Morgunblaðið - 17.06.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979
19
töldu voru skyldunámsgreinar og
allar urðu að læra fatasaum og
eina grein hannyrða. Þá var skól-
inn gerður að tveggja vetra skóla.
Elín Birem var langt á undan
sinni samtíð. hún sá, að
hyggilegt var að hafa frjálslegt
val á kennslunni eftir því sem
ástæður leyfðu, og þeirri stefnu
hélt hún, meðan hún fór með
skólastjórn. Henni fannst óvitur-
legt að neyða stúlkurnar til 'að
læra það, sem þeim var ógeðfellt
og þær áttu örðugt með að nema.
Býst ég við, að hún hafi verið
fyrsti skólastjóri á landinu, sem
tók upp valgreinar í skóla.
Miklu lofsorði luku nemendur á
skólann, og gamlar konur heyrði
ég tala um Eyjaskóla og veruna
þar sem eins konar ævintýri.
Mikið hörmuðu þær sumar hverj-
ar, sem urðu að fara úr skólanum
sökum fjárskorts, á miðjum vetri
eða eitthvað seinna vegna fátækt-
ar.
Hinn 8. maí 1884 var fyrst
þreytt próf í Ytri-Eyjarskóla.
Prófdómendur voru Elísabet Sig-
urðardóttir á Syðri-Ey og sr.
Eggert Ó. Briem á Höskuldsstöð-
um. Vitnisburður þeirra að prófi
loknu var þessi:
Okkur, sem verið höfum próf-
dómendur við vorpróf við kvenna-
skólann á Ytri-Ey, er ljúft að lýsa
því yfir, að við álítum framfarir í
skólanum hafi verið mjög miklar
og vert sé að minnast þess með
sérstöku lofsorði. — Sr. Eggert
var prófdómari við skólann, með-
an hann var prestur á Höskulds-
stöðum og voru ummæli hans
jafnan á sömu lund. Á einum stað
segir hann, þegar talið berst að
Ytri-Eyjarskóla: Þótt margt sé
enn í landinu í barndómi og
ófullkomið af skólans hálfu, þá
mun kennsla í kvennaskólum hér
á landi hvergi fara betur úr hendi.
Orðstír skólans barst um land
allt. Annan veturinn voru
stúlkur þar 25 og hinn þriðja 30.
Allra fyrstu árin voru stúlkur
aðallega úr Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslum, en brátt fóru
stúlkur að sækja hann lengra að,
og svo kom, að allt að þriðjungur
námsmeyja kom úr Múlasýslum.
Bendir það til þess, að fjárhagur
hafi þar verið allgóður. Stúlkur,
sem komu lengra að, réðu sig oft í
kaupavinnu í sýslunni að sumrinu
milli skólaára. Var Elín þeim
hjálpleg við að útvega þeim góða
staði. Þá má geta þess, að oft
hjálpaði hún stúlkum fjárhags-
lega, gekk í ábyrgð fyrir skóla-
gjaldi eða jafnvel lánaði, svo að
þær gætu lokið námi í skólanum.
Ekki voru þó launin há, 300
krónur á ári, en 12 stunda vinna á
dag. Tvívegis þurfti að bæta við
skólahúsið á Ytri-Ey, því að stöð-
ugt óx aðsóknin.
Undantekningarlítið þóttu
stúlkur frá Ytri-Ey vel að sér
til munns og handa, og sóttust
margir eftir að fá þær til barna-
kennslu og saumaskapar, því að
það þótti sannmæli um Elínu, að
„öllum kom hún til nokkurs
þroska".
Á Eyjaskóla ríkti stök reglu-
semi og þrifnaður. Sigurður Briem
póstmeistari, bróðir Elínar, var
mjög á ferðalögum vegna sinna
embættisstarfa. Hann kom því
víða við. í endurminningum sínum
segir hann: Á ferðalögum mínum
um landið komst ég að sanni um
það, að á þeim bæjum, þar sem
voru námsmeyjar frá kvennaskól-
anum á Ytri-Ey, sem Elín systir
mín stóð fyrir, gat ég verið viss
um að fá hreinlega tilbúinn mat
og hrein og lúsalaus rúm. Segir
þetta sína sögu og hana ekki
ómerka.
Elín Briem sagði lausu starfi
sínu við skólann vorið 1895. Hún
giftist sama ár Sæmundi Eyjólfs-
Blómarósa. Myndin er tekin á æfingu
CATERPILLAR
SALA Sl ÞJONUSTA
syni búfræðikandidat og ráðunaut
Búnaðarfélags Islands. Var henn-
ar mjög saknað bæði í skóla og
héraði. Bar öllum saman um, að
skólastjórn hennar hefði verið
frábær. Hún var hugsjónamaður
af Guðs náð, skólinn átti hana eins
og hún sagði eitt sinn, og uppsker-
an varð líka eftir því. Skólinn óx
jafnt og þétt í hennar höndum, og
voru námsmeyjar eftir því sem ég
bezt veit nær 40, þegar flest var.
Elín var líka lánsöm með
kennslukonur. hún réð þær
oftast sjálf án íhlutunar skóla-
nefndar. Guðrún Jónsdóttir Þórð-
arsonar prests á Auðkúlu tók við
stjórn af Elínu og þótti takast vel.
Hélt hún skólanum í svipuðu horfi
og Elín. Hún giftist síðar Eggerti
Briem, bróður Elínar. Síðustu tvö
árin stjórnaði skólanum Kristín
systir Guðrúnar.
