Morgunblaðið - 17.06.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JUNI1979
27
Halldóra Samúelsdótt■
ir — Minningarorð
Fædd 9. október 1897.
Dáin 10. maí 1979.
Að fjölga árum fylgir gjarnan
sú lífsins kvöð að horfa á æ fleiri
vini kveðja og hverfa sjónum
handan við tjald tímans, sjá æ
fleiri dyr lokast, sem áður stóðu
opnar, og mörg kunn og kær
salarkynni, sem áður voru full af
yl og birtu lífsins, skyndilega
standa fátæk og tóm og kveldhúmi
földuð líkt og sól væri nýgengin af
gluggum. Á þessa kvöð var ég
áþreifanlega minnt þegar mér
barst andlátsfregn Halldóru Sam-
úelsdóttur. Veit þó vel að fyrir
hana sjálfa mun þetta þó hafa
verið fagnaðar- og lausnarstund
og langþráð hvíld eftir langan og
oft ekki erfiðslítinn dag, einkum
þegar á hann leið og vanheilsa
gerði hann grýttan og þungfæran.
Seinast er ég leit inn til hennar
á sjúkrahúsið sá ég hvað að fór og
óskaði henni í huganum góðrar
ferðar, sem ekki var heldur langt
að bíða. Og vissulega samgladdist
ég henni, er ég frétti umskiptin.
En þrátt fyrir ómetanlegt gildi
bjartra minninga og öruggrar
vonar er ekki svo auðvelt sem ætla
mætti að hlaupa frá mannlegum
tilfinningum. Hið auða skarð og
tóma rúm, sem farinn vinur
óumflýjanlega skilur eftir, fyllist
ekki á örskotsstund heldur hefur
sinn eigin tíma.
Halldóra var einn af þeim
Reykvíkingum, sem lifðu sinn
bernskumorgun á litlum bæ í
íslenzkri sveit. Fæddist að Stökk-
um á Rauðasandi 9. október 1897,
en flyzt árið 1909 11 ára gömul
með foreldrum sínum til Reykja-
víkur, þar sem hennar lífs- og
starfssvið var upp frá því. Næsta
ólíkt mér, sem alltaf var þar, sem
„förukona" utan nú síðustu árin.
En oft lá leið mín þangað af
ýmsum ástæðum allt frá því að ég
var þar við nám tvo vetur fyrir
meir en 50 árum. Og marga góða
vini eignaðist ég þar, sem ég er
guði og gæfunni þakklát fyrir.
Meðal þeirra var Halldóra Sam-
úelsdóttir.
Ræturnar að okkar vinskap var
þó fyrst og fremst gróin vinátta
foreldra okkar. Feður okkar voru
gamlir skólabræður frá Ólafsdal,
innilegir vinir og frændur að auki,
báðir breiðfirzkrar ættar. Samúel
var Eggertsson Jochumssonar frá
Skógum í Reykhólasveit, Marta
Elísabet Stefánsdóttir kona hans
hins vegar ættuð af Snæfellsnesi
og Mýrum. Þegar ég í fyrsta sinn
kom til dvalar í höfuðstaðinn —
ung og lítt veraldarvön — varð
heimili þessa mikilhæfu mann
kostahjóna mér sem skjólrík og
yndisleg gróðurvin mitt í köldu og
framandlegu umhverfi stein-
steypu og bárujárns, staður hvar
ég alltaf mátti leita athvarfs
þegar ég vildi, og hvar flest var til
boða, sem unglingi mátti vera til
þroska og sálubóta. Greiðasemi og
hjálpfýsi var þessu heimili inn-
gróin og nær ósjálfráð, enda
margur, sem taldi sig eiga þangað
erindi. Hins vegar hafði hinn
veraldlegi auður sjaldan lengi
viðdvöl þar í garði. Samúel var
enginn hálaunamaður. Hélt
Afmœlis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
vcrða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Grcinar mcga ekki
vera í sendibréfsíormi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vcra vélritaðar og með góðu
línubili.
barnaskóla heima hjá sér á vet-
urna og skrautritaði í hjáverkum.
