Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17.-JÚNÍ 1979
Pétur Pétursson þulur — Hveragerðispistill:
Sumarblóm og sólbekkir
Það er blómlegt líf í Hvera-
gerði, ekki verður því neitað.
Náttúran hefir líka lagt sitt af
mörkum til þess að svo sé.
Bullandi hveravatn vellur úr
jörðu og það í svo ríkum mæli að
á frumbýlingsárum þorpsbúa
varð að sýna ítrustu varúð ef
sest var á salerni, að ekki gysi
nýr hver, sem leitaði útrásar úr
skauti jarðar.
Hvergerðingar hafa fært sér
auðlegð sína í nyt með ýmsum
hætti. Garðyrkjubændur búa
rausnarbúi, margir hverjir.
Komumönnum með glöggt gests-
auga finnst þó að heimamenn
hafi eigi launað náttúrunni í
þeim mæli sem vert væri gnótt
þeirra gæða, er þeir njóta um-
fram marga aðra landsmenn.
Eigi mun það ofmælt að drjúgur
hluti þeirra blóma er koma á
sölumarkað í Reykjavík og til
annarra staða í nágrenninu reki
ættir til Hveragerðis. Á göngu
um plássið verður þó lítt vart að
gróður prýði staðinn, umfram
aðra bæi eða þorp á Islandi. Ef
frá er talinn Fagrihvammur
Ingimars Sigurðssonar, garð-
yrkjumanns, og Breiðihvammur
Magnúsar Ágústssonar fyrrum
héraðslæknis koma fáir garðar í
hugann. Skylt er þó að geta
snyrtilegrar umgengni á lóð
Náttúrulækningahælisins og
Elliheimilisins Áss, en á báðum
stöðum er nostrað við gróður að
því er séð verður og hefir þó
Elliheimilið vinninginn hvað það
snertir — á þeirri hlið er að
vegfarendum snýr.
Þegar kemur að því er veit
sameiginlega að þorpsbúum, sem
og gestum er vitja staðarins,
verður allt annað uppi á ten-
ingnum. Ógróin flög og moldar-
bingir við aðaltorg staðarins.
Óhrjálegar girðingar, örfáar
götur eru malbikaðar, flestar
hnökróttar og rykfallnar á
þurrkdögum, en forarpollar í
rigningatíð. Göngumóðir geta
hvergi tyllt sér á bekk, né leitað
athvarfs, nema þá á veitinga-
stöðum eða heimilum. Þó er
Hveragerði sá staður er flestir
ferðamenn heimsækja, ef frá er
talin höfuðborgin. Ferðaskrif-
stofur og félög er hafa atvinnu
af flutningi ferðamanna er
heimsækja Island munu hafa á
skrá sinni heimsókn til Hvera-
gerðis. Eru þá heimsótt gróður-
hús og garðyrkjustöðvar, en
síðan höfð viðdvöl í Eden, þeim
mikla aldingarði, veitingastofu
og minjagripasölu. Er þar oft
þröng á þingi. Um hvítasunnu-
hátíðina skiptu gestir þúsundum
er þangað komu. Þeir koma
akandi á gljáfægðum bensínfák-
um og þyrla upp ryki er þeir aka
utan malbikaðra vega. Fótgang-
andi furðufuglar eiga fótum fjör
að launa úr rykmekki á þurrk-
dögum eða undan pollaslettum í
votviðri.
Áður en lengra er haldið er
best að víkja að því sem var
raunverulega ætlunin með þessu
greinarkorni. Það er í stuttu
máli sagt að vekja athygli á því
hve tilfinnanlega skortir bekki
er fótlúnir geti tyllt sér á til
hvíldar á vegferð sinni þegar
veður leyfir útivist. í Hveragerði
dveljast hundruð vistmanna á
Elli- og dvalarheimilinu Ási. Það
stendur í fögru umhverfi á
brekkubrún.
Flestir sem þar dveljast eiga
örðugt um langar gönguferðir en
mega þó heita rólfærir. Snyrti-
legt ytra umhverfi einkennir
staðinn. Húsbúnaður hinn besti
og myndarskapur í híbýlagerð.
