Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 32
(íIÁSINGASÍMINN ER:
22480
ALGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JRorjjunJjIaöili
SUNNUDAGUR 17. JtJNÍ 1979
Landshlaup FRI hefst í dag:
3000 hlauparar hlaupa 2500 km
LANDSHLAUP Frjálsíþrótta-
sambands íslands hefst á Laug-
ardalsveli í dag, 17. júní. Síðan
verður hiaupið stanzlaust hring-
inn í kringum landið og endað
þriðjudaginn 26. júní á sama
stað og hlaupið hófst. Laugar-
dalsvellinum. Reiknast fram-
kvæmdaaðilum hlaupsins til að
þá verði 3000 hlauparar búnir
að hlaupa samtals 2500 kíló-
metra þá rúmu viku sem hlaupið
stendur yfir.
Steningarathöfn hefst klukkan
13,50 með ávarpi Arnar Eiðsson-
ar formanns FRÍ. Að því loknu
afhendir Örn forseta ISÍ, Gísla
Halldórssyni, keflið sem hlaupið
verður með en það er skorið út af
Halldóri Sigurðssyni tréskurð-
armeistara á Egilsstöðum. Gísli
heldur stutta ræðu en að því búnu
tekur Egill Skúli Ingibergsson
borgarstjóri við keflinu og hleyp-
ur fyrsta sprettinn. Síðan taka
Boðhlaupskeflið sem hlaupið verður með. Það er skorið úr íslenzku
birki.
hlaupararnir við hver af öðrum
en hlaupið verður út á Reykjanes
til að byrja með, til Grindavíkur,
þaðan til Hveragerðis og Selfoss
og haldið áfram hringinn í kring-
um landið rangsælis. Hlaupinu
lýkur þriðjudaginn 26. júní
klukkan 8,20.
Mikill undirbúningsvinna ligg-
ur að baki þessu Landshlaupi FRÍ
og margir hafa þar lagt hönd á
plóginn. Verður mikið um dýrðir
víða á þeim stöðum þar sem
hlaupið er um, lúðrablástur, kór-
ipöngur og fleira.
Friðrik.
Sjöfn og Víð-
ir loka vegna
hráefnisskorts
ÞAÐ ERU nær allar iðngrcinar að komast í mikinn vanda út af
hráefnisskorti og þó einstök fyrirtæki séu að sjálfsögðu misvel birg af
hráefni er ljóst að mikill fjöldi fyrirtækja er nánast orðinn
hráefnislaus eða verða það alveg á næstu dögum,“ sagði Þórður
Friðjónsson hjá Félagi íslenskra iðnrekenda.
Ýmis fyrirtæki í efnaiðnaði hafa þegar stöðvast eða gera það í
næstu viku og má þar nefna Eínagerðina Sjöfn á Akureyri og fleiri
málningarverksmiðjur. Trésmiðjan Víðir í Kópavogi er að verða
verkcfnalaus vcgna skorts á lími til spónlagningar og hefur verið
ákveðið að loka vcrkstæðinu seinni hluta næstu viku og missa þá um
60 manns atvinnuna.
Þá hefur fyrirtækið ísaga, sem
framleiðir gas til logsuðu og
skurðar ekki fengið undanþágu til
að skipa upp hráefni til fram-
leiðslu sinnar, en birgðir fyrir-
tækisins af gasi duga rétt fyrstu
daga í næstu viku.
Aðalsteinn Jónsson, verk-
smiðjustjóri hjá Efnaverksmiðj-
unni Sjöfn á Akureyri, sagði að
komið væri á aðra viku síðan þeir í
verksmiðjunni urðu að hætta
framleiðslu á hreinlætisvörum
vegna hráefnisskorts og nú um
helgina yrði málningar- og lím-
Frímann Jónsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Isaga sagði að
framleiðsla á logsuðugasi hefði
legið niðri hjá þeim frá því á
miðvikudag vegna skorts á karbid
en ekki hefði fengist undanþága
hjá farmönnum til að skipa upp
birgðum af þvi, sem væri í skipi í
Reykjavíkurhöfn eftir helgi.
„Birgðir hjá okkur eru sáralitlar
og það gætu orðið erfiðleikar með
afgreiðslu á gasi eftir helgina en
það gæti fljótlega sagt til sin í
járniðnaðinum," sagöi Frímann.
tramieiosiu nætt en svampur yroi
framleiddur fram eftir næstu
viku. Vegna lokunar verksmiðj-
unnar missa nær 40 manns at-
vinnu sína. Stefán J. Guðjohnsen,
framkvæmdastjóri hjá Málningu
h.f. sagði að þeir væru að sigla inn
í vandræði vegna hráefnisskorts
og þeir gætu vart haldið verk-
smiðjunni gangandi nema i viku
til 10 daga enn. Og þó verkfall
farmanna leystist gæti liðiö allt
að hálfur mánuður þar til verk-
smiðjan gæti hafið fulla starfsemi
á ný.
