Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979
29
lenzkum verkum hefur örvað ís-
lenzka leikritahöfunda til dáða,
því meira er skrifað fyrir leikhús
á íslandi nú en nokkru sinni áður.
Og þar eru kunnáttumenn að
verki.“
Ég er fyrst
og fremst
uppástungu-
kona
Hver er staða leikhússtjórans í
Leikfélagi Reykjavíkur?
„Vald mitt felst í því að sitja í
leikhúsráði", segir Vigdís, „ég er
fyrst og fremst uppástungukona,
sem reynir að finna hentug verk
og leggja þau fyrir leikhúsráð,
sem hefur úrslitaáhrif um allt
sem sýnt er. Það er síðan í mínum
verkahring að sjá um daglegan
rekstur leikhússins ásamt fram-
kvæmdastjóra og koma fram opin-
berlega fyrir hönd þess.“
Er þessi staða leikhússtjóra
heilladrjúg fyrir listræna stefnu-
mótun?
„Það eru allir sammála um það
mikla lýðræði sem eigi að vera í
leikhúsi og að listamennirnir
sjálfir eigi að hafa sem mest áhrif
á listræna stefnu. Hitt er annað
mál, að einhver verður að halda
saman þráðunum og verður þá að
hafa einhver yfirráð með höndum.
Reynsla mín er sú eftir þessi ár,
að mikið lýðræði er ákaflega
þungt í vöfum, og ég hef stundum
óskað þess að ég hefði ekki tekið
þá stefnu sem ég valdi mér sjálf;
að gera enga tilraun til að ráðsk-
ast með leikhúsið."
LR er stofnana-
leikhús sem er
of lítið til
að vera það
Telurðu að staða Leikfélagsins
f íslenzku leikhúsi, miðað við t.d.
bæði Þjóðleikhúsið og áhugaleik-
félögin, hafi tekið einhverjum
breytingum í þinni leikhús-
stjórnartíð?
„Ef eitthvað er, hefur staða
leikfélagsins færzt í þá átt að taka
til sýninga fleiri íslenzk verk. Mín
skoðun er sú, að í svona litlu
þjóðfélagi eigi hvert leikhús að
hafa sína sérhæfingu. En því
miður getur Leikfélagið ekki ein-
beitt sér að slíku.“
En hver er þá staða L.R.
gagnvart t.d. Alþýðuleikhúsinu?
„Alþýðuleikhúsið, sem ég dáist
að, hefur sérstöðu sem ég vildi
óska að við hefðum í Iðnó. Leikfé-
lag Reykjavíkur er komið í þá
aðstöðu að vera stofnanaleikhús
sem er of lítið til að vera stofnana-
leikhús og standa í öllum þeim
samningum sem því fylgja. Öll
leikstarfsemi okkar er njörvuð
niður í samninga, þar sem hvergi
má skerða greiðslur til aðstand-
enda. Alþýðuleikhúsið getur hins
vegar beðið fólk að inna af hendi
alla þá vinnu, sem leikhúsið
dreymir um í sjálfboðavinnu. Það
er að sjálfsögðu í svelti eins og við,
en það er þó líka í þessari drauma-
aðstöðu."
Getur Leikfélagið ekki starf-
rækt lítið tilraunasvið jafnhliða
aðalstarfseminni, t.d. í Tjarnar-
bíó?
„Nei, það yrði of viðamikið, —
samningarnir eru þannig. Ef við
færum að reka lítið útibússvið við
hliðina á aðalleikhúsinu, gætum
við hvorki beðið leikstjóra, leik-
myndateiknara né einn einasta
lærðan leikara (og við myndum
kappkosta að nota lært fólk) að slá
af launakröfum sínum. Það er
hvergi hægt að draga úr þeim til
„Ég var fallhlífar-
hermaður fyrsta ár-
ið
að leika sér, sem væri óskaplega
mikils virði. Ég harma það.“
Breytir bygging Borgarleik-
húss eitthvað þessari stöðu?
„Það verður, held ég, rekið á
svipuðum grundvelli. Nema þar
verður aðstaða til tilrauna í litla
salnum. Ég spái því að hann verði
frjór vettvangur í leikhúsinu."
