Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979 17 031 indum hefur þó engan tekið sárar til þess hve landsmenn ‘voru aumir og ósjálfbjarga í verzlunarmálunum, en Ar lögmann Od/sson. Yar »revft stöku s.nnum á 4smönnurn væri hans dögum og_a< leyft aði Gísli Mal i bréfi till til að vi sem verzlJ gaumur sig smám svo á. sei ræða. Að og eigi dró um viðreisn] aldar, en hitj fram á neinj leggia það til, leyfð frjáls ver/ /%/>-6i4 aðrir af heí kompir á v&ri það fy^ íam haláb biskup Viy og sýslur/ ingum sumir s£gla Gottrúp l _ afdráttarlaust, ____^ einokun arverzlunin sé sk fiAn. sé landinu hágfeidust að ---------—/» - -T~TTn áft ýmsu leyti, þvf enginn mum óneyddur haldá sjálfum var t. d. íendur Jón nokkrum 01, þegar Segja. þeir rþvi fram, að n skoðuni að jafnvel nauð- „Enginn olíuforstjóranna hefði treyst sér til að útvega olíu á lægra verði en við kaupum af Sovétmönnum." Þetta er merkileg yfirlýsing ráðherrans með tilliti til þess, sem Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, stjórnarformaður Skeljungs h/f og fyrrverandi forstjóri félagsins, segir í breiðsíðusamtali við Þjóð- viljann fimmtudaginn 14. júní sl., en þar kemst stjórnarformaðurinn m.a. svo að orði, eftir að hann er búinn að tala um „100% lygi“ Morgunblaðsins: „Aðspurður, hvort möguleikar væru að kaupa olíu á hagstæðara verði en nú er gert svaraði Hallgrímur því til, að ákaflega erfitt væri að segja til um það núna. Olían væri keypt á heimsmarkaðsverði, sem miðað væri við Rotterdammarkaðinn og Rússar fylgdu þessu verði eins og aðrir. Hallgrímur taldi þó helztu möguleika á að kaupa olíu á Cúracao-verðinu, en kvaðst ekki geta fullyrt, hvort sá markaður væri hagstæðari nú, en þó væri það ekki ólíklegt. Hallgrímur vildi gjarnan, að það kæmi fram, að Islendingar væru bundnir viðskiptasamning- um við Sovétmenn. Við seldum þeim fisk og keyptum olíu í stað- inn. Hann vildi því ekki útiloka, að ef til vill væri hægt að fá hag- stæðara verð, ef félögin keyptu beint frá sínum umbjóðendum, þ.e. frá Shell eða BP.“ (Leturbr. Mbl.). Svo mörg eru þau orð. Gunnar Guðjónsson stjórnar- maður í olíuverzlun Islands segir í öðru breiðsíðusamtalinu við Þjóð- viljann m.a.: „Þetta eru búin að vera hrein geðveikisskrif í ákveðn- um fjölmiðlum um olíukaup okkar íslendinga", og leynir sér ekki að ummæli þessi, eins og sumt annað sem í þessum samtölum stendur, er þeim Þjóðviljamönnum og al- þýðubandalagsráðherranum þókn- anlegra en flest annað, sem birzt hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Notum við tækifærið og óskum báðum aðilum til hamingju með hina nýju breiðfylkingu sumra íslenzkra olíuseljenda, rússneskra arðránsmanna og íslenzkra hörmangara í Alþýðu- bandalaginu. Það var kominn tími til að ný breiðfylking yrði mynduð á Islandi, og vonandi fer þessi eining andans ekki fram hjá nokkrum manni, enda þótt við- skiptaráðherra og stjórnarfor- mann Skeljungs greini þó nokkuð á um olíumálin, eins og bent er á hér að framan. En hvernig væri að þessir menn hættu að beina spjót- um sínum að Morgunblaðinu, en beindu þeim þangað, sem rétt væri, þ.e. að rússneskum olíuselj- endum okkar? Ríkiskapital- istunum; marxistunum. Það gæti verið íhugunarefni í dag, á 35 ára afmæli íslenzka lýðveldisins. En á sama tíma og sú skoðun er sett fram hér í Reykjavíkurbréfi, er einnig ástæða til að benda á, að það hefur áður komið fyrir, að íslenzkir ráðamenn hafi ekki haft trú á því, að Islendingar gætu haft hagstæðari verzlun en þá, sem einokunarkaupmenn og hörmang- arar fyrri tíma höfðu upp á að bjóða. Það skulum við ekki síður íhuga i dag. Vaninn er lítilli þjóð jafn hættulegur og andvaraleysið, ef ekki hættulegri. Auðvitað eig- um við að leita nýrra