Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 35 STÝRIMANNADEILD var starí- rækt á Höfn í Hornafirði síðast- liðinn vetur og í vor luku þaðan 10 manns á aldrinum 17 ára til fertugs prófi, sem gefur þeim réttindi á allt að 120 tonna báta. Einn þeirra, sem stunduðu þenn- an skóla í vetur, var Stefán ólafsson, 31 árs Norðfirðingur búsetttur á Höfn. Auk þess að nema við skólann kenndi hann þar og lauk síðan hæsta prófi nemendanna og trúlega hæsta prófi, sem tekið var á þessu stigi í vetur. Stefán lauk prófi í félagsfræði frá Háskóla íslands vorið 1975 og BA-ritgerð hans á sínum tíma fjallaði um Alþingi og alþingis- menn, en það er önnur saga. Okkur lék forvitni á að vita hvað hefði orðið til þess að hann settist á ný á skólabekk og hóf að nema skipstjórnarfræði. — Ég hef nú verið á sjó með skólanum síðan ég var 15 ára gamall, svo sjómennskan var mér alls ekkert framandi, segir Stefán þar sem við spjölluðum saman á bryggjunni á Höfn í Hornafirði. — Ég kenndi í vetur íslenzku og þjóðfélagsfræði við gagnfræða- skólann hér og íslenzku við stýri- mannadeildina. Það hentaði mér ágætlega með kennslunni að læra sjálfur. — Þetta var aðeins 1. stigið, sem við fengum að halda hér á Höfn, en ef menn vilja læra meira verða þeir að fara suður til Reykjavíkur. Þetta námskeið stóð í 7 mánuði og var fullur skóli þann tíma. Við vitum ekki hvort slíkt námskeið verður haldið hér aftur, en eitt svona námskeið á t.d. þriggja ára fresti brúar bilið og mettar þörf- ina á svona stað í nokkur ár. — Reynslan af þessari deild í vetur réttlætir það, að námskeið sem þetta séu haldin úti á landi. Nemendur og kennarar voru allir héðan og ég er viss um að a.m.k. 6 af 10 nemendum hefðu aldrei drifið sig í að læra, nema af því að námskeiðið var haldið hér á staðn- um. Sumir fóru skítblankir í þetta, en höfðu möguleika á að búa ódýrt heima hjá sér, hægt var að hlaupa í vinnu, t.d. í róðra um helgar. Þetta ýtti mjög undir menn, sem Þetta er gott hvað með öðru segir Stefán Ólafsson Félagsfræðingur í skipstjórnar- deildinni á Höfn kannski hefðu aldrei lært meira og mesta lagi verið stýrimenn á undanþágu, sem er misjafnlega þokkað eins og gengur. — Hvað er svo framundan? Stýrimennskan, kennslan, félags- fræði eða meira nám? — Þetta var vond spurning. Ég veit það eiginlega ekki sjálfur. í sumar verð ég stýrimaður á Haukafellinu, en hvað verður næsta vetur er enn ekki ákveðið. Það er gott að hvíla sig á kennsl- unni með því að skreppa á sjóinn og öfugt. Éigum við ekki að segja að þetta sé gott hvað með öðru, sagði Stefán Olafsson að lokum. HVERS VEGNA 40 hestaffla •sasmxkZ -Mfj URSUS 40 ha. er létt og lipur dráttarvél, sem hentar sérstaklega vel í öll léttari verk. URSUS 40 ha.er mjög eyöslugrannur á tímum ávallt hækkandi olíuverðs. (Eyöir ca. 2 I. á vinnustund). URSUS 40 ha kostar aðeins kr. 1.340.000. URSUS 65 ha kostar aðeins kr. 1.840.000. Hagstæð greiðslukjör Verö á húsklæöningu kr. 225.000.- Verö á moksturstækjum kr. 380.000.- Verö á jarötætara kr. 292.000.- Fyrirliggjandi. Sundaborg 10, símar 86655 og 86680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.