Nú var liðið að aldamótum, og
menn sáu fram á að miklar
umbætur þurfti að gera á skóla-
húsinu, ef skólinn ætti að full-
nægja kröfum tímans. Miklar
vangaveltur urðu um það, hvar
hann ætti að standa til frambúð-
ar. Skagfirðingar vildu fá hann til
Sauðárkróks, en Húnvetningar
vildu ekki missa hann úr héraði.
Varð það úr, að nýtt skólahús var
reist á Blönduósi.
Skólinn fluttist í það hús haust-
ið 1901. Þá var Elín orðin ekkja, og
tók þá aftur við stjórn, en þá hefst
önnur saga, sem ekki verður rakin
hér. Alls stjórnaði hún kvenna-
skóla Húnvetninga 18 ár. Árið
1896 stofnaði hún Kvenmenntun-
arsjóð Ytri-Eyjarskóla. Hafa ófá-
ar námsmeyjar notið styrks úr
þeim sjóði.
Hér hefur verið stiklað á
stóru, en það þótti við eiga
að rifja upp í dag, 17. júní, nokkra
þætti úr sögu þessa merkilega
skóla, því að í dag verður minnis-
varði Ytri-Eyjarskóla afhjúpaður
á skólastaðnum gamla við hátíð-
lega athöfn.. Fyrst verður hlýtt á
guðsþjónustu á Höskuldsstöðum,
þar sem prófasturinn sr. Pétur
Ingjaldsson prédikar. Síðan verð-
ur haldið að Ey, þar sem minnis-
varðinn verður afhjúpaður. Á eftir
er öllum viðstöddum boðið til
fagnaðar á Skagaströnd á vegum
kvenfélagsins þar. Samband Aust-
urhúnvetnskra kvenna átti hug-
myndina að því að reisa þetta
minnismerki. Það kaus nefnd
þriggja kvenna til að sjá um allar
framkvæmdir. Formaður nefndar-
innar er Dómhildur Jónsdóttir
prófastsfrú á Skagaströnd, en
aðrar í nefndinni eru þær frú
Þórhildur ísberg á Blönduósi og
frú Anna Aspar á Skagaströnd.
Minnisvarðinn er þrístrendur
drangur, 4 m hár, gerður af Jónasi
Jakobssyni. Eru eirplötur greypt-
ar á hvern flöt. Á einni er mynd af
gamla skólahúsinu á Ey, á annarri
mynd af Elínu Briem og á þriðju
er letrað viðlag úr kvæði, sr.
Matthíasar Jochumssonar, er
hann sendi Elínu 1902 og hefur
síðan verið sungið við öll hátíðleg
tækifæri í skólanum. Sigvaldi
Kaldalóns tónskáld samdi lag við
kvæðið. Þá má geta þess, að
friðlýst hefur verið svæðið, þar
sem gamli skólinn stóð og tröðin
gamla heim að húsinu. Er það
gleðiefni.
Ég fagna því, að húnvetnskar
konur skuli sýna gamla mennta-
setrinu slíka ræktarsemi. Kvena-
skóli Húnvetninga hefur staðizt
harðindi og hvers konar óáran í
landinu um 100 ár. Hann einn hélt
velli kvennaskólanna norðlenzku
og hefur átt merka sögu. En nú
virðist saga hans á enda, nema
kraftaverk gerist. Vona ég samt,
að sannleikur felist í orðum
þjóðskáldsins blessaða:
J sálarþroska svanna
býr aÍKur kynslóðanna,
«K hvað er menninK manna,
cl menntun vantar snót.“
Hulda K. Stefánsdóttir.
þrjár systur
Á sjó er reynsla Caterpillar sjóvéla mæld í
milljónum klukkustunda. Með þessa reynslu
að baki hefur Caterpillar sett á markaðinn
hinar fullkomnu sjóvélar
SYSTURNAR ÞRJÁR — 3406 — 3408 —
3412
Þessar þrjár vélar fullnægja ýtrustu kröfum
hins vandláta útgeröarmanns og bátaeig-
anda. Þær eru ótrúlega þýðgengar, fyrir-
ferðarlitlar, kraftmiklar og eyðslugrannar.
Þannig stuðlar Caterpillar að aukinni hag-
ræðingu og minni tilkostnaði.
Aflið ykkur upplýsinga um systurnar þrjár
og þið munuð komast að raun um að þaer
eru fjárfesting sem skilararði.
CAT PLÚS — hin fullkomna viðhalds- og
varahlutaþjónusta Heklu hf. eykur svo enn á
öryggi og hagkvæmni útgerðarinnar.
3406 — 250 og 275 BHP
3408 — 300 og 665 BHP
3412 — 450 og 520 BHP
HEKLA HF.
Caterpillar, Cat, og EB etu skrósett vörumerki
Laugavegi 170-172, - Sími 21240
verKaKonurnar o sem eru veigamestu persónur
Alþýðuleikhúsinu.
Alþýðuleikhúsið sýnir nýtt íslenzkt leikrit
Alþýðuleikhúsið frumsýndi ný-
lega nýtt leikrit eftir ólaf Hauk
Símonarson, „Blómarósir“. Leik-
stjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir,
búninga gerði Valgerður Bergs-
dóttir en leikmyndir Þorbjörg
Höskuldsdóttir.
Tólf leikarar koma fram í verk-
inu sem gerist í verksmiðju og á
heimili fjögurra starfskvennanna.
Leikritið gerist yfir eina helgi og
lýsir mismunandi afstöðu mis-
munandi fólks tii lífsins og tilver-
unnar.