Morgunblaðið - 01.07.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.07.1979, Qupperneq 1
64 SIÐUR 148. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Islenzku gjafahúsin í Portúgal Eins og fram hefur komið í fréttum gaf Rauði kross- in íslenzki mózambískum flóttamönnum í Portúgal tvö íbúðarhús fyrir skemmstu. Afhending hús- anna fór fram í gær, en það var Kirsten Thorberg Sa Machado, hin íslenzka eiginkona fyrrverandi utanríkisráðherra Portú- gals, sem fyrir hönd Rauða krossins afhenti gjöfina. Húsin eru eins og sjá má hin myndarlegustu, en jafnframt því sem afhend- ingin fór fram var fáni dreginn að húni. (AP-síma- myndir) F erðamenn eru teknir að streyma frá Spáni Sprengja sprakk nærri Marbella og einn særðist Madrid, 30. júnf - AP, Reuter SPRENGJA sprakk skammt frá Marbella á Costa del Sol og fyrstu fréttir hermdu að einn hefði slasast. Lögregla þusti til, tæmdi hótel í nágrenninu, skammt frá Puret Banus Marina. Yfirvöld á Spáni tilkynntu að sérstakar sveitir þjálfaðar gegn skæruliðum mundu fylgjast með hótelum og sólarströndum á Spáni til að koma í veg fyrir hermdarverk Baska. ETA, skæruliðasamtök Baska hafa lýst ábyrgð á hendur sér að sex sprengjur sem sprungu á Beni- dorm, Fuengirolla og Marbella á Costa del Sol. Engin meiðsli urðu í þeim sprengingum. ETA krefst þess, að Baskar f fangelsum f Madrid og bfða þar dóma verði fluttir til Baskahéraðanna. Hótelstjórar á Costa del Sol sögðu að í kjölfar sprengjanna þá hafi fjöldi ferðamanna yfirgefið hótel á ströndinni og halda heim, að hundruð evrópskra ferðamanna hafa þegar afpantað bókanir. í Murcia á s-austur Spáni var um 500 hótelgestum, flestir Þjóð- verjar, gert að yfirgefa Cavanna hótelið í skyndi þegar tilkynnt var um sprengju í hótelinu. Engin sprengja fannst en ferðamennirn- ir urðu að gista á öðrum hótelum yfir nóttina. Þá hermdu fréttir að fimm Baskar hefðu verið teknir fastir og færðir til yfirheyrslu í Malaga. Þetta hefur ekki verið staðfest en fréttir herma að Baskarnir hafi haft á sér hálfa milljón peseta og verið með fimm bílaleigubíla. Þeir hafi haft í undirbúningi sprengju- tilræði. Sló Brueghel við Lundúnum - jafnvirði 450 milljóna íslenzkra 30. Júní - ap króna. Aldrei hefur hærra verð KAUPIN ganga glatt fyrir sig verið greitt fyrir málverk, svo á listaverkauppboðum í vitað sé, en fyrra sölumet átti Lundúnum þessa dagana, en mynd eftir Brueghel eldri, sem þar seldist í gærkvöldi mynd Sotheby’s seldi fyrr um daginn eftir hollenzka 17. aldar málar- 0g var hún slegin á 275 milljón- ann Jan van de Cappelle á ir. S-Afríka aðili að Thorpemáli? Lundúnum — 30. júní — AP BLAÐAMAÐUR að nafni Gordon Winter, sem kveðst hafa stundað njósnir í þágu Öryggisþjónustu S-Afríku, lýsti því yfir í sjónvarpi í Bretlandi í gær, að stofnunin hefði reynt að nota mál Jeremy Thorpe til að hafa áhrif á úrslit þingkosninga í Bretlandi árið 1974. Winter, sem er brezkur þegn, segir tilgang stofnunarinn- ar hafa verið þann að tryggja sigur íhaldsflokksins í kosning- unum, þar eð sá stjórnmálaflokk- ur hafi verið lfklegri til að sýna stjórn S-Afríku