Snotrir garðar með gróðri bera
staðnum gott vitni. En þegar því
sleppir og þaðan er leitað til
þorpsins þá eru vistmönnum er
ganga vilja sér til hressingar og
heilsubótar allar bjargir bann-
aðar. Hvergi er bekk eða sæti að
sjá sem hægt væri að tylla sér
stundarkorn og láta þreytuna
líða úr gömlum og lúnum bein-
um. Segja má að það sé ekki svo
tilfinnanlegt þá er gengið er
niður í plássið, en strax og
haldið er heim þá er á fótinn að
sækja og brekkan drjúg þeim
sem kominn er til ára sinna og
orðinn ellimóður. Á vetrardegi
er brekkan oft með klakabrynju
og má þá geta nærri að oft vill
skripla á skötu og erfitt er að
fóta sig.
Frá Elliheimilinu blasir kirkj-
an við. Engan bekk er þar að sjá
utan dyra. Ekki einu sinni krók-
bekk, hvað þó kórbekk. Ég er að
hugsa um að hafa með mér
gamlan píanóbekk svo ég geti
tyllt mér á hann undir kirkju-
veggnum næst þegar vinur minn
Einar Markússon píanóleikari
spilar tilbrigði sín við lag Inga T.
Lárussonar: Ó, blessuð vertu
sumarsól.
En m.a.o. Hvenær skyldum við
geta sagt: Ó, komdu blessuð og
sæl sumarsól. Gaman að sjá þig
aftur.
Já, vel á minnst, kirkjan. Á
blómaskeiði skáldanna hér í
Umsjón: SIGRUN
DAVÍÐSDÓTTIR
HVÍTLAUKUR er jurt sem er
betra að hafa en vera án, að
dómi hvítlauksaðdáenda. Hann
fæst nú hér í heilu lagi allt árið
um kring. Að vísu fæst einnig
ýmiss konar hvítlauksduft og
-salt, en hvítlauksaðdáendum
finnst lítið koma til slíkra af-
urða og líta aðeins við lauknum
sjálfum. Hvítlaukur í fisk- og
kjötrétti og heita og kalda græn-
metisrétti bætir réttina ótrúlega
mikið. En '/2 —1 rif hrekkur
langt, einkum fyrir óvana.
Stundum er látið nægja að
nudda matarílátin að innan með
hvítlauk, til að gefa matnum
keim. Olían í lauknum er mjög
lyktsterk og þess vegna leggur
oft hvítlauksangan úr munni
þeirra, sem hafa borðað laukinn.
Þetta fellur þeim illa, sem hafa
ekki fengið sinn skammt af
lauknum. Til að hamla á móti
lyktinni eru til ýmis húsráð, og
eitt mjög áhrifaríkt ráð er að
japla á negulnagla eftir máltíð-
ina, auk þess að bursta tennur
(sem ætti reyndar að vera sjálf-
sagður fylgifiskur máltíða).
h^tlAukuh cjz
HOÖer /iH-ð Pcrk-KTUIZ. ; f>yn
HAÍOW ee. ■iSTTUZ. ÓAMAiO
^••2- HoiötUK diíjun fc?ö4
öei tbuM . &ei<z.LAu.vM<í-
££y<ojy\g. ó-zvmaltt i'ó -
L£<oZA7~ H&ri A HUTlAu t.
Ég hef nú nefnt nokkrar
kryddtegundir og svo kryddjurt-
ir (en þær eru grænar). Ékkert
af þessu eru kryddblöndur. Ég
mæli ekki með því að þið kaupið
blandað krydd, nema þá að það
sé blanda af kryddjurtum eða
kryddi eingöngu, án salts eða
þurrkaðs sítrónubarkar eða ein-
hvers slíks. Krydd með salti er
dýrt, því í slíkum blöndum er
gjarnan ríflegur skammtur af
ódýru salti, en minna af raun-
verulegu og dýrara kryddinu.
