Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979 * Eg var bara í háloftunum f byrjun Þegar Vigdís tók við starfi leikhússtjóra í Iðnó, átti Morg- unblaðið tal við hana um hug- myndir hennar og fyrirætlanir í nýja starfinu. „Leikhúsið er ekki hægt að reka áfram á jafn breið- um grundvelli og verið hefur," sagði hún þá um tilverugrundvöll L.R. við hlið Þjóðleikhússins. Hún kvaðst líta svo á, að leikfélagið ætti að geta boðið upp á línu í’ verkefnavali sem stangaðist ekki á við Þjóðleikhúsið, og í því skyni væri nauðsynlegt að samband væri gott á milli leikhúsanna tveggja. „Það sem við verðum fyrr eða síðar að taka ákvörðun um, er að hverju við eigum að einbeita okkur," sagði hún þá. „Það sem mér virðist einkum koma til greina eru stíliseraðir, klassískir þótt þau séu beinskeytt. Við höf- um ekki ráð á því, í húsi sem hefur aðeins 5 frumsýningar á ári, að taka mikið verk sem við vitum fyrirfram að ekki koma margir áhorfendur að sjá, hversu góða leiksýningu sem um er að ræða." „Hráefnið í máltíð vetrarins var gott“ Þetta átti að verða bezta leikár- ið mitt,„ segir Vigdís. „En þetta er eins og að reiða fram góða máltíð. Hráefnið í máltíðina var gott, þótt eitt leikritanna, fra Chile, félli út, en einhvern veginn gekk hún ekki nógu vel í gestina. 011 þessi verk eru ákaflega vel skrifuð og vits- munalega og varpa fram hvert sínum spurningum. Lífsháski Rœttvið VigdísiFiimbogadéltur leikhtísstjóra ílðnó um afstaðið leikár, stöðuLR og leiklistar og það að hœtta kannski meira afstrakt í hugsun en fólk er flest í mati á leikritum. Spurningin er bara alltaf sú, hversu stóran skammt af þessu og hinu eigi að flytja inn til að koma tíl skila ákveðnum hugmyndum manns um heimsmenninguna í heild sinni.“ En leikritalistinn í vetur lýsir sem sagt hugmyndum þínum um æskilegt verkefnaval Leikfélags Reykjavíkur? „Já, að því slepptu, að ég hefði viljað frumsýna fleiri íslenzk verk. Ég vil hafa þau í meirihluta, enda erum við fyrst og fremst að fjalla um eigið umhverfi, þótt við lærum af erlendum verkum. En það er ekkert verk í vetur, nema þá kannski Lífsháski og Rúmrusk, sem mér finnst ekki eiga fullt erindi í leikhúsið. Rúmrusk var reyndar tilraun til að færa sýning- ar okkar í Austurbæjarbíói upp á svolítið hærra plan. Það er mis- skilningur að þetta leikrit sé farsi, það er kómedía og ber öll einkenni hennar, enda fjallar það af meiri „Öll leikstarfsemi okkar er niörvuð niður í samninga” „Þreytt“ Já, ég er orðin þreytt, en ekki leið.“ Vigdís Finnbogadóttir er nú að ljúka 7. starfsári sínu sem leikhússtjóri hjá Iðnó, en við því starfi tók hún af Sveini Einarssyni í september 1972. Það gustar um Iðnó þessa dagana, sumir gagnrýnendur eru ekki sáttir við verkefnaval leikhússins og telja sýningar missa marks, aðrir hvísla í opin eyru að Leikfélagið sé klofið vegna ólíkra viðhorfa til listrænnar stefnu. Enn aðrir tala um pólitíska flokkadrætti, Morgunblaðið innti leikhússtjórann frétta. gamanleikir, þjóðfélagsfræðileg ádeiluverk og leikrit fyrir ungt fólk.