Sárast að geta
ekki nýtt þetta
unga
hæfíleikafólk
„Bæði slæm fjárhagsstaða og
smæð sviðsins í Iðnó setja leikfé-
laginu listrænar skorður. Félagið
verður að afla 50% rekstrarfjár-
ins sjálft, en borgin greiðir 50%
þess. Ríkisstyrkurinn fer allur og
meira til í söluskatt. „Menn göptu
af undrun um daginn á leikhús-
stjórafundi í Árósum yfir því, að
leikhúsið skyldi geta starfað með
aðeins 50% styrk, svo lítið hús og
lágt miðaverð," segir Vigdís.
„Leikfélagið ber talsverðan
skuldabagga um þessar mundir.
þar er ekki um að kenna minnk-
andi aðsókn, þótt hún hafi að vísu
verið minni undanfarið en áður,
heldur því, að miðaverð hefur
dregizt svo aftur úr móti öllum
vaxandi kostnaði."
Hefur fjárhagssjónarniiðið þá
ekki svo mikil áhrif á verkefna-
valið?
„Nei, en við reynum auðvitað að
beita fjárhagslegu aðhaldi í verk-
efnavali annars færi allt í kalda-
kol. Þar finnst mer sárast að geta
ekki nýtt betur allt það unga
hæfileikafólk sem streymir inn á
markaðinn eftir langt og gott
nám. þar standa samningarnir og
fjársveltið í veginum. Afleiðingin
er sú að við höfum færra fólk á
leiksviði hjá okkur en við vildum
hafa. Verkefnaval verður oftar en
ella að miðast við að sýningar séu
fámennar.“
Frjálsir hópar
séu hugmynda-
bankar
nýsköpunar
„Ég held það sé orðum aukið að
tala um klofning innan Leikfé-
lagsins," segir Vigdís.
„Hugmyndaágreiningur er ekki
slíkur að hægt sé að kalla hann
því nafni. Það væri dauði hvers
listamanns að vera alltaf ánægður
með allt og alla í svo stórri
stofnun. Ég held að óánægjuradd-
ir með stefnu hússins séu einkum
tengdar því að fólk sakni ein-
hverra nýjunga hjá Leikfélaginu
og lítur þar t.d. til þess frelsis,
sem Alþýðuleikhúsið hefur og
Leikfélagið hafði áður. En nú
skortir okkur fjármagn til slíks.
Ég held við séum líka sammála
um það að vilja fá miklu fleira
fólk inn í húsið. Þar er sami
þröskuldur. En varðandi nýsköpun
í leikhúsinu, finnst mer að þar eigi
einmitt frjálsir hópar eins og
Alþýðuleikhúsið að vera hug-
myndabanki, fara nýjar leiðir og
hafa þannig áhrif á stefnu stofn-
analeikhúsanna."
Nú er útlit fyrir mikia fjöigun
ungs, leikhúsmenntaðs fólks hér
á næstu árum. Heldurðu að það
hafi mikil áhrif á leikhús hér og
uppbyggingu þess, eða lagar það
sig aðallega að því sem fyrir er?
„Nei, því trúi ég ekki. Ég held að
þessi hópur hljóti að lífga mikið
upp leikhúslífið."
Hvernig má það verða?
„Spurðu yfirvöld að því! Ef ég
hefði sand af peningum nú, vildi
ég fá leikhús með starfandi
dramaturgum, sérfróðum og
frjóum mönnum, sem leikhópar
annarra húsa gætu kallað á til
ráðgjafar og álits, eða bara til að
skrifa í leikskrá og fleira í þeim
dúr.
Nú hefurðu reynt að fá hingað
erlenda leikhópa með sýningar.
Má eitthvað ráða af aðferðum
þeirra um óskir þínar um ís-
lenzkt leikhús?
„Að vissu leyti, já. Ég hef reynt
að fá hingað þrjá hópa úr ólíkum
heimshornum, en aðeins einn
þeirra gat komist hingað, stultu-
flokkurinn þýzki í fyrra. Þessir
hópar hafa allir verið mjög
óvenjulegir og verið að gera
eitthvað allt annað en við hér
heima. Ég hefði viljað sjá þá alla
hér til að reyna að breikka smekk
okkar á leikhúsi og sjá eitthvað af
þeim ýmsu meðulum sem slíkir
hópar erlendis taka í þjónufetu
leiklistarinnar. Því er ekki að
neita, að leiklist hjá okkur er
dálítið einhliða. Við erum ekkert
sérstaklega umbreytingasamt
fólk, íslendingar, eða ginnkeyptir
fyrir nýjungum. Þó ekki væri
nema einhverjar breytingar á
þeim tíma þegar fólk fer í leikhús,
eins og einföld dagskrá kl. 5 sem
fólk gæti sótt eftir vinnu í stað
þess að fara í bíó.“
„Við höfum reynt hjá Leikfélag-
inu að nota brúður í leik við höfum
reynt síðdegisstundir með upp-
lestri, söng og einföldum flutningi
bókmennta, við fluttum líka sög-
una af dátanum með látbragðsleik
og tónlist. Ekkert af þessu bar sig.