Auk þess eru oft í slíkum blönd-
uni efni, sem draga fram bragð,
án þess að vera sjálf bragðbæt-
andi. Slík efni (t.d. MSG eða 3.
kryddið) eru ekki talin sérlega
holl, og vafasöm sú trú, að með
þeim sé hægt að stytta sér leið
yfir grasflöt matargerðarinnar.
Önnur efni éru gjarnan í svona
blöndum, t.d. efni til að koma í
veg fyrir kögglamyndun.
Én það þarf að gæta að fleiru
við kryddkaup en nöfnunum
eingöngu. Grænar kryddjurtir
eru auðvitað beztar nýjar, en
svoleiðis hnossgæti er sjaldgæft,
nema þið ræktið þær sjálf, sem
Vegvísir
um
krydd-
hilluna
II
oft er auðvelt. Og ekki fást
frystar jurtir heldur. Þá eru
aðeins þurrkaðar eftir. Gætið
þess að jurtirnar séu sem
heillegastar, það er að blöðin séu
nokkurn veginn heil eða gróf-
mulin, en að þær séu ekki fin-
malaðar í duft. Það er aldrei
nógsamlega undirstrikað og
endurtekið að duft missir öll
bragðefni fljótlega út í veður og
vind. Jurtirnar eiga heldur ekki
að vera gráar og guggnar, heldur
sæmilega grænleitar. Kaupið
ekki kryddjurtir, sem eru á
áberandi gömlu verði, því þær
eru þá líklega of gamlar, til þess
að þið gerið góð kaup.
Éf þið notið krydd eitthvað að
ráði, er mortél ómissandi
hjálpartæki. Þá getið þið alltaf
steytt hæfilega mikið fyrir
hverja máltíð, og kryddið verður
þá drýgra og endingarbetra.
Mortél fáið þið t.d. í sumum
apótekum.
Krydd geymist bezt á myrkum
stað og þurrum, svo að skraut-
legar kryddhillur geta verið
hæpnar, nema þið notið svo
mikið krydd, að það staldri stutt
við í slíkum hillum. Hellið ekki
úr kryddkrukkunum beint út í
rjúkandi potta, svo að ekki fari
nú ótæpilega mikið af kryddinu í
pottinn, og eins til þess að gufan
komist ekki að kryddinu.
Nú hef ég rætt um nokkrar
helztu kryddtegundir. En einnig
eru til mörg önnur krydd, sem
við rekumst ekki á daglega. Eitt
þeirra er stjörnuanís, eða kín-
verskur anís, sem svo er kallaður
til aðgreiningar frá venjulegum
anís, sem vex við Miðjarðarhafið
og er allt önnur jurt. Af báðum
þessum jurtum er svolítið
lakkrísbragð, en annars eru þær
ekki mjög líkar. Stjörnuanís er
upprunninn í Suðvestur-Kína, og
er mikið notaður í þarlendan
mat. Stjörnuanís er ótrúlega
góður í hvers kyns kjötrétti,
einkum í rétti með sojasósu (sjá
uppskrift hér á eftir). Stjörnu-
anís fæst í ýmsum apótekum,
heill eða steyttur eftir óskum
ykkar, en eins og venjulega er
betra að eiga mortél og steyta
sjálfur. Hann er ekki dýrt krydd
og af honum þarf lítið í hvern
rétt. Bragðið af honum er ekki
brennandi sterkt, en er mjög
áberandi í mat.
Kjöt í
sojakryddlegi
(handa 4)
Þið getið notað hvaða kjöt sem
er t.d. lambakjöt, nautakjöt, eða
kjúklinga. Ef þið hafið ekki teina
handbæra, getið þið glóðarsteikt
kjötið teinalaust. Með þessum
rétti er bezt að bera fram soðin,
ókrydduð hýðishrísgrjón. Ef þið
viljið auka enn á kínverskan
andblæ við borðið, er tilvalið að
bera fram aðskiljanlegt meðlæti
í litlum skálum, t.d. banana-
sneiðar, eplabita, gúrkustöngla,
ristaö kókosmjöl (sem þið ristið
sjálf á þurri pönnu eða í ofnin-
um, en varið ykkur að það ristast
fljótt við háan hita) og svo t.d.
mangósultu (chutney). Þetta er
að minni reynslu matur, sem
fellur mjög vel í kramið hjá
stálpaðri börnum og unglingum,
sem eru oft spennt fyrir
krydduðum mat. Hvernig væri
að hafa þennan mat í næsta
afmæli í staðinn fyrir pylsur!