leiða til að draga úr arðráni olíuseljenda okkar. Þegar Cúracao-verðmið- unin var okkur óhagstæð, höfðum við djörfung til að reyna nýjar leiðir og láta vanabindandi við- skipti lönd og leið. Morgunblaðið gerir sér grein fyrir því, að breyt- ing á olíukaupum okkar verður ekki gerð með einu pennastriki, en í stað þess að úthúða blaðinu, ættu þeir, sem ábyrgð bera á olíukaup- um og fisksölu til Sovétríkjanna að snúa bökum saman og reyna að dreifa áhættunni, sem getur orðið litiíli þjóð og sjálfstæði hennar hættulegra en flest annað, þegar fram líða stundir. Lítil þjóð má aldrei verða svefn- gengill vanans. Hún verður að vera vel á verði og krefjast þess af forystumönnum sínum, að þeir leiti ávallt nýrra ráða til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði hennar, eins vel og unnt er. Það var ekki vegna neinnar andstöðu við íslenzku þjóðina og óskir hennar, sem ýmsir forráðamenn treystu sér ekki til að gera tillögur um breytta verzlunarhætti fyrr á tímum, heldur vegna þess að þeir voru vananum ofurseldir, þorðu ekki að grípa á neinu kýli og trúðu ekki á, að svo lítil þjóð sem íslendingar gæti leitað nýrra leiða og sigrazt á hrikalegum vanda. I framhaldi af þessu skulum við minnast þess, sem Jón J. Aðils segir í riti sínu, Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602—1787, og hafa það til hlið- sjónar því, sem nú er að gerast hér á landi. Tilvitnun í hið merka rit Jóns J. Aðils er orðin nauðsynleg hugvekja, eins og málum er háttað á Islandi, og full ástæða til að minna á hana á 35 ára afmælis- degi íslenzka lýðveldisins. Hann segir m.a.: „Það er og auðsætt af kæruskjölum Þórðar sýslumanns Mjólkurfræðingadeilan: Gerðardómur fullskipaður GERÐARDÓMUR um kjör mjólkurfræðinga er nú fullskip- aður og mun hann halda sinn fyrsta fund n.k. þriðjudag. Björn Ingvarsson yfirborgar- dómari skipaði eftirtalda þrjá menn í dóminn: Bjarna K. Bjarna- son, borgardómara, sem er for- maður, Sigríði Vilhjálmsdóttur, þjóðfélagsfræðing, og dr. Grím Þór Valdimarsson, gerlafræðing. Mjólkurfræðingar tilnefndu tvo menn, Héðin Þorsteinsson mjólk- urfræðing á Akureyri og Þórarinn Sigmarsson mjólkurfræðing, Glóru, Hraungerðishreppi. Vinnu- veitendasamband íslands til- nefndi Þorstein Pálsson fram- kvæmdastjóra og Vinnumálasam- band samvinnufélaga tilnefndi Skúla Pálmason hrl. Slippstöðin flýtir sum- arleyfum starfsmanna „VIÐ höfum orðið fyrir alls konar truflunum og það er fyrirsjáanlegt að þótt farmannaverkíallið leysist í dag eða á morgun, fáum við ekki ýmsa hluti sem okkur vantar fyrr en eftir nokkurn tíma. Af þessum ástæðum höfum við óskað eftir því við starfsfólk okkar að það flýti sumarleyfum sínum,“ sagði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri í samtali við Mbl. Gunnar sagði að hjá Slipp- stöðinni væri hefð að sumarleyfi byrjuðu um 20. júlí en nú ætti að loka fyrirtækinu frá 8. til 20. júlí og óskað væri eftir því við starfsfólkið að það byrjaði í sumarleyfi 1. júlí en það væri ekki skylda fyrr en 8. júlí. Gunnar sagði að sú óvissa, sem nú ríkti bæði vegna aflatak- markana hjá flotanum og far- mannaverkfallsins hefði raskað áætlunum fyrirtækisins. Þannig vantaði ýmsa hluti til smíða t.d. timbur í innréttingar og vara- hluti í skip, sem átt hefði að skipta um en Slippstöðin á næg- ar birgðir af smíðajárni. „Við ætlum að nota sumarleyfistím- ann til að endurskipuleggja starfsemina og draga að okkur efni,“ sagði Gunnar. Henrikssonar frá 1647, að hann hefur haft ímugust á einokunar- verzluninni og sárnað athæfi kaupmanna, þó að hann hreyfi eigi neinum breytingum á verzlunartilhöguninni. Að líkind- um hefur þó engan tekið sárar til þess, hve iandsmenn voru aumir og ósjálfbjarga í verzlunarmálun- um, en