umburðarlyndi. Winter kveðst sjálfur hafa kannað hvað hæft væri í því að Jeremy Thorpe, þáverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins, hefði staðið í rómantísku sambandi við Norm- an Scott. Hafi hann siðan reynt að fá brezk blöð til að segja frá orðrómunum um kynvillu Thorpes meðan á kosningabaráttunni stóð, þannig að atkvæði Frjálslynda flokksins færu yfir til íhaldsflokk- sins. Forstöðumaður Öryggisþjón- ustu S-Afríku, Hendrik van den Bergh, hefur vísað þessum stað- hæfingum Winters á bug, og segir að Winter hafi aldrei starfað sem njósnari á vegum stofnunarinnar. Skutu að tveim þýzkum skipum Singapore. 30. júní. Reuter. VÍETNÖMSK herskip skutu að tveimur v-þýzkum flutningaskipum, þar sem þau voru með báta víet- namsks flóttafólks í togi undan strönd Víetnam. Um 300 flóttamenn voru um borð í bátunum og þegar herskipin gerðu sig líkleg til að sigla bátana í kaf þá hjuggu skipverjar á v-þýzku skipunum á tógin. Annað v-þýzku skipanna, Alexanderturm var gert að sigla inn í víetnamska höfn í Mekong óshólmunum. Flóttamenn- irnir voru einnig teknir til baka. Fréttir voru enn nokkuð óljós- ar, en skipstjórar á skipunum sendu fréttir af atburðunum til Singapore. Svo virðist þó, sem víetnömsk stjórnvöld hafi nú tekið upp harðari aðgerðir gegn hinum mikla flótta frá landinu. Ekki hermdu fréttir hvort skip- in hefðu orðið fyrir skotum. V-þýzka sendiráðið í Hanoi Carter fagnað Sooul - 30. júní. UM en milljón manna fagnaði Jimmy Carter Banda- ríkjaforseta er hann kom íil Seoul í Suður-Kóreu í dag, en erindi hans er að ræða við stjórn landsins um hernað og mannréttindi. Suður-Kóreu- stjórn hefur sætt ámæli fyrir að vanvirða mannréttindi, en í landinu er einræðisstjórn, vin- veitt Bandaríkjunum. Park S-Kóreuforseti hefur lagt mjög að Carter að hætta við fyrirætlanir Bandaríkja- stjórnar um að flytja herlið sitt brott frá S-Kóreu í áföng- um, en í liðinu eru um 31 þúsund hermenn. krafðist þess að Alexanderturm yrði leyft að fara ferða sinna. V-þýzki utanríkisráðherrann, Hans Dietrich Genscher sagði í Bangkok að V-Þýzkaland mundi veita flóttafólki af olíuborpöll- um undan strönd Víetnam hæli í landinu. Fólkið, sem v-þýzku skipin höfðu tekið í tog voru á olíuborpallinum, sem v-þýzkt fyrirtæki rekur og voru v-þýzku ' skipin að fara frá olíuborpallin- um eftir að hafa lestað vistir. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, sem nú er í Astralíu gagnrýndi Víetnam harðlega í dag fyrir flótta- mannastrauminn frá landinu. „Við megum ekki gleyma ástæð- um fyrir hörmungum fólksins. Það er að í Víetnam er kommún- ísk stjórn," sagði Thatcher við blaðamenn. Ivaffið hækkar Rio de Janeiro, 30. júní. AP. ÚTFLUTNINGSVERÐ á kaffi frá Brazilíu hefur hækkað um nær tuttugu sent hvert pund, þannig að pundið kostar nú tvo banda- ríkjadali, eða sem nemur um 690 krónum íslenzkum. Brazilía er mesta kaffiútflutningsríki verald- ar, en ástæðan fyrir hækkuninni er sögð vera ótíð þar í landi, svo og ótryggt stjórnmálaástand í Nicaragua og Úganda, sem bæði eru mikil kaffiræktarlönd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.