Krakkarnir geta auðveldlega
eldað hann sjálf.
Látið ekki villa um fyrir
ykkur, þó það standi soja stórum
stöfum á flöskunni, því oft er
innihald flöskunnar síðan rakið
með smáu letri, og það getur
verið t.d. karamella, gerfibragð-
efni og litur. Slíkt samsull á lítið
skylt við góða sojasósu. Sojasósa
er búin til úr sojabaunum, sem
eru látnar gerjast í saltpækli og
síðan er saltpækilinn notaður í
sósuna. Sósan er mjög sölt og
bragðmikil og því þarf aðeins
lítið af henni til bragðbætis, og
yfirleitt er salt ónauðsynlegt í
sojarétti. Þegar sojasósa barst
til Englands austan að á 17. öld
varð hún fljótt tízkuvara, eins og
aðrar austurlandavörur, og
hefur síðan verið vinsæl þar í
landi. Soja er t.d. eitt undir-
stöðuhráefnið í enska sósu eða
Worcestersheiresósu. 1 hluti
púðursykur og 2 hlutar sojasósa
blandað saman og sett utan á
heilan kjúkling, skinku eða ham-
borgarhrygg, áður en kötið er
bakað í ofni, gefur kjötinu sér-
kennilegt og gott bragð.
800 gr beinlaust kjöt
1 dl soja
1 gulur laukur
1 hvítlauksrif
V2 tsk steyttur stjörnuanís
1—2 msk hunang
1. Skerið kjötið niður í hæfi-
lega bita, ca 3x3 cm að stærð,
Saxið laukinn og hvítlaukinn.
Blandið öllu saman, nema hun-
anginu, og látið standa í a.m.k.
klst., eða allt upp i 1 sólarhring.
2. Setjið ofninn á 200° eða
útbúið glóðir, ef þið notið úti-
glóðir.
3. Þræðið kjötið upp á teina, eða
raðið því á fat, gjarnan á rist.
Penslið kjötið með kryddlegin-
um, svo sem minnst af honum
fari til spillis. Kjötið þarf nú að
stikna í um 10—15 mín. eftir
hita ofnsins og stærð
kjötbitanna.
4. Bræðið hunangið, ef það er
þykkt, og penslið kjötið með því
undir lokin og setjið það nú inn í
ofn, svo hunangið glerjist svo-
lítið, þ.e. að sykurinn hlaupi
saman. En gætið ykkar, því
hunangið brennur mjög fljótt.
Listin að nota krydd felst í því
að hafa einhverja hugmynd um í
hvers konar rétti hinar einstöku
kryddtegundir fara bezt, og fikra
sig svo áfram og þá gjarnan
eigin götur. Það er betra að láta
lítið fyrst, en vera ólatur að
bragða á og þreifa fyrir sér. Það
er auðvelt að bæta við en verra
að taka af. Oftast fer betur á því,
að kryddið undirstriki bragðið af
hráefnunum, fremur en að það
yfirgnæfi allt. Ég vona að þetta
komi sem flestum á kryddsporið,
því það er ekki ofsagt að hæfileg
kryddnotkun er stórt skref i
áttina að góðum mat, skemmti-
legri mat og fjölbreyttari.
Kryddnotkun hleypir eipnig
fjöri í sjálfa matargerðiná, og
hún verður meira spennandi,
eins og allt sem er fjölbreytt.
Og það er með kryddnotkun
eins og matargerðina yfirleitt,
að það er sjálfsagt að vekja
athygli og áhuga allra fjöl-
skyldunnar á kryddi, í stað þess
að einhver einn fjölskyldumeð-
limur sé að paufast með til-
raunastarfsemi. Ilmurinn úr
kryddkrukkunum er bæði indæl^,
og heillandi, jafnt fyrir unga
sem aldna.
Góða skemmtun!