Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979 25 Fagrihvammur í Hveragerði, fyrirmyndargarður Hveragerði var sjálfur sóknar- presturinn einn í hópi þeirra. Séra Helgi Sveinsson var, auk þess að vera kunnur kennimað- ur, frægur fyrir ferskeytlur og annan kveðskap er flaug lands- horna milli. Hér skal aðeins rifjuð upp vísa er hann kvað þá er hann ávarpaði samkennara sína í skólanum í Hveragerði, þá er heyrst hafði að fjölgunar væri von í plássinu. Maður er nefndur Oddgeir Ottesen. Hann er sveit- arstjóri í Hveragerði. Þau hjón Oddgeir og kona hans hafa eign- ast 8 börn svo segja má að fullt tilefni væri þá er séra Helgi ávarpaði samkennara sína, þá Gunnar Benediktsson rithöfund og Bjarna Eirík Sigurðsson, þessum orðum: Góðan daginn Gunnar Ben, góðan daginn Bjarni. Er það satt að Ottesen eigi von á barni? Ástæða væri til að nefna fleiri ljóð eða vísur séra Helga. Má vera að seinna verði tækifæri til þess. Bræður Helga, kunnir menn og ljúfir, eru Magnús og Jakob, báðir þekktir kennarar, virtir og velmetnir, og Þorsteinn lögmaður, formaður Þjóðleik- hússkórsins og eilífur áhuga- maður um söngmennt og óperu- tónlist. En það er Hveragerði sem um er rætt. Rauð pelargónía brosir úr stofuglugga. Hún hvílist á sól- bekk og unir hag sínum vel. Hærugrá fótlúin kona haltrar eftir þorpsgötunni og svipast um eftir sæti. Það er hvergi að sjá. Þrekvaxnir stælgæar bruna hjá í Broncó með dúnmjúkum leður- sætum. Þeir auka hraðann. Gamla konan hikar áður en hún heldur leiðar sinnar. Hælisstjórn NLFÍ ætti að gefa dvalargestum kost á því að gróðursetja trjáplöntur á hælis- lóðinni. Með því móti verður þar fagur trjálundur og skjólsæll áður en langt um líður. Má ætla að margur dvalargestur legði leið sína þangað til þess að fylgjast með framförum og þroska staðnæmdist við sína plöntu og segði: Þetta er tréð sem ég gróðursetti um árið þegar giktin ætlaði mig lifandi að drepa. Það dafnar ennþá og tekur daglegum framförum, en ég finn ekki til giktar, þökk sé dvöl minni hér. Gestir Náttúrulækninga- heimilisins sækja tíðum í kaup- staðinn til verzlunarferða. „Syndaselir“, sem eru margir í þeim hójji, eiga þangað mörg erindi. A leið sinni blása þeir tíðum sem smiðjubelgir. Ekki svo að skilja að þeim sé vorkunn þótt þeir mæðist í sjálfskapar- vítum sínum. En það eru einnig hannyrðakonur og heilsuræktar- fólk sem tæki því með þökkum að tylla sér niður stundarkorn. Sem sagt: Niðurstaðan er. Trésmiðjur í Hveragerði (þær eru a.m.k. 2) eiga að setja niður bekki svo unnt sé að njóta hvíldar stutta stund. Michelsen má setja brúðarbekk við blóma- skála sinn. Við hótelið má einnig koma bekkur. Ég veit að gamall góð- kunningi, hótelhaldarinn og tón- skáldið Eiríkur Bjarnason, skil- ur það. í ljóði við lag hans Ljósbrá, segir: Ljósbrá, þá varsífellt sumar, með sól í hjarta, þú komst til mín. Ennþá fyllist sál mín sælu, er sit ég þögull og minnist þín. Eins og við sjáum þá sat höfundurinn er hann rifjaði upp ljúfar minningar. Við vonum að „Ottesen eigi von á“ bekkjum, áður en langt líður. Svo þarf að prýða og snyrta umhverfið þannig að það verði blómabæ íslands til sóma. Fjöldi vaskra unglinga í Hveragerði og nágrenni er tiltækur, blóma- drottningar og burknakóngar, er bíða þess með óþreyju að breyta moldarflögum í grænan gróður og unaðsreiti. Vormanna