Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979 13 sonar er að vísu stórkostleg og sýnir Jón í öllu sínu veldi, en forsendurnar fyrir henni eru hreinasta hneyksli, vægilega til orða tekið. Ég hafði samband við einn af þeim listamönnum, sem átti málverk á fyrri sýningu í þessum banka, og spurði hann, hvort hann hefði fengið þóknun fyrir lánið á mynd sinni. Hann kvað nei við. Þarna á í hlut einn af okkar yngri mönnum, sem verður að berjast upp á líf og dauða til að geta stundað mynd- list. En hinn aðilinn er enginn annar en Alþýðusamband Islands, sú stofnun, sem telur það sitt aðalverkefni að hugsa um hag láglaunafólks, hvað þá þeirra, sem ekki ná þeim flokki. Afmælishátíðir Sjálfstæð- isflokksins um allt land í TILEFNI 50 ára afmælis Sjólfstæðisflokksins hofur verið ákveðið að efna til afmælishátíða víðsvegar um landið. Hér er um að ræða skemmtanir með vönduðu og léttu efni, auk dansleikjahalds. Hátíöir Þessar veröa haldnar á eftirtöldum stööum. föstud. 29. júní á Patreksfirði, laugard. 30. júní í Siglufirði, föstud. 6. júlí í Siglufirði, laugard. 7. júlí á Hofsósi, föstud. 13. júlí á Hellissandi, laugard. 14. júlí Saurbæ, Dal, föstud. 20. júlí á Fáskrúðsfirði, laugard. 21. júli á Egilsstöðum, föstud. 27. júlí á Ólafsfirði, laugard. 28. júlí í Skjólbrekku, föstud. 3. ágúst á Kirkjubæjar- klaustri, laugard. 4. ágúst á Hellu. í september að Stapa og í Vestmannaeyjum. Til þess að annast skemmti- atriði á afmælishátíðum Sjálf- stæðisflokksins í sumar hafa að venju verið fengnir þekktir lista- menn. Leikararnir Þóra Friðriks- dóttir og Jón Sigurbjörnsson munu flytja stutta leikþætti í gamansömum dúr, auk þess sem Jón tekur auðvitað lagið og Þóra flytur gamanvísur. Þá mun hin landskunna eftirherma og leikari Jörundur Guðmundsson ekki liggja á liði sínu í grínþáttunum fremur en venjulega. Hljómsveit- inni stjórnar svo Ólafur Gaukur en í henni eru auk hans þau Svanhildur, Einar Hólm, og Ingvi Guðjónsson. Hljómsveitin mun að venju eiga einhvern þátt í skemmtiatriðunum auk leikar- anna. Þá kemur fram ungt par frá Karonsamtökunum sem sýna mun hátískufatnað frá Karnabæ og auk þess stíga stuttan diskódans. Með í förinni verður 'svo Diskótek- ið Dísa og auðvitað sérstakur plötusnúður því meðfylgjandi. Mun það annast hvers konar tónlist, bæði á skemmtunum og tii skiptis við hljómsveitina á dans- leikjum, auk sviðsljósa. Þá verður á skemmtunum þessum bingó innifalið í aðganseyri með góðum vinningum. Þá munu forystum. Sjálfst.fl. flytja stutt ávörp á hverjum stað. Skemmtiatriði eru í þetta sinn fjölbreyttari og höfða til stærri hóps en áður hefur verið í svipuð- um ferðum út um landið á vegum Sjálfstæðisflokksins. KONSTRUKTIIVISEN TAITEEN KANSAINVÁLINEN TYÖRYHMÁ INTERNATIONELLA ARBETSGRUPPEN FÖR KONSTRUKTIV KONST INTERNATIONAL WORKGROUP FOR CONSTRUCTIVE ART INTERNATIONALER ARBEITSKREIS FÚR KONSTRUKTIVE GESTALTUNG CENTRE INTERNATIONAL D’ÉTUDES D’ART CONSTRUCTIF MAXIMAL- -MINIMAL Englanti Lowe Steele Hollanti Hilgemann de Keijzer Islanti Ágústsson Italia Morandini Zilocchi Puola Winiarski Ranska Breval Ruotsi Ridell Saksan Liittotasavalta de Poortere Schrader Suomi Tanska