“ En hvað segir Vigdís um slíkar hugmyndir nú, eftir 7 ára starf? „Ég var fallhlífarhermaður fyrsta árið mitt. Ég var bara í háloftunum í byrjun, en svo hrap- aði ég niður í raunveruleikann, sem er sá, að leiklist í stofnana- leikhúsi á íslandi, sem býr ekki að 100% styrk, verður ekki rekin nema með mikilli breidd." „Tökum dæmi. Ég er menntuð í Frakklandi, og það hefur reyndar stundum háð mér á Islandi, hvað ég var tengd menningu og hugsun- arhætti Frakka. Ég er við nám á tímum absúrdistanna í Frakk- landi og hreifst þá mjög af þessum framúrstefnuverkum. Ég hefði viljað sjá mörg þeirra á sviðinu í Iðnó, en nú veit ég að slík verk höfða aðeins til hluta áhorfenda, „Öll okkar bók- menntasaga vitnar um það hvernig erlendir straumar hvöttu íslenzka menn til mikilla verka.“ stendur þar að vísu utan við, og að baki sýningu þess lá fremur for- vitni um það, hvort svona glæpa- verk, sem íslendingar horfa mikið á, fengi góðan hljómgrunn á leiksviði." Nú bar mikið á þeirri skoðun hjá gagnrýnendum, að hvorki „Geggjaða konan" né „Þú stelur bara milljarði" ættu mikið erindi til okkar. „Það sjónarmið skil ég ekki. Bæði þessi verk höfða mjög til umræðu samtímans og eru í sviðsljósinu nú. Giraudoux fjallar um mengun og eyðingu verðmæta, en Arrabal beinir skeytum í allar áttir og brýzt um. Þar er t.d. rætt um sinnuleysi gagnvart vísindum og misnotkun stjórnmálamanna á þeim, í stað heillavænlegrar virkj- unar þeirra fyrir allt mannkyn. Leikritið sprettur upp úr suðrænu umhverfi, þar sem kaþólska kirkj- an er valdamikil, en ég sé ekki að það þurfi að hefta skilning okkar á verkinu. Þá má kannski segja, að Arrabal ofhlaði verk sitt af skeyt- um.“ En má ekki segja að flest skrifuð leikverk í heiminum fjalli að nokkru um sammannleg efni? Beinist ekki fyrrnefnd gagnrýni fremur að því, að þessi framsetn- ing spurninganna höfði lítt til okkar? „Ég hef nú einhvern grun um að óánægju gagnrýnenda með „Geggjuðu konuna" hafi stafað af því, að þeir hafi ekki þekkt verkið. Og varðandi Arrabal er ég ekki sammála Vésteini Lúðvíkssyni um að þetta verk hans sé illa samið * „Eg hef stundum óskað þess að ég hefði eldd tekið þá stefnu sem ég valdi mér sjálf: að gera enga tilraun til að ráðskast með leik- húsið.“ afturhaldsverk. En tónninn í því kann að fara framhjá íslendingum vegna þess að við lifum við allt aðrar menningarlegar aðstæður en þar er lýst. Mér finnst full ástæða til að gefa gaum öllum straumum al- þjóðlegrar leiklistar, þó ekki væri nema kynnu að kveikja nýjar hugmyndir hjá íslenzkum höfund- um um notkun þessa alþjóðlegs tungumáls. Öll okkar bókmennta- saga vitnar um það, hvernig er- lendir straumar hvöttu íslenzka menn til mikilla verka. Þannig er t.d. um Passíusálma Hallgríms Péturssonar, ég efast um að hon- um hefði tekizt að yrkja þá í þessum stíl ef hann hefði bara setið á sinni þúfu alla tíð. Ég er „alvöru" um ýmis mannleg vanda- mál en hreinir farsar. Annars eru viðbrögð við nýja leikritinu („Er þetta ekki mitt líf?) dæmigerð. Það fjallar fyrst og fremst um valfrelsið. Ef það fjallaði um mann í fangelsi, en væri að öðru leyti eins skrifað, þá gripi það örugglega ekki áhorfendur eins og það gerir. Það getur hver sem er lent í aðstöðu mannsins í leikrit- inu, en fangeisanir eru hins vegar sjaldgæfar. Þetta er spurningin um samsemd." Leikfélagið hefur lagt mikla áherslu á íslenzk verk á undan- förnum árum. En þegar þú tókst við, var verkefnaskráin líka þakin íslenzkum vefkum eftir Laxness, Jökul Jakobsson, Birgi Sigurðsson og fleiri? Hafa gæðin aukizt? „Það er enginn vafi á því að þessi aukning frumsýninga á ís- „Það er furðulegt að þjóð, sem hefur upplifað jafn mikla þjóðlífsumbyltingu á skömmum tíma, skuli vera svona vanaföst.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.