Arna lögmann Oddsson. Var því enn hreyft stöku sinnum á hans dögum og að hans forlagi, að landsmönnum væri leyft að eiga kaup við erlendar þjóðir í lífs- nauðsyn, og Gísli Magnússon á Hlíðarenda (Vísi-Gísli) fór fram á það í bréfi til stjórnarinnar nál. 1650, að íslendingar fengi leyfi til að verzla við aðrar þjóðir með þær afurðir landsins, sem verzlunarfélagið vildi eigi nýta. Þessu var þó enginn gaumur gef- inn, og fóru landsmenn upp frá því að sætta sig smám saman við einokunina eða öllu heldur að líta svo á, sem eigi gæti verið um aðra verzlunartilhögun að ræða. Að vísu sáu menn glögt þau missmíði, sem á voru, og eigi dró Páll Vídalín lögm. dul á anmarkana í riti sínu um viðreisn íslands (Deo, Regi, Patriæ) frá lokum 17. aldar, en hitt lét hann sér þó eigi koma til hugar, að fara fram á neina stefnubreytingu í verzlunar- málunum eða leggja það til, að einokunin væri afnumin og ís- lendingum leyfð frjáls verzlun við aðrar þjóðir. Bæði hann og sumir aðrir af helztu mönnum landsins voru meira að segja komnir á skoðun Dana um það, að íslendingum sjálfum væri það fyrir beztu að einokunin héldist. Þessu er t.d. fram haldið í bænar- skrá þeirri, sem þeir frændur Jón biskup Vídalín og Páll lögmaður ásamt prestum nokkrum og sýslu- mönnum rituðu konungi af alþingi 1701, þegar Gottrúp lögm. fór utan í erindum landsmanna. Segja þeir afdráttarlaust, að enda þótt marg- ir haldi því fram, að einokunar- verzlunin sé skaðleg, þá sé það sín skoðun, að hún sé landinu hag- feldust að svo stöddu og jafnvel nauðsynleg að ýmsu leyti, því enginn mundi óneyddur halda uppi siglingum til landsins þegar illa ári, og eins megi búast við því, að allir þyrpist á fiskihafnirnar þegar vel aflist en líti eigi við hinum, ef verzlunin sé gefin frjáls. Er þá svo komið, að Islendingar voru sjálfir farnir að trúa þessari fjarstæðu og veitti mjög erfitt að útrýma henni aftur, eins og síðar mun ljóst verða. í bréfum þeim, sem íslenzkir embættismenn skrifuðu Raben stiftamtmanni 1720, er að sönnu kvartað um anmarka á verzluninni og beiðst lagfæringar á þeim, en enginn þeirra hreyfir neinum tillögum í þá átt, að slakað sé á verzlunar- böndunum eða öðrum þjóðum leyft að sigla hingað. Landfógeti segir jafnvel afdráttarlaust, að verzlunin sé eigi betur komin í annara höndum en Dana, því væri öðrum þjóðum leyfð verzlun á íslandi, þá mundi það verða landinu til niðurdreps og bölvunar. Sömu skoðunar var Oddur lögm. Sigurðsson í svari sínu 17. des. 1722 við tillögunni um að flytja íslenzku verzlunina til Björgynjar. »Ég get ekki séð«, segir hann, »að íslendingar væru betur settir með aðra verzlunartil- högun en þá, að hún sé rekin frá Kaupmannahöfn eða Danmörku, því svo framarlega sem verzlunin kæmist í hendur Þjóðverja eða Hollendinga, þá fengi íslendingar enn verri útreið, eins og dæmin sanna frá dögum Hansaverzlunar- innar, og fengi Norðmenn hana, þá eru engin líkindi til, að þeir mundu láta sér farast betur við íslendinga en við landa sína á Hálogalandi og Finnmörk fyrir nokkrum árurn." (Leturbr. Mbl.) Það er margt líkt með einokunarverzluninni og afstöð- unni til hennar og Rússlandsvið- skiptunum nú um stundir. Það fer að verða augljóst, hvar brennidep- ill sjálfstæðisbaráttunnar er. Megi augu ráðamanna opnast, áður en hörmangarar ná kverka- taki á Islendingum enn einu sinni; áður en þeir leggja aftur undir sig íslenzk fiskimið — á olíutunnum. Við höfum annað að gera við stopula fiskistofnana. . P.S. En meðal annarra orða: Er það lífsspursmál, að engir tali um orku — og olíumál í ríkisfjölmiðl- um aðrir en ráðherrar Alþýðu- bandalagsins? Er það fyrirskipun „að ofan" — eða hvað?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.