Slökkviliðið í Reykjavík var í gærmorgun kvatt að Slippnum í
Reykjavík þar sem glóð hafði komist í einangrun togarans Heiðrúnar
írá Bolungarvík er unnið var að logsuðu í skipinu. Litlar sem engar
skemmdir urðu, en talsverður reykur gaus upp um tíma.
Ljósm: ól. K. Mag.
Góð byr jun
Farmannadeilan:
Aðilar höfnuðu fyrstu
kauptölum sáttanefndar
Lögbindur ríkisstjórnin sáttahugmyndina?
SÁTTASEMJARI ríkisins og
sáttanefnd lögðu fram á sátta-
fundi með yfirmönnum snemma í
gærmorgun tölur inn í þann
ramma, sem aðilar höfðu áður
náð samkomulagi um. Þessum
tölum var hafnað af báðum aðil-
um, en þcir höfðu í gær verið
kallaðir saman til fundar klukk-
an 17 og átti þar að íreista þess
að reyna að þróa málin eitthvað
áfram.
Tækist það ekki, var
jafnvel gert ráð fyrir því að
ríkisstjórnin lögbyndi þessa hug-
mynd sáttanefndarinnar.
Sáttafundurinn, sem hófst
klukkan 14 á föstudag stóð fram
undir morgun í gær og lauk um
klukkan 08. Boðaður var nýr fund-
ur í gær klukkan 17, eftir að
Morgunblaðið fór í prentun. Mjög
erfitt var í gær að afla frétta af
stöðu mála, þar sem samningsað-
ilar hvíldust allir eftir langan og
strangan samningafund.
Áður, eins og kunnugt er, höfðu
aðilar orðið sammála um ákveðinn
ramma, þar sem launum far-
manna var skipt í grunnlaun og
sjóferðaálag, sem er algjör nýjung
í kjarasamningi farmanna. Tölur
sáttanefndar fjölluðu um hlutfall
milli álagsins og grunnkaupsins
og hve hátt hvort um sig skyldi
vera. Báðir aðilar höfnuðu hug-
myndinni.
Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær,
mun enn langt í land að samkomu-
lagi í farmannadeilunní-
Enginn fundur hefúr verið boð-
aður með undirmönnum á farskip-
um.
19hvaJir
ÞEGAR Mbl. hafði samband við
Hvalstöðina um hádcgisbilið í gær
höfðu 19 hvalir veiðst, 18 langreið-
ar og einn búrhvalur. Tveir hval-
bátar, Hvalur 6 og Hvalur 7 voru að
koma inn með samtals 4 hvali en á
miðunum voru Hvalur 8 og Hvalur 9
í leiðindaveðri.
hjáFriðriki
TVEIMUR umferðum er lokið í
alþjóðalega skákmótinu í
Manila á Filippscyjum og hefur
Friðrik Ólafsson forscti Fide
tekið örugga forystu.
Friðrik vann tvær fyrstu
skákir sínar, fyrst alþjóðlega
meistarann Ruben Rodrigues
frá Filippseyjum og í 2. umferð
Jacobus Sampouw frá
Indónesíu.
Aðrar skákir í mótinu hafa
endað með jafntefli eða farið í
bið og hefur Friðrik heilum
vinningi meira en næstu menn.
veiddir
Viskísjúss-
inn 630 krón-
um dýrari
en rauð-
vínsflaska
TVÖFALDUR viskí í sóda-
vatni kostar nú á vínveit-
ingahúsi 2.080 krónur glasið,
eins og getið var í Morgun-
blaðinu í gær. Er það 30
krónum dýrara en heil
flaska af frönsku rauðvíni
kostar í útsölu ÁTVR. Ein
flaska af Beaujolais Cruse,
sem er Burgundarvín, kostar
í ríkinu 2.050 krónur. Þess
má geta að hér er þó ekki um
ódýrustu tegund af frönsku
rauðvíni að ræða.
Ódýrasta franska rauðvínið
er Chevalier de France og
kostar heilflaska af því 1.700
krónur og þyrfti sú flaska að
hækka um 22,4% til þess að
ná viskísjússinum á veitinga-
húsinu. Flaskan er raunar 10
krónum ódýrari en tvöfaldur
brennivínssjúss í gosdrykk,
sem kostar á vínveitingahúsi
nú 1.710 krónur.
Ódýrasta rauðvínið í ríkinu
er búlgarskt og kostar heil-
flaskan af því 1.450 krónur.
Flaskan þyrfti því að hækka
um 43,4% til að hafa í fullu
tré við verð viskísjússins og
um 17,9% til að ná brenni-
vínssjússinum.
Sams konar samanburð má
gera á verðskrá yfir hvítvín.