Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979
23
Hönnun í
hópvinnu
— Þið nefnduð áðan nauðsyn
þess að flíkurnar væru hannaðar
eftir kröfum þess markaðar, sem
þær eiga að fara til. Hvernig farið
þið að að kynnast þeim kröfum?
— Við fengum hingað danska
stúlku, fatahönnuð, sérmenntaða í
prjónafatnaði, til að leiðbeina
okkur fyrir síðustu kaupstefnu
erlendis og hér starfar tæknifólk
sem getur útfært þetta. Hönnun-
ina vinnum við aöallega í hóp-
vinnu. Þegar eitthvert okkar fær
hugmynd, veltum við henni fyrir
okkur og ræðum hana. Ef okkur
lýst vel á er gerð prufa og þannig
þróast þetta þangað til ný flík er
tilbúin. Eitt aðalatriðið er að
skipta nógu oft um. Mörgum
hættir til að stæla flík, sem hefur
gengið vel hjá þeim og eru raun-
verulega með sömu slíkina í örlítið
breyttri mynd, kannski í tvö til
þrjú ár. Þetta verður að varast,
því annars er hætt við að í stað
ferskleika komi útþynning.
— Hvað seljið þið til margra
landa?
— Aðallega seljum við til Norð-
urlanda og svo smávegis til Eng-
lands og Irlands og lítils háttar til
Bandaríkjanna og Kanada. En ég
álít að mest spennandi markaður-
inn sé í Þýzkalandi núna. En ég
álít að mesti markaðurinn sé í
Þýzkalandi núna. Þangað höfum
við ekki selt ennþá, en ég hef trú á
að við ættum að geta það. Þjóð-
verjar flytja inn um 80% af sinni
prjónavöru.
„Hún segir þér
nefnilega satt“
Nú þarf Njáll að bregða sér frá
og sinna viðskiptavini. Hann biður
Lovísu um að svara spurningunum
eina á meðan og segir mér um leið:
Þér gengur miklu betur með hana,
hún segir þér nefnilega satt.
Við röbbum nokkra stund á víð
og dreif um framleiðsluna og
Lovísa segir að þau eigi m.a. sex
prjónavélar af fullkomnari gerð
en önnur íslenzk fyrirtæki noti.
Þessar vélar þyki hæggengar og
séu lítið notaðar erlendis nema í
Bandaríkjuum. Aðallega séu þær
notaðar til að framleiða vandaðar
og dýrar flíkur. Framleiðnin er
minni, þegar svona vélar eru
notaðar, segir hún, og verður
reyndar alltaf minni hér en hjá
risafyrirtækjunum erlendis. En
aftur á móti skapar það meiri
sveigjanleika og auðveldara verð-
ur að breyta eftir kröfum markað-
arins. „Við getum ekki keppt við
þessi stóru fjöldaframleiðslufyrir-
tæki um stórmarkaðina og reyn-
um það ekki, en seljum í tízku-
verzlanir, sem bjóða dýrari vöru.“
Á síðasta ári var flutt út um 10%
af framleiðslu Iðunnar og Lovísa
hefur hug á að fjórfalda útflutn-
inginn í ár, og telur ekki fjarri lagi
að áætla að svo verði. Og hún
segist „vera svo frek“ að ætla sér
að halda sama hlutfalli og hún
hefur haft á innanlandsmarkaðn-
um.
„Við reyndum
einu sinni..
í umræðum um starfsmanna-
hald upplýsir Lovísa að af opin-
berri hálfu er lítið gert til að
sérmennta starfsfólk í þessum
iðnaði. Hún telur þar þörf, vegna
þess að eiginleikar prjónaðrar
voðar séu aðrir en ofinnar og það
sé allt annað að sníöa hana og
sauma.
Njáll er kominn aftur og vill
koma athugasemd um verðlagn-
ingu að áður en við slítum samtal-
inu. Hann segir nauðsyn að versl-
unarálagning á islenska fram-
leiðslu verði gefin frjáls. Það sé
hagsmunamál bæði framleiðslu og
seljenda, vegna þess að eins og er
hafi kaupmenn meira upp úr að
selja innflutta prjónavöru og velji
því eðlilega þann kostinn.
S.V.
íslandsferðir inn á
japanskan ferðamarkað
Ferðamálaráð Evrópu (ETC) heldur nú um þessar mundir vorþing
sitt hér á landi, en ráðið heldur fundi sína tvisvar á ári hverju. Er
þetta í fyrsta skipti sem þing ráðsins er haldið hér á landi.
Ferðamálaráð Evrópu er samband 23ja Evrópuríkja og var stofnað
árið 1948. Ráðið hefur það að meginmarkmiði að efla ferðir innan og
til Evrópulanda, en þá sérstaklega frá Bandaríkjunum, Kanada og
Japan. í raun má segja að ETC reyni að koma á framfæri
markaðsupplýsingum, alls kyns auglýsingum og þeirri útgáfustarf-
semi sem aðildarlöndin annast.