Gekk líka almennt undir nafninu
Samúel skrautritari. Hann var
einnig landskunnur fyrir land-
mælingar sínar og ýmiss konar
kortagerð. Fágætur maður, sem
sameinaði sinni opnu og síungu
barnslund merkilega listhneigð og
víðtækt fræðimannseðli. Ekki að
undra, þótt hrifnæmu, ungu fólki
þætti gott í návist hans. Þá
skemmdi hin ágæta, fjölhæfa
húsfreyja ekki fyrir svo greind,
skemmtin og margfróð sem hún
var. Ólík þó bónda sínum en
þannig, að hvert öðru var til bóta.
Auk Halldóru áttu þau Samúel
og Marta Margréti fyrir dóttur,
lítiö eitt yngri. Hún var þá heima
og vann í Marteinsbúð á Lauga-
veginum. En Halldóra var farin að
heiman og gift Pétri Guðmunds-
syni, er síðar var kunnastur undir
nafninu Pétur í málaranum. Um
áratugi var hann einn þekktasti
atorku- og framkvæmdamaður
Reykjavíkur. Svo sem algengast
var í þá daga byrjaði Pétur með
tvær hendur tómar, en vann sig
upp í góð efni á fáum árum. Árið
1931 fluttust þau hjónin í hið nýja
hús sitt Sjafnargötu 3, sem þá og
enn í dag má telja til glæsilegustu
íbúðarhúsa borgarinnar. I þessu
húsi átti Halldóra æ síðan heima,
líka þau 25 árin eftir að þau Pétur
slitu samvistum og hún varð ein.
Þá voru börn þeirra líka uppkomin
og farin að heiman, en þau voru
þessi eftir aldursröð: Kristín, gift
Baldvin Einarssyni forstjóra;
Marta, gift Birni Halldórssyni
forstjóra; Kolbeinn fyrrv. forstj.,
dáinn 16. ág. 1978, eftirlifandi
kona Guðrún Elísabet Halldórs-
dóttir, Gunnar deildarstj., kvænt-
ur Sigrúnu Guðbjarnardóttur. Öll
vel gefin og kunnir borgarar.
Kolbeinn einn eldri sonurinn
andaðist sem fyrr segir sl. sumar.
Fór snögglega úr hjartaáfalli. Var
það mikið áfall sjúkri og aldraðri
móður-að missa í blóma lífsins svo
ágætan og drengilegan mann og
elskulegan son sem hann var. En
þessari raun tók Halldóra af
fágætri stillingu. Má vera að hálf
dulinn grunur um að skammt yrði
til endurfunda hafi lagt þar að
sefandi hönd.
Ég kynntist Halldóru lítið á
aðal starfsskeiði hennar meðan
börnin voru að vaxa upp heima og
maður hennar stóð í miðjum
straumi verklegra athafna og um-
svifa. Veit þó að húsfreyjan á
þessu ríkmannlega heimili lá ekki
að jafnaði í neinum traföskjum.
Því að innan dyra var einnig oft
margt um manninn og umsvifa-
mikið, og margvíslegar þær skyld-
ur, sem hvíldu á herðum þessarar
fasléttu, smávöxnu og fíngerðu
konu, skyldur er kröfðust jafnt
eftirlits, röskleika og framtaks
sem umhyggju og góðvildar, kröf-
ur er höfðuðu í senn til húsmóður-
innar og móðurinnar. Og í þessu
tvöfalda hlutverki var Halldóra
meira en meðal stór. Um það vitna
best þau sterku, innilegu tengsl,
sem ávallt ríktu frá upphafi til
þess síðasta milli hennar og ann-
arra í fjölskyldunni. Á hverjum
jólum og við mörg önnur hátíðleg
tækifæri höfðu stóru börnin henn-
ar aðal hátíðastundina heima „hjá
mömmu“ til að gleðja hana og
gleðjast með henni á gamla heim-
ilinu, enda þótt þau sjálf hefðu
góðan og velbúinn húsakost.
Svo sem margir munu minnast
heimsótti á sínum tíma hinn
frægi, danski lífsspekingur Mart-
inus, okkur íslendinga nokkrum
sinnum. Bjó hann þá þrívegis hjá
Halldóru á Sjafnargötu 3. Mun
hvorttveggja hafa verið, að dvölin
þar hafi ekki valdið Guðspekifé-
laginu, en á þess vegum kom hann,
miklum útbornum kostnaði. Hitt
þó vegið mest að innra sem ytra
mun sá staður hafa betur hæft
hinum góða gesti en nokkurt
glæsihótel, enda sjálfur er hann
kynntist, látið þar um ákveðna ósk
í ljós.
