, sé ekki undir 200 milljónum króna. Feröakostnaöurinn er ekki nema hluti þess kostnaðar, sem félögin þurfa aö standa straum af vegna starfsemi sinnar, þannig aö ég reyni ekki að geta mér til um heildarkostn- aöinn. Þó má reikna meö aö velta hjá t.d. einu félagi í 1. deild, sem jafnframt tekur þátt í Evrópukeppni, veröi ekki undir 50 milljónum króna í ár. Verulegs hluta þess fjár, sem félög hafa handa á milli til starfseml sinnar, er aflað meö „sníkjum" ef nota má það orð, því að óverulegur hluti þess fæst af seldum aögangseyri aö leikjum eða með opinberum styrkj- um. Aö vísu er þetta nokkuð misjafnt eftir félögum og stööum. Það er vitað, að knattspyrnumenn okkar leggja mikiö á sig vegna æfinga og kappleikja, án þess aö hljóta neinar peningagreiðslur fyrir, enda munum viö vera einu 100% áhugamennirnir a.m.k. í evrópskri knattspryunu í dag. En eins og sést á því sem ég hef hér að framan lauslega vikiö aö, þá eru stjórnendur þessara félaga ekki síöur áhuga- menn og gleymist oft að geta þeirra þegar þessi mál eru rædd. Ekkert lið nær góðum árangri nema hafa aö baki sér trausta og fórnfúsa foryst- umenn. Gorum sanniíjarnar kröfur Þegar við hér norður viö „Dumbs- haf“ eins og Baldur vallarvörður segir oft, erum aö berjast við að leika knattspyrnu á grjóthöröum malar- völlum í noröanbáli á höröu vori og þykjumst góðir ef við getum stolist inná einhvern túnskika í nokkrar mínútur til aö undirbúa landslið okkar undir stórátök í Evrópukepnni landsliöa, æfa andstæöingar okkar á iðgrænum knattspyrnuvöllum viö bestu aöstæður. Auk þessa þurfa þeir ekki annað aö gera en aö leika knattspyrnu og hafa aö launum fjárhæöir, sem við kunnum vart að nefna. Svo þegar til leiksins kemur er aö sjálfsögðu ætlast til þess aö sama af okkar „áhugamönnum" og and- stæðingum okkar. Þaö er gert oft á tíðum góðlátlegt grín aö okkur þegar viö bíðum lægri hlut og þá gripiö til lélegra brandara, eins og að lúöra- sveitin hafi átt besta leikinn, eöa annað í þeim dúr. Þegar svo nokkr- um forráðamönnum eöa stjórnar- mönnum, sem leggja oft á tíðum nótt viö dag til aö halda fyrirtækinu gangandi, er sýnd sú umbun aö fá aö fara í tveggja til þriggja daga ferö meö liöinu, titlaöir því tignarheiti „fararstjóri" eiga þeir á hættu að vera kallaðir jólasveinar einn og átta, eöa annað, eftir því hve mönnum dettur í hug, aö þeir séu margir hverju sinni. Sannleikurinn er sá, aö viö getum og eigum að vera stoltir af okkar knattspyrnumönnum og viö eigum ekki aö sjá ofsjónum yfir því aö umbuna nokkrum forystumönnum fyrir gott starf, svo fremi að þess sé nokkur kostur. Við leíkum knatt- spyrnu viö þær aðstæöur, að okkur er ekki trúaö þegar viö erum, að skýra þeim frá, er ekki þekkja til. Þrátt fyrir þaö höfum við náö góöum og stundum frábærum árangri í viðureignum okkar viö stórþjóöir, sem hafa þær aöstæöur, sem okkur dreymir ekki um að eignast í náinni framtíð. Öll gagnrýni er aö sjálfsögöu nauðsynleg og engin biöst undan henni, en hún veröur aö vera heiðar- leg og byggjast á sanngirni og sannleika. Knattspyrnuforystumenn munu aö sjálfsögöu vinna að því af alefli að bæta alla aöstööu fyrir knattspyrnuíþróttina og þar hefur miöað verulega í rétta átt á undan- förnum árum. Hins vegar getum við aldrei skapaö þær aðstæöur, því miður, sem aörar þjóöir hafa upp á aö bjóöa, af ástæðum sem öllum eru kunnar og óþarfi er aö eyöa að mörgum orðum. Landsleikurinn gegn Sviss er næsti stórviðburöur á knattspyrnu- sviðinu hjá okkur, en liðin mætast í síöari leiknum í 4. riðli EM laugardag- inn 9. júní, eftir viku. Margir bíöa þessa leiks meö eftirvæntingu, því aö þar ætti aö geta orðiö um jafna og spennandi viðureign aö ræða. Von- andi getum við stillt upp okkar sterkasta liöi og meö góöri aðstoð þúsunda áhorfenda, tryggra stuön- ingsmanna knattspyrnunnar ætti von okkar um annan sigur okkar í Evrópukeppni landsliða aö rætast. Vonum að sú ósk rætist. Helgi Daníelsson A EFTIR B0LTANUM GRUNDIG 20"4632 Loekkun kr.91.500. Áðurkr.589.200. Núúkr.497.700. Vildarkjör Nesco % Lltborgun: Mánaðargr.: 20% kr. 100.000 2 X kr. 199.000 30% kr. 149.000 3 X kr. 116.000 40% kr. 199.000 4 X kr. 75.000 50% kr. 249.000 5 X kr. 50.000 60% kr. 298.000 Frjálst innan árs 100% kr. 473.000 (5% staðgr.afsl.) VEXTIR OG KOSTNAÐUR EKKIINNIFAUIÐ. • Línumyndlampi. („Black-stripe inline“). • Einingaverk. • AFCog AGC (sjá 4613). • Kalt kerfi. (Aukin ending). • Framvísandi hátalari. (Betri hljómburður). • Tónstillir fyrir bassa og diskant. • Þráðlaus fjarstýring. (Innrauður geisli). • Sjálfvirk miðstilling. Tölva sem stíllir liti, birtu og hljóð eins og best verður á kosið, strax við gangsetnjngu. • Tölvubúinn, sjálfvirkur stöðvaveljari með minni. • Valhnotukassi eða silfur og svart. Stærð 57 X 42 X 45 cm. 0PNA 0LLUM MOGULEIKA. GILDA FYRIR ALLAR NESCO VÖRUR AÐVERÐMÆTI YFIR KR.100.000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.