Bandaríkj amarkaður hefur allt til þessa dags verið mikilvægastur
hvað varðar ferðalög til Evrópulanda, en ETC er nú með í gangi mikið
starf til að stækka markaðinn og hefur i þeim tilgangi staðið fyrir
kynningarstarfi um Evrópu og ferðir til Evrópu. Er nú svo komið að
þjóðir Kanada og Japans eru nú báðar orðnar stór hluti af þeim
ferðamönnum, sem koma til Evrópu. Má til glöggvunar geta þess, að
áætlað er að auka fjölda japanskra ferðamanna í Evrópu úr 330 þúsund
eins og nú er, og upp í 400 þúsund árið 1980.
Nú í fyrsta skipti eru ferðir til íslands komnar inn á Japansmarkað,
sem er bæði stór og ört vaxandi markaður, og var af því tilefni nú fyrir
skömmu sýnd landkynningarmynd um Island í japanska sjónvarpinu og
er talið að um 20 milljónir manna hafi horft á hana.
Er það nú ætlun ETC að reyna að auka- ferðalög fólks frá S-Ameríku,
Ástralíu og Mið-Austurlöndum til Evrópu. Hefur talsmönnum ETC
verið boðið að koma til Amman í Jórdaníu til skrafs og ráðagerða við
frömuði ferðamála í Arbalöndum varðandi þessi mál.
Á ráðstefnu ETC hér á íslandi hafa mörg mál borið á góma, og nægir
þar að nefna markaðsmál í ferðaiðnaðinum og umhverfismál.
Ennfremur liggur fyrir fundinum tillaga um ferðafrelsi sem mun verða
afhent ríkisstjórnum allra ríkja í heiminum.
Fulltrúar Islands á ráðstefnu þessari eru Heimir Hannesson,
formaður Ferðamálaráðs íslands, sem jafnframt er varaformaður ETC,
og Birgir Þorgilsson, sem er fulltrúi Flugleiða í Ferðamálaráði. Lögðu
þeir áherzlu á þann ávinning sem íslandi er í því að taka þátt í samstarfi
þar sem allar þjóðir, stórar sem smáar, eru jafn réttháar og við höfum
aðgang að aðstöðu og reynslu annarra ríkja í ferðamálum.
Forseti ETC er Georges Hausemer frá Luxemboeg en framkvæmda-
stjóri er Timothy O’Driscoll frá írlandi. Að loknum fundarhöldum er
ætlunin að ráðstefnugestir ferðist eitthvað um landið.
Á þingi Ferðamálaþings eiga sæti íulltrúar frá 23 þjóðlöndum
Evrópu.
Frá þingi Ferðamálaráðs Evrópu. talið f.v.: O' Driscoil, íramkvæmda-
stjóri, Hausemer, forseti rúðsins og Heimir Hanncsson, formaður
Ferðamálaráðs íslands.
Evrópusamband alþjóðlegra verktaka:
Iðnaðurinn sem slíkur
er ekki á neinn hátt
ver ðbólguhvetj andi
FORMAÐUR og fram-
kvæmdastjóri Verktaka-
sambandsins sóttu alls-
herjarþing Evrópusam-
bands alþjóðlegra verk-
taka (International
European Lonstruction
Federation, FIEC) sem
haldið var í Feneyjum
6.—10. maí s.l. en alls-
herjarþing eru haldin ann-
að hvert ár.
Á þinginu kom það fram hjá
forvígismönnum iðnaðarins að
iðnaðurinn sem slíkur væri ekki
verðbólguhvetjandi á neinn hátt
og er nú verið að rannsaka það
enn nánar.
Einnig var rætt um það, að í
öllum löndum Evrópu skorti sér-
hæft starfsfólk. Þá kom það fram,
að á Ítalíu hafa opinber fyrirtæki
tekið þátt í verklegum fram-
kvæmdum og hafa þau þá fylgt að
mestu ieikreglum hins frjálsa
markaðar.
Vegna hins fjölmenna mannafla
og vegna margföldunaráhrifa iðn-
aðarins var hann talinn geta haft
afgerandi áhrif á að leysa vanda-
mál atvinnuleysisins og nauðsyn-
legt talið að opna augu almenn-
ings og stjórnvalda fyrir sannan-
legu mikilvægi verktakaiðnaðar-
ins.
Að lokum hafnaði Evrópusam-
bandið ríkisafskiptum af fyrir-
tækjum ef það leiddi til afnáms
allrar raunábyrgðar, ósanngjarnr-
ar samkeppni og tilkomu forrétt-
indamarkaða. Taldi sambandið að
verklegar framkvæmdir hefðu í
för með sér meiri háttar áhættu,
sem einkarekstur einn er fær um
að annast með framtakssemi og
dug forráðamanna og starfs-
manna fyrirtækja.
Fyrstu 3 sendingar uppseldar.
Eigum bíla til afgreiöslu í ágúst
SIOUMULA 33 — SIMl 83104 ■ 83105
MITSUBISHI
Mjög sparneytin vél meö jafnvægisásum,
sem gera gang vélarinnar einstaklega þýóan
og auka endingu hennar.
Gormafjöörun aó framan og aftan sem gerir
bílinn sérstaklega mjúkan í akstri.