Á þessum árum bar fundum
okkar Halldóru oft saman, og
marga nóttina gisti ég hjá henni.
Kynntist því vel gerð hennar og
mannkostum. Þótt segja mætti að
hún sæti einvöld í fínni höll í
laufskrýddum lystigarði, líktist
hún sjálf lítið stoltri og hnakka-
kertri hallarfrú. Nei, miklu frekar
var þar á ferð, sem hún fór,
alþýðukonan eilítið hlédræg,
hógvær, umhyggjusöm og hlý,
valkvendið, sem lagði ávallt gott
til allra mála, rak aldrei sitt
áfram með arnsúg valkyrjunnar
en hugsaði samt sitt.
Halldóra gekk í Verzlunarskól-
ann í Reykjavík, er hún var ung.
Tók einnig námskeið í matreiðslu
til viðbótar þeirri góðu kennslu,
sem hún hlaut heima hjá móður
sinni í þeirri grein. Þótti þetta til
samans allgóð skólaganga hjá
ungri stúlku í þá daga. Og ásamt
þeim dýrmæta menningararfi,
sem hún hafði að heiman, hafði
hún áreiðanlega hlotið góða
menntun, — hagnýta og þó fyrst
og fremst manneskjulega og
heilbrigða.
Halldóra var bókhneigð kona og
hafði þann smekk að lesa nær
eingöngu góðar bækur, þ.e. á
einhvern hátt fræðandi eða
mannbætandi. Kirkju sótti hún í
hófi en hugsaði og las mikið um
andleg mál. Félagslynd var hún og
um áratugi ein af virkustu
Hrings-konum í Reykjavík.
Styrkti þau merku samtök á
margan hátt, ekki sízt með sinni
miklu og góðu handavinnu. En
Halldóra var mjög hög í höndum,
smekkvís og listræn, og handa-
vinna hennar kærasta viðfangs-
efni á efri árum. Halldóra var
einnig traustur og tryggur guð-
spekifélagi, sótti fundi er hún gat
og heilsan leyfði og vann þeim
félagsskap af sama heillyndi og
öðru, sem hún lagði hönd eða hug
að og horfði til líknar eða menn-
ingarbóta. Hún var í fám orðum
sagt þannig gerð, að hún kastaði
hvorki málefni eða manneskju,
sem hún hafði bundið tr.vggðir við,
af sér eins og hvunndagsflík, sem
skipt er um á viku hverri. Segja
má að ófáir vinia hennar væru
hennar ævivinir svo sem vinkon-
urnar frá skóladögunum í æsku,
og óþarft er að nefna að milli
hennar og systurinnar, Margrétar,
var alla tíð sérlega kært. Ég tel
það eitt af mínu láni að hafa
fyrirhitt Halldóru á lífsleiðinni.
Henni var gott að kynnast, og
mannbætandi að heimsækja hana
á hennar fagra og kyrrláta heim-
ili, njóta gestrisni hennar og
vinsemdar og sitja til borðs með
henni og hennar trygga og góða
húsfélaga, Hólmfríði, sem leigði á
loftinu hjá henni tvo seinustu
áratugina og betur þó og var
hennar trausta stoð og styrkur,
þegar heilsa og kraftar fóru að
þverra.
Já, margra góðra og friðsælla
stunda má ég minnast, sem aldrei
verða þakkaðar sem skyldi.
Nú mun hennar mörgu ástvin-
um og vinum þó sannarlega finn-
ast þar „sól af gluggum“. En
einhvern tíma og annars staðar —
þar sem sól hverfur aldrei af
gluggum -— mun aftur verða dyra
kvatt og feginsdyrum upplokið. í
því trausti sendi ég Halldóru
frænku minni hjartans kveðju og
þökk.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir.
Útboraun í PHíIíds
■■4 ■ m * ■ ■
8!lS|Pilw3ipSi^i%5
frá 150 þús.
^
f PHILIPS 1 ■aa Öjjí
...mestsekla —
sjónvarpstækið 1 —
í Evrópu. ■ í-r#, ■■■ — /
Þaö er sitt hvaö aö sjá hlutina í lit eöa svart/hvítu.
Nú hefur þú tækifæri til aö láta langþráöan draum
um litsjónvarpstæki rætast.
Philips svíkur ekki lit.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 — SÆTÚN 8 - 1 5655