Islands bíða enn „eyðiflákar, heiðalönd" og það í sjálfum blómabænum miðjum. Með sumargrænni kveðju frá grasbýlinu á Gull- ströndinni, herbergi 106. Stjórnar Herbert Soudant hljómleik- um Pólýfónkórsins? Auglýst eftir vitn- um að ákeyrslum Pólýfónkórinn efnir nú til skyndihappdrættis til fjáröflun- ar fyrir starf kórsins næsta vetur. Meðal vinninga má nefna far- seðla fyrir tvo til Lúxemborgar, sólarlandaferðir til Ítalíu, Búlg- aríu og Ibiza. Ennfremur há- lendisferð með Úlfari Jakobsen auk smærri vinninga. Dregið verður 3. júlí og er verð miða 800 kr. en upplag aðeins 6400. Allir kórfélagar Pólýfónkórsins, 150 talsins munu annast sölu mið- anna. Kórfélagar Pólýfónkórsins líta nú með eftirvæntingu til vetrarstarfsins, en fyrirhugað er að reka bæði söngskóla og raddþjálfun. Þá virðist vera að rætast úr húsnæðismálum kórs- ins fyrir velvilja menntamála- ráðherra og fræðsluyfirvalda. Þess má einnig geta að Pólý- fónkórnum hafa borist áhuga- verð tilboð, m.a. hefur hinn heimsfrægi hljómsvetiarstjóri Hubert Soudant látið í ljós áhuga á að stjórna tónleikum hérlendis á næsta ári með þátt- töku kórsins. Soudant hefur stjórnað sem gestur öllum fræg- ustu hljómsveitum Evrópu, m.a. London Pilharmohic Orchestra, sinfóníuhljómsveitinni í París, fílharmóníusveitum Berlínar og Vínarborgar og mun á næsta ári stjórna Ríkishljómsveitinni í Moskvu. Þá hefur sú hugmynd komið upp að Pólýfónkórinn komi fram á hljómleikum með ein- hverri af stórhljómsveitum álf- unnar fyrir milligöngu Soudants og þá undir hans stjórn, en frá því hefur þó ekki enn verið gengið. (Fréttatilk.) RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að eftirtöld- um ákeyrslum. Sími deildarinnar er 10200. Þriðjudaginn 5. júní var tilkynnt að ekið hefði verið á bifreiðina R-42611, þar sem bifreiðin hefði verið á bifr.stæði við Austurver, Háaleitisbraut 68. Bifreiðin er V.W. rauð að lit. Varð á tímabilinu frá því á laugardag þann 2.6. og fram á þriðjudag kl. 09.00 f.h. Skemmd á bifreiðinni, hægra afturaurbretti og afturljós dældað. Hæð í skemmd 50 cm. Á staðnum fundust grænsanser- aðar málningarflögur úr bifreið þeirri sem tjóninu olli. Mánudaginn 4. júní var ekið á bifreiðina P-1793, þar sem bifreiðin var á Grettisgötu við hús nr. 20A. Bifreiðin er af Lada station gerð. Vinstri afturhurð skemmd. Varð á tímabilinu frá kl. 15.30 til 17.30. Tjónvaldur hefur verið á drappiit- aðri bifreið eftir lit í skemmd. Föstudaginn 8. júní var ekið á bifreiðina G-6596 sem er Ford Es- cort gul að lit, þar sem bifreiðin var á bifr.stæði við Arnarhvol. Varð frá kl. 13.45 til 14.20. Skemmd á bifreið- inni, vinstra framaurbretti skemmt. Mánudaginn 11. júní var tilkynnt að ekið hefði verið á bifreiðina R-108, sem er Mazda 929, silfurgrá að lit, þar sem bifreiðin var við Tjarnarból 4 Seltjarnarnesi. Tjónið varð sunnudaginn 10.6. á milli kl. 14.30 og 16.00. Afturhöggvari og farangursgeymslulok skemmt. ! ALANTSIGMA A MITSUBISHI Fyrstu 3 sendingar uppseldar. Eigum bílatil afgreiðslu í ágúst. Gormafjöðrun að framan og aftan sem gerir bílinn sérstaklega mjúkan í akstri. Mjög sparneytin vél með jafnvægisásum, sem gera gang vélarinnar einstaklega þýðan og auka endingu hennar. P. STEFANSSON HF. SIÐUMULA 33 — SIMI 83104 - 83105 Ljósm. Sig. Þorgei

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.