Kopteff Kujasalo • Schwalbe AMOS-ANDERSON HELSINKI 19.5-11.6-78 KEMIN TAIDEMUSEO 1.7-5.8 • 78 TAMPEREEN TAIDEMUSEO 16.8-3.9 • 78 Hámark —lágmark í sal Félags íslenzkra Mynd- listarmanna við Laugarnesveg stendur um þessar mundir yfir sýning, sem nefna mætti leik einfaldleikans og hreinleikans á móti stærri formaheildum. Allt er þetta nákvæmlega skipulagt, mönnum sagt fyrir verkum í þá veru að þetta eigi að vera þannig og hinseigin, stærðarhlutföll eru ákveðin fyrirfram og verkin mega þannig ekki vera stærri en þetta og hitt. Þannig verkar þetta á hlutlausan áhorfanda sem miðstýring myndlistar. Nákvæm formfræði og mynd- rænt meinlæti svo sem best getur verið, hér er hlátur fjarri og menn taka ofan hver fyrir öðrum með mikilli andakt. Bein lína á móti annarri beinni línu svo að helst minnir á kennslu í formfræði í listaskólum, en á hærra stigi. Hér sér maður verk sem á allan hátt eru nákvæm- lega skipulgöð og minnir það helst á þá áráttu húsameistara, að skipuleggja allt fyrir hinn saklausa borgara, húsin eiga að vera þannig og hinsegin, — svefnborgir eru hannaðar af miklum móð en einhvernvegin líður veslings fólkinu illa. Það vantar eitthvað opinskátt, segjum t.d. þann hlut i líkama hvers manns sem hjarta nefnist, æðaslátt og lifandi tilfinningar. Að burthreinsa allt þetta og hanna í stað þess hrein og klár form hefur vissulega tilgang í sjálfu sér og getur verið hreinn unaður að skoða, — einfaldleik- ans leik, vel fram borinn og af mikilli umhyggju settur á stall. En í þjóðfélagi, sem byggist á tölvuvísindum og nafnnúmerum hlýtur þetta að teljast vafasamt fyrirtæki því að allur kraftur myndlistarmanna ætti frekar að beinast að því að opna augu manna fyrir lífinu allt um kring, — þessu merkilega lífi þar sem gerfiþarfir eru ræktaðar af ofur- kappi með tilstuðlan alls konar skrumpésafræðinga, sálfræð- inga og félagsfræðinga, sem leggja áherslu á það að búa til „þarfir" og „vandamál", sem menn höfðu ekki hugmynd um áður. í gamla daga lærðu menn að lesa án þess að -það væri skipulagt og tók það skamman tíma, — í dag tekur það mörg ár með tilstuðlan skólarannsókna, skipulagið uppgötvaðist en til- finningin gleymdist. — Það er þannig engin furða þótt fátt fólk komi á þessa Myndiist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON sýningu og ég skil ekki hvers vegna þessi sýning er sett upp hér í Reykjavík í sal þangað sem fáir rata. Hún hefði átt að vera sett upp í salarkynnum Lista- safns Islands, og vera þar uppi á sama tíma og skólar eru í gagn- inu þannig að hægt hefði verið að kynna hana betur. En að setja hana upp í júnímánuði í sal FÍM hefur engan tilgang og er það furðulegt að slík sýning skuli vera styrkt með miklum pening- um úr samnorrænum sjóði með þeim árangri að enginn kemur til að upplifa og uppgötva þessar einföldu staðreyndir. Ég persónulega hafði mikla ánægju af innliti og skoðun sýningarinnar og hefði viljað kynna hana meir og betur en hún stendur aðeins yfir í 8 daga og í ljósi þess eru mér mikil takmörk sett. Ég skil ekki þessa fram- kvæmd, en þrátt fyrir það þakka ég með virktum fyrir mig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.