Aðeins það að brjóta upp þessa
fastskorðuðu tímasetningu leik-
sýninga næst ekki nema með
fjárútlátum á meðan fólk er að
átta sig á nýjunginni. Og við
höfum ekki penmga til að gefa
fólki tækifæri til að venjast ein-
hverju öðru. — Það er furðulegt að
þjóð, sem hefur upplifað jafn-
mikla þjóðlífsumbyltingu á
skömmum tíma, skuli vera svona
vanaföst."
Og í lokin, Vigdís, er það rétt
að þú sért að hætta leikhússtjóra-
starfinu hjá Iðnó?
„Já, það er alveg ákveðið að
staða mín er laus að loknu næsta
leikári."
Og hvað tekur þá við?
„Kannski fæ ég vinnu einhvers
staðar í leikhúsi. Ég veit þó a.m.k.
hvernig ég á að umgangast leik-
þússtjóra...“ HHH.
„Eg veit þó a.m.k.
hvernig á að um-
gangast leikhús-
stjóra.“
Firtna-
keppni
Haröar
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Hörð-
ur hélt nýverið firmakeppni sína
á nýjum velli við Varmárlaug í
Mosfellssveit. Er þetta 300 metra
hringvöllur og var hann vígður
mcð. þessari keppni. Til leiks
voru skráð 68 hross, þar af voru
20 í unglingakeppni.
Urslit í keppninni urðu þau að í
unglingaflokki sigraði Mjólkurfé-
lag Reykjavíkur en fyrir það
keppti Ljúfur, knapi og eigandi
Garðar Hreinsson, Helgadal, í
öðru sæti varð Bílaverkstæði Guð-
varðar Hákonarsonar, keppandi
Hörður frá Hala, Rang., knapi og
eigandi Kolbrún Jónsdóttir, Víði-
nesi, og þriðji Steindórsprent,
keppandi Neisti, knapi Kristinn
Hestar
Sveinsson og eigandi Sveinn
Guðmundsson.
I flokki fullorðinna sigraði
Blossi h.f., keppandi Stjarni frá
Bjóluhjáleigu, knapi Kristján
Birgisson, eigandi Stefán Jónsson.
Þess má geta að Stjarni er skyld-
leikaræktaður út af Stjarna 610
frá Bjóluhjáleigu þ.e.a.s. að hann
er sonur Stjarna 610 og hálfbróðir.
I öðru sæti varð Álafoss, keppandi
Blakkur, eigandi og knapi Hreinn
Ólafsson í Helgadal, í þriðja sæti
varð Túnþökusala Guðjóns
Bjarnasonar, keppandi Vopni,
Sigurvegarar í flokki fullorð-
inna. Lengst til hægri er Stjarni,
knapi Kristján Birgisson, þá
Blakkur, knapi Hreinn Ólafsson,
og Vopni, knapi Páll Kristjáns-
son. Ljósm. Gunnbjörn.
knapi Páll Kristjánsson, eigandi
Lárus Sveinsson.
Því miður reyndist völlurinn
ekki vel í þessari vígslukeppni.
Reyndist hann vera alltof laus í
sér á köflum. Kom þetta sér illa
fyrir vekringana þar sem illmögu-
legt reyndist að láta hesta skeiða
þannig að þeim væri akkur í því.
Að öðru leyti heppnaðist keppnin
vel, enda blíðskaparveður.
Harðarfélagar halda sínar ár-
legu kappreiðar að Arnarhamri
þann 23. júní n.k. og að loknum
kappreiðunum fara þeir í árlega
Jónsmessureið kringum Esju.
V.K.
Leyfa aftur
humarveiði
HINN 29. maí s.l. voru humar-
veiðar bannaðar á svæði í Breiða-
merkurdýpi þar sem þá var vart
við verulegt magn af smáýsu í
afla humarbáta.
Athuganir, sem fram hafa farið
í Breiðamerkurdýpi undanfarna
daga, hafa leitt í ljós, að smáýsa
virðist vera horfin af svæðinu og
hefur ráðuneytið því fellt niður
áðurgreint bann frá kl. 